Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 6

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór S Lokaæfing fyrir ungfrú Island LOKAÆFING fyrir keppnina um titilinn ungfrú fs- Þátttakendur ei*u 22 víðsvegar að af landinu og land fór fram á Broadway í gær en sjálf keppnin munu stúlkurnar koma fram í kvöldklæðnaði og verður haldin í kvöld. baðfatnaði. Hæstiréttur dæmir tvo arkitekta til greiðslu skaðabóta Greiða 3 milljónir fyr- ir rangt val á þakdúk Útflutningsverð sjávarafurða hefur hækkað mun meira en ráð var fyrir gert Þjóðhagsspá endurskoðuð ARKITEKTARNIR Gylfi Guðjóns- son og Ingimundur Sveinsson voru í gær dæmdir í Hæstarétti til að greiða Verslunarmannafélagi Reykjavíkur þrjár milljónir króna auk dráttarvaxta frá því í nóvember 1995 og málskostnaðar, 700 þús. krónur, vegna vals á þakdúk, sem lagður var á hús við Hvassaleiti 5&-58. Húsið reisti VR í þágu aldr- aðra félagsmanna sinna. Gylfi og Ingimundur voru arki- tektar hússins. Þak þess er nánast alveg flatt og reis ágreiningur um val þeirra á dúk á þakið. VR taldi dúkinn, sem valinn var, ónothæfan og krafðist skaðabóta af arkitektun- um vegna vanrækslu þeirra við val á dúknum. í dómi Hæstaréttar er það m.a. rakið að sérstök ástæða hafi verið til að vanda vel til frágangs þaksins og vals á þakdúk vegna þess að lekavandamál frá sléttum þökum sé þekkt vandamál á Islandi. Þá kem- ur einnig fram að framleiðandi dúksins, sem valinn var, framleiði einnig aðra tegund og sé hún ætluð á þök en dúkurinn, sem valinn var, ekki. Faliist er á með VR að arki- tektarnir, sem selji sérfræðiþjón- ustu á þessu sviði, hafi ekki kynnt sér með viðhlítandi hætti umrædd- an dúk, áður en þeir ákváðu að hann skyldi notaður á húsið. Önnur málning notuð en verk- lýsing sagði til um Arkitektarnir vísuðu til þess að dúkur sá er þeir völdu hafi áður verið notaður hérlendis sem þak- dúkur með góðum árangri, t.d. á þak Húss verslunarinnar, enda hafi honum verið haldið vel við þar með réttri yfirborðsmálningu. Þeir báru einnig fyrir sig að vikið hafi verið frá verklýsingu um að á hann skyldi bera bronsmálningu. Þess í stað hafi epoxý áltjara verið borin á. Auk þess bentu þeir á að ekkert hefði komið fram um að hún hefði verið borin á nema í upphafi, þ.e. vorið 1986, og geti sá skortur á viðhaldi hafa átt sinn þátt í því hve illa dúkurinn hafi enst. VR studdi kröfur sínar við mat dómkvaddra manna frá því í júlí 1992 en þá komust þeir að því að dúkurinn væri að verða ónýtur. I niðurstöðu dómsins sagði að arki- tektunum hefði hvorki tekist að sýna fram á né gera líklegt að ástæðum, sem þeir beri ekki ábyrgð á, megi kenna um að dúkurinn eyði- lagðist. Til grundvallar var lagt að gerð dúksins sjálfs hafi leitt til þess að hann varð ónothæfur og eyðilagðist á fáum árum við þær aðstæður sem á húsinu voru. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Markús Sigurbjörns- son, Arnljótur Björnsson og Gunn- laugur Claessen. Othar Öm Peter- sen hrl. flutti málið íyrir Gylfa og Ingimund og Jóhannes Albert Sæv- arsson hdl. fyrir Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur. GERA má ráð fyrir að útflutnings- verð á sjávarafurðum verði veru- lega hæma í ár en gert var ráð fyr- ir í þjóðhagsspá og einnig er útlit fyrir að innflutningur geti vaxið talsvert meira í ár en spár stóðu til þegar miðað er við innflutning fyrstu mánuði ársins. Unnið er að endurskoðun þjóðhagsspár og er gert ráð fyrir að hún verði birt undir lok júnímánaðar. í þjóðhagsspá var gert ráð fyrir að verðlag á sjávarafurðum yi’ði að meðaltali í ár 2% hærra en það var að meðaltali á síðasta ári. Verðlag sjávarafurða hækkaði mikið á síð- ari hluta síðasta árs og hefur orðið framhald á þeim hækkunum það sem af er þessu ári og er nú gert ráð fyrir ef fram fer sem horfir að verðlag sjávarafurða í ár geti orðið að meðaltali rúmlega 10% hærra en það var á síðasta ári. Sem dæmi má nefna að verðvísitala sjávaraf- urða í SDR var 105,4 í júní fyrra, en í apríl nú var hún 119,6. í nýjum Hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að verðlagið mælt í SDR hækkaði um 8,8% frá upphafi til loka ársins 1997 og hefur síðan hækkað um 2,8% til viðbótar. Segir einnig að tillögur Hafrannsókna- stofnunar um hækkun aflamarks á næsta fiskveiðiári gefi tilefni til að ætla að árferði muni enn batna í sjávarútvegi. í hagvísunum er einnig fjallað um innflutning og þá miklu aukn- ingu sem varð á honum á fyrsta fjórðungi ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Kemur fram að verulegan hluta aukningarinnar megi rekja til innflutnings á flug- vél, auk þess sem innflutningur á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs hafi verið tiltölulega lítill. Að teknu til- liti til þessa og miðað við sömu aukningu innflutnings út árið megi gera ráð fyrir að aukning innflutn- ings verði rúmlega 12% að raun- gildi milli ára, en ekki 8,4% eins og reiknað var með í þjóðhagsspá. Atvinnuleysið um 3% í hagvísunum kemur einnig fram að atvinnuleysi hefur farið jafnt og þétt minnkandi á síðustu misserum og ef þróunin verði sú sama það sem eftir lifir ársins þá verði það að jafnaði 3% á árinu. Friðrik M. Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði aðspurð- ur að það væru ákveðnar vísbend- ingar um það að þrýstingur væri að aukast í efnahagslífinu og þær sýndu að nauðsynlegt væri að fara með gát. Að hans mati væru hins vegar engar ótvíræðar vísbending- ar um það að hlutimir væru að fara úr böndunum. Þetta væri því spurning um skynsamlega stefnu í efnahagsmálum næstu mánuðina. Verðvísitala sjávarafurða 1996-98 iSDR, 1986 = 100 119,6 125 120 115 ----------110 Árstíðabundin leiðrétting -------------105 1998 •t~t™ t.i—i—i— 100 JFMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ Umræðu óskað um skiptingu á auknum aflaheimildum SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, óskaði eftir því við forseta Al- þingis á þingfundi í gær að hann beitti sér fyrir því að umræður færu fram um það, áður en þing færi heim í sumar, hvort skipta bæri auknum aflaheim- ildum með öðrum hætti en gert væri ráð fyrir í nú- gildandi lögum. Tilefni þessarar óskar hennar er sú staðreynd að Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að aflahámark í þorski á næsta fiskveiðiári verði 250 þúsund tonn sem er aukning um 32 þúsund tonn frá tillögum stofnunarinnar frá því í fyrra. „Eg hef orðið vör við það á ferðum mínum um landið að menn hafa bundið miklar vonir við að auknum aflaheimildum kynni að verða skipt með öðrum hætti en með sjálfkrafa útdeilingu til þeirra sem nú eiga heimildimar," sagði hún. „Til dæmis verði hluta þeirra dreift til þeirra byggða sem hafa farið illa út úr kvótaflóttanum á undanfómum ár- um, þegar misvitrir útgerðarmenn hafa svipt heilu byggðarlögin sínu lífsviðurværi. Ég vil fyrir mitt leyti leggja til að forseti beiti sér fyrir því að um- ræða fari fram um þetta mál áður en vorþingi lýk- ur. Annað væri fullkomið skeytingarleysi við fólk í þeim byggðum sem hafa farið illa út úr núgildandi fískveiðistjómunarkerfí.“ Nokkrir þingmenn tóku undir þessa ósk Siginðar um umræðumar, þar á meðal Gísli S. Einarsson og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokki jafnaðarmanna. Sú síðamefnda sagði m.a. að í tillögu jafnaðar- manna um veiðileyfagjald væri m.a. bent á aðferð sem fælist í því að selja viðbótarkvóta. „Það væri meira í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar en það gjafakvótakerfi sem hér er viðhaldið og stutt af rík- isstjóminni," sagði hún. Engar breytingar í vændum Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, tók einnig undir ósk flokkssystur sinnar og beindi því til Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra hvort hann væri tilbúinn til þess að beita sér fyrir slíkri umræðu. í svari sjávarútvegsráð- herra kom m.a. fram að það stæði ekki til af hálfu ríkisstjórnarinnar að flytja á þessu þingi frumvarp til laga um að breyta umræddum reglum í fiskveiði- stjórnunarlögunum. Komi þessi mál á hinn bóginn til umræðu á Alþingi muni hann taka þátt í þeim umræðum. Sigríður Jóhannesdóttir var ekki ánægð með þessi svör ráðherra og sagði að hún hefði viijað að það yrði reynt að úthluta þeim veiðiheimildum sem umfram væru núna með nýjum hætti, en ekki með því að veita þeim „mest sem hafa mest“, eins og hún orðaði það. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokki jafnaðar- manna, tók einnig til máls og spurði m.a. hve lengi ríldsstjómin ætlaði að gefa frá sér veiðiheimildim- ar, óveidda fiskinn sem þjóðin ætti, og úthluta þeim til fán-a. „Það verður spumingin ekki bara í þessum sal, enda við að fara heim eftir viku, heldur úti um allt þjóðfélag," sagði hún. Ekki rétt að bjóða upp Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, kvaddi sér einnig hljóðs og taldi það rétt að menn hefðu hlutina í réttu samhengi. „Árum og áratugum saman byggði þessi þjóð afkomu sína á því að hér væri hægt að draga úr sjónum 300 til 400 þúsund tonn af þorski árlega. Þær útgerðir og þeir útgerðarstaðir sem þá urðu fyrir mestri skerðingu þegar ákvörðun var tekin um það að færa leyfilegt aflamark niður fyrir 200 þúsund tonn, niður í 150 þúsund tonn, eru núna að sjá fram á örlítið skárri tíð. Örlítið skárri tíð með því að það er tekin ákvörðun um það að fara eitthvað upp undir 250 þúsund tonn af þorski. Og þá fara menn að tala um það sem sér- stakt réttlætismál að koma í veg fyrir það að þessar útgerðir, þessh' útgerðai’staðir, þessir sjómenn fái þessar aflaheimildh' til þess að vinna með. Það sé fremur í nafni réttlætisins að bjóða þetta allt saman upp,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hálendis- og húsnæð- isfrumvörp samþykkt HÁLENDISFRUMVÖRP rikisstjórnarinnar auk hús- næðisfrumvarpsins voru af- greidd sem lög frá Alþingi í gær. Þjóðlendufrumvarpið var samþykkt með 42 sam- hljóða atkvæðum, frum- varpið um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var samþykkt með 33 at- kvæðum gegn 16 og sveitar- stjórnarfrumvarpið var samþykkt með 32 atkvæð- um gegn 8. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði í at- kvæðagreiðslu um síðast- nefnda frumvarpið, þar á meðal Ólafur Örn Haralds- son, þingmaður Framsókn- arflokks. Þá var húsnæðis- frumvarpið samþykkt með 33 atkvæðum gegn 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.