Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 11 skoðunar sagt að það kunni að sýn- ast tilefni, það er nú ekki sterkar að orði kveðið en það, til þess að kanna ýmsa þætti nánar og telur hún brýnt að bankaráðið láti rannsaka nánar þá þætti sem minnst hefur verið á hér að framan. Akvörðun um framhald máls myndi síðan byggj- ast á slíkri rannsókn. Það var það sem bankaráðið gerði, það kannaði þetta nákvæmlega sjálft. Það hafði fengið gögn frá stjórn fyrirtækisins frá endurskoðendum þess auk allra þeirra endalausu gagna og skýrslna sem til voru um málið frá ýmsum aðilum innan bankans. Það varð samhljóða niðurstaða bankaráðsins að senda Ríkisendurskoðun bréfíð sem dreift hefur verið nú til manna frá 26. september 1996 og í því bréfi, þar segir í því, niðurstöður bankaráðsins varðandi Lindarmálið á þeim tíma. í bréfinu er tekið upp svarbréf viðskiptaráðherra frá 14. júní 1996 sem ég nefndi hér áðan. En í þessu bréfí er einnig óskað eft- ir því að Ríkisendurskoðun fram- kvæmi ákveðnar athuganir og rann- sóknir á upplýsingakerfum í Lands- bankanum og dótturfélögum hans. Það var skoðun allra þeirra sem höfðu komið mest að Lindarmálinu að það sem hefði fyrst og fremst farið úrskeiðis í því hefði verið tvennt. í fyrsta lagi rangar ákvarð- anir um útlán félagsins og það er út af fyrir sig áhætta sem tekin er í starfsemi, bankastarfsemi og hvers konar annarri fjármálaútlánastarf- semi að teknar séu rangar ákvarð- anir og það hefur ekki verið tahð refsivert til þessa að hafa ekki fjár- málavit. En það kynni að vera full ástæða til þess að gera það a.m.k. svona refsivert án þess að tugthús- sök þyrfti að liggja við. Hinn þátt- urinn var sá að upplýsingamiðlun innan fyrirtækisins og upplýsinga- gjöfín var ófullnægjandi. Fyi-ir bankaráð Landsbankans var auðvitað höfuðatriðið að draga lærdóm af þessu en ekki að elta uppi einhverja einstaklinga sem höfðu gert alvarleg mistök í starfí án þess þó að sérstök ástæða væri til að ætla að þeir hefðu framið refsiverða verknaði. Við ákváðum þess vegna að óska eftir því við Rík- isendurskoðun, því við höfum ekki til margra annarra að leita, að hún gerði mjög ítarlega könnun á upp- lýsingagjöf til bankaráðs Lands^ bankans og þá um tvo þætti. í fyrsta lagi um hvaðeina sem veit að bankastarfsemi, það er að segja þær upplýsingar sem bankaráðinu eru veittar um viðskiptamenn fyrir- tækisins, stöðu þeirra, hvar bankinn er í alvarlegri áhættu og svo fram- vegis og hins vegar um það hvemig staðið væri að því að gefa bankaráð- inu upplýsingar um rekstur bank- ans sem bankaráðinu væri nauðsyn- legar til þess að geta rækt stjómun- ar- og eftirlitsskyldu sína og athug- anir náðu einnig til dótturfyrirtækja bankans. Við þessu brást Ríkisendurskoð- un með því bréfi sem einnig hefur verið dreift hér. En þar segir: „Vís- að er til bréfs yðar dags. 26. sept- ember 1996 um málefni eignarleigu- fyrirtækisins Lindar hf. I bréfinu er lýst afstöðu banka- ráðsins til flestra efnisþátta sem fjallað var um í bréfí Ríkisendur- skoðunar hinn 29. mars sl. um mál- efni nefnds fyrirtækis. I framhaldi af þeim upplýsingum mun Ríkis- endurskoðun ekki aðhafast frekar í máli þessu nema til komi nýjar upp- lýsingar. I nefndu bréfi óskaði bankaráð Landsbankans eftir því að Ríkis- endurskoðun framkvæmdi athugun á útlánareglum Landsbankans og með hvaða hætti staðið er að upp- lýsingagjöf til bankaráðsins er varð- ar stjórnunar- og eftirlitsskyldur ráðsins. Með bréfi þessu staðfestir Ríkisendurskoðun að hún mun taka þetta verkefni að sér í samráði við bankastjórn Landsbankans og lög- giltan endurskoðanda Landsbank- ans.“ Þetta voru lyktir þessa máls í Landsbankanum og fyrir lá að eng- inn þeirra aðila sem átti kærurétt í málinu hafði séð ástæðu til þess að gera neitt frekar í því. Það er rétt að upplýsa í þessu tilefni að mánað- arlega eru haldnir sérstakir sam- ráðsfundir á milli Seðlabankans, bankaeftirlitsins og viðskiptaráðu- neytisins um málefni bankaeftirlits- ins og á þeim fundum sitja einn af bankastjórum Seðlabankans, for- stöðumaður bankaeftirlitsins og ráðuneytsstjóri viðskiptaráðuneyt- isins á hverjum tíma eða einhverjir tilnefndir fulltrúar þessara aðila. Ég tel því að allar upplýsingar um þetta mál hafí legið fyrir hjá öllum þeim aðilum sem höfðu málskots- rétt í málinu, ekki þarf að tala um bankaráðið, það hafði allar upplýs- ingar og bankastjórnin og stjórn Lindar." Eina leiðin til að fá afdráttar- lausa niðurstöðu „Nú hafa mál hins vegar skipast eins og getið er um í þessari frétta- tilkynningu og við teljum það rétt hér í bankaráðinu og það var tillaga sem ég flutti hér og bankaráðið samþykkti einróma að óska eftir því að það yrði tekið til opinberrar rannsóknar hvort einhverjar þær athafnir eða athafnaleysi sem framið hefði verið í fyrirtækinu varði við refsilög. Við teljum að það sé eina leiðin í dag til þess að fá skýra og afdráttarlausa niðurstöðu í þetta mál. Það eru miklar hviksögur í gangi, það er fullaugljóst að þetta mál er notað mikið í pólitískum til- gangi. Landsbankinn hefur engan áhuga á því að verða einhver leiksoppur í slíkum hugsanlegum pólitískum leikfléttum og hann hlýt- ur því að fara þessa leið. Það getur vel verið að skynsamlegra hefði ver- ið að fara þessa leið fyrir tveimur eða þremur árum, en þá var það einróma niðurstaða þessara aðila, sem þeir komust að hver í sínu lagi, að það væri ástæðulaust á grund- velli þeirra gagna sem fyrir lágu. Bréf verður væntanlega sent ríkis- saksóknara um þetta annaðhvort í dag eða á morgun og það er síðan í hans höndum framhald málsins." Spurning: „Nú benda flestir þessara aðila á bankaráðið að það eigi að taka afstöðu til þess enda- lega hvort farið var í mál fyrir tveimur árum. Bankaráðið kemst að þessari einföldu niðurstöðu að það eigi ekki að efna til opinberrar sakamálarannsóknar. Af hverju, mér finnst það ekki nógu skýrt í þessu plaggi ykkar sem þið senduð Ríkisendurskoðun hvernig þið komust að þessari niðurstöðu og hvaða upplýsingar nýju eru það þá sem hafa komið upp á þessu tveggja ára tímabili sem leiða til þess að núna farið þið fram á þetta?“ Kjartan svarar: „Hvernig er text- inn í laginu, „ekki benda á mig, ég var að æfa lögreglukórinn?" Er það ekki texti í frægu dægurlagi? Ég held að það liggi alveg fyi'h', alveg ótvírætt og það er rétt að menn kynni sér það þá bara í viðkomandi lögum um alla þessar stofnanir og aðila sem ég hef talið upp að allir þessir aðilar höfðu sjálfstæða að- komu að þessu máli og gátu haft' þau afskipti af því nánast sem þeim sýndist, að minnsta kosti eft- ir að málið var komið á þetta stig. Bankaráðið rökstyður það mjög rækilega í greinargerð sinni að það kemst að þessari niður- stöðu að að svo komnu máli sé ekki ástæða til þess að hefja op- inbera sakamáls- rannsókn á hend- ur fráfórnum framkvæmda- stjóra fyrirtækis- ins. Það styðst við margt í því, það er búið að leita álits viðskiptaráð- herra, hann gefur engin sérstök fyr- irmæli um frekari rannsókn málsins það er búið að senda Ríkisend- urskoðun niðurstöðu sína og Ríkis- endurskoðun hafði frjálsar hendur um það hvað hún gerði við hana. Hún gat hafnað henni. Hún gat ósk- að frekari upplýsinga og hún gat haft haft frumkvæði að því að efna til opinberrar rannsóknar. Nú, bankaeftirlitið sem er aðaleftirlits- aðilinn í öllum þessum málum og hefur auðvitað beinar og milliliða- lausar upplýsingar um þetta allt, því það gerir sjálft sjálfstæðar rannsóknir á Lind. Það hefur hing- að til ekki talið sig vera í neinum vandræðum með að óska eftir opin- berum rannsóknum á málefnum Landsbankans, óskaði nú eftir því á sínum tíma að það yrði framkvæmd sérstök lögreglurannsókn á meint- um upplýsingaleka úr Landsbank- anum vegna upplýsinga um upp- gjörið við Sambandið á sínum tíma og ég geri ráð fyrir því að bankaeft- irlitið mundi telja sig hafa alveg sömu heimildir til að óska eftir opin- berum rannsóknum á fjárleka úr Landsbankanum. Þannig að ég tel að þetta hafi verið niðurstaðan. Það er hins vegar allt annað mál þegar málið er nú í annað sinn til umfjöll- unar á Alþingi. Ráðherra er borinn þungum sökum í málinu. Þá er það algjörlega sjálfsagt og eðlileg við- brögð af hálfu Landsbankans að gera það sem honum er unnt til þess að friður geti komist á um þetta mál og einhverjir þeir aðilar, sem aldrei hafa komið að því áður og eru ekki með neinum hætti tengdir því, eru sem sagt hvergi í þessu bankaumhverfi ef maður get- ur orðað það svo að þeir komi að því og rannsaki það.“ Spurning: „Þið eruð búnir að fá skýrslu frá Ríkisendurskoðun þar sem segir að líklega hafí verið fram- in lagabrot bæði hjá framkvæmda- stjóra Lindar og eins jafnvel varð- andi bankastjórana þegar þeir veita 200 milljóna króna ábyrgð án þess að hafa samráð við bankaráðið, þetta stendur í skýrslunni. Var eng- in ástæða fyrir bankaráðið að taka þetta og láta fara fram opinbera rannsókn þegar búið er að benda því á hugsanleg eða líkleg lögbrot? Hvergi fullyrt að lögbrot hafi verið framin Kjartan: „Maður getur rannsak- að hlutina með margvíslegum hætti og í þessum ábendingum sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar er hvergi fullyrt að lögbrot hafi ver- ið framin. Það er talað um að það geti verið heppilegt að athuga nán- ar ýmsa þætti og það var gert. Það þarf engar opinberar rannsóknir til þess. Ég hef sagt það áður að ég sé ekki sammála þeirri hugleiðingu Ríkisendurskoðunar um að það hafí verið staðið rangt að þessari ábyrgðarveitingu, bankaráðið vissi allt um það og það var bitamunur en ekki fjár hvernig nákvæmlega var að því staðið, það var fullur ein- hugur í bankaráðinu um það að bankinn bæri ábyrgð á skuldbind- ingum fyrirtækisins og allar hug- leiðingar um annað eru, voru og verða út í hött. Nú, við höfum hér ýmsa sérfræðinga á okkar snærum sem við leitum til og síðan skulum við átta okkur á því, sem svarar þinni spurningu, að við sendum okk- ar svar til Ríkisendurskoðunar og hún metur það, hún fer yfir það og hún sendir sitt svar til baka og það svar getur ekki verið öllu afdráttar- lausara en það að Ríkisendurskoðun telji ekki ástæðu til að aðhafast neitt frekar í málinu ...“ Spurning:... þar sem segir að lík- lega hafi verið framið lagabrot, af hverju þurfti bankaráðið aftur að senda til Ríkisendurskoðunar, af hverju tók ekki bankaráðið afstöðu? Kjartan: „Það framkvæmdi sína eigin athugun á því og komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki á þeim tímapunkti efni til þess að efna til frekari rannsóknar og Rík- isendurskoðun hefur greinilega ver- ið algjörlega sammála því.“ Spuming: Af hverju opinber rannsókn núna, er það til að hreinsa viðkomandi aðila af einhverjum grun? Kjartan: „Já, það er nú út af fyrir sig alveg sjónarmið að láta ekki sak- lausa menn liggja undir ósann- gjörnu og röngu ámæli hugsanlega. Við teljum að atburðarás síðustu daga í þessu máli sé með þeim hætti að það sé hin eðlilega og sjálfsagða niðurstaða bankaráðsins að óska eftir því að þessi athugun verði gerð. Spurning: Þú talaðir áðan um pólitískan tilgang, hvað nákvæm- lega ertu að tala um þar? Komum í veg fyrir endurtekn- ingu Kjartan: „Ég hef áður sagt að mér finnst þær umræður sem hafa farið fram um þetta mál og ýmis svipuð mál á Alþingi íslendinga séu nú ekki til þess fallnar að auka eða bæta fjármálasiðferði í landinu eins og það ætti að vera heldur séu þær fyrst og fremst eins konar eltinga- leikur við einstaklinga sem ekki geta svarað fyrir sig á Alþingi þar sem þeir eru oft bornir mjög þung- um sökum og ég tel það að umræð- umar um þetta ættu frekar að snú- ast um með hvaða hætti hægt er að koma í veg fyrir að ýmsir svona at- burðir endurtaki sig. Það gerði bankaráð Landsbankans, það leitaði eftir því að það yrði kannað í Landsbankanum hvernig staðið er að upplýsingagjöf til þess að koma í veg fyrir að atburðarás af þessu tagi geti endurtekið sig.“ Spurt var hvort bankaráðið væri að hjálpa ráðherranum með því að biðja um þessa rannsókn. Kjartan: „Við erum engum að hjálpa, við teljum aðeins að mál hafi skipast þannig að það sé ástæða til þess að endurskoða þessa ákvörðun og óska eftir þessari rannsókn. Sem betur fer erum við nú ekki það stór- ir uppá okkur að við teljum að við getum ekki skipt um skoðun og far- ið einhverja aðra leið en ákveðið var að fara fyrir tveimur eða þremur árum. Og mér finnst það í sjálfu sér afskaplega kyndugt ef það er nú orðið eitthvað sérstakt umhugsun- arefni í þessu að bankaráðið óski eftir því að þessi rannsókn fari fram. Ég sé ekki annað en hún sé sjálfsögð og eðlileg til þess að leiða það sanna í ljós, hvort einhverjir að- ilar hafi með athöfnum eða athafna- leysi framið refsiverða háttsemi." Spurning: Af hverju var það ekki gert fyrir tveimur árum? Kjartan: „Það hefur ekkert breyst annað en það, að það er aug- ljóst og greinilegt að það er ennþá uppi í þjóðfélaginu mikill ágreining- ur um það hvort þessi ákvörðun okkar hafi verið rétt eða röng, við höfum ennþá tækifæri til þess að breyta henni, við viljum gjarnan gera það. Við teijum ekki á neinn hallað með því, við teljum aðeins að við séum að bregðast við eðlilegum og sjálfsögðum skyldum okkar í stjóm þessa fyrirtækis.“ Spurning: Það er talað þarna um SJÁ NÆSTU SÍÐU STEINAR WMGE SKÓVERSLUN Verð 2.495 Litur: Hvítur m/ijósbláu Stærðir: 24—30 Verð 2.495 Verð 3.495 Litur: Rauttlakk, hvítt og svart lakk Litur: Svart/silfur, hvítt/ljós Stærðir: 25—32 blátt. Stærðir 29—35 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Sími 551 8519 Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 STEINAR WAAGE > SKOVERSLUN Sími 568 9212
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.