Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 19

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 19 GSM-sími beggja vegna Atl- antsála HEIMILISTÆKI hf., umboðs- aðili Bosch Telecom á íslandi, hefur hafið sölu á nýjum Multi- band GSM-síma frá Bosch, seg- ir í fréttatilkynningu frá Heim- ilistækjum. Síminn World-Com 718 er fyrsti síminn sem hægt er að nota bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrir fólk sem ferðast mikið til útlanda og þarf að vera í stöðugu símasambandi er mikill kostur og öryggi að geta notast við sama farsímann, nánast hvar sem er í heiminum. Síminn skiptir sjálfkrafa á milli farsímakerfanna án þess að notandinn verði var við það. Þetta þýðir að einnig er hægt að ná í fólk í sama símanúmerið hvort sem það er statt í Evrópu eða Bandaríkjunum. Áskrifendur Tals geta fljót- lega notað Talkortin sín víðs- vegar um Bandaríkin og áskrif- endur Landssíma Islands geta nú þegar notfært sér þjónustu þessa á Austurströnd Banda- ríkjanna. Þeim, sem vilja afla sér frekari upplýsinga um hvar þessi þjónusta býðst, er bent á að hafa samband við Tal eða Landssíma Islands, segir í fréttatilkynningu frá Heimilis- tækjum. Aðalfundur ÍMARK 1998 AÐALFUNDUR ÍMARK - fé- lags íslensks markaðsfólks verður haldinn í dag kl. 17.15 á Hótel Sögu, í Sal C. ÍMARK félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn, seg- ir í fréttatilkynningu, en ein- göngu þeir sem greitt hafa fé- lagsgjöld fyrir starfsárið 1997- 98 eiga rétt á setu á fundinum. Hægt er að greiða félagsgjöldin við innganginn. Olíuverð lækkar enn London. Reuters. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði heldur áfram að lækka vegna offramboðs, sem er framleið- endum i Miðausturlöndum áhyggjuefni. Verð á olíu til afhendingar í júlí lækkaði um 24 sent í 13,82 dollara tunnan á þriðjudag. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir að verðið lækki niður fyrir 14 dollara á undanfórnum vik- um. Aukin ónusta Opið: Mán.-fös. 8-21 Lau. 8-19 Sun. 10-19 Húsasmiðjan Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 HÚSASMIBJAN Samkeppnisráð höfðar mál vegna samruna Myllunnar-Brauðs og Samsölubakarís Krafíst ógildingar úrskurð- ar og nýrrar afgreiðslu STEFNA samkeppnisráðs á hendur Myllunni- Brauði hf., Mjólkursamsölunni í Reykjavík og áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna ógilding- ar á samruna Myllunnar og Samsölubakarís var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kraf- ist er ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar og þess að hún taki málið fyrir á ný á grundvelli annarra málsástæðna en þeirrar að frestur sam- keppnisráðs til afskipta af málinu hafi verið lið- inn. Mjókursamsalan seldi Myllunni-Brauði hf. öll hlutabréfin í Samsölubakaríi hf. með kaupsamn- ingi 19. desember síðastliðinn. Samkeppnisráði var tilkynnt um kaupin 22. desember og að lok- inni athugun Samkeppnisstofnunar ákvað sam- keppnisráð, á grundvelh samkeppnislaga, að ógilda samrunann. Þeirri ákvörðun var vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurð- aði ákvörðun samkeppnisráðs ógilda vegna þess að frestur ráðsins til ákvörðunarinnar hafi verið liðinn. Munaði þar einum degi og skipti því öllu máli túlkun á því hvenær sá tímafrestur sem lög- in veita samkeppnisyfirvöldum byrjar. Fram kemur í rökstuðningi lögmanns sam- keppnisráðs, Karls Axelssonar hrl. á Lögmanns- stofu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, að máls- sóknin miði að því einu að fá þá forsendu áfrýjun- arnefndar fellda úr gildi, að tímafrestur ráðsins til að ógilda úrskurðinn hafi verið fallinn niður. Tel- ur samkeppnisráð að sú niðurstaða sé efnislega röng og leiði þess utan til óviðunandi réttaróvissu og erfiðleika við það eftirlitsstarf sem samkeppn- isyfirvöldum er ætlað að inna af hendi. Er því höfðað mál á hendur Myllunni-Brauði hf. og Mjólkursmsölunni í Reykjavík til ógildingar úr- skurði áfrýjunamefndarinnar. A hendur áfrýjun- amefndar samkeppnismála er gerð sú dómkrafa að lagt verði fyrir nefndina að taka málið upp á ný til afgreiðslu á grundvelli annarra málsástæðna stefndu en að frestur ráðsins hafi verið liðinn. Frestur miðist við afhendingu gagna Stefnandi byggir aðallega á því að skilja beri umrætt frestsákvæði samkeppnislaga svo að frestur byrji að líða þegar gögn, er gera sam- keppnisyfirvöldum kleift að leggja mat á sam- keppnisleg áhrif samruna, berast frá aðilum málsins. Bent er á að ef ekki verði miðað við þann tíma verði framkvæmd lagaákvæðisins miklum erfiðleikum háð. Þannig gætu aðilar dregið að af- henda gögn fram yfir frest með þeim afleiðingum að samkeppnisyfirvöld hefðu ekki aðstöðu til að meta samkeppnisleg áhrif samruna þegar sá tími væri kominn. Verði ekki fallist á þessa túlkun er á þvi byggt að frestur byrji ekki að líða fyrr en samkeppnis- yfirvöldum hefur borist formleg tilkynning frá aðilum um samrunann. í því sambandi er þeirri skoðun lýst að fráleitt sé að telja að fresturinn byrji að líða við það að starfsmaður Samkeppnis- stofnunar heyri mögulega fréttir í útvarpi. Með þeim hætti væri uppi fullkomin óvissa um máls- meðferð samkeppnisyfirvalda í samrunamálum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir fyrirtæki og at- vinnulífið i heild. í stefnunni er bent á fjóra aðra möguleika á túlkun á því hvenær frestur hefur byrjað og telja og hvenær honum væri lokið. í öllum tilvikum hefði úrskurður samkeppnisráðs talist innan til- skilins frests. Héraðsdómur hefur samþykkt að málið sæti flýtimeðferð. Nvir ríkisvíxlar Nú hefur flokkum ríkisvíxla verið fækkað og þeir flokkar sem eftir eru stækkaðir í markflokka. Þetta er gert í kjölfarið á vel heppnaðri markflokkavæðingu spariskírteina og ríkisbréfa. Markflokkafyrirkomulagið tryggir kaupendum og seljendum ríkisvíxla bestu markaðskjör á hverjum táma, öllum aðilum á markaðnum til hagsbóta. Útboð ríkisvíxla munu fara fiam eins og áður í upphafi hvers mánaðar og nálægt miðjum mánuði. í útboði 2. júní verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum boðnir út: FlokkuT: Núverandi Gjalddagi Lánstími stada* Áætlad hámark tekinna tilboda* RV98-0819 19. ágústI998 2 V2 mánviðir 1-775 1.500 ' * Milljónir króna. Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríidsvíxla 19. maí, 13.050 milljónir króna. Aætluð hámarksstærð og sala í útboði 2. júní 1998. Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tílboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miiljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafelögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 2. júni. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, í síma S62 4070, LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • sími: 562 4070 • fax: 562 6068 heimasíða: www.lanasysla.is • netfang: lanasysla@lanasysia,is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.