Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 20

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson BENEDIKT Sveinsson forstjóri íslenski-a sjávarafurða og Olafur Ólafsson forstjóri Samskipa undirrita samninginn. Samningur Samskipa og IS undirritaður ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Samskipa og Benedikt Sveinsson forstjóri fslenskra sjávarafurða undirrituðu á miðvikudag samn- ing til þriggja ára um flutninga Samskipa á sjávarafurðum fyrir ÍS. Samningurinn hljóðar upp á flutning á alls 120 þúsund tonn- um. Verðmæti samningsins er tveir milljarðar króna. Þetta er langstærsti einstaki samningur sem Samskip hafa gert til þessa. Gert er ráð fyrir flutningaþjónustu frá dyrum framleiðenda hér heima til af- hendingarstaða erlendis. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs, en Eimskip buðu einnig í flutningana. Benedikt Sveins- son forstjóri IS sagði að lokinni undirskrift samningsins að um væri að ræða timamót í sain- starfí fyrirtækjanna tveggja. Útboðið hefði verið strangt og Samskipamenn mættu vera hreyknir af að hafa náð samn- ingnum. Ólafur Ólafsson for- stjóri Samskipa sagði við sama tækifæri að IS væri kröfuharð- ur viðskiptavinur og á ýmsan hátt brautryðjandi í nútíma við- skiptum með sjávarafurðir. í raun væri flutningakerfí Sam- skipa að stórum hluta byggt upp í samræmi við kröfur Is- Ienskra sjávarafurða. Verslunarráð semur við KOMPASS VERSLUNARRÁÐ íslands hefur gengið frá samkomulagi við KOMPASS á íslandi um sérkjör fyr- ir félagsmenn Verslunarráðsins. Með samkomulaginu auðveldar Verslun- arráðið félagsmönnum sínum að- gengi að upplýsinum um nálega 2 milljónir fyrirtækja hjá KOMPASS. Vakin er athygli á því að KOMPASS, sem er eitt virtasta og öflugasta fyrirtæki í heimi á sviði upplýsinga um fyrirtæki, vöru og þjónustu, er með virka starfsemi í meira en 72 löndum í öllum heimsálf- um. Samkomulag þetta mun tryggja félagsmönnum í Verslunarráði mun hægkvæmari þjónustu hjá KOMPASS á íslandi, segir í fréttatil- kynningu. Til hamingju 'TKýsir, 7 stk. Stórar og flottar kr 799 Lava smíðar stál- grindarhús fyrir Baug NÝLEGA var lokið við að reisa stálgrind nýrrar birgða- og dreifíngarstöðvar Baugs hf. að Skútuvogi 7 í Reykjavík, sem á að þjóna verslunum Hagkaups og Bónuss. Byggingin er 10 þús- und fermetrar að stærð og er eitt af stærstu húsum sem byggð hafa verið á landinu, segir í fréttatilkynningu frá Lava hf., sem sér um bygginguna. Fram- kvæmdir hófust seinni partinn í janúar og verður lokið 1. sept- ember. Þetta er óvenju stuttur byggingartími eða aðeins 8 mán- uðir. Húsið er byggt af Lava hf., dótturfyrirtæki Islenskra aðal- verktaka hf., fyrir Þyrpingu hf. Lava hf. tók verkið í alverktöku og sá um alla hönnun og út- færslu. Hér er um að ræða sér- hannað vöruafgreiðsluhús af full- komnustu gerð. I því verður birgðageymsla, skrifstofuhús- næði, frystigeymslur og kæli- geymslur. Frystiklefínn verður 500 fermetrar. Kílómetri af hillum Húsið er 108 metrar á lengd, 87 metrar á breidd og rúmast þar fótboltavöllur af löglegri stærð og rúmlega það. Lofthæð er víðast 8 metrar en sums stað- ar 9,6 metrar. Hillur ná frá gólfi upp í loft. I húsinu eru 15 gang- ar, hver um sig 70 metrar að lengd, sem þýðir að þar er sam- anlagt rúmur kílómetri af hillum. Heildarlengd þeirra samsvarar því að 8 metra háar hillur séu meðfram Snorrabrautinni allt frá Miklubraut niður að Sæbraut. Húsið er frá Butler-verksmiðj- unum í Skotlandi. Aðalhönnuður er Sigríður Sigþórsdóttir, arki- tekt hjá Vinnustofu Arkitekta, en yfirverkfræðingur er Sveinbjörn Jónsson hjá Lava hf. Við bygg- ingarframkvæmdirnar starfa um 35 manns. ESB bannar sjónvarps- bandalag í Þýzkalandi FYRIR framan risavaxið stálgrindarhúsið. Frá vinstri: Sigríður Sig- þórsdóttir arkitekt, Bjarni Jónsson verkefnisstjóri, Sveinbjörn Jónsson yfirverkfræðingur, Ágúst Már Sigurðsson byggingarstjóri og Indro Candi arkitekt. Brtissel. Reuter. STJÓRN Evrópusambandsins hef- ur beitt valdi til að banna samruna stórra fyrirtækj, sem það sjaldan notar, með því að koma í veg fyrir að Bertelsmann AG, bæverski fjöl- miðlajöfurinn Leo Kirch og Deutsche Telekom AG myndi með sér bandalag á sviði greiðslu- eða áskriftarsjónvarps í Þýzkalandi. Þar með hefur framkvæmda- stjórnin styrkt það álit að hún sé eitt óháðasta og strangasta eftirlits- yfirvald í heiminum. Ákvörðunin var tekin einróma, þótt áður hefði verið talið að til greina kæmi að framkvæmdastjórnin léti undan til að efla evrópskan sjónvarpsiðnað. Karel van Miert samkeppnis- stjóri sagði að framkvæmdastjórnin hefði látið einskis ófreistað til að reyna að bjarga samrunanum, en að lokum komizt að þeirri niðurstöðu að henni væri nauðugur einn kostur að beita neitunarvaldi gegn sam- runa. Aðeins átta sinnum áður hef- ur verið komið í veg fyrir samruna síðan framkvæmdastjórnin fékk slíkt vald í hendur 1990. Van Miert gerði lokatilraun á þriðjudag til að fmna málamiðlunar- lausn og reyndar tókst honum að fá Kirch og Deutsche Telekom, fyrr- verandi fjarskiptarisa Þýzkalands, til að fallast á tilslakanir. Bertelsmann neitaði Sáttatilraunir voru unnar fyrir gýg vegna þess að Bertelsmann neitaði að samþykkja málamiðlun í bréfí til framkvæmdastjórnarinnar í sama mund og stjóm fyrirtækisins sat á vikulegum fundi um lokaaf- stöðu sína til málsins. Kirch og Bertelsmann sam- þykktu í fyrra að taka höndum sam- an á sviði greiðslusjónvarps í Þýzkalandi eftir harða samkeppni um árabil. Með bandalaginu átti að sameina Premiere, eina velheppnaða greiðslusjónvarpsfyrirtæki í Þýzka- landi - sem er sameiginleg eign CLT-Ufa og Kirch - og stafræna greiðslusjónvarpsrás Kirchs, DFl, til að gera Premiere að öflugri, staf- rænni greiðslusjónvarpsstöð. CLT- Ufa hefur verið sameignarfyrirtæki Bertelsmanns og eignarhaldsfyrir- tækisins Audiofína í Lúxemborg síðan í fyrra. Kirch tilheyra einnig íþróttarásir, mikilsmetin afraglaratækni og geysistórt safn Hollywood kvik- mynda og réttur til sýninga á efni frá flestum helztu kvikmyndaverum Bandaríkjanna. „Með samrunanum hefði Premi- ere tryggt sér yfirburðastöðu á markaði greiðslusjónvarps í Þýzka- landi,“ sagði framkvæmdastjórnin í yfirlýsingu. Ef takast mundi að sameina efn- ismagn Kirchs og CLT-Ufa og áskriftagrunn Premiere yrði kom- ið í veg fyrir að annar vettvangur sjónvarps og auglýsinga myndað- ist í Þýzkalandi, sagði í yfirlýsing- unni. Kirch og Telekom sögðu síðar að fyrirtækin væru reiðubúin að setj- ast aftur að samningaborði. Bertels- mann virðist ákveðinn í að vera einn á báti og varaði við því að úrskurður ESB gæti tafið þróun stafræns sjónvarps í Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.