Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 21

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 21 UR VERINU Morgunblaðið/Gunnar Hallsson AFLI smábáta sem gera út frá Bolungarvík hefur verið mikill undan- farið og hafa þeir landað yfir 500 tonnum það sem af er maímánuði. Þormóður rammi-Sæberg hf. á Siglufírði Bolfiskvinnsla hefst á nýjan leik ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. og Gunnlaugur Oddsson útgerðar- maður eru að stofna einkahlutafé- lag um rekstur reykhúss Þormóðs ramma á Siglufirði og jafnframt að hefja bolfiskvinnslu í húsinu. Þor- móður rammi hætti bolfiskvinnslu fyrir ári. Þormóður rammi hefur lagt í töluverðan kostnað við endurbætur á reykhúsinu en það hefur verkefni við að reykja lax íþrjá til fjóra mánuði á ári. Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, segir að til að auka nýtingu verksmiðjunnar verði hluti af flakavinnslubúnaði Þor- móðs ramma, sem staðið hefur ónotaður frá því bolfiskvinnslu var hætt, fluttur í reykhúsið og útbúið lítið frystihús sem rekið verður samhliða reykingunni. Stofnað verður sjálfstætt einka- hlutafélag um þennan rekstur og mun Gunnlaugur Oddsson útgerð- armaður reka það. Gunnlaugur gerir út tvær trillur og mun fyrir- tækið einbeita sér að því að vinna afla þeirra og annan bolfiskafla sem á land berst á Siglufirði. Róbert reiknar með að tíu til fimmtán manns fái vinnu hjá nýja fyrirtækinu. Góð afla- brögð íBol- ungarvík Bolungarvík. Morgunblaðið. AFLABRÖGÐ smábáta í Bolung- arvík hafa verið með afbrigðum góð að undanförnu. Líflegt var við höfnina þegar fréttaritari átti þar leið um sl. mánudagskvöld, en þann dag lönduðu 26 bátar samtals rúmu 61 tonni. Aflahæst- ur var Guðmundur Einarsson IS með 8 tonn en hann rær með línu. Aflahæstur handfærabáta var Bjarney með 3,7 tonn eftir daginn. Það sem af er maímánuði er heildarafli, sem landað hefur verið af smábátum í Bolungarvík, rúm 500 tonn. Aflahæstur er Guðmundur Einarsson ÍS sem landað hefur rúmiega 60 tonnum úr 18 róðrum. A þessu ári hefur orðið mikil fjölgun smábáta í Bolungarvík og eru nú gerðir þaðan út um 40 svokallaðir hraðfiskibátar. ---------------- Varað við geislun í norskum fiski YFIRVÖLD í Egyptalandi vöruðu nýlega við sjávarafurðum frá Nor- egi vegna hættu á, að þær væru geislavirkar. Er viðvörunin komin frá sendiherra landsins í Ósló. Upphaf þessa máls er raunar frétt í egypsku vikublaði en í henni sagði, að geislavirkur fiskur væri á leiðinni til landsins. Var þar vitnað í viðskiptafulltrúa Egyptalands í Noregi og eftir honum haft, að þetta ætti við um fisk frá Noregi og Skotlandi. Með fréttinni birtust myndir af fyrirsögnum í norskum blöðum vegna frétta um geislun frá Sellafield-kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni. Norðmenn selja Egyptum fisk fyrir um 700 milljónir íslenskra króna árlega og því er landið ekki mjög mikilvægur markaður fyrir norskar sjávarafurðir almennt. Sum- ir framleiðendur selja þó allmikið þangað og fyrir þá gæti verið um al- varlegt mál að ræða. Alvarlegra þyk- ir þó hitt, að fréttir af þessu tagi, þótt ástæðulausar séu, fari víðar um. I augnablikinu vona Norðmenn, að þetta muni lognast út af. „HEYRi DU GÓÐI! EKKITAI KA ÞAÐ ÚT ÁI WIÉR“ Eiginkona sem reykir ekki, var alltaf að biðja hann um að hætta að reykja Við vitmn hvað er erfitt að hætta að reykja Fólk sem aldrei hefur reykt á ekki gott með að skilja hve þörfin fyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda oft að það að hætta sé einungis spuming um að taka sjálfan sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja hefur ekki bara með viljastyrk að gera. 77/ er eðlileg skýring á því afhverju erfitt er að bœtta Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil fráhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk. Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf líkamans á nikótíni smám saman og komast þannig yfir erfiðustu vikurnar eftir að reykingum er hætt. Að minnka þötfina er leið til að hætta Nikótínlyf innihalda nikótín í ákveðnum skömmtum sem nægja til þess að minnka nikótínþörfma og þú ert laus við tjöru og kolmónoxíð úr sígarettureyknum. Nikótín ér ekki krabba- meinsvaldandi efhi og þú munt ekki verða háður nikótíni með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf voru þróuð til að draga úr fráhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta að reykja. Að ná árangrí Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi með því að nota Nicorette®, leiðandi vörumerki um allan heim fyrir nikótínlyf, allt ffá því Nicorette® nikótíntyggi- gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett. Mismunandi einstaklingar, mismunandi þarfir, mis- munandi leiðir til að hætta I dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi- gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf- seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú ákveður að hætta að reykja. 8K8SS • mcorette: NICDRETTE Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til aö auðvelda fólki aö hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuði. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviði, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi i hálsi, nefstífla og blöðrur I munni geta einnig komið fram. Við samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótin getur valdið bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaöar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota lyfið nema í samráði við lækni. Lesiö vandlega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.