Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fornar syndir setja Chirac í vanda s I frönskum fjölmiðlum ber nú hæst spillingarmál, sem snýst um meint fjár- málamisferli í borgarstjórn Parísar, þar sem Jacques Chirac ríkti sem borgar- stjóri í 18 ár. Ekki þykir útilokað, segir Auðunn Arnórsson, að rannsókn málsins leiði til þess að forsetinn neyðist til að segja af sér. Reuters JACQUES Chirac Frakklandsforseti bíður hér ásamt eiginkonu sinni, Bemadette, og borgarstjórahjónunum, Xaviére og Jean Tiberi, eftir Hosni Mubarak Egyptalandsforseta sem heimsótti París á dögunum. ALAIN Juppé, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands og for- maður Gaullistaflokksins RPR, hefur nú dregizt inn í spillingar- mál sem tengjast borgarstjóm Parísar og franskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr að undan- fömu. Málið er umfangsmikið og þykir jafnvel geta orðið Jacques Chirac forseta og fyrrverandi borgarstjóra frönsku höfuðborg- arinnar skeinuhætt. Dagblaðið Le Monde fullyrti í forsíðufrétt í fyrradag að Jacques Chirac Frakklandsforseti hefði kallað saman sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að gera allt sem mögulegt væri til að verja Juppé fyrír ágengni fjölmiðla, póhtískra andstæðinga og sak- sóknara, en á tímabilinu 1988— 1995 - þ.e. í borgarstjóratíð Chiracs - var Juppé fjánnálastjóri Parísarborgar og Gaullistaflokks- ins. Flokksstarfsmenn á launaskrá borgarinnar I síðustu viku upplýsti einn af fyrrverandi starfsmannastjórum borgarstjómarinnar að á m'unda áratugnum hefðu í kringum 200 manns verið óopinberlega á launa- skrá hjá borginni og fengið ríku- legar tekjur greiddar fyrir störf sem engin voru. Þetta eru nýjustu upplýsingam- ar sem koma fram í dagsljósið um ýmiss konar misferli, sem grunur leikur á að hafl viðgengizt í rekstri Parísarborgar á nærri tveggja áratuga valdatíma Chiracs í ráð- húsinu þar (frá 1977 til 1995) og eru nú til rannsóknar hjá sak- sóknurum. Að sögn Le Monde var starfs- hópurinn í forsetahöllinni, sem talsmenn hennar vísa reyndar á bug að sé til, settur á laggimar, einkum og sér í lagi til að reisa skjaldborg í kringum Juppé til að verja hann fyrir saksóknararann- sókn, en það liggur beint við að rannsóknin beinist að honum þar sem hann gegndi þessu tvöfalda hlutverld fyrir borgarstjómina og flokkinn. Hafði blaðið orð eins þingmanns Gaullistaflokksins fyrir þessu. Samkvæmt vitnisburði starfs- mannastjórans fyrrverandi, Geor- ges Quémar, var algengt að fólk sem fékk greidd laun úr borgar- sjóði ynni í höfuðstöðvum Gaullistaflokksins, en slíkt varðar við lög sem misnotkun á almanna- fé. En ásakanimar snúast um fleira en ólöglegar launagreiðslur. Sagt er að Gaullistaflokkurinn hafí látið borgina greiða tilbúna reikninga, sem komu flokkssjóðn- um til góða; svindlað hafí verið í útboðssamningum og klíkuskapur hafí ráðið útdeilingu félagslegra íbúða, svo nokkuð sé nefnt. A launaskrá Parísarborgar era 38.000 manns og fjárhagsáætlun hvers árs er upp á hátt í 400 millj- ónir króna. „Stríðsyfirlýsing" dómsmála- ráðherrans í síðustu viku gerðist það sem hefði verið óhugsandi skömmu áð- ur; dómsmálaráðherrann í ríkis- stjórn Lionels Jospins, Elisabeth Gigou, sagði í útvarpsviðtali að „forsetinn geti verið kallaður fyrir rétt eins og hver annar Frakki - ef hann hefur framið lögbrot". Þessi orð ráðherrans vora strax túlkuð sem lítt dulin stríðsyfirlýs- ing vinstri-stjómarinnar á hendur hinum gaullíska forseta. Að æðsti valdhafi franska ríkis- ins, sem að öllu jöfnu er talinn hafinn yfir allt daglegt þref stjórnmálanna í landinu, geti átt yfir höfði sér að vera kallaður fyrir rannsóknardómara, er nokkuð sem aldrei hefur áður gerzt í sögu Frakklands eftir síð- ari heimsstyrjöld. Og það er líka nýtt, hvernig franskir fjölmiðlar - sem jafnan umgangast forsetann með lotningarfullri virðingu - draga nú ekkert undan í vanga- veltum um að til afsagnar forset- ans kunni að koma. I þeim kosningum sem farið hafa fram í landinu frá þvf Chirac tók við embætti af Frangois Mitt- errand 1995 (þing-, héraðs- og sveitarstjómarkosningum) hefur flokkur forsetans og borgaralegir samstarfsflokkar hans mátt þola mikið fylgistap bæði til vinstri- manna og hægriöfgamanna, og innanflokkserjur hafa verið mjög áberandi. Handtaka Xavi'ere Tiberi, eig- inkonu arftaka Chiracs í embætti borgarstjóra Parísar, Jeans Ti- beri, í síðustu viku var enn eitt reiðarslagið fyrir Gaullistaflokk- inn. Rannsóknardómarar yfir- heyrðu borgarstjórafrúna í átta klukkutíma og gerðu húsleit heima hjá henni. Sannað er að hún hafi fengið greitt sem svarar 2,5 milljónum kr. fyrir einskis nýta 36 blaðsíðna ritgerð um hinn frönskumælandi heim og hún mun hafa þegið laun fyrir enga vinnu frá héraðsstjóm Essonne- sýslu utan við París, þar sem Gaullistar vora við völd. Eiginmaðurinn brást reiður til vamar frú sinni í viðtölum við fjölmiðla og hikaði ekki við hótan- ir. Kona sín „vissi allt um stjórn- málalífið" og hann sjálfur, sem í tíu ár var varaborgarstjóri undir Chirac, væri „ósnertanlegur“. Vandræði Xavi' ere Tiberi kunna að virðast veigalítil í „stórpólitísku" samhengi, en margir flokksgæðingar í RPR óttast hana vegna vitneskjunnar um það sem fram hefur farið á undanfomum áram og áratugum í ráðhúsi Parísar. Ef flokksfor- ysta Gaullista snýr baki við henni og eiginmanninum gæti hún sagt frá ýmsu sem kæmi ófáum ein- staklingum illa. Formaður RPR, Philippe Ségu- in, sakaði í kjölfar þessa sósíalista um samsæri um að „koma forset- anum úr jafnvægi". í yfirlýsingu frá flokknum var Jospin forsætis- ráðherra og leiðtoga sósíalista borið á brýn að hafa sjálfur þegið laun frá utanríkisráðuneytinu fyr- ir starf sem ekkert var. Jospin varðist æstur þessum „lítilmót- legu“ ásökunum, en sem fyrrver- andi sendiherra þáði hann lögleg biðlaun frá ráðuneytinu um fjög- urra ára skeið. Pólitískt vopnahlé Eftir trúnaðarsamræður for- sætisráðherrans við forsetann lýstu báðir yfir áhyggjum sínum af því að þessar gagnkvæmu ásak- anir væra „á kostnað lýðræðisins“ og hvöttu til þess að menn sýndu stillingu. Jospin bannaði ráðherr- um í stjóm sinni að tjá sig um mál sem varða Chirac. Að Jospin skyldi vera svo vilj- ugur til að semja vopnahlé við hinn pólitíska keppinaut má rekja til sameiginlegra hagsmuna. Chirac vill halda embættinu út hið sjö ára kjörtímabil, en Jospin vill taka við því þegar næst verður kosið árið 2002. En Der Spiegel hefur eftir ónefndum rannsóknar- dómara að „pólitískt vopnahlé muni ekki hamla framgangi rétt- vísinnar.“ • • Orvænting grípur Cher á miðjum aldri Los Angeles. The Daily Telegraph. LEIK- og söngkonan Cher hefur valdið nokkurri undrun í Hollywood, þar sem ungdómur og fegurð eru æðst gUda og konur grípa reglulega til fegrun- araðgerða og lyga um ald- ur, með því að lýsa því yf- ir að einmanaleiki og ör- vænting fylgi því að kom- ast á miðjan aldur. Cher er 52 ára. í viðtali við tímaritið People segir hún m.a.: „Ég hata sextugsaldur- inn. Hann er ömurlegur. Mér fannst ég aldrei gömul þar til ég varð fimmtug." Þrátt fyrir að hafa lagst nokkrum sinnum undir hníf lýta- læknis og samviskusamlega iðkað lfkamsrækt sem hefur haldið henni tággrannri viðurkennir Cher í viðtalinu að núorðið sé erf- iðara að fá vinnu og ástin sé vand- fúndin. Ástin og steypan „Þegar ég var fertug lék ég á móti fólki sem var 21 og enginn tók eftir því. En þegar maður verður 45 og aldurinn fer að sjást getur maður lítið gert annað en að líta vel út eftir aldri. Á ákveðnu tímabili - sem ég er á einmitt núna - getur maður einungis beðið eftir því að geta leikið Shirley MacLaine og Anne Bancroft hiut- verkin. Og hvað á maður að gera? Fara í útilegu í tíu ár?“ Það orð hefur farið af Cher að hún hafi átt marga elskhuga sem eru yngri en hún sjálf. Hún segir nú að hún hafi ekki verið í „alvarlegu“ ástar- sambandi í sex ár, eða síð- an slitnaði upp úr vináttu liennar og Richie Sam- bora, gítarleikara Bon Jovi. Cher segir við People: „Þegar maður verður eldri er ást- in torfundnari. Ég á heima í Los Angeles, og þar er nýtt betra og gamalt gagnslaust. En ef gras get- ur vaxið í gegnum steinsteypu þá hlýtur ástin að geta gripið mann á hvaða aldri sem er.“ Meðal þeirra sem hafa verið kærastar Cher eru leikararnir Val Kilmer, Tom Cruise og Rob Camilletti, og einnig kvikmynda- mógúllinn David Geffen. Cher fullyrðir að hún sé í hæsta máta vandlát á nána vini. „Ég er ekki þessi týpa sem elskar bara þann sem hún er með. Það er verra að vera ein á báti, en ég hef hvorki tíma né krafta í að deila einkalifinu með einhverjum hálfvita sem ég hef ekki nema mátulegan áhuga á. Ég er bara að leita að einhverjum sem hefur góða kímnigáfu og er virkilega skapandi, skemmtileg- ur, næmur og sætur.“ Cher Kj arnorkutilraunum fagnað í Pakistan Karachi. Islamabad. Genf. Nýju Dehli. Washington. Reuters. PAKISTANAR fógnuðu ákaflega í gær fregnum þess efnis að sprengdar hefðu verið fimm kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni ein- ungis tveimur vikum eftir að höfuð- fjendur þeirra Indverjar riðu á vaðið. Tilraunirnar fóra fram í suð- vesturhluta Pakistans, sunnarlega í afskekktu héraði, Baluchistan, næm landamæram Irans og Afganistans, og koma ekki á óvart því reiknað hafði verið með að Pakistanar myndu fara að dæmi Indverja. Bandaríska leyniþjónust- an hafði í fyrradag greint frá því að Paldstanar væra á lokastigi undir- búnings. Indverjar sakaðir um að undirbúa árás Skömmu áður en Pakistanar hófu tilraunasprengingamar höfðu þeir tilkynnt að þeir hefðu áreiðan- legar heimildir fyrir því að Ind- verjar hygðust gera árásir á kjam- orkuvopnabúr Pakistana. Slíkri árás yrði svarað „snarlega og af fullri hörku“ sagði í yfirlýsingunni; „við eram fullkomlega undir það búin að verja hendur okkar.“ Ind- verjar neituðu hins vegar fullyrð- ingum Pakistana og sögðu þær al- gerlega úr lausu lofti gripnar, Ind- verjar hefðu alls ekki í hyggju að auka á spennu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fréttaskýrendur veltu því fyrir sér í gær hvort yfirlýsing Pak- istana væri yfirvarp til að láta svo virðast sem tilraunir þeirra væra varnaraðgerðir vegna yfirvofandi árásar Ind- verja. Mikill stuðningur við tilraunir í Pakistan Helstu þjóðarleið- togar fordæmdu kjarn- orkutilraunir Pak- istana í gær og fjár- málasérfræðingar sögðu að efna- hagur Pakistana myndi bíða mik- inn skaða ef refsiaðgerðir erlendra ríkja yrðu eitthvað í líkingu við þær sem beitt var gegn Indverjum. Því er spáð að stjómvöld í Pakistan grípi til róttækra efnahagsaðgerða til að bregðast við væntanlegum áhrifum refsiaðgerðanna. Mikill þrýstingur hefur hins veg- ar verið heimafyrir á Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakist- ans, undanfarna daga að svara sprengingum Indverja og skoðanakönnun sem birt var í gær sýndi að 51% Pakistana vildi að tafarlaust yrðu hafnar tilraunir með kjam- orkusprengjur á með- an 13% sögðu slíkar til- raunir nauðsynlegar innan nokkurra mán- aða. Einungis 6% Pakistana kærðu sig ekki um neinar spreng- ingar en 30% sögðu að slíkar tilraunir ættu að ráðast af efnahag landsins. Kj arn orkutilraunir Indverja urðu sannar- lega ekki til að bæta andrúmsloftið í þessum heimshluta en samskipti Pakistans og Ind- lands hafa ávallt verið slæm. Pakistanar hafa þrívegis beðið lægri hlut í átökum við Indverja, 1947, 1965 og 1971, og stríði vegna deilna um Kasmír-héraðið í Himalaya-fjöllunum var naumlega afstýrt árið 1990. Indverjar ráða 2/3 hluta Kasmír en hafa sakað Pakistana um að ýta undir upp- reisnarmenn sem undanfarin átta ár hafa átt í átökum við Indverja. NAWAZ Sharif, forsætisráðherra Pakistans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.