Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 23
Dúndursprengja ' fataefnum! FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 23 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Borís Jeltsín reynir að sefa fjárfesta vegna fjármálaumrótsins Segir Rússland eiga næga varasióði til að afstýra hruni Moskvu. Reuters. Trúðslæti 1 Pétursborg LÖGREGLUMAÐUR reynir að ná manni í trúðsbúningi sem truflaði göngu lúðrasveitar rússneska hersins í miðborg Pétursborgar í gær þegar íbúar borgarinnar héldu upp á 295 ára afmæli hennar. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að sefa erlenda fjár- festa og sagði að Rússar hefðu næga varasjóði til að afstýra fjár- málahruni. Forsetinn ræddi við for- sætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra landsins á skyndi- fundi í Kreml og lagði áherslu á að þeir þyiftu að einbeita sér að því að verja rúbluna. Oleg Vjúgín, aðstoð- arfjármálaráðherra Rússlands, sagði hins vegar að Rússar þyrftu meiri aðstoð frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (IMF) til að geta unnið sig út úr kreppunni. Rússnesku fjármálamarkaðirnir brugðust vel við þeirri ákvörðun seðlabankans í fyrradag að þrefalda vexti sína til að verja rúbluna. Rúss- neska verðbréfavísitalan RTS hækkaði um 5,66% eftir að hafa lækkað um tæp 11% daginn áður. Gengi rúblunnar hækkaði einnig í gær gagnvart dollarnum. „Erlendir fjárfestar geta treyst því að það verður ekkert hrun á fjármálamörkuðum Rússlands," sagði Jeltsín eftir fundinn í Kreml. „Við höfum næga varasjóði ef allt fer á versta veg en við viljum ekki vera alltaf á ystu nöf.“ Forsetinn boðaði til fundarins vegna hættunn- ar á að umrótið á fjármálamörkuð- unum stefndi pólitískum stöðug- leika og umbótastefnu stjórnarinn- ar í hættu. Hann sagði að gera þyrfti gangskör að því að efla skatt- heimtuna til að minnka fjárlagahall- ann og ná fé af fyrirtækjum og ein- staklingum sem hafa svikið undan skatti. „Við þurfum að beita þá hörðu. Við vitum hverjir þeir eru.“ Óska eftir nýju láni Aðstoðarfjármálaráðherrann við- urkenndi að stjórninni hefði ekki enn tekist að afstýra hættunni á fjármálahruni. Hann sagði að næsta lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem á að nema 670 milijónum dala, and- virði 48 milljarða króna, myndi ekki duga og frekari aðstoð myndi gera rússnesku stjórninni kleift að leysa fjármálavandann fljótt. Helsti sérfræðingur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í fjármálum Rússlands, John Odling-Smee, fór til Moskvu í gær til að semja um næstu lánveitingu sjóðsins. Búist er við að IMF fallist á að veita fyrr- nefnt lán strax og hugsanlega einnig skammtímalán að andvirði að minnsta kosti 5 milljarða dala, 355 milljarða króna. Jeltsín kvaðst ætla að hringja í leiðtoga erlendra ríkja, m.a. Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Helmut Kohi, kanslara Pýskalands, til að óska eftir stuðningi þeirra. Clinton kvaðst bera fullt traust til stjórnar Sergejs Kíríjenkos forsæt- isráðherra. „Hvaða kreppa?“ Haft var eftir Sergej Dúbínín seðlabankastjóra að Jeltsín hefði sagt honum og Míkhaíl Zadornov fjármálaráðherra að einbeita sér að því að verja rúbluna. Zadornov sagði að fjármálakreppan myndi ekki skerða lífskjör rússnesks al- mennings. Margir Moskvubúar virtust ekki enn hafa áttað sig á fjármálavand- anum. „Hvaða kreppa? Líf okkar er eilíf kreppa,“ sagði einn borgarbú- anna. „Hvað hefur breyst?" Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch IBCA sagði að „djarfar aðgerðir" af hálfu rússneskra stjórnvalda myndu koma í veg fyrir að lánshæf- iseinkunn Rússlands yrði lækkuð. Annað matsfyrirtæki, Standard and Poor’s, sagðist vera að endurskoða lánshæfismat sitt á ríkissjóði Rúss- lands og til greina kæmi að lækka einkunnina. Verði það gert þurfa Rússar að greiða hærri vexti af lán- um sem þeir taka á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. JjölíreijU o<j ferski , — beint frá Jtalíu Framloitt á Itallu. Dreiling Kexvorksmiðj, ■ n ^TfSÍ Dinber humar ólíour Nú eru síðustu forvöð að gera dúndurkaup á fataefnum í Rúmfatalagernum við Smáratorg! Tilboðið stendur aðeins í dag, föstudag og á morgun, laugardag. Allt á heildsöluverði. Bútasaumsefni (aðeins 399,-), flísefni (690,-) og tískuefni (399,- / 690,- og 990,-) í pils, kjóla, buxur, blússur, boli, jakka o.fl. Rúmfatalagerinn Smáratorgi kynnir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.