Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 29 LISTIR Undir sama þaki ✓ I kvöld verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu nýtt íslenskt leikrit, Annað fólk, eftir Hallgrím H. Helgason. Þar segir frá sam- skiptum þriggja ólíkra einstaklinga í gömlu húsi í miðbænum og hæfir verkið umgjörð sinni vel í þessu húsi brakandi gólffjala eins og fram kemur í viðtali Huldu Stefánsdóttur við höfundinn og leikstjóra verksins, Vigdísi Jakobsdóttur. Morgunblaðið/Golli LEIKARAHOPURINN ásamt leikstjóra og höfundi. Frá vinstri: Marta Nordal, Jón Hjartarson, Vigdís Jak- obsdóttir, Helga Bachmann og Hallgrímur H. Helgason. MARTA Nordal og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. LEIKVERKIÐ Annað fólk er sprottið úr umgjörð sinni, Kaffileik- húsinu. Það gerist í Reykjavík nú- tímans, í „betra húsi“ í miðbænum, - einu af þessum húsum sem efna- menn reistu fjölskyldum sínum forðum en er nú orðið að fjölbýlis- húsi ólíkra einstaklinga. I risinu býr heldri kona, í kjallaranum einrænn miðaldra maður en á jarðhæð hafa ýmsir leigjendur leikið iausum hala síðustu árin. Verkið hefst þegar nýr leigjandi, ung kona, flytur inn í hús- ið. Hún stendur á tímamótum í lífi sínu og er ákveðin í að standa sig. Það vakir síst fyrir henni að fara að blanda geði við nágranna sína sem í fyrstu blasir við að eigi litia samleið með henni. En síðan fer hún eins og óvart að kynnast „öðru fólki,“ fortíð þess og leyndarmálum gamla húss- ins. Höfundur verksins, Hallgrímur H. Helgason, byggir á þremur ólík- um mannlýsingum og reynir að ímynda sér hvað gæti gerst í sam- búð þeirra undir sama þaki. Þetta er fyrsta dramatíska leikverk Hall- gríms sem sett er á svið. Leikritið er eins konar tilraun með þrjár per- sónur í húsi, í túlkun þriggja ólíkra ieikara. Hann segist hafa byrjað á því að velja leikarana og síðan skap- að persónurnar með hliðsjón af þeim. Leikararnir sem urðu fyrir valinu eru Marta Nordal, í hlutverki ungu konunar Krissu, Helga Bach- mann sem leikur heldri konuna Ás- laugu og Jón Hjartarson í hlutverki Eyvindar, einfarans í kjallaranum. Leikstjóri verksins er Vigdís Jak- obsdóttir. Þetta er fyrsta leikstjórn- arverkefni Vigdísar með atvinnu- leikurum en áður hefur hún starfað sem aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu og leikstýrt hjá áhugaleikfélögum og framhaldsskólum víða um land. Vigdís lauk námi í leiklistarfræðum og leik- stjórn frá Bretlandi árið 1994. Leikmynd er eftir Þorgerði Sigurðardóttur. Tónlistin skipar einnig stóran sess í stemmningu verksins og þar eru á ferð- inni frumsamin stef eftir Óskar Guðjónsson saxafón- leikara. Lýsingu annaðist Ævar Gunnarsson. Leikararnir sjálfír hvati að persónusköpuninni „Þú verður ekki til sem leikritahöfundur fyrr en leikarinn fer að flytja text- ann þinn,“ segir Hallgrím- ur. „Ég hef skrifað fáein leikrit og þar af hefur eitt beðið uppfærslu hjá Þjóð- leikhúsinu í hálfan manns- aldur. Þegar ég sá fram á að sviðsetningu þess yrði frestað enn ákvað ég að „fara út í bæ að leika mér“.“ Hann hefur starfað í leikhúsi með ýmsum hætti á seinni árum og þýtt fjölda leik- verka auk þess að skrifa sjálfur og vinna handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Leikararnir koma úr ólíkum átt- um og Hallgrímur segir það hafa verið skemmtilegan hvata í per- sónusköpuninni og haft mikið að segja í tilurð og framvindu verksins. „í fyrstu útgáfu af verkinu var ein persónanna gamall sjómaður en það gekk ekki nóg og vel að finna leik- ara í hlutverkið," segir Hallgrímur. „Vigdís stakk að mér nafni Jóns Hjartarsonar en mér þótti sem ég væri að gera honum grikk með því að láta hann leika langt upp fyrir sig í aldri. Brá ég því á það ráð að verða mér úti um ljósmynd af Jóni sem ég fór með heim, stillti upp á skrifborðinu hjá mér og hóf að end- urskrifa hlutverkið..." Eyvindur yngdist um tuttugu ár en gamla manninn á höfundur til góða. „Svona finnst mér gaman að vinna og auðvitað skiptir máli hver á að leika hlutverkin þín. Það hefur áhrif á skrifin," segir Hallgrímur. Gamaldags leikrit með lieilmiklum nútíma Leikritið Annað fólk er talsvert ólíkt fyrri verkum Hallgi-ims sem hann segir að mestu fjalla um ungt fólk. „Verkið kann að gefa skrítna mynd af mér sem höfundi en í þetta skipti langaði mig til að skrifa gam- aldags, heiðarlegt leikrit eins og þau sem ég ólst upp við að sjá í Iðnó í gamla daga, en þar var ég með annan fótinn í bernsku." Var það þá líka gamall draumur að skrifa hlutverk fyrir móður sína, Helgu Bachmann? „Það held ég ekki. Astæðuna íýr- ir því að hún fer með hlutverk í verkinu má fremur rekja til bak- gi'unns hennar sem leikkonu, hún tilheyrir þessum hópi leikara sem ég fylgdist með vinna þegar ég var að alast upp,“ segir Hallgrímur. „Og þegar maður er á annað borð byrjaður að skrifa fyrir þennan miðil langar mann til að reyna að skrifa fyrir fulltrúa sem ólíkastra kynslóða leikara. Það búa því sömu forsendur að baki þess að skrifa fyr- ir Helgu Bachmann og fyrir Jón Hjjirtarson og Mörtu Nordal." I leikritinu jafnt sem í leikaravali mætast ólíkar kynslóðir og þó að verkið byggi í aðra röndina á gam- alli hefð raunsæisleikritunar vonast höfundur til að þar sé líka að finna heilmikinn nútíma. „Ég vildi að sýn- ingin yrði brotin upp og hægt væri I snertingu við fjallið MYNPLIST Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10A. HREINN FRIÐFINNSSON Opið miðv. til sunn. frá 15-18. Að- gangur ókeypis. Til 7. júní. EITT er það fjall sem ber af öðr- um fjöllum í sögu nútímalistar, sannkallað Everestfjall málaralist- arinnar, en það heitir Monte Sainte- Victoire í Provence héraði í Suður- Frakklandi. Maðurinn sem setti þetta fjali á kortið hét Paul Cézanne, en hann málaði fjallið ótal sinnum. Cézanne var innblástui' og fyrirmynd fýrir heila kynslóð mynd- listarmanna, sem kom fram upp úr síðustu aldamótum, og hafði ómæld áhrif á að móta ný viðhorf innan málaralistar. Islensk málaralist og landslagshefðin á millistríðsárunum fór ekki varhluta af áhrifum hans, þótt þau kunna að hafa verið miðluð í gegnum aðra myndlistamenn. Ætlun mín er ekki að rekja sögu nútíma málaralistar, en ástæðan fyi-ir því að ég minnist á þetta er að sýning Hreins Friðfinnssonar í sýn- ingarsalnum Tuttugu fennetrum, setur Monte Sainte-Victoire í önd- vegi. Myndirnar eru tólf talsins og gerðar með því að nudda krít á pappír, sem hefur verið lagður á jörðina, nánar tiltekið á umrætt fjall. Alþjóðlega orðið sem notað er yfir þessa aðferð er franska orðið frottage, en það vill svo skemmti- lega til að það var Max Ernst, sem fyrstur varð til að notfæra sér tækn- ina til listsköpunar. Nokkrar slíkar frottage myndir eru einmitt til sýnis á Listasafni Islands á sýningunni á verkum Ernst. Áður hafði þetta tíðkast til að taka eftirmyndir af fornum áletrunum og gi-afsteinum. Það má því segja að sýningin hafi tvöfalda tilvísun í meistara nútíma- listar. Varla er þörf á því að kynna Hrein Friðfínnsson, einn af upphafs- mönnum SÚM hópsins á sjöunda áratugnum. Hann hefur lengst af búið í Hollandi, en eftir yfirlitssýn- ingu á verkum hans í Listasafni ís- lands 1993, þá ætti hann að vera vel kynntur hér á iandi. Auk þess hafa verk eftir hann sést hér nokkuð reglulega. Og sem betur fer fyrir okkur, þvi hann er einn af bestu myndlistarmönnum þjóðarinnar af sinni kynslóð. Ekki ber að skilja lýsinguna á sýningunni sem svo að Hreinn sé tekinn til við landslagsmálverk. Myndirnar hans eru ekki landslags- myndir, né heldur myndir affjallinu, í venjulegum skilningi þeirra orða. Myndirnar eru nokkurs konar fingrafar fjallsins. Það má kannski orða það sem svo að Hreinn sé að nálgast uppruna nútímalistar, með því að komast í beina snertingu við fjallið sem á svo stóran þátt í þeim uppruna þess. Nær verður ekki komist. Sýningin lætur lítið yfir sér, og er ekki á áberandi stað, í kjaliara við Vesturgötuna. En það er sérkenni á verkum Hreins að þau virðast oft svo léttvæg við fyrstu sýn. Stundum var sagt um abstraktlistina í gamla daga að jafnvel fimm ára barn gæti málað abstraktmynd, sömuleiðis má segja að hverjum sem er gæti dottið í hug að taka smáafrit af fjallinu góða. Hugmyndin, ef hún er skoðuð ein og sér, er ekkert sérstaklega merkileg eða djúphugsuð. En ef hún er skoð- uð í samhengi við önnur verk Hreins þá finnst manni eins og hún beri ein- stakt fíngrafar listamannsins. Maður sér skyldleika við önnm' verk, þar sem gegnsæi, ljós og skuggar, ieika stórt hlutverk - ljósið sem myndlík- ing fyrir ósýnilegt ferli tímans. Myndirnar eru eins og skuggar, eða spor, sem fjallið hefur skilið eftir sig eitt hverfult augnablik. Engin mynd fylgir umsögninni. Betra er að eftirláta lesandanum að ímynda sér hvernig myndirnar eru, enda fyllilega í samræmi við list Hreins, sem höfðar jafnmikið til hugans og sjónarinnar. Gunnar J. Árnason að leika sér á móti textanum, og ég er mjög ánægður með þá leið sem leikstjórinn hefur valið. Og þó að leikritið sé skrifað með eldri kyn- slóðir í huga, er von mín sú að verk- ið eigi eftir að skemmta fólki á öll- um aldri.“ Stemmningin er fyrir öllu Vigdís segir það hafa verið spennandi glímu að setja á svið leikrit í þvi óvenjulega formi leik- húss sem Kaffileikhúsið er. Og þó að leikritið sé skrifað með húsið í huga þá sé samsetning þess tals- vert flókin og t.d. hafi þurft að finna leið til að koma ólíkum vistar- verum persónanna til skila. Að lok- um hafi verið ákveðið að treysta sem mest á ímyndunarafl áhorf- enda og leggja áherslu á stemmn- ingu staðarins og lítil blæbrigði í samskiptum persónanna. Brakið í gólffjölunum og umhverfishljóðin sem berast inn í þetta hljóðbæra leikhús auðga svo sannarlega stemmninguna í þessu tilfelli. Vig- dís segir að ef vel takist til eigi þessar smámyndir af samskiptum þriggja einstaklinga vonandi eftir að breiða úr sér í rýminu og fylla það að lokum í einni heilsteyptri mynd. „Ég heid að þau leikrit sem hér eru sett á svið hljóti að verða að fylgja stemmningunni hér inni. Áhorfendur þiggja veitingar fyi'ir leiksýninguna og sötra síðan kaffí á meðan á sýningu stendur. Návígið við leikarana er mikið og hver augngota og hver andardráttur skiptir máli. Vonandi hefur okkur tekist að slá rétt á þá strengi í þess- ari sýningu," segir Vigdís. Silkislæður og pastelmyndir í Sneglu TVÆR kynningar verða hjá Sneglu listhúsi dagana 29. maí-19. júní. í innri sölum list- hússins verður kynning á silki- siæðum. Slæðurnar eru hand- málaðai' og þrykktar á silki og engar tvær eru eins. Slæðusýn- ing Sneglu er orðin árviss vor- sýning listhússins. Að sýningunni standa sjö af listakonum Sneglu listhúss: Björk Magnúsdóttii', Eraa Guðmai'sdótth, Helga Pá- lína Biypjólfsdótth, Hrafnhiidur Sigurðardóttir, Ingiríður Óðins- dótth', Jóna Sigríður Jónsdótth' og Þiuíður Dan Jónsdótth'. I gluggum Sneglu verður kynning á pastelmyndum Jónu Sigi'íðai' Jónsdóttm'. Jóna lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1985. Snegla listhús er á homi Klapparstígs og Grettisgötu og er opið mánudaga til fostudaga kl. 12-18 og laugai'daga kl. 11-15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.