Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 31 LISTIR Vald kon- unnar yfír manninum Sígarettur verða að vopnum, nautabaninn að fótboltahetju þar sem Sevilla hefur breyst í dulúðuga smáríkið Santa Maríu sem lifir í skugga kúgunar og uppreisnar- anda Suður-Ameríku. Hildur Loftsdóttir fræðist um Carmen Negra sem er svört á brún og brá. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FÓTBOLTAHETJAN Escamillo, Egill Ólafsson , meðal aðdáenda sinna. í KVÖLD frumsýnir íslenska óperan á Listahátíð popp-salza- rokk óperuna Carmen Negra. Þar er komin vinsæla óperan eftir Bizet í nýjum búningi. Höfundar Carmen Negra þeir Stewart Trott- er leikstjóri og Callum McLeod út- setjari tónlistar, fengust til að koma til íslands og taka þátt í upp- setningu verksins. Það hefur áður verið sýnt í Austurríki og í Finn- landi og fengið góðar viðtökur í báðum löndunum. Stewart: „Við áttum ekki hug- myndina upphaflega heldur pró- fessor nokkur við Vínaróperuna. Ég hef unnið í mörgum breskum söngleikjum með óperuívafi og því með klassískt menntuðum söngv- urum. Prófessorinn vildi setja upp rokkútgáfu af Carmen, og honum var bent á mig. Þegar ég mætti á staðinn og hann spurði mig hvort ég hefði einhverjar hugmyndir um útfærsluna, kom í ljós að verkið var óskrifað. Þá fékk ég á staðnum fullt af hugmyndum um nýjar for- sendur og nýtt umhverfi. Þetta var um jólin 1987, og fjórum mánuðum seinna var verkið frumsýnt í Vín. Núna skil ég ekki hvernig við gát- um gert þetta á svo stuttum tíma.“ - Hvers vegna valdi hann Car- men? Stewart: „Hann hafði þegar sett á svið La Boheme í rokkútgáfu, og látið skrifa útgáfu af La Traviata þar sem aðalpersónumar eru sam- kynhneigðar, en enginn vill sýna það. Carmen komst á fjalimar því það náði enginn að stoppa verkið í tæka tíð. Það em alltaf þeir sem ráða sem em íhaldssamastir og halda að áhorfendur séu það líka, en fólk vill láta skemmta sér. Nefndarmenn em þeir sem eru að drepa allt leikhúslíf í Englandi.“ -Hefur sagan sjálf mikið að GARÐAR Thór Cortez er Don José sem elskar ÞAÐ er mikið stuð á kránni hjá Lillas Pastia. Carmen, sem enska söngkonan Caron leikur. segja um vinsældir verksins? Stewart: „Sagan er arftekin hugmynd; karl fórnar ferlinum fyr- ir konu sem síðar fyrirlítur hann fyrir það. Þetta er sagan af valdi konunnar yfir karlinum og hvernig hún getur breytt honum eftir sínu höfði. Þannig er upphaflega sagan en við höfum breytt henni svolítið. Okkar Don José, fómarlamb Car- menar, er hugsjónamaður, hann býr yfir andlegum styrk sem snert- ir hana og kemur henni næstum því á réttan kjöl. Hann er samt heilaþveginn af kaþólsku kirkjunni og hemum og það hefur sigur að lokum. José þyrfti að vinna í sínum dökku hliðum, sem hann hins vegar kemur yfir á Carmen og þá fer illa.“ - Hvernig er að vinna með tón- listina í vinsælustu óperu allra tíma? Callum: „Það er mjög auðvelt því lögin eru svo góð auk þess sem formið á lögunum er mjög nútíma- legt. Ég skipti um hljóðfæri og fann út hvaða lag gæti túlkað hvaða til- finningar eða atburð í verkinu. Ég samdi líka tvö lög þar sem okkur fannst ekkert laganna úr óperanni henta aðstæðum. Því við notuðum goðsögnina en sagan sjálf er breytt og ástæðumar bakvið verknaði að- alpersónanna og því hentuðu lögin ekki alltaf." Stewart: „Það verður að endur- nýjan söguna í sífellu svo hún úr- eldist ekki; losa sig við gamlar hug- myndir og koma með nýjar. Við reyndum að ímynda okkur hvernig Bizet mundi taka á sögunni ef hann væri uppi í dag. Hann drap sig eig- inlega þegar óperunni var illa tekið í upphafi. Upphafsatriðinu var mjög vel tekið, og einnig næsta þætti sem gerist á kránni hjá Lillas Pastia, nautabanasöngnum hans Escamillo var mikið fagnað, en eftir það fer lagasmíðin niður á við auk þess sem fólki líkaði ekki að maður skyldi drepa konu í lok verksins. Carmen er næstum því meistara- stykki, en í því era ýmsar brotala- mir. Við reynum s.s. að skera niður og fylla upp í þá staði í verkinu sem eru ekki nógu sterkir." - Og semja ný lög þegar fer að halla undan fæti hjá Bizet? Callum: „Já, og líka að setja óp- eruna í söngleikjabúning. Nauta- banalagið, sem er eflaust það fræg- asta í óperanni, ásamt habana- söngnum hennar Carmenar er að- alþemalag verksins. Það verður að fótboltalagi, þar sem heimsmeist- arakeppnin í fótbolta er í bak- grunninum. Munurinn á ópera og nútíma söngleikjum er að lögin eða brot úr þeim eru endurtekin svo að áhorfendur fari að kannast við þau. Þannig era brot úr öllum lögunum spiluð í opnunaratriðinu og þau verða því aðgengilegri fyrir áhorf- endur þegar þeir heyra þau seinna í verkinu." - Hefur þú fengið einhver nei- kvæð viðbrögð frá íhaldssömu fólki? Callum: „Nei, þetta eru það góð lög að yfirleitt hefur fólk ekkert á móti því að þau séu sett í nýjan búning. Ungu fólki finnst það frá- bært, en stundum er spuming hvort eldra fólk sé nógu víðsýnt til að samþykkja þetta. Fólk á það nefnilega til að upphefja allt sem gamalt er hversu gott sem það er í rauninni. Annars ættu allir að geta haft gaman af þessari útgáfu." Egill Ólafsson er fótboltahetjan Escamillo: „Tónlistin er alveg frábær, og búin að vera á Topp 10 listanum í 100 ár. Ég þekki reyndar ekki klassíska verkið vel þótt ég þekki helstu aríurnar. Ég er alinn upp við óperur, því móðir mín er mik- ill aðdáandi þeirra. Hún hlustaði mikið á Maríu Callas og söng alltaf með. Þannig fékk ég söng- inn með blóðinu." - Hvernig heldurðu að mömmu þinni eigi eftir að líka þessi út- gáfa? „Hún á eftir að fá áfall. Nei, nei, sumir eru að hneykslast á því að verið sé að taka Bizet og gera úr honum sölsu, en það er bara til tvenns konar tónlist og það er góð tónlist og vond tónlist. Það er hægt að gera hvað sem er við góða tónlist, hún ber aldrei neinn skaða af. Það eru áreiðan- lega fleiri spenntir að sjá óper- una í nýjum búningi og hvað er hægt að gera við tónlistina." Gunnar Pórðarson tónlistarstjóri: „Það er mikið af gífurlega fal- legum lögum í Carmen Negra. Þegar ég heyrði verkið fyrst þá kunni ég eiginlega flest lögin, því þessi tónlist hefur fylgt manni síðan maður var lítill án þess að vita að hún væri úr Carmen. Þeg- ar lögin eru komin í rokkbúning þá eru þau ansi nútímaleg, og alls ekki eins og þau séu samin 1875, og eiga áreiðanlega eftir að höfða til ungra hlustenda á ís- landi. Þetta er sambland af miklu fjöri og gullfallegum lögum.“ heilsurækt fyrir alla Suðurlandsbraut 6, sími 588 8383. Gym 80 í samvinnu við art.is verður með líkamsrsektarátak laugardag- ana 30. maí og B. júní fyrir Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3. Kynning á Kitkbox, Tai Kwon Do, Tai Ji Quan og spinning. Kraftajötnanir Auðunn Jónsson, Evrópu- meistari í kraftlyftingum, og Jón Gunnars- son, íslandsmeistari og heimsmethafi í kraftlyftingu, ætla að reyna að setja ís- landsmet í tveggja manna réttstöðulyftu. Ahmed Abbas og Arnaldur Birgir löggiltir einkaþjálfarar frá ISSA ætla að kynna einkaþjáfaranám. Þeir ásamt fleiri þjálfurum munu bjóða gestum upp á fitumælingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.