Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GREINARGERÐ BANKARÁÐS BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. hefur nú lagt fram greinargerð þá, sem bankaráðið tók saman um Lindar- málið svonefnda í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 29. marz 1996. Jafnframt hefur bankaráðið lagt fram bréf Ríkis- endurskoðunar í tilefni af þeirri greinargerð. Þessi gögn ásamt þeim upplýsingum, sem fram komu hjá Kjartani Gunnnarssyni, varaformanni bankaráðs Landsbankans, sem var formaður bankaráðs á þeim tíma, sem umræddar skýrsl- ur og greinargerðir voru til umfjöllunar, á blaðamannafundi í gær, valda því, að sæmileg yfirsýn hefur nú fengist um mál- efni þessa fyrirtækis. Greinargerð bankaráðs Landsbankans, sem er dagsett 26. september 1996 lýsir viðhorfi bankaráðsins til þeirra álita- mála varðandi rekstur Lindar, sem Ríkisendurskoðun fjall- aði um í sinni skýrslu. Þar er jafnframt að finna skýringar eða rökstuðning bankaráðsins fyrir því, að ekki var efnt til þeirrar rannsóknar á málum fyrirtækisins, sem Ríkisendur- skoðun hvatti til hinn 29. marz 1996. Á þessar skýringar eða rökstuðning féllst Ríkisendurskoðun með bréfi hinn 1. nóv- ember 1996. í þessu sambandi er nauðsynlegt að minna á, að Ríkisend- urskoðun er enginn dómstóll. Álitsgerðir Ríkisendurskoðun- ar hafa verið og eru umdeilanlegar og hafa í sumum tilvikum sætt svo harðri gagnrýni, að spurningar hafa vaknað um stöðu þessarar mikilvægu stofnunar. Bankaráði Landsbank- ans bar engin skylda til að fara að ábendingum Ríkisendur- skoðunar í einu og öllu. Á blaðamannafundi bankaráðs Landsbankans í gær lýsti Kjartan Gunnarsson, varaformað- ur bankaráðsins, margvíslegum sjónarmiðum, sem ekki fara saman við viðhorf Ríkisendurskoðunar og hafði á margan hátt veigamikil rök fyrir sinni afstöðu. Þó má finna í greinargerð bankaráðsins athugasemdir, sem benda til þess, að bankaráðinu hafí þótt ýmislegt mega betur fara í störfum þess sjálfs. Þannig er t.d. fjallað um veitingu ábyrgðar Landsbankans til Lindar hinn 31. desem- ber 1993 og tekið fram, að sú ákvörðun hafi ekki verið lögð sérstaklega fyrir bankaráð en síðan segir: „...en hins vegar hafði formaður bankaráðs fulla vitneskju um ábyrgðaryfir- lýsinguna og það var mat hans á grundvelli viðræðna við bankaráðsmenn að ekki kæmi annað til greina en að annað- hvort gefa ábyrgðaryfirlýsingu af þessu tagi eða leggja fé- laginu til eiginfjárframlag af sömu stærðargráðu. Ekki verð- ur hér lagður endanlegur dómur á það, hvort bein laga- skylda hafi verið að leggja ábyrgðaryfirlýsinguna fyrir bankaráð til formlegrar afgreiðslu en líta má á að málefni fé- lagsins voru bankaráði og bankastjórn vel kunn á þessum tíma. Bankaráðið lýsir hins vegar þeirri skoðun sinni, að rétt hefði verið, að ákvörðun þessi hefði verið lögð fyrir banka- ráðið og afgreidd þar formlega. Því hefur síðan verið lögð aukin áherzla af hálfu þess á, að sambærilegar og svipaðar ákvarðanir séu lagðar fyrir það og kynntar með góðum fyrir- vara.“ Á blaðamannafundi bankaráðsins í gær var töluvert hart sótt að varaformanni bankaráðs með þá spurningu, hvers vegna ekki hafi verið tekin ákvörðun um að óska eftir saka- málarannsókn á Lindarmálinu fyrir tveimur árum, úr því að tilefni hafi þótt til þess nú. Auðvitað er endalaust hægt að deila um svona ákvarðanir en þó er augljóst, að vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa á síðustu dögum um Lindarmálið og þá sérstaklega á Alþingi var nánast útilokað fyrir Lands- bankann að hreinsa andrúmsloftið og skapa traust á annan veg en þann að óska eftir slíkri rannsókn nú. Þau rök duga alveg til þess að taka þá ákvörðun nú, sem ekki var tekin fyr- ir tveimur árum. Það er útilokað að segja til um til hvers hin opinbera rann- sókn leiðir. Um hitt verður ekki deilt að eftir að bankaráð Landsbankans hefur sent ríkissaksóknara ósk um þá rann- sókn verður tæpast lengra gengið í að upplýsa þetta mál. Eftir standa þá þau pólitísku deilumál, sem spunnizt hafa á Alþingi út af Lindarmálinu og vegna þeirra ásakana, sem bornar hafa verið fram á hendur Finni Ingólfssyni viðskipta- ráðherra. Væntanlega gefst þingmönnum tækifæri til þess að ræða þá þætti málsins mjög ítarlega áður en þingi lýkur í næstu viku. Ekki fer á milli mála, að hvað sem öðru líður er skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 29. marz 1996 lykilskjal í þessu máli. Allar þær umræður, sem orðið hafa frá páskum um mál- efni Landsbankans og fyrirtækja honum tengd, sýna hversu mikilvægu hlutverki bankaráð Landsbanka Islands gegnir og þar af leiðandi skiptir miklu að mjög sé vandað til vals á fulltrúum í bankaráðið og nauðsynlegt að styrkja faglega forystu þess. Þrjátíu ára afmæli slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur AÞEIM 30 árum sem liðin eru frá því að slysadeild Borgarspítalans tók til starfa 29. maí 1968 hafa orð- ið gífurlegar breytingar á starfsemi deildarinnar, sem nú heitir raunar slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrstu árin voru skráð- ar um 20.000 komur á deildina á ári en nú koma þar rúmlega 40.000 slas- aðir eða bráðveikir á ári hverju, auk þess sem um 25.000 manns koma á göngudeild. Starfsfólki hefur einnig fjölgað til muna, tækjabúnaður er fullkomnari og starfsemin fjölbreytt- ari, en ennþá er þó langt í land að starfsaðstaða sé viðunandi og fjár- skorturinn er gífurlegur, að sögn starfsmanna sem Morgunblaðið ræddi við í tilefni tímamótanna. Slysadeildin var ekki lengi að sprengja utan af sér upprunalegt húsnæði sitt á Borgarspítalanum þar sem hún hóf störf árið 1968 og þar kom að hún var flutt þangað sem hún er nú. Þá var einnig tekin í notkun sérstök göngudeild slysadeildar á hæðinni íyrir ofan. Þjónusta þessara tveggja deilda hefur jafnt og þétt orðið svo víðtæk að nýlega þótti ástæða til að breyta nafninu í slysa- og bráðasvið Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Nokkuð sem ekki er víst að allir geri sér grein fyrir er að fyrir utan þá sem slasast og eru fluttir á deildina koma þangað allir sem veikjast skyndilega, fá t.d. bráða botnlanga- bólgu, hjartaáfall eða annað slíkt, áð- ur en þeir eru sendir áfram á viðeig- andi deild sjúkrahússins, svo gegn- umstreymið er gífurlegt. Afkastamesta deildin átta rúm á gangi með tjöldum á milli Morgunblaðið/Golli RÚDOLF Adolfsson, hjúkrunarfræðingur á Miðstöð áfallahjálpar, Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku, Sigurður Ásgeir Kristins- son, Iæknir á slysa- og bráðamóttöku, Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir slysa- og bráðamóttöku, Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri slysa- og bráðasviðs, og Erla Sigtryggsdóttir, deildarstjóri göngudeildar. mmmm f&v* H'úb't'.'ý'.-’.v'- ••• •l.tvLý.'v.'Ávó'.V'' , Ljósmynd/Ragnheiður Dís ÞANNIG var umhorfs á gömlu bráðastofunni í nóvember 1975. „Ef hjartslátturinn hér er góður þá er slátturinn uppi í húsi býsna góður líka“ Gífurlegar breytingar hafa orðið á starfsemi slysadeildar Borgarspítalans á þrjátíu ára starfstíma hennar. Starfsfólki hefur fjölgað og tækjabúnaður batnað en í samtölum Margrétar Sveinbjörnsdóttur við starfs- menn deildarinnar kom fram að enn er langt í land að starfsaðstaða sé viðunandi. Morgunblaðið/RAX STARFSEMI slysa- og bráðamóttökunnar einskorðast ekki við Sjúkrahús ReyHjavíkur. Læknar þaðan hafa verið í áhöfn sjúkraþyrlu Landhelgisgæsl- unnar frá 1986. Myndin er frá björgun áhafnar Þorsteins GK í mars 1997. Á tengigangi inn af slysa- og bráðamóttöku er gæsludeild, þar sem aðstaða er til að fylgjast með slösuð- um og veikum í allt að sólarhring. Þó að þar séu aðeins átta rúm fara um 2.200 til 2.400 sjúklingar í gegnum deildina ár hvert og er á starfsmönn- um að heyra að deildin sé afkasta- mesta „Iegudeild" sjúki'ahússins og um leið bjargvættur annarra deilda í húsinu. Aðstaðan er þó vægast sagt bágborin og lítið næði fyrir sjúklinga sem þar þurfa að liggja um stundar- sakir, því rúmin standa sem fyrr seg- ir í tengigangi og á milli þeirra eru aðeins þunn tjöld. Inn af ganginum er svo agnarlítil vaktaðstaða hjúkrunar- fræðinga. Með tilkomu neyðarbíls á höfuð- borgarsvæðið 1982 koma alvarlega slasaðir og bráðveikir sjúklingar mun fyrr til meðferðar en áður var. Lækn- ar sjúkrahússins hafa frá upphafi verið í áhöfn neyðarbíls og hefur ávallt verið litið svo á að þjónusta neyðarbílsins væri bein framlenging á starfsemi slysa- og bráðamóttök- unnar. Hægt er að hefja greiningu og meðferð strax á slysstað og þannig sparast dýrmætar mínútur í meðferð mikið slasaðra og bráðveikra. Þá hafa læknar spítalans einnig verið í áhöfn sjúkraþyrlu Landhelgis- gæslunnar allt frá árinu 1986 en með því móti tekst oftar en ekki að bjarga mjög mikið slösuðum og bráðveikum sem áður var jafnvel ekki hugað líf. Nýlega var gengið frá samkomulagi sem mun gera slysa- og bráðaþjón- ustuna enn heildstæðari en áður, með markvissara samkomulagi við lækna sjúkraþyrlunnar ásamt samkomulagi um ráðgjöf til loftfara og sjófarenda. Þá á að efla þjónustu við sjómenn, m.a. með fjarskiptalækningum, en undanfarið hafa Sjúkrahús Reykja- víkur og Ríkisspítalar tekið þátt í samstarfi hvað það snertir. Þetta er viðbót við aðra þá þjón- ustu við sjómenn sem starfsfólk deildarinnar hefur sinnt hingað til, svo sem kennslu, menntun og endurmenntun stýri- manna í heilbrigðisfræðum, læknis- þjónustu á miðunum, svo sem í Smugunni. Einnig verður slysa- og bráðamóttakan læknisfræðilegur bakhjarl Neyðarlínunnar. Flestir leita til neyðarmóttöku vegna nauðgunar í ágúst Á síðustu árum hafa nokkrar nýjar einingar bæst við slysa- og bráðamót- tökuna og að sögn starfsfólks hafa þær í flestum tilfellum sprottið af þörf, sem starfsfólk hefur leitast við að mæta fremur en að þær hafi orðið til vegna valdboðs að ofan frá heil- brigðisyfirvöldum. Starfsfólkið hafi svo oftar en ekki þurft að fara betli- ferðir til stjórnvalda til þess að koma þjónustunni á. Þar er fyrst að nefna neyðarmóttöku fyrir þá sem beittir hafa verið kynferðislegu ofbeldi, en hún var opnuð í mars 1993. Síðan hafa um 400 einstaklingar leitað þar hjálpar vegna nauðgunar eða annarr- ar kynferðislegrar misnotkunar. Langflestir koma um helgar, um 51%, en aðra daga vikunnar dreifast komur nokkuð jafnt. Áberandi er hversu brotin eru tengd skemmtun- um og neyslu áfengis. Mjög mismun- andi er eftir mánuðum hve margir leita til móttökunnar en langflestir koma í ágústmánuði, þ.e. í kringum verslunannannahelgi. Nokkuð hefur einnig verið rætt um þörfina á því að opna sams konar athvarf eða móttöku fyrir þá sem hafa orðið fyrir ofbeldi, sem er sívaxandi vandamál. í desember 1994 hóf Eitrunarupp- lýsingamiðstöð starfsemi og er hún rekin á slysa- og bráðamóttöku í sam- vinnu við fjölda sérfræðinga. Hátt á þriðja þúsund fyrirspurna hafa nú borist miðstöðinni, hvaðanæva af landinu. Eitrunarupplýsingamiðstöð- in starfrækir símaþjónustu allan sól- arhringinn og hefur auk þess á að skipa sérfræðingum á bakvakt allan sólarhringinn. Markvisst er unnið að því með ýmiss konar forvamastarfi að koma í veg fyrir eitranir og unnið er að gerð gagnabanka um eitranir á íslandi. Nýjasta einingin hóf svo starfsemi í ársbyrjun 1995, þegar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fól slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur að vera miðstöð áfallahjálpar í landinu, en á síðustu árum hafa augu manna smám saman opnast fyrir mikilvægi þess að hjálpa þeim sem verða fyrir áföll- um og reyna að afstýra al- varlegum sálrænum lang- tímaerfiðleikum. Slasaðir og mikið veikir, jafnt sem aðstandendur þeirra, leita nú orðið mikið eftir og fá áfallahjálp, og einnig þeir sem verða valdir að slysum eða vitni að þeim. Miðstöð áfallahjálpar veitir einnig símaþjónustu allan sól- arhringinn, þar sem tekið er á móti beiðnum og gefnar nauðsynlegustu upplýsingar. Enn er ótalið fræðsluhlutverk slysa- og bráðamóttökunnar sem er víðtækt. Á þriðja hundrað nemar fara í gengum deildina á ári hverju auk þess sem starfsfólk fer á heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús um land allt og miðlar af sérþekkingu sinni. Þá svar- ar starfsfólk einnig almennum fyrir- spurnum í gegnum símaráðgjöf deild- arinnar, en um 800 fyrirspurninr ber- ast á þann hátt á mánuði. Engin sér- stök fjárveiting er þó ætluð í síma- ráðgjöfina og sinnir starfsfólk henni aukalega meðfram öðrum störfum sínum. Vaktinni varð að vera lokið þegar kennsla hófst að morgni Þó að hér sé fjallað um þrjátíu ára afmæli slysa- og bráðamótttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur ber þess að geta að saga slysadeildar í Reykjavík nær mun lengra aftur en til vorsins 1968, eða rúmlega hálfa öld. Þá voru engar bráðamóttökur fyrir slasað fólk á spítölunum, en í Austurbæjar- skólanum var opnuð læknavarðstofa árið 1943, þar sem læknar bæjarins skiptust á að vera á vöktum á nótt- unni og um helgar. „Þeirri starfsemi varð að vera lokið þegar kennsla hófst á morgnana," segir Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir slysa- og bráðamótttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur, þegar hann rifjar upp söguna. „Upp úr þessu þróaðist Slysavarð- stofan, sem var til húsa í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg frá 1955 til 1968, og það nafn er svo ríkt í fólki að ennþá er talað um Slysavarð- stofuna. Þó að hún hafi verið ágæt hafði hún engin tengsl við sjúkrahús- in. Það varð mjög fljótt ljóst að það varð að koma upp slysadeild í tengsl- um við spítala. Og vegna þess að á þessum tíma var verið að byggja Borgarspítalann þá varð hann fyrir valinu.“ Þjóðfélagið kallar á betri þjónustu „Síðan hefur starfsemin þróast mjög mikið og breyst í áranna rás, vegna þess að þjóðfélagið kallar á betri og betri þjónustu. Það gerir meiri kröfur um góða sjúkraflutninga og liður í því er að hafa lækna á neyð- arbflum til þess að hefja meðferð strax á slysstað. Það sama má segja um sjúkraþyrluþjónustuna, það er allt gert til þess að ná í hinn slasaða eða veika eins fljótt og hægt er, hjálpa sem fyrst þeim sem á þurfa að halda,“ segir Brynjólfur. Af sama toga er svo greiningar- sveitin svokallaða, sem alltaf er reiðu- búin að leggja af stað ef stórslys eða náttúruhamfarir verða. I greiningar- sveitinni eru fimm manns, þrír lækn- ar og tveir hjúkrunarfræðingar, allir sérþjálfaðir. Viðbragðstíminn er ekki nema tuttugu mínútur, hver hefur sitt hlutverk í hópnum, galla og bak- poka tilbúinn, sem hægt er að grípa með’ á leiðinni út í bíl. Það fer svo eft- ir færð, veðri og aðstæðum á slysstað hve lengi sveitin er að komast á stað- inn. Talið berst aftur að fyrirrennara slysa- og bráðamóttökunnar, Lækna- varðstofunni í Austurbæjarskólanum, sem aðeins var opin á nóttunni og um helgar. „Hvers vegna spratt þessi þörf á sínum tíma fyrir þjónustu á nóttunni og um helgar?" spyr Brynjólfur og svarar svo sjálfur: „Ef við lítum á mynstrið hérna að- faranætur laugardags og sunnudags, sjáum við því miður að flestir sem koma hingað eru ungt fólk, drukkið, sem hefur verið að berja hvað annað. Ofbeldi er mjög mikið í borginni." Brynjólfur veltir fyrir sér hvort ástandið hafi kannski ekki mikið breyst frá þeim tíma þegar Lækna- varðstofan var og hét. Hann telur of- beldið ekki endilega orðið meira að magni til en það sé hins vegar orðið mun alvarlegra, lífshættulegar hnífstungur og spörk í höfuð og kyn- færi. „Áður fyrr var meira um pústra og þess háttar, nú er sparkað í and- stæðinginn liggjandi." Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri slysa- og bráða- sviðs, tekur undir með Brynjólfi að ofbeldið sé mikið og bætir við að það sé á allra síðustu árum orðið mun al- varlegra og grófara. „Svo er það farið að dreifast meira á vikuna, það er ekki lengur einskorðað við helgarn- ar,“ segir hún. Starfsfóik slysadeildar kynnist undirheimum Reykjavíkur „Við höfum líka orðið vör við gífur- lega aukningu í fíkniefnanotkun, bara á síðustu fimm árum eða svo,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamótttöku. „Hér var lögregla á vakt aðfaranætur laugar- dags og sunnudags, þangað til um verslunarmannahelgina í fyrra, þegar lögreglan breytti fyrirkomulaginu hjá sér vegna spamaðar. Þetta hafði í för með sér mikla óánægju hér og óör- yggi og vandinn er ennþá óleystur. Nú höfum við öryggisverði um helgar en það er ekki nóg, því ofbeldið hefur aukist til muna og fíkniefnaneytend- ur koma í mun meira mæli en áður. Við erum reyndar með beintengingu við lögregluna, sem kemur strax ef á hana er hringt, neyðarbjalla er á öll- um herbergjum og svo höfum við reynt að senda starfsfólkið í þjálfun í sjálfsvörn en þetta er samt ekki nægilegt,“ segir Ragna. „Hvorki almenningur né yfírvöld gera sér grein fyrir hversu mikil hætta fylgh- því í raun að vinna hérna. Þetta er orðið okkar helsta baráttumál fyrir hönd starfsfólksins,“ bætir Guðbjörg við. Rúdolf Adolfs- son, hjúkrunarfræðingur á miðstöð áfallahjálpar, segir óhætt að orða það svo að starfsfólk slysadeildarinnar kynnist undirheimum Reykjavíkur. Undirheimar séu nokkuð sem íslend- ingar tengi oftast erlendum stórborg- um en þeir séu þó engu að síður orðn- ir staðreynd í Reykjavík. Biðtími á slysadeild miklu styttri hér Hvað framtíðarsýnina varðar seg- ist Brynjólfur vilja leggja aukna áherslu á forvarnastarf. .Árlegur slysakostnaður þjóðarinnar er um 20 milljarðar króna, þar af eru umferð- arslysin helmingur. Svo eru barnaslys algengari hér á landi en annars staðar, hér verður mikið af heimaslysum og ofbeldi er mjög al- gengt. Nú höfum við tekið í notkun langöflugasta slysa-, óhappa- og of- beldisskráningarkerfi sem völ er á og það munum við nota í framtíðinni, m.a. með margmiðlunartækni.“ Skráningarkerfið NOMESCO er nor- rænt samvinnuverkefni sem Islend- ingar hafa orðið fyrstir til að taka upp. Sigurður Ásgeir Kristinsson, læknir á slysa- og bráðamótttöku, segir kerfið hafa mjög raunhæft forvarnagildi, því með gögnum úr því sé hægt að sýna fram á hvar vandamálin eru og taka á þeim. „Kerfið gerir grein fyrir hvar slys eiga sér stað, hvernig, við hvaða aðstæður, hvers vegna og hvaða áhöld eða vörur koma við sögu. Allir þættir eru skráðir," segir Brynjólfur. Þetta leiðir hugann að frásögnum margra þeirra sem átt hafa erindi á slysadeild og eiga minningar um langa bið á biðstofunni og langar og flóknar spumingar um ýmis atriði sem þeim finnst í fljótu bragði ekki koma málinu mikið við, þegar þeim sjálfum fmnst það skipta öllu máli að komast undir læknishendur. Starfs- mennirnir útskýra að auðvitað hafi þeir forgang sem séu alvarlega slas- aðir og þá sé beðið með skráninguna. „Fyrir almenning er deildin fyrst og fremst það að sitja héma frammi. Fólk er fúlt yfir því að þurfa að bíða og auðvitað er biðtími aldrei réttlæt- anlegur en við sem höfum starfað er- lendis vitum að biðtími hér er miklu styttri en þekkist víðast hvar annars staðar,“ segir Sigurður. Brynjólfur bætir við að það sé staðreynd að Is- lendingar séu mjög óþolinmóðir. „Ástandið hér hefur verið nánast óbreytt í átján ár. Þetta var ágætt á sínum tíma en nú verður að gera breytingu á, sérstaklega til þess að taka á móti mikið slösuðum og veik- um. Biðstofan er ekki mjög aðlaðandi og því verður að breyta," segir hann - en peningana vantar. Ekki nenia fyrir ákveðnar manngerðir að vinna héma Starfi á slysadeild fylgir augljós- lega mikið andlegt álag og eins og Rúdolf bendir á þá var í vaxandi mæli farið að sinna sálinni hjá starfsfólki á sama tíma og áfallahjálp hófst al- mennt á spítalanum. „Fólk er meira vakandi fyrir því núna sem við köllum sálrænt álag og áfóll í starfi og hvaða áhrif það hefur,“ segir hann. „Auðvit- að skiptir það mjög miklu máli að vel sé hlúð að starfsfólki sem vinnur und- ir svona miklu álagi því að það er líka ofboðslega dýrt að þjálfa upp starfs- fólk til að vinna hérna,“ segir Ragna. Að lokum er við hæfi að spyrja hvort það sé einhver sérstök tegund af fólki sem velur sér starfsvettvang á slysadeild. „Það sem er svolítið skemmtilegt við þennan vinnustað er að það er ekki nema fyrir ákveðnar manngerðir að vinna hérna, vinnuglatt og glað- lynt fólk, því þeir sem ekki eru orkumiklir og vinn- uglaðir heltast fljótlega úr lestinni," segir Sigurður. Brynjólfur segir það einkennandi fyr- ir starfsfólk deildarinnar að það sé „óhemju vinnuglatt og framsýnt fólk.“ „...sem hefur metnað fyrir hönd vinnustaðarins og er sér vel meðvit- andi um þá staðreynd að slysadeildin er andlit þessa spítala út á við,“ bætir Rúdolf við. Sigurður vill orða það svo að deildin sé hjarta spítalans og enn bætir forstöðulæknirinn Brynjólfur um betur: „Ef hjartslátturinn hér er góður þá er slátturinn uppi í hú3\ býsna góður líka.“ Ofbeldið er orðið grófara og alvarlegra Árlegur slysa- kostnaður um 20 milljarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.