Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 39

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 39* Fj ölmiðladekur og vanhæfí ÉG SÉ mig knúinn til þess að gera eftirfar- andi athugasemdir vegna umfjöllunar sem verið hefur í fjölmiðlum annars vegar um störf fréttastofu sjónvarps- ins í aðdraganda sveit- arstj órnarkosninganna og hins vegar um hugs- anlegt vanhæfi mitt til að stjórna fréttastof- unni vegna þess að eig- inkona mín gegnir starfi borgarritara í Reykjavík. Fjölmiðladekur við Reykjavíkurlistann Fram hefur komið í máli forsætis- ráðherra að Reykjavíkurlistinn hafi „fengið alveg óvenjulegt fjölmiðla- dekur í fjögur ár“ og „ ... ég tala nú ekki um ríkisfjölmiðlana og sem sagt sérstaka verndarstefnu, sem hófst núna fyrir fáeinum mánuðum í kringum þessa kosningu, sem er með alveg ólíkindum og óþekkt á ís- landi“. Pessi gagnrýni ber vott um vissan misskilning á því hvernig fréttastofa er rekin. Þar fara dag- lega fram umræður í hópi allra fréttamanna á vakt um fréttatilefni og efnistök. Ég fullyrði að frétta- stjóri á ríkisfjölmiðli stýrír ekki vali og meðjerð frétta upp á sitt ein- dæmi. Á slíku hefði ég líka síst af öllu áhuga. Hið sama leyfi ég mér að fullyrða um Boga Ágústsson, sem gegndi starfi fréttastjóra stærstan hluta þess tímabils sem gagnrýni forsætisráðherra tekur til, og Kára Jónasson fréttastjóra. Ef gagnrýni forsætisráðherra beinist að því að fréttastofur hljóð- varps og sjónvarps hafi ekki fjallað nægilega um ásakanir sem born- ar voru á tvo frambjóð- endur Reykjavíkurlist- ans er á því einfóld skýring. Einhver dýr- mætasta eign frétta- stofa Ríkisútvarpsins er að þær njóta trausts almennings umfram aðrar fréttastofur eins og kannanir hafa sýnt. Fréttastofa sjónvarps- ins greindi frá því í fréttum að þessar ásak- anir hefðu komið fram, hvers efnis þær væru og eftir hverjum þær væru hafðar. Fréttastofan leitaði ít- rekað eftir því við heimildarmennina að þeir kæmu í viðtöl til þess að ræða ásakanirnar. Því var ævinlega hafnað. Það er eðlilegt að fréttastof- an fari varlega í birtingu staðhæf- inga sem fela í sér ásakanir í garð nafngreindra einstaklinga og jafnvel ærumeiðandi aðdróttanir. Þetta á sérstaklega við þegar heimildar- mennirnir eru ófáanlegir til þess að standa fyrir máli sínu. Að mínu mati hefur þessi afstaða fréttastofunnar átt stóran þátt í að skapa henni það traust sem hún nýtur. Varðandi það hversu mikið fjallað er um einstaka stjórnmálamenn og störf þeirra í fréttatímum sjón- varpsins er þess skemmst að minn- ast að forsætisráðherra voru færð blóm frá fréttastofunni í útsendingu fyi-ir örfáum mánuðum. Tilefnið var eitt þúsundasta skráningin á viðtali við eða umfjöllum um Davíð Odds- son frá því tölvuskráning var tekin upp árið 1988. Verulegur hluti við- Helgi H. Jónsson DÓTTIRIN, sem á hálendi fslands. Hún þarf sitt pláss til að dansa þegar það dettur í hana. Fröken hálendis- frumvarpið „FROKEN hálendis- frumvarpið“ dóttir mín er bara átta ára núna. Seinna verður hún þrettán. Á þeim aldri fara Islendingar að selja þær til útlanda til að auglýsa vodka en vonandi bara fisk. En þegar að því kem- ur ætla ég fyrir það fyrsta að banna henni það, og í Öðru lagi hvað ætti hún svo sem að auglýsa? Því þá vilja menn nebbilega kaupa fuglasöng, heiðakyn’ð, tjalda í óbyggðum, hugsa frjálst, horfa til veðurs og lenda í roki og rigningu. En í staðinn leyfi ég henni eftir- farandi, sem hún hefur svo sem Hún Sóley mín, segír Guðrún Gísladóttir, á þetta land með hinum sóleyjunuin. fengið frá byrjun: Að vaða mýrar, drullumalla, stikla á steinum ber- fætt og stífla sjálf læk, þefa af reyrgresinu og púsla með mýrarstörina, og dást að holtasóley, jöklasóley, dvergsóley, sifjarsóley, lónasóley, skriðsóley og brenni- sóley. Og ef einnver ætlar sér að koma í veg fyrir það, af því hann á svo mikinn pening, og hef- ur alltaf verið svo pen- ingalega forsjáll að vera fyrir löngu búinn að kaupa fjöll og ár, heiðar og breiðfirsk höfuðból og jaðraka- negg handa dóttur sinni, þá set ég bara einfaldlega völubein á nefið á mér og sný mér í hring; þá munu goðin ráða. Því hún Sóley mín á þetta land með hinum sóleyjunum. Sama hvað þið segið eða stimplið eða_ innsiglið. Ég er nefnilega ekki eini Islending- urinn, og veit það fyrir víst, sem hef passað upp á innsigli afa minna sem einu sinni ræktuðu Rangárvellina eða rötuðu um Víðidalstunguheiðina og Ai’narvatnsheiðina. Svo stimpliði bara. Það verður hlegið að ykkur. Höfundur er lcikkona. Guðrún Gísladóttir talanna var tekinn við borgarstjór- ann Davíð Oddsson. Það er ósköp einfaldlega þannig að forsætisráð- herra landsins og borgarstjórinn í Reykjavík aðhafast margt sem kall- ar á athygli fjölmiðla. Vanhæfi vegna starfa eiginkonu minnar Formaður útvarpsráðs sendi mér tóninn í DV fyrr í vikunni og sagði m.a.: „Mér finnst vegna tengsla fréttastjóra Sjónvarpsins við R-list- ann þá hefði verið affarasælast fyrir hann að taka sér hlé frá störfum vegna vanhæfis síðustu vikur kosn- ingabaráttunnar." Hér endurómar formaður útvarpsráðs málflutning sem viðhafður hefur verið af Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni prófess- or. Könnum nánar það sem hér er haldið fram. Hver eru tengsl mín við R-listann? Þau eru í einu orði sagt engin. Það er verið að halda því fram að starf eiginkonu minnar sem borgar- ritara geri mig vanhæfan til verka. Fullt tilefni er til að leggja á það áherslu að starf borgarritara er ekki pólitískt starf og eiginkona mín hef- ur ekki fremur en ég komið nálægt pólitísku starfi Reykjavíkurlistans. Þessi gagnrýni, segir Helgi H. Jónsson, ber vott um vissan mis- skilning á því hvernig fréttastofa er rekin. Borgarritari er stjórnsýslulegur yf- irmaður hjá Reykjavíkurborg, og með sömu hugsun ættu tengsl ráðu- neytisstjóra við fréttastjóra að valda vanhæfi til umfjöllunar um störf og stefnu ríkisstjórnar. Með sömu rök- um hefði ég verið vanhæfur til þess að stjórna fréttastofu í aðdraganda alþingiskosninga meðan eiginkona mín gegndi starfi skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti og ritara ríkis- stjórnar hjá forsætisráðherrunum Steingrími Hermannssyni og Davíð Oddssyni eða þegar hún vann í um- boði viðskiptaráðherranna Jóns Sig- urðssonar og Sighvats Björgvins- sonar á erlendum vettvangi. Formaður útvarpsráðs sér jafn- framt tilefni til að draga nafn mágs míns, Gests Jónssonar hæstaréttar- lögmanns, inn í þessa umræðu og nefnir að hann hafi veitt borgar- „O, þú skrínlagða heimska MEÐ lögfestingu þeirra ákvæða í frum- varpi félagsmálaráð- herra til nýrra sveitar- stjórnarlaga, að skipta skuli öllu hálendi ís- lands - um fjörutíu hundraðshlutum fóst- urjarðar okkar - upp í eins konar „tertusneið- ar“ milli ríflega fjörutíu sveitarfélaga, sem liggja að hálendisjaðr- inum, hefur orðið af- drifaríkur skilnaður og trúnaðarbrestur milli þings og þjóðar. Þessi framandlega og óvitur- lega skipan er gerð í andstöðu við meirihluta þjóðfélags- þegnanna, sem telja sig hafa ærna og rökstudda ástæðu til að óttast um framtíð þessarar stórbrotnu nátt- úruauðlindar (hinnar „vængjuðu auðnar") - sameignar allrar þjóðar- innar - í höndum aragrúa sveitar- stjórnarmanna, sem muni ekki fá risið undir hinu nýja stjórnunarhlut- verki sínu. Eðlilegt, sjálfsagt og mikilvægt hlutverk sveitarfélaga er að annast um þau félagslegu mál- efni, er varða mannlífið í hverri byggð - og það gera þau flest með sóma. Stjórnun óbyggðanna er þeim hins vegar framandi og illviðráðan- legt viðfangsefni. Full ástæða hefði verið til að fresta lögtöku þeirra ákvæða frum- varpsins til sveitarstjórnarlaga, er svo heitt var deilt um, og freista þess í staðinn að finna þá lausn ágreiningsmálsins, er sæmileg sátt gæti orðið um. Þess í stað var með hörku knúin fram formleg niður- staða, sem fyrir liggur að muni valda miklum ófriði rrnjli manna og sem Iíklegt er að skapa muni grund- völl margra rangra og óheillavæn- legra ákvarðana hinna nýju stjórn- enda hálendisins á næstunni. Meðal annars er veruleg hætta á því, að lagasetning þessi leiði til skaðlegi'ar spennu og jafnvel átaka í samskipt- um milli þéttbýlisbúa og dreifbýlis- búa. Hjá þessu hefði mátt komast, ef löggjafarvaldið hefði ákveðið að fresta lögtöku hinna umdeildu ákvæða um stjórnun hálendisins, þannig að ráðrúm hefði gefist til raunhæfra sáttaumleitana. Aköll um frestun lögfestingar, frá fjölda sam- taka og einstaklinga, voru hins veg- ar virt að vettugi, illu heilli. Baráttan, er nú var háð gegn „tertusneiðafrumvarpinu", ætti að nægja til að sýna valdamönnum, að hugur fylgdi máli. Og sá hugur er sannarlega enn uppi meðal and- mælenda fnimvarps- ins, þótt það hafi orðið að lögum með eftir- minnilegum hætti. Engin hætta er á, að málefnið falli í geymsku og dá héðan af! Mikla athygli hefur vakið, að andstaðan við „tertusneiðafrumvarp- ið“ (nú „tertusneiðalög- in“), utan þingsala, byggist ekki á neinum hefðbundnum flokkspólitískum við- horfum í samfélaginu - hún hefur með öðrum orðum reynst þverpóli- tísk. Fjölmargir þeiri-a, sem ella fylgja núverandi ríkisstjórnarflokk- um að málum, eru í hópi hinna ein- Því fer fjarri, segir Páll Sigurðsson, að stríðið um hálendið sé tapað.“ dregnustu andstæðinga „tertusneið- anna“. Þessi staðreynd gefur málinu sérstakt vægi. Þess verður lengi minnst, að í hópi þeirra, sem lýstu eindregnum vilja sínum til þess að ríkisstjómin frestaði lögfestingu „tertusneiðanna" um sinn, voru m.a. allir vh’kir frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins við nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík (þar á meðal formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga), en fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík hafði einnig sent frá sér yfirlýsingu í þá veru nokkru áður. Sú hugmynd - er umhverfisráð- herra viðraði í þingsölum og hefur haft við orð að leggja foi-mlega fyrír þingheim á hausti komanda - að bæta við lítilli klásúlu í skipulagslög, þar sem mælt verði fyrir um dálitla fjölgun manna í samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins, er vitan- lega marklítil og mun ekki leiða til umtalsverðra umbóta ef lögtekin verður. Hafi sú hugmynd verið bor- in fram í sáttaskyni, sem sumir efast reyndar um, er hún vanburða. Að því mætti færa rök í löngu máli, þótt eigi séu tök á því hér, að því fari víðs fjarri að með henni verði komið til móts við þá sjálfsögðu kröfu þeirra manna - mikils meirihluta þjóðar- innar - sem byggja þau landsvæði, sem ekki liggja að hálendinu, að Páll Sigurðsson stjóra ráðgjöf. Sú ráðgjöf tók aðeins til eins tiltekins máls og væntanlega ætti þessi hugsun að leiða til þess að ég væri vanhæfur vegna allra ann- arra mála sem mágur minn tengist, sem lögmaður og fjallað er um í fréttum. Vilji menn velta fyrir sér hugsan- legu vanhæfí yfirmanna hjá Ríkisút- varpinu hlýtur að vera næi-tækara að benda á pólitískt starf útvarps- stjóra þegar hann var borgarstjóri og hitt að hann og menntamálaráð- herra eru systkinasynir og því sem næst uppeldisbræður. Nýráðinn framkvæmdastjóri útvarpsins, sem hefur yfirumsjón með allri dag- skrárgerð þar, er mágkona forsætis- ráðherra. Vafalítið má finna fleiri dæmi af líkum toga en ég sé ekki til- jf efni til að elta ólar við slíkt. Ég tek fram að ég hef aldrei reynt þessa samstarfsmenn mína að öðru en góðu einu og tel að þeir séu trausts verðir. Telji formaður útvarpsráðs störf eiginkonu minnar og mágs valda vanhæfi mínu, hefði hann vitaskuld átt að beita sér fyrir því fyrir kosn- ingar að ég tæki mér hlé frá störf- um. Svona málatilbúnaður eftir kosningar er ódrengilegur og leiðir óneitanlega hugann að því að menn þurfi á einhverjum sökudólg að halda. Höfundur er fréttastjóri. mega taka eðlilegan þátt í skipulags- stjórnun þess. Sumir munu segja, að hið nýja stjórnarfyrirkomulag „tertusneið- anna“, sem svo víðtækt og djúpstætt ósætti er um og rík andstaða gegn meðal alls þon-a þein-a manna, sem helst hafa kynni af hálendinu, sé and- vana fætt, þ.e. að það muni í reynd aldrei komast til framkvæmda. Því miður er þó hætt við, að ekki megi fullyrða þetta miðað við núverandi horfur. En hitt er þá a.m.k. víst, að-*" -þessi nýskipan er dauðadæmd, því að hún mun ekki geta átt sér langan ald- ur. Svo mikil er andstaðan nú þegar og þó líklegt að hún muni enn fara harðnandi á næstu misserum. Fyrir- komulag „tertusneiðanna" mun eiga sín endalok, þótt afnám þess muni kosta baráttu. Niðurstaðan er óum- flýjanleg: „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðasti’íð." Að sjálfsögðu munu góðir menn, nú sem fyrr, hlýða lögum. En leik- reglur lýðræðisins leyfa hins vegar baráttu - harða baráttu - fyrir af- námi þessara grátbroslegu en um leið skaðlegu lagaákvæða. Sú bar- átta er óhjákvæmileg og blasir við. Þar verður teflt fram rökum, af , _ festu, eins og gert hefur verið. Sérstök ástæða er til þess að hvetja til perónulegra sátta milli þeirra manna, sem nú hafa deilt harkalega um þetta mikilvæga þjóð- mál. Lögtaka „tertusneiðafrum- varpsins" er að vísu til þess fallin að valda spennu og árekstrum milli landsmanna eftir afstöðu þeirra til hálendismálanna, en mikilvægt er hins vegar að farið verði fram með velvilja og aðgát gagnvart einstak- lingum. Hér er ekki barist um menn heldur um málefni. Ólíklegt er á hinn bóginn að nein sátt muni úr þessu takast um málefnið sjálft, en tímabært er að hefja nú þegar næstu lotu baráttunnar. Nóg er bar- áttuefnið og jafnframt rökin og sannfæring fjöldans fyrir afnámi hinna lögvemduðu smáskáka, „tertusneiðanna", í sundraðri stjórn- sýslu hálendisins. Og ekki skortir hæfa liðsmenn í baráttunni - það sannar vel mannvalið og um leið mannfjöldinn, sem að undanfórnu hefur með ýmsum hætti látið í ljósi andstöðu sína við hugmyndina um „tertusneiðarnar". Því fer að sjálfsögðu fjarri að . stríðið um hálendið sé tapað. Það er þess í stað nýlega hafið. Ein orusta tapaðist, því miður, en aðrar munu ^ fylgja. Meirihluti þjóðarinnar mun nú fylkja sér undir merki réttsýni og velfamaðar í málefnum hálendis- ins og knýja á um nauðsynlegar lagabreytingar. Það er von og stað- föst trú margra mætra manna, að fégirndin og skammsýnin muni tapa hinni síðustu orustu. Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.