Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 40
«40 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að vilja, þora - og gera í UPPHAFI líðandi aldar og raunar löngu fyrr var berklaveikin einna erfiðust sjúkdóma hérlendis. Eftir því sem þekkingunni miðaði og geta þjóðarinnar óx var undir forustu hæfra manna hafin barátta ^ gegn þessum skæða " sjúkdómi og sett lög og reglur, sem skertu sjálf- ræði þeirra, sem sjúk- dóminn fengu. Þetta var gert til þess að reyna að koma í veg fyrir smit. Hér um bil öllum fannst þessar frelsistakmark- anir sjálfsagðar, en auð- vitað voru þeir til, sem ekki voru sammála. Um miðja öldina komu svo fram lyf, sem svo unnu á sjúk- dómnum að mestu leyti. En fleira kom til. Sjúklingar, sem höfðu útskrifast, fundu best sjálfir, að þeir höfðu ekki mátt til þess að takast á við erfiðleika lífsins um leið i»,pg þeir sluppu af sjúki-ahúsinu. Þess vegna beittu þeir sér fyrir stofnun Reykjalundar, sem allir þekkja og ekki þarf að kynna frek- ar, en aðeins minna á að þarna fengu berklasjúklingarnir endur- hæfingu við hæfi og gerði þá flesta færa um að sjá sér farborða eða þeir fengu þarna skjól og gátu lifað sínu lífi. Nú er berklaveikin ekki sá vá- gestur, sem hún var og er henni haldið niðri. í staðinn höfum við fengið eitui’lyfin til þess að glíma við. Margt ágætra manna hefir skorið upp herör og hvatt til bar- áttu við þennan ófögnuð, sem eyði- lagt hefir líf svo margra. En mér hefir fundist of mikið verið talað, en of lítið verið gert. Þess vegna vil eg leggja orð í belg og hvetja til að- gerða. Við eigum glæsilega og vel upp- alda æsku, frjálsa og óþvingaða þegar yfir heildina er litið. En alltaf leynast innan um einhverjir, sem hafa orðið útundan af ástæðum, sem geta verið jafn margvíslegar og ein- staklingar eru. Þessi börn þarf að finna í leikskólanum og skólanum strax í byrjun og taka í taumana, ef þörf er á. Það er mikil- vægasta forvörnin að greina meinið í upphafi af skilningu og góðvild en ekki fordómum og hörku. Bólga verður aldrei læknuð með því að berja á hana né heldur verður grátandi barn huggað til fram- búðar með því að líma fyrir munninn á því. Nú eru eiturlyfin orðin það mikið vanda- mál, að mönnum er far- ið að ofbjóða og vilja láta gera eitthvað, en ekki bara að tala. Sam- þykkt hefir verið á nokkrum stöðum að losa okkur al- veg við fíkniefni og er sú ákvörðum ágæt út af fyrir sig en nægir ekki ein saman. Eg vil því benda á að fara sömu leið og þegar berklaveik- Líta ber á alla notend- ur eiturlyfja sem sjúk- linga, segir Jón ísberg. Og meðhöndla þá sem slíka. inni var útrýmt að gera róttækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir smit, þ.e. taka alla fíkla og þá, sem eru að fikta við að prófa þessi efni, úr umferð. Til þess að það verði hægt verður að gera skýran mun á neytendum lyfjanna, hvort sem þeir eru byrjendur eða forfalln- ir, og seljendum, sem eru glæpa- menn svo talað sé tæpitungulaust. Líta ber á alla notendur eiturlyfja sem sjúklinga og meðhöndla þá sem slíka og þá um leið svipta þá sjálf- ræði, ef með þarf, svo hægt sé að vista þá á stofnunum án vilja þeirra. Allir sem prófað hafa eiturlyf verði skráðir niður og farið með þá eins og smitbera, sem þarf að leiðbeina og hálpa. Þeir, sem eru þegar orðn- ir háðir efninu, eiga að geta komið á hjálparstöð og fengið þar nauðsyn- lega aðstoð til þess að losna úr greipum þess eða bara að fá lyf til Jón Isberg Lækkum skatta! UNDANFARIN ár hefur Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, vakið sérstaka athygli á þeim tímamótum þegar afrakstur vinnu okkar yfir árið hættir að renna til hins opinbera og við fáum sjálf að ráðstafa tekjum okkar. Það er ánægjulegt að aldrei frá því að Heimdallur hóf að reikna skattbyrði landsmanna með þess- um hætti hefur skatta- dagurinn orðið jafn snemma eins og nú er raunin. En hverju skiptir það fyrir okkur að skatt- byrðin er að léttast? Má ekki einu gilda fyrir launafólk hvort það fær laun sín greidd með beinum hætti frá vinnuveitenda eða í formi samfé- lagsþjónustu sem það greiðir fyrir með sköttum sínum? Skattar eru óæskilegir Það er þekkt staðreynd að of háir skattar leiða til minni velmegunar. Það eitt á að vera stjórnmálamönn- um nægjanlegt aðhaíd til að forðast að leggja á of háa skatta. En skatt- ar eru ekki einungis skaðlegir fyrir efnahagslega afkomu fólksins. Of ''íiáir skattar hafa mjög neikvæð áhrif á möguleika fólks til að lifa því lífi sem hugur þess stendur til. Einstaklingarnir er jafn ólíkir og þeir eru marg- ir. Það er útilokað að ríkisvaldið geti sinnt þörfum einstaklinganna þannig að vel fari; til þess hefur það enga möguleika. Það eitt að ríkisvaldið getur aldrei safnað saman upplýs- ingum um þarfir þegn- anna gerir það óhæft til að bjóða fram alla þá þjónustu sem við gerum kröfu til. Lágir skattar eru því forsenda þess að hér þrífist íjölbreytilegt og spennandi mannlíf. Eftir því sem við þurfum að borga meira til ríkis- valdsins því minni möguleika höfum við á því að lifa því lífí sem við kjós- um okkur sjálf. Á réttrileið Ein helstu rökin fyrir skatt- heimtu eru að samfélagið allt verði að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Því miður hefur skattlagninga- valdinu verið beitt langt út fyrir það sem sú röksemdafærsla leyfir. Það er hörmulegt til þess að vita að íbú- ar þessa lands skuli vinna fyrstu fimm mánuði ársins fyrir hið opin- bera og samt sé víða pottur brotinn Illugi Gunnarsson þess að þeir geti lifað án þjáninga. Á málum sölumanna, „burðar- dýra“ og birgja verður að taka öðru vísi. Þegar menn verða handteknir með fíkniefni í fórum sínum á að færa þá í varðhald og löggjafinn á að heimila að þar megi halda þeim án dómsúrskurðar í t.d. allt að þremur dögum í fyrsta sinn og leng- ur við síðari brot. Nú segjast allir, sem handteknir eru með fíkniefni, hafa ætlað það handa sjálfum sér og þeim sleppt. En annaðhvort er hinn handtekni fíkill eða sölumaður. Ef maðurinn er fíkill á að skrá hann sem sjúkling og hann fer beina leið í viðeigandi meðferð. Ef hinsvegar hann reynist vera sölumaður á ekki að sleppa honum út fyrr en dómur hefir gengið og þá hægt að láta hann afplána dóminn strax. Illu heilli var sjálfræðisaldurinn færður upp í 18 ár með samþykkt nýju lögræðislaganna. Það hefði átt að halda 16 ára markinu en veita heimild til þess að fresta því að menn fengju sjálfræði, ef þeir gerð- ust alvarlega brotlegir við lög, þar með talin fíkniefnalöggjöfin. Einnig væri ekki úr vegi að búa svo um hnútana, að menn, sem brotið hafa fíkniefnalögin, fengju ekki að fara til útlanda og mætti þá hafa aldurs- markið hærra. Ef þetta yrði fram- kvæmt svona fengist sá árangur, sem meðmælendur hækkunar sjálf- ræðisaldursins stefndu að. Senni- legt er að fíklar hyrfu mikið til af al- mannafæri og sölumönnum fækkaði vegna þess að áhættan, sem þeir tækju, yrði mikil þegar eftirspurnin minnkaði eða næstum hyrfi, þar sem hjálparstöðvar veittu sjúkling- um nauðsynleg lyf og margir yi’ðu í afvötnun til langframa á stofnunum eða í skjóli þeirra Eg viðurkenni að þetta eru rót- tækar aðferðir og margir rísa upp í nafni frelsis einstaklingsins, en hverjir verða það? Flestir berkla- sjúklinganna sættu sig við að fara á sjúkrastofnanir bæði vegna sjálfra sín og ekki síður vegna aðstandenda eða bara vegna þeirra, sem kynnu að smitast. Það sama á við hér. Eini munurinn er sá, að hópur manna vill græða og græðir á veikleika og eymd annarra og það eigum við ekki að þola. Almenningur vill skera upp herör gegn eiturlyfjum og sölu- mönnum þeirra. Orð eru til alls fyrst og nú hafa þau verið sögð. Tími er kominn tii athafna. Látum reyna á, hvorf um er að ræða raun- verulegan vilja, þor og kraft til þess að gera það sem þarf. Höfundur er fv. sýslumaður. þegar kemur að því að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Við hljótum að gera þá kröfu að skattar séu hófleg- ir og þeim sé fyrst og fremst varið til þess að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir. Skattlagningarvaldinu á ekki að beita til þess að jafna kjör manna. Efnahagslegar aðstæðui’ manna eru, hafa verið og munu verða misjafnar; það felst í eðli markaðsskipulagsins sem og að mennimir era misjafnir. Skattlagningarvaldi á heldur ekki að beita til að afla tekna til gæluverk- efna stjómmálamanna, né heldur til að fjármagna sívaxandi nTdsrekstur. Skattlagningarvaldið er umdeilan- legt og vandmeðfarið og auðvelt að misbeita því eins og dæmin sanna. Það ber því að fagna árangri ríkis- stjómarinnar á þessu sviði. En vandi Lágir skattar eru for- senda þess, segir Illugi Gunnarsson, að hér þrífist íjölbreytt og spennandi mannlíf. fylgir vegsemd hveni og það er krafa ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík að áfram verðið haldið á þeinn braut sem nú hefur verið mörkuð. Það verður að nýta góðærið til þess að lækka skatta og skuldir þjóðarinnar. Ef það er ekki gert nú í góðærinu, hvenær megum við þá eiga von á því? Höfundur er formaður Ileimdallar, fus. Samgleðjumst sextugum unglingi STJÓRNMÁL eru hluti af daglegu lífi. Við, sem tökum þátt í stjóm- málum, gerum það til þess að hafa áhrif á það umhverfi sem við lifum í og leggja hornstein að betra þjóðfélagi fyrir bömin okkar. Þess vegna era stjórnmálin endalaust viðfangsefni. Stjórnmálaumræða getur verið innihaldslaus slagorðasíbylja en hún þarf ekki og á ekki að vera það. Sú umræða sem fer fram í grasrót- arstarfi hvers flokks leggur grunn að stefnu- málum hans og baráttu í framtíðinni. Og nú erum við ungir framsóknarmenn einmitt staddir í grasrótinni - í miðju kafi við að móta stefnu morgundagsins fyrir miðju- flokkinn á Islandi. Framundan er 60. þing Sambands ungra framsóknarmanna. SUF var stofnað á Laugai-vatni 13. júní 1938. Þessara tímamóta verður minnst 13. júni 1998 með veglegum hætti. Eg hvet formenn allra FUF-félaga, stjómarmenn, miðstjórnarmenn og óbreytta félagsmenn í Sambandi ungra framsóknarmanna til þess að mæta á þingið og taka þátt í starfi og leik. Þingið hefst síðdegis föstudag- inn 12. júní og lýkur með hátíðar- kvöldverði laugardaginn 13. Skrán- ing fer fram á skrifstofu Framsókn- \ arflokksins og það skal tekið fram sérstaklega, að þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum Framsókn- arflokksins og öðram velunnurum SUF er velkomið að fylgjast með þinginu. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin misseri höfum við, ungh' framsóknarmenn, leitast við að reka jákvæða og uppbyggjandi póli- tík. Við höfum staðið fyrir ráðstefn- um um einstaka málaflokka, s.s. fjöl- skyldumál, húsnæðismál, skattkerf- ið, vistvænan landbún- að, utanríkismál og menntamál svo eitthvað sé nefnt. Við höfum gef- ið út kynningarefni um Framsóknarflokkinn, stefnumálum hans og þingmenn og á þessum vetri endurvöktum við stjórnmálaskóla flokks- ins undir merkjum Sambands ungra fram- sóknarmanna. Mark- miðið er að efla þekk- ingu ungs fólks á þjóð- málum, þjálfa það í stjómmálastörfum og hjálpa því að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í stjórnmálum. Baráttumálin eru margvísleg. Það þarf að styðja betur við bakið á ungu Við, ungir framsóknar- menn, erum einmitt staddir í grasrótinni, segir Arni Gunnarsson, - í miðju kafi við að móta stefnu morgun- dagsins. fjölskyldu- og barnafólki sem kemur til starfa úti í þjóðfélaginu með námslánaskuldh' á bakinu. Eg hef verið formaður SUF und- anfarin tvö ár og vil þakka öllum sem hafa haldið uppi líflegu og skemmtilegu starfi á því kjörtíma- bili sem er að ljúka. Síðast en ekki síst meðstjórnendum í SUF. Ég gef kost á mér til áframhaldandi for- mennsku og þætti vænt um að fá stuðning sem flestra til þess. Við höfum mikið verk að vinna innan flokks og utan. Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Árni Gunnarsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sæmileg þátttaka í Sumarbrids MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 25. maí var spilaður Mitchell. Spil- aðar vora 9 umferðir, 3 spil á milli para. Af þeim 24 pörum sem tóku þátt, urðu þessi efst: (Meðalskor 216) NS Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 293 Jón Stefánsson - Þórir Leifsson 242 ísak Öm Sigurðsson - Rúnar Einarsson 226 AV Hjördís Sigurjónsd. Jón Steinar Ingólfsson 255 Guólaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 241 Sigrún Pétursdóttir - Ámína Guðlaugsdóttir 239 Þriðjudagskvöldið 26. maí var þátttakan og spilaformið eins og kvöldið áður. Þá urðu þessir spil- arar efstir: (Meðalskor 216) NS Erlendur Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 287 Pétur Antonsson - Jóhann Benediktsson 257 Sturla Snæbjömsson - Ceeil Haraldsson 231 AV Sigurður Steingrímsson - Oskar Sigurðsson 281 Anton R. Gunnarsson - Þórður Sigfússon 277 Guðmundur Baldursson - Sævin Bjamason 234 Miðvikudagskvöldið 27. maí mættu 26 pör til leiks. Spilaðar voru 13 umferðir, 2 spil á milli para. Staða efstu para: (Meðal- skor 312) NS Karl Sigurhjartarson - Snorri Karlsson 371 Þórður Bjömsson - Erlendur Jónsson 352 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 349 AV Friðrik Jónsson - Oli Bjöm Gunnarsson 402 Þorsteinn Joensen - Oskar Þór Þráinsson 381 Halldór M. Sverrisson - Steinberg Ríkarðsson 368 Spilað er öll kvöld nema laug- ardagskvöld, alltaf byrjað klukk- an 19. Spilastaðurinn er að sjálf- sögðu Þönglabakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridssambands Islands. Keppnisstjórinn, Matthías Þor- valdsson, aðstoðar við myndun para þegar menn mæta stakir. Á föstudögum er alltaf spiluð mið- nætursveitakeppni að lokinni tví- menningsspilamennsku. Hún hefst venjulega um kl. 23. Næsta sunnudag, 31. maí, verður spilaður hefðbundinn eins kvölds tvímenningur, en að hon- um loknum verður einnig mið- nætursveitakeppni, fáist næg þátttaka. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðjudagskvöldið 26. maí var lokakvöldið í vetrarbrids BRE og voru þá jafnframt afhent verðlaun fyrir marga helstu keppni vetrarins. Spilaður var tvímenningur með þátttöku 12 para og urðu úrslit á þessa leið: JónlngiIngvai'sson-JónasJónsson 132 Asgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 122 Oddur Hannesson - Svavar Bjömsson 118 Andrés Guðlaugsson - Sigurður Freysson 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.