Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 41

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 4HL\ HESTAR Morgunblaðið/Asdís Haraldsdóttir BLOSSI fær sopann sinn hjá Ólöfu.og barnabarninu Snorra. ÞAÐ er gott að vera í hlýju ijósinu og halla sér upp að kúnum. Töfrablandan bjargaði Blossa Verð aðeins frá kr. > 1.235.314 Armúla 13- Sími 575 1220 > Skiptiborð 575 1200 - Fax 568 3818 <S> HYUnDRI - til framtiðar NÝR SENDIBÍLL ■r 8oo •jooo -svarar spurningum þínum um símann „A hvaða takka ýtir maður fyrir símtaLspöntun?„ ÞJONUSTUMIÐSTOÐ SIMANS |:I«I«]7000 GIALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER SÍMINN Hestapestin hefur tekið sinn toll þrátt fyrir að vera ekki talin mjög skæð. A kosningadaginn drapst hryssan Elding frá Hundastapa á Mýrum eftir að hafa verið með háan hita í nokkra daga. Eftir lifði folaldið hennar sem nú nærist á töfra- blöndu á tveggja tíma fresti. Ásdis Haraldsdóttir fylgdist með þegar heimilisfólkið á Hundastapa gaf folaldinu pelann sinn. HESTAPESTIN hafði komið í Hundastapa fyrir nokkru og héldu hjónin Ólafur Egilsson og Ólöf Guð- mundsdóttir að hún væri yflrstaðin. Svo reyndist ekki vera og Elding veiktist nokkrum dögum eftir að hún kastaði. Hún fékk háan hita og í kjöl- farið varð hún klumsa, eins og kallað er. Klums er efnaskiptasjúkdómur sem leggst einkum á folaldshryssur og veldur því að lágt magn kalks mælist í blóði. Hann lýsir sér þannig að vöðvar í kjálkum og kynginga- vöðvar stífna svo að hryssan getur hvorki tuggið né kyngt. Dýralæknir kom og sprautaði Eldingu en allt kom fyrh' ekki. Eftir stóðu hjónin á Hundastapa með rauðstjörnótt hestfolald. Þau brugðu á það ráð, sem Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hafði reyndar nýverið skrifað um í Bændablaðinu, að gefa folaldinu töfrablöndu Ingimars Sveinssonar á Hvanneyri. Töfrablanda þessi, sem er saman sett úr ungbamamjólkur- dufti, kúamjólk, þi'úgusykri, kamillu- tei og lýsi, hefur reynst vel. Auk þess bæta þau í hana kalki. En það er meira en að segja það að halda lífi í nýfæddu folaldi þvi það þarf að fá að drekka á tveggja tíma fresti. Ólöf segir að folaldið hafi drukkið agnarlítið fyrst eftir að hún byrjaði að gefa því, en smám saman orðið hressara og duglegra að drekka. Nú drekkur það um það bil þrjá desilítra í mál. Þrátt fyrir að uppeldið sé tíma- frekt finnst Ólöfu það virkilega skemmtilegt. Hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún umgangist fol- ald í návígi og því sé þetta alveg ný upplifun. Ólöf velti nafninu á folald- inu svolítið fyrir sér en sagði blaða- manni að nú væri hún loksins búin að ákveða það. Blossi skal hann heita, sonur Eldingar. Blossi er stór og myndarlegm' og virðist taka mjólkurblöndunni vel. Hann hefur verið hraustur í maganum og þrátt fyrir að ganga svona um í fjósinu er hann hreinn og fínn. Hann velur svefnstað sinn gaumgæfilega og leggst yfirleitt til svefns þar sem móðir hans lá meðan hún var veik. Ólöf segir að hún sé ánægð með hvað hann braggist vel og eftir að hafa umgengist hann svona mikið segist hún hafa áhyggjur af því á hverjum morgni hvernig honum hafí reitt af um nóttina. Hún vonar svo sannarlega að hann eigi eftir að spjara sig. Þegar við komum inn í fjósið til að gefa honum kom hann strax en lagði kollhúfur og sagði Ólöf að þetta gerði hann alltaf áður en hann fengi að drekka. Líklega er þessi hegðun rannsóknarefni fyi-h' atferlisfræð- inga, en það er margt í hegðun fol- aldsins sem vekur upp spurningar. Hún segir hann ákaflega rólegan í fjósinu þrátt fyrir að þar sé svolítið hávaðasamt stundum. Þá virðist hann vera mjög skapgóður og þrátt íyrir að vera algerlega óhræddur við menn og mikið meðhöndlaður er hann ekki frekur. Þegar hann hefur fengið sinn skammt, kemur mikil ró yfir hann og hann fer á stéttina á milli flóranna og rekur rassinn í ein- hverja kúna. Þetta virðist veita hon- um mikla öryggiskennd. Hann er ekkert að elta matmóður sína, sem fínnst gott að þurfa ekki að loka á snoppuna á honum þegar hún fer út. A næstunni á að hleypa Blossa út með folaldshryssu sem er með folald á svipuðum aldri og hann og sjá hvort þeim semur ekki og hvort hann komi ekki þegar kallað er á hann í matinn. Því auðvitað verður hann að læra að haga sér eins og aðrir hestar, en ekki eins og kýr. c lixonAO'iiM onnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.