Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 44
,44 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðríður Ingi- björg Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Syðri-Gróf í Villinga- holtshreppi 21. mars 1960. Hún lést 22. maí síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar eru Páll Axel Hall- dórsson, fæddur 24. október 1928 á Króki í Gaulverjabæjar- hreppi, bóndi í Syðri- ¥ Gróf, og Halla Magn- úsdóttir húsfreyja, fædd 29. janúar 1934 á Skúfslæk í Villingaholtshreppi. Systkini Ingibjargar eru: Mar- grét, fædd 22. febrúar 1954, hús- móðir í Grindavík, gift Vilbergi Magnúsi Armannssyni og eiga þau þrjú böm og eitt bamabarn. Lilja, fædd 28. október 1955, húsfreyja í Þorlákshöfn, gift Ein- ari Inga Reynissyni og eiga þau sex börn. Bjarni, fæddur 1. júní Ó, hvað tíminn líður. Fyrir tæp- lega tuttugu árum hélt Inga systir á mér undir skírn. Þó svo að síðan sé >-!iðin öll mín ævi, þá hefur tíminn verið alltof fljótur að líða hjá, og núna er Inga dáin. Inga var afar ánægð þegar ég fæddist, því þetta litla örverpi leysti hana af hólmi sem yngsta barnið í fjölskyldunni. Þrátt fyrir það að hún væri ekki lengur yngst, þá hélt Inga áfram í barnið í sjálfri sér, hún var æring- inn i systkinahópnum og varaðist ávallt að taka hlutina of alvarlega. Inga var einnig gædd þeim dásam- lega eiginleika að eiga alltaf nóg af >^óðu skapi til þess að gefa öðrum með sér. Hún var ætíð boðin og bú- in að hjálpa öðrum, bæði vinum og vandamönnum, og hún var yfirleitt aðal driffjöðurin í þeim verkum sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar Inga var lögð inn stuttu eftir ferminguna hennar Höllu, dóttur hennar, þá fór maður að búa sig undir það versta. Ég hafði alltaf vonað og trúað að Inga myndi sigr- ast á veikindum sínum, ef einhver gæti það þá var það hún. Vonir mín- ar og vonir okkar allra urðu þó að engu, en í sorginni getum við samt ornað okkur við minningamar úr fermingarveislunni því það var góð- ur dagur og ánægjulegur. í sumum tilfellum getur dauðinn verið bless- ' m Þegar hann kom þá gaf hann Ingu frið, frið frá þessu vonda sjúk- dómsstríði. Hún lifir þó enn í hug okkar og hjörtum. - Vertu sæl Inga systir, þú auðgaðir líf okkar. Fyrir hönd systkinana, Magnús Halldór Pálsson. Kveðjustund um kæra mágkonu og góðan vin setur mann hljóðan. Það er svo sárt og óvægið lífíð á stundum að engum tárum tekur. En fyrst og efst í huga mér er innilegt þakklæti að hafa mátt kynnast og vera í návist Ingu mágkonu minnar. Einnig vil ég þakka Ingu fyrir allt sem hún var mínum foreldrum. Að búa með þeim og vera þeim svo góð sem hún var er aldrei hægt að lofa nóg. Margs er að minnast þó ævin hafi ekki verið löng, en Inga var ekki manneskja sem sat auðum höndum. Dugnaður, þrautseigja og áhugi var hennar veganesti út í lífið. Það er ótrúlega margt sem liggur eftir og ber hennar merki hátt á lofti. Eftirminnilegastar eru mér þó þær stundir sem við Inga áttum saman í rólegheitum og ég fékk hana til að segja mér sögur. Hún naut sín vel þegar hún sagði frá ^kúnum sínum, kisunum eða hund- unum sem hún átti og jafnvel gat hún sagt frá fuglunum sem hún þekkti aftur og aftur og komu og voru hjá henni, Vorið var komið hjá mér þegar Inga vænti farfuglanna og telja þá upp, einn af öðrum og páskaliljurnar potuðu sér upp úr moldinni, sunnan undir vegg á húsi S^ennar og Rúnars. Að hlúa að og 1958, maki er Ása Viktoría Dalkarls og eiga þau tvö börn. Magnús Halldór, fæddur 25. ágúst 1978. Ingibjörg giftist 6. október 1984 Rúnari Þór Bjarnasyni, bónda á Reykjum, Skeiðum. Börn þeirra eru: Vaka, fædd 28. október 1981, Halla, fædd 13. mars 1984 og Bjarni, fæddur 23. mars 1989. Ingibjörg lauk gagnfræðaprófí frá gagnfræðaskóla Selfoss og auk þess 5. bekk frá sama skóla. Þá vann hún ýmis störf við bú- skap og fleira uns hún gerðist bóndi á Reykjum. Ingibjörg verður kvödd frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Olafsvöllum. rækta var órjúfanlegur þáttur í lífi Ingu og fyrst og síðast var hún í tengslum við náttúruna, hvort sem það var við skepnur eða blóm og tré; allt virtist leika í höndunum á henni. Við töluðum oft um og hlóg- um að því þegar ég sá hana íyrst. Ég varð svo reið og öfundaði hana þá. Það var að vori til eins og nú, að pabbi og hún voru að eiga við lamb- fé. Ég vissi ekki betur en ég væri ómissandi í þeirri deild, en hún tók þama öll völd og mér fannst pabba líka þetta bara vel, svo ég sá ekki betur en mér væri ofaukið. Mér fannst nú nóg að hún næði tökum á bróður mínum þó að pabbi yrði ekki eins hrifinn líka. Allir sættust þó fljótt á Ingu og hrifust af henni. Við lásum eitt sinn einhverja náttúru- bók saman og urðum all trúaðar á að okkur myndi takast að breyta mörgu með því að tileinka okkur þessi fræði, en tilraunir okkar í þá átt voru oft hálf mislukkaðar, ekki nógu vel ígrundaðar og runnu smám saman út í sandinn. Við átt- um líka ekki nógu trúaða menn á þessu sviði og studdu þeir okkur lít- ið. Nú er runnin upp kveðjustundin, kæra Inga. Mikill tregi, söknuður og sorg fylgir því, en það hjálpar að trúa að við fylgjumst að síðar. Elsku Halla, Axel, Rúnar, Vaka, Halla, Bjarni, mamma og aðrir ætt- ingjar. Ég bið með ykkur og vona að góður Guð bænheyri okkur og gefi okkur styrk á erfiðum stund- um. Þín mágkona, Þórdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hyóta skalt. (V. Briem.) Þessi fallegi sálmur hefur ómað í huga mínum síðan ég fékk þá frétt að nú væri baráttu Ingu lokið. Kall- ið er komið. „Margs er að minnast og margt er hér að þakka“ yrkir skáldið V, Briem. Svo sannarlega fljúga margar minningar um huga manns á þessari stundu þegar við fylgjura Ingu þennan síðasta spöl. Hvert og eitt okkar sem þekktum Ingu eigum margar minningar um hana sem eru okkur mikils virði og munu hjálpa til að varðveita minn- ingu hennar. Minningu um sterka og ákveðna konu. Konu sem hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Konu sem var alltaf að gera eða skapa eitthvað. Konu sem var góð eiginkona, móðir og vinur. Inga var svo sannarlega góður og traustur vinur. Það eru að nálgast tuttugu ár síðan kynni mín af Ingu hófust og alveg síðan hafa þessi vináttubönd verið að eflast og styrkjast. Þó langt sé milli Skagafjarðar og Skeiða hef- ur það ekki haft áhrif þar á. Nú er langri og strangri baráttu Ingu við krabbameinið lokið. Við sjáum á bak góðum félaga sem verður sárt saknað. Megi kjarkur og æðruleysi Ingu í baráttu hennar verða okkur til eftirbreytni og að- standendum hennar huggun í sorg sinni. Elsku Rúnar, Vaka, Halla, Bjami, Silla sem og fjölskylda Ingu. Sorg ykkar er mikil. Megi algóður Guð veita ykkur styrk og huggun. Elísabet St. Jóhannsdóttir. Enginn dagur er til enda tryggur. Inga grannkona mín var vart nema tæplega hálfnuð með lífsstarf sitt, þegar hún lést eftir erfiða en æðru- lausa baráttu við krabbamein. Fólk- ið hér á Reykjatorfunni situr hljótt og hnípið, þetta er þriðja skarðið sem höggvið er í stórfjölskylduna á hálfu öðru ári. Áður eru gengnir bræðumir Þorsteinn og Bjarni tengdafaðir Ingu, en hann lést fyrir tæpum þrem mánuðum. Minnast verður ennfremur Sverris Einars- sonar, bróðursonar Sigurlaugar tengdamóður Ingu, en hann lést langt fyrir aldur fram af völdum krabbameins fyrir tæpum tveim mánuðum. Skarðið eftir Ingu verður vand- fyllt. Mér reyndist hún góður ná- granni, hún hafði einstakan hæfi- leika til að birtast einmitt þegar ég þurfti hjálparhönd. Minnist hennar á steypinum að Bjarna litla, ég var að naglhreinsa timbur og gekk hægt. „Við eram að fara að byggja, ég verð að vera í æfingu," sagði hún og hreinsaði staflann á augabragði. Annað skipti hafði ég á sauðburði lofað ugp í ermina á mér, kökum í veislu. Ég stóð kófsveitt í eldhúsinu, birtist þá ekki Inga eins og frelsandi engill. Kökumar smullu saman í höndunum á henni og mér var síðan hrósað fyrir mikinn mynd- arskap. Við áttum saman nokkuð óvanalegt áhugamál, ræktun á koll- óttu og mislitu sauðfé. Síðasta er- indið sem hún átti til mín í vor var að skoða féð, finna ilminn af lömbunum og dást að þeim skræp- óttu. Inga var með betri bændum hér í sveit, þau Rúnar voru mjög samval- in í búskapnum. Rúnar er úrvals vélamaður, skepnuhirðing og mjalt- ir léku í höndum Ingu og búið skil- aði góðum arði. Hún hafði mikinn áhuga á búfjárrækt, var um árabil formaður Nautgriparæktarfélags Skeiðamanna. Skógrækt stundaði hún einnig af kappi. Inga var af- bragðs handverkskona, saumaði og prjónaði fatnað á sig og fjölskyld- una, bútasaum stundaði hún löngu áður en slíkt komst í tísku. Hún var virkur meðlimur í Þingborgarhópn- um til síðasta dags. Inga var hreinskilin og bein- skeytt, fijót að hugsa og fljót að framkvæma. Að slíku fólki er sjón- arsviptir. Ég þakka fyrir árin sem við áttum saman, fjölskylda mín öll vottar aðstandendum dýpstu sam- úð. Katrín, Reykjahlíð. „Á ég að sýna þér hreiður hérna, ég sá lóu á hlaupum, ég elti hana og fann hreiður með ungum í.“ Þetta sagði Inga oft á vorin. Nú er fallegasti tími ársins, jörðin er að hrista af sér fjötra vetrarins og brátt skartar náttúran sínu feg- ursta. Lömbin fæðast, fuglarnir verpa og gróðurinn lifnar við. Þetta var árstíminn hennai’ Ingu - tíminn sem gaf henni svo mikla lífsnautn. Náttúran var henni endalaus upp- spretta ánægju og verkefna. Hún þekkti margar fuglategundir og jurtir, sem færðu henni ómælda gleði. Inga var mikil áhugamann- eskja um skógrækt og tók m,a. virk- an þátt í skjólbeltaátaki Skeiða- manna. Af þessu má sjá að náttúran var eitt af hennar aðal hugðarefn- um. Dýrin voru Ingu mikils virði, hún var bóndi af lífi og sál og lagði metnað í umhirðu þeirra. Iþróttir skipuðu ævinlega stóran sess hjá henni og um tíma lagði hún stund á frjálsar íþróttir og keppti þá í ýms- um greinum. Hún hafði mikinn áhuga á félagsmálum og lagði mörgum félögum lið og var jafnan í fremstu röð. Söngur var henni mik- ið hjartans mál, enda lærði hún þá list í nokkur ár og söng stundum einsöng. Hún tók einnig virkan þátt í kórstarfi. í allri framgöngu í lífinu sýndi Inga óbilandi kjai’k og áræði, því það var fátt sem óx henni í augum. Hún sagði skoðanir sínar umbúða- laust og hljóp henni þá stundum kapp í kinn. Það átti illa við Ingu að festast í gömlu fari og hún hafði gaman af því að takast á við nýja hluti. Til dæmis bauð hún ýmsum birginn þegar hún kom fram í sjón- varpsauglýsingu fyrir Þjóðvaka í síðustu Alþingiskosningum og það gerði hún ekki síst til að styðja vin sinn, sem var nýgræðingur í stjórn- málum og átti í harðvítugri kosn- ingabaráttu. Inga átti auðvelt með að gleðjast með okkur og öðrum vinum í Lipurtá, en sá félagsskapur er beinlínis kenndur við hana. Þeg- ar einhverjir félagar hafa verið með óvenjuleg uppátæki skemmti hún sér manna best og var ævinlega hrókur alls fagnaðar. Fyrir u.þ.b. nítján áram var Inga svo heppin að hitta hann Rúnar Þór Bjarnason. Þau höfðu bæði alist upp í sveit og höfðu einlægan áhuga á sveitastörfum. Því lá beint við að setjast að á Reykjum á Skeiðum, æskustöðvum verðandi eiginmanns, og hefja þar kúabúskap með meira. Þau bjuggu fyrstu búskaparárin á loftinu hjá Sillu og Bjarna, en sam- skipti Ingu við tengdaforeldra sína vora öðrum til eftirbreytni. Hún reyndist þeim einstaklega góð tengdadóttir og gagnkvæm hjálp- semi og virðing einkenndi nábýlið. Inga og Rúnar vora sérlega sam- rýnd hjón og samhent í lífi og starfi. Þau eignuðust saman þrjú yndisleg börn, sem við höfum kynnst vel, þar sem þau hafa öll verið nemendur okkar í Brautarholtsskóla. Það er okkur sönn ánægja að hafa tekið þátt í uppeldi þeirra og menntun í góðu samstarfi við foreldrana. Lífið virtist brosa við fjölskyldunni með öllum sínum fyrirheitum. En skyndilega var allt breytt. Inga greindist með krabbamein og við sem í kringum hana voram, urðum sem lömuð. En með baráttuþreki sínu og viljastyrk fékk hún okkur fljótlega til að horfa bjartari augum fram á veginn. Hún var ákveðin í að bjóða sjúkdómnum birginn og sigr- ast á honum. Um tíma virtist það ætla að takast, en um haustið 1996 tók meinið sig upp aftur. Enn sýndi Inga hetjulega baráttu, en þó fór að halla undan fæti. Og þrátt fyrir bænir og jákvæðar hugsanir vina og vandamanna varð dauðinn ekki um- flúinn. Elsku Rúnar, Vaka, Halla og Bjarni. Á þessum erfiðu tímamótum reynir enn og aftur á styrk og sam- heldni fjölskyldunnar. Þá munu góðar minningar ykkar, um eigin- konu og móður, eiga eftir að hjálpa ykkur við að takast á við sorgina og framtíðina. Við sendum ykkur, íjöl- skyldunni - ásamt foreldrum, systk- inum, tengdamóður og öðrum ætt- ingjum - innilegar samúðarkveðjur. Erna Ingvarsdrfttir, Þorsteinn Iljartarson. Hún Inga á Reykjum er dáin. Getur það verið satt að þessi unga kona sé hrifin frá börnum og eigin- manni? Af hverju fékk hún ekki að lifa lengur þegar lífið blasti við? Við þessu fást ekki svör, en einhvers staðar stendur skrifað: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Mig langar með örfáum orðum að minn- GUÐRIÐURINGI- BJÖRG PÁLSDÓTTIR ast hennar Ingu og þakka henni fyr- ir samveruna hér á Reykjatorfunni. Inga kom hér ung og fersk fyrir átján árum, reiðubúin til að takast á við þá erfiðleika sem fylgja því að stofna heimili í sveit. Hún giftist Rúnari frænda mínum og tóku þau við búskap af Bjarna fóður hans. Það er mikið átak að kaupa sér jörð og byggja hana upp. En það hafa þau gert á þessum árum og fóru létt með. Nú er þetta orðið glæsilegt og mjög gott býli. Hann var nú ekki al- veg einn hann Rúnar frændi minn að hafa hana Ingu sér við hlið, því hún gekk í öll verk með honum og naut þess. Allt sem hún lagði hönd að lagði hún sig fram um að gera vel. Inga lét sér fátt óviðkomandi. Hún var félagslynd og gekk í öll möguleg félög, s.s. kvenfélag, ung- mennafélag, skógræktarfélag, naut- griparæktarfélag og búnaðarfélag. Auk þess hafði hún lokið nokkram stigum í söngnámi og söng í tveim- ur eða þremur kórum. En hún gerði meira en að ganga í þessi félög, hún lagði sig fram um að verða að liði og var komin í fremstu víglínu áður en við var litið. Hún þurfti ekki að skýla sér á bak við fólk, hún Inga. Hún var einörð og ákveðin og ekki þurfti að velkjast í vafa um hvar maður hafði hana. Við vorum ekki alltaf sammála við Inga, en það gerði ekki svo mikið til. Við vorum bæði þannig gerð og það spillti ekki vináttu okkar. Inga unni öllum gróðri sem óx á jörðinni og var óþreytandi að fegra umhverfi sitt. Hún umgekkst skepnumar sínar af alúð og sam- viskusemi; hún var í einu orði sagt mikil búkona. Sumarið 1992 greindist Inga með krabbamein. Hún fór í hefðbundna meðferð og náði sæmilegri heilsu í fimm ár, en á síðastliðnu hausti fór að síga á ógæfuhliðina. Inga sýndi svo mikið sálarþrek í þessum veik- indum sínum að undran sætti. Það var eins og hún liti á þetta sem smá kvefpest. Hún barðist svo sannar- lega fyrir lífi sínu og ætlaði sér að sigra. Við hér á Reykjum voram all- an þennan tíma milli vonar og ótta um hvort Inga myndi sigra, hún beið ósigur og andaðist á Landspít- alanum 22. maí sl. Rúnar minn. Þessi missir er mik- ill og þú ert búinn að standa þig eins og hetja í þessu stríði. Ég vona svo sannarlega að þér og börnum þínum takist að yfirvinna sorgina. Þið eigið minningarnar og þær eru svo góðar. Við Fríða vottum ykkur innlega samúð. Guð blessi minning- una um hana Ingu. Ingvar Þórðarson. í dag kveðjum við Ingu á Reykj- um. Eftir er stórt skarð sem manni finnst einhvernveginn erfitt að fylla. Það var í raun stórkostlegt að fá að vera samferða henni og kynnast henni, og erfitt að sætta sig við að fá ekki að njóta þeirra kynna leng- ur. Minnigarnar era ótalmargar sem hrannast upp í huga minn þeg- ar ég fer að líta til baka og rifja upp liðnar stundir með Ingu Páls eins hún var nú oftast kölluð meðan við voram unglingar, en eftir að hún hóf búskap á Reykjum var hún alltaf kölluð Inga á Reykjum. Við kynntumst fyi’ir 29 árum þeg- ar ég fluttist með foreldrum mínum að Kolsholti, en Inga átti þá heima í Syðri-Gróf í sömu sveit. Við vorum jafngamlar og urðum við fljótt góð- ar vinkonur, sérstaklega eftir að við byrjuðum í Gagnfræðiskólann á Sel- fossi. Eins og oft vill verða með stelpur á þeim aldri tókst með okk- ur mjög kær vinátta og hefur aldrei fallið á hana skugga síðan. Það er ekki svo að skiija að okkur gi’eindi aldrei á, báðar ákveðnar og höfðum okkar skoðanir, en aldrei man ég til þess að við yrðum ósáttar. Við vor- um yfirleitt saman í öllu sem við gerðum og þó við værum saman all- an daginn í skólanum, þá kom það nú fyrir að við þyrftum aðeins að tala saman í síma eftir að heim var komið. Það var fyrir tíma sjálfvirka símans og töluðum við þá undir rós því ekki mátti allt skiljast, þar sem margir gátu verið að hlusta. Vetur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.