Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 45

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 4^ inn sem við vorum í landsprófi var sérstaklega líflegur. Þrátt fyrir að við værum að fara taka þetta mikil- væga próf, vorum við á kafi í ung- mennafélagsstarfínu. Æft var af kappi allan veturinn þar sem stefnt var á að fara út til Danmerkur í æf- ingabúðir í frjálsum íþróttum með HSK. í febrúar var farið af stað með félagsmálanámskeið, sem var mjög eftirminnilegt og voru margar kappræðurnar haldar og oft var lið- ið fram á nótt þegar tókst að hætta. Ég rifja þetta upp þar sem það var svo margt þennan vetur sem var svo dæmigert fyrir lífið í kringum Ingu, það var alltaf eitthvað að ger- ast. Hún var svo mikil félagsvera og mjög rökföst. Hún hafði svo sér- stakan kraft til að ýta því í fram- kvæmd sem aðrir bara hugsuðu. Ef eitthvað þurfti að gera var hún aldrei að tvínóna við það og það sem margir frestuðu til morguns gerði hún í dag. Eftir landsprófið skildu leiðir okkar að nokkru leyti, þegar ég fór í skóla og í burtu í vinnu á sumrin. En undantekningalaust alltaf, þeg- ar ég kom heim hringdi ég í Ingu, og ósjaldan fórum við eitthvað og gerðum saman. Þegar við vorum tvítugar hófum við báðar búskap. Inga flutti í aðra sveit en ég settist að í gömlu sveitinni okkar. Nú teygðist aðeins á línunni milli okkar, þó svo við værum alltaf sömu vin- konurnar. Við áttum elstu dætur okkar Guðbjörgu og Vöku sama ár- ið og Höllumar okkar eru fæddar með nokkra mánaða millibili og svo komu þau með nokkurra vikna millibili Bjarni og Laufey. Þannig var margt líkt hjá okkur og tengdi okkur saman. Inga var ekki lengi að kynnast flestum á Skeiðunum og fengu þeir nú að njóta dugnaðar hennar og krafta. Hún var líka komin á kaf í allt félagshf þar áður enn lagt var liðið. Á sama tíma byggðu þau Rún- ar upp öll hús á Reykjum með mikl- um glæsibrag. Þau voru svo sér- staklega samstiga í þessu öllu og bjuggu vel. Meðan við hin í sveitunum fógn- um nú vorinu og hömumst við að gera allt sem þarf að gera og finnst tíminn vera að hlaupa frá okkur, kveður þú okkur Inga mín. Ég veit að þér líður vel núna og laus við þjáningu. Þú háðir drengilega bar- áttu og ég hélt af eigingirni að þetta mundi hafast eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur, en það er ekki í mannlegu valdi að ráða við ör- lögin. Við áttum margar eftirminni- legar stundir í vetur þegar við kom- um saman þjár vinkonurnar á fönd- urkvöldin okkar og spjölluðum sama og föndrum, síðast um pásk- ana. Við erum miklu ríkar eftir að hafa kynnst þér og verið þér sam- ferða. Þakka þér fyrir allt. Rúnar, Vaka, Halla, Bjarni og Silla, guð styrki ykkur og látið allar góðu minningarnar um sterka og duglega Ingu hjálpa ykkur í sorg- inni, Inga var ekki kona sem lét bugast. Halla, Axel og systkini Ingu, við sendum ykkur líka okkar dýpstu samúðarkveður. Elín Bjarnveig og fjölskylda, Egilsstaðakoti. Enn einu sinni stöndum við mannanna börn frammi fyrir van- mætti okkar. Ekkert fær breytt okkar örlögum. Spurningarnar eru óteljandi. Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Þegar mér barst fregnin um að æskuvinkona mín væri dáin, fannst mér eins og tím- inn stöðvaðist. Þögnin varð algjör. Tómleikinn helltist yfir. Hvemig átti lífið eiginlega að geta gengið áfram án hennar. Minningarnar hrannast upp allt frá þvi að við vor- um litlar, í skólanum eða á íþrótta- æfingum. Saman í ferðalögum, í vinnu, reiðtúramir, prakkarastrik- in, spreðið. Allt er þetta ógleyman- legt. Áhuginn fyrir landinu var mik- ill og hafði Inga yndi af að ferðast og þekkti landið orðið býsna vel. Söngur var henni mikill unaður og var hún búin að læra nokkuð í ein- söng þrátt fyrir veikindin. Búskap- urinn var mikið áhugamál og voru þau Rúnar samhent í honum, búin að byggja upp glæsilegt býli og áttu yndisleg börn og fallegt heimili. Elsku Inga, þú barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm allt til síðasta dags og ætlaðir alltaf að sigra. Oft leit líka út fyrir að þú hefðir vinn- inginn, en enginn ræður sínum skapadómi. Þér fylgdi svo mikil gleði og fjör, að ég hlakkaði alltaf til að hitta þig næst. Við rifumst ótrú- lega sjaldan, og það treysti einungis vináttuna. Þú þoldir ekkert vol né væl og vorkenndir sjálfri þér aldrei hvað sem á gekk. Hins vegar máttir þú ekkert aumt sjá og hafðir mikla samúð með þeim sem áttu bágt. Það var alveg með ólíkindum hvað þú hafðir gott minni, enda nýtti ég mér oft þann sjóð þegar þurfti að rifja upp gamlar stundir. Nú þegar leiðir skilja um stund, vil ég þakka þér samfylgdina, sem hefur verið bæði þroskandi og skemmtileg. Ég trúi því að þín bíði verkefni á æðri ver- aldarstigum sem þola enga bið og enginn annar en þú getur leist úr. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þó aó kali heitur hver, hylji dali jökull ber, tali steinar allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Elsku Rúnar, Vaka, Halla, Bjarni og þið öll, sem eigið um sárt að binda. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur samúð okkar og biðjum að sá sem öllu ræður gefi ykkur kraft og gleði að nýju. Þuríður Einarsdóttir. Við ótímabært fráfall elskulegrar frænku okkar reikar hugurinn að Syðri-Gróf, þaðan sem við eigum svo ljúfar minningar á æskuheimili Ingu, t.d. háaloftið sem var ævin- týralandið okkar þar sem hvert okkar átti sitt bú. I Syðri-Gróf var alltaf friðsælt, glaðvært og notalegt heimilislíf og úr þessum jarðvegi mótaðist hennar sterka persóna. Inga var næstyngst fimm systk- ina, hún var sérstaklega fallegt barn með hrokkið brúnt hár og fal- leg augu, hún var tápmikil og glað- vær stelpa. Við höfum alla tíð haldið góðu sambandi. Við gerðum að hefð að halda frænkuboð eftir að við urð- um konur, eitt slíkt stóð nú til í júní en henni entist ekki aldur til að vera með okkur þar. Ung steig hún gæfuspor er hún giftist Rúnari sínum á Reykjum, þar sem rætur forfeðra okkar ligga. Þar byggðu þau sér fallegt íbúðar- hús og eignuðust þrjú yndisleg börn. Inga var tákn um nútíma bóndakonu sem átti ótal áhugasvið. Ef litið er yfir farinn veg hefur hún komið ótrúlega miklu í verk. Hún tók meirapróf og sinnti skólaakstri um tíma, var þátttakandi í starfi handverkskvenna sem fram fer í Þingborg. Inga var söngmanneskja og tók þátt í ýmsu söngstarfi. Hún var áhugamanneskja um garðrækt ýmiskonar. Skuggi sjúkdómsins gerði vart við sig fyrir u.þ.b. sex árum en hug- rekkið, atorkan og krafturinn leiddi hana bjartsýna í gegnum ótal með- ferðir. Það var í raun ekki fyrr en um miðjan maí síðastliðinn og ferm- ing yngri dótturinnar afstaðin að Ijóst var að orustan var töpuð, efth- hetjulega baráttu. í veikindum hennar kom best í ljós hversu traustan og kærleiksríkan mann hún átti og stóra fjölskyldu hans sem umvafði þau öll af ástúð og kærleika á þessum erfiðu tímum. Guð varðveiti hana á eilífðar- braut. Elsku Rúnar, Vaka, Halla og Bjarni, megi minning hennar lýsa ykkur fram á veginn. Guð gefi dán- um ró og hinum líkn sem lifa. Magnea, Soffía, Sonja og Gísli. „Sá einn lifir, sem nýtur lífsins lif- andi.“ (Menandros.) Þessi orð áttu vel við þig, elsku Inga, því enginn lifði lífinu eins lif- andi og af eins miklum áhuga og þú. Þú hafðir áhuga á öllu hvort heldur var búskapur ykkar heima á Reykj- um, trjáræktin þín, söngurinn og bara allt sem bar á góma. Ógleymanlegar eru fjölskyldu- ferðirnar okkar í Lipurtá, sem við fórum í á haustin. Eyddum við þá einni helgi í það að vera öll saman og gera eitthvað skemmtilegt, svo sem að veiða, fara í berjamó, göngu- ferðir, sund og margt, margt fleira. Varst þú yfirleitt duglegust okkar allra við að skipuleggja og koma öllu heim og saman svo allt gengi upp. Það má með sanni segja að þú varst kjarkmikil og ákveðin kona, t.d. þegar þú í ágúst síðastliðinn, þá orðin svo veik sem raun bar vitni, dreifst þig með í 3 daga hestaferð á Júllu þinni sem ekki var nú alltaf auðvelt að kljást við. En náttúru- barn varstu og ekki spillti fyrir þeg- ar söngurinn ómaði í kyrrð náttúr- unnar. Það er örugglega óhætt að segja að þú hafir verið sú ólatasta og dug- legasta kona sem við þekktum. Enda sagðir þú fyrir stuttu, fárveik og sárþjáð: „Hvernig á ég að fara að þessu, ég kann ekki að gera ekki neitt.“ Mikið var þetta satt og erfitt að horfa upp á þig svona komna. Kvöldið sem þú kvaddir þennan heim fórum við vinkonurnar og gróðursettum litla birkihríslu á yndislegum stað úti á Þjórsárbökk- um og vonumst við til að fleiri, helst allir úr okkar góða vinahópi Lip- urtá, komi og hjálpi okkur að rækta fagran og góðan „Ingulund" þar. Stórt er skarðið í vinahópi okkar, en við eigum yndislegar minningar um þig og verða þær ljós á vegi okkar. Elsku Rúnar, Vaka, Halla og Bjarni, það verður erfitt fyrir ykkur að lifa lífmu án hennar Ingu ykkar, en nú kemur sér vel hvað hún var búin að kenna ykkur margt nytsam- legt og gott. Sértu með sár í hjarta, snertu það ekki fremur en meinsemd í auga. Gegn sálarkvölum er til aðeins tvennt sem læknað getur: Von og þrautseigja. (Pýþagóras.) Kæru vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Elsku Inga, við kveðjum þig með sárum söknuði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar vinkonur, Ástrún og Inga Birna. Að leita upp æskunnar ævintýr með áranna reynslu, sem var svo dýr en lffið er ódáins-líki. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósa braut og heiminn að himnaríki. Ég lyfti þér, blikandi lífsins veig ljósblómann grip ég af himinsins sveig ég legg mér um heita hvarma - einn straumur, sem líður, ein stund sem þver! Streymandi mannhaf, sem kemur og fer, éghverfþéríopnaarma. (Einar Benediktsson.) Eftir mikla baráttu hefur kjarna- konan Inga á Reykjum lotið í lægra haldi fyrir skæðum sjúkdómi. Oft undruðumst við vinir hennar þann viljastyrk og þrek sem hún sýndi í veikindum sínum. Sannarlega fannst manni oft að æðruleysi henn- ar og lífsgleði, mitt í miklum veik- indum, gerði veginn að rósabraut og heiminn með harm sinn og gleði að himnaríki. Inga var staðráðin í að ljúka einu og öðru áðru en hún hyrfi á braut. Stundum fannst manni að hún væri að tala um ferðalag sem ekki yrði umflúið. Þegai’ sá er þetta ritar var starfs- maður á tilraunabúinu á Laugar- dælum kynntist hann Ingu fyrst er hún var að heimsækja Þuríði vin- konu sína. Margt var brallað á þessum árum í góðum hópi, farið á hestbak, sveitaböll og lífið var leikur og við nutum saman fundanna. Síðai- fóru þær vinkonur í Kvennaskólann í Reykjavík. Haustið 1978 fór ég í Bændaskólann á Hvanneyri ásamt Rúnari. Um vorið útskrifuðumst við og má segja að Rúnar hafi komið við í Flóanum og tekið með sér konuefnið sitt, sem var Inga. Við leiðarlok er því margs að minnast, alltaf var jafn gaman þeg- ar þau kíktu við í Miðenginu, hún stríðin og gamansöm, Rúnar yfir- vegaður og rólegur. Skeiðaréttir hafa mikinn sjarma á haustin, þá er fastur liður kjötsúpa á Reykjum hjá Ingu og Rúnari. Nú er Inga horfin á braut og við sökn- um vinar í stað. Inga hafði mikinn áhuga á bú- skapnum og þau höfðu byggt upp öll hús á jörðinni og ráku fyrir- myndarbú. Félagslífið á Skeiðum er fjörugt, þar var Inga alltaf tilbúin að leggja fram starfskrafta sína. Það eru leiðarlok og ekkert verð- ur eins og það var, harmurinn er sár að horfa á eftir ungri konu hverfa burt í blóma lífsins. Elsku Inga mín, ég kveð þig með söknuði og þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér. Kæri Rúnar, böm og ástvinir, ykkur sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Gunnar Björnsson. Guðríður Ingibjörg Pálsdóttir lést á Landspítalanum 22. maí sl., eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Inga var sterk og lífsglöð kona en jafnvel hún gat ekki staðið af sér veikindin. Við sem fylgdumst með henni þessi síð- ustu ár dáðumst að dugnaði hennar en hún var ekki mikið fyrir það að ræða veikindi sín, heldur einbeitti sér að því að hlúa að fjölskyldu sinni. Ásamt manni sínum Rúnari fetaði hún í fótspor forvera sinna á Reykjum og hófu þau búskap sinn með því að búa um sig á efri hæð gamla bæjarins hjá Bjama og Sillu, en það leið ekki á löngu þar til hafist var handa við að byggja nýtt fjós, hlöðu og að lokum nýjan bæ í hlíð- inni þar sem öll Reykjaættin hafði komið saman nokkrum árum áður. Þar stendur nú glæsilegt einbýlis- hús sem ber þess merki að þar hafi búið kona sem hafði til að bera góð- an smekk. Það er mikill sjónarsvipt- ir að mannlífinu á torfunni eftir frá- fall Ingu. Oft er erfitt að skilja vilja Guðs ekki síst þegar kallað er á konu í blóma lífsins frá þremur bömum og eiginmanni, þá setur menn hljóða. Þrátt fyrir kraft og dugnað sem Inga hafði þá minnumst við þess hversu næm hún var að skynja nátt- úruna og ekki síst fuglalífið. Inga hafði nefnilega þann sérstaka hæfi- leika að geta fundið fuglahreiður sem enginn annar fann. Oft kom hún okkur mágkonum á óvart með því að benda okkur á þessi hreiður. Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó. Ef bömin mín smáu þú lætur í ró þú veist að þau eiga sér móður. Og ef að þau lifa þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng þú gerir það, vinur minn góður. (Þorsteinn Erlingsson.) Inga var félagslynd og hafði gam- an af íþróttum og söng. Á fyrstu bú- skaparárunum var hún alltaf boðin og búin að taka að sér að vinna við að skipuleggja íþróttamót í sveiP“~ inni. Þó nóg væri að gera í búskapn- um þá gaf hún sér alltaf tíma til að sinna áhugamálum sínum. Það var eftir þvf tekið hversu fjölhæf hún var. Þetta kom ekki síst fram í því að Inga tók ekki annað í mál en að vinna við öll tilfallandi verk við bú- skapinn. Þá sló hún ekki slöku við móðurhlutverkið sem sjá má á börn- um þeirra Rúnars, Vöku, Höllu og Bjarna litla. Þá fór enginn svangur frá Ingu, hún bjó alltaf til svo góðar kökur og annað meðlæti. Nú þegar við kveðjum elskulega^ mág- og svilkonu okkar, þá þökkum við fyrir það að hafa fengið að kynn- ast henni og við munum geyma ljúfu stundirnar sem við áttum með henni í minningu okkar. Þó missir okkar sé mikill þá er hann meiri fyrir for- eldra og systkini Ingu en þó sýnu mest fyrir Rúnar og bömin, Vöku, Höllu og Bjarna. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja á ei-fíð- um stundum og hjálpa þeim að geyma góðar minningar um elsku- lega eiginkonu og móður. Guðrún Bjarnadóttir, Árni Svavarsson. Það var á vorkvöldi, gróðurinn^ farinn að taka við sér og vorverkin komin á fulla ferð. Hinn 22. maí var mér tilkynnt að Inga væri dáin eftir langa og harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var með ólíkindum hvað hún var samt alltaf brosandi og kát í sínum veikindum. Kynni mín af henni og Rúnari hófust fyrir 18 ár- um þegar ég byrjaði sem vinnumað- ur hjá Bjama og Sillu og vann þar ásamt Rúnari. Tilhugalíf hjá Ingu og Rúnari var á þessum tíma í full- um blóma, hún 19 og hann 23 ára. Næsta ár var ég vinnumaður hjS^ þeim þegar þau tóku við búskap á Reykjum. Fljótlega komst ég að því að Inga var mikill kvenskörungur í einu og öllu. Hún var harðduglegur bóndi og mikil íþróttakona. Svo mik- ill var áhuginn á íþróttum að henni tókst meira að segja að ýta mér í íþróttaskóna og reka mig áfram á íþróttamótum með hvatningu og köllum. Það hefði sennilega verið einfaldara að koma fíl í Volkswagen- bjöllu. Inga og Rúnar eignuðust þrjú yndisleg börn Vöku, Höllu og Bjarna. Þessi fallega fjölskylda hef- ur mátt þola meira undanfarið en margur. I vetur lést faðir Rúnars, Bjami Þórðarson, sem tekur nú vel á móti Ingu. Ég þakka örlögunum fyi’h’ að hafa fengið að kynnast og þekkja Ingu. Elsku Rúnar, Vaka, Halla, Bjarni og Silla, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Einnig votta ég foreldrum, systkinum og venslafólki samúð mína. Björgvin og fjölskylda. • Fleiri minningargreinar um Guðríði Ingibjörgu Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sonur minn, BALDUR ÁLFSSON, Kleppsvegi 128, varð bráðkvaddur 17. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka öllum þeim mörgu sem sýndu mér samúð og vinarhug. Hulda Valdimarsdóttir. + Bróðir okkar, NJÁLL GUÐMUNDSSON, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 24. maí sl. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. júní kl. 15.00. Jarðsett verður frá Breiðabólstaðarkirkju, Vestur-Húnavatnssýslu, miðvikudaginn 3. júní kl. 14.00. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.