Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.05.1998, Qupperneq 47
 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 4^ K 1 I I K I K K K I K K K I K K sem jafnframt væri tekið tillit til sjávardýpis. Kæmi þá helzt til greina 50 sjómílna víðátta; hins veg- ar yrði 200 metra dýptarlína látin skera úr um víðáttu landhelginnar þar sem hún næði út fyrir 50 sjó- mílna mörkin. Röksemdir Gunnlaugs fyrir forn- um sögulegum rétti til rýmri land- helgi en þá var á dagskrá minna á þau rök Jóns forseta Sigurðssonar að við afnám einveldis 1848 og brottfall einveldishyllingarinnar 1662 hafí raknað við forn réttur ís- lendinga og réttarstaða landsins ákvarðaðist eftir það af ákvæðum Gamla sáttmála 1262-64. Og hvernig voru nú viðtökurnar? - Viðtal birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, við Gunnlaug í október 1952 og grein eftir hann í Stúdenta- blaði 1. des. 1952. En stjórnvöld sýndu litla hrifningu svo að ekki sé meira sagt. Honum var vamað máls í Ríldsútvarpinu, boð um að flytja ræðu 1. desember 1952 var aftur- kallað, haft var við orð að senda menn til Parísar í því skyni að rífa niður kenningar sem settar væru fram í ritgerðinni. Svo langt gekk að fréttaskeyti var sent frá hafrétt- arráðstefnunni 1958 um að dreifíng franskrar útgáfu ritgerðarinnar til ráðstefnugesta hefði skaðað mál- stað íslands. Hér hafði þó ekki ann- að gerzt en að birt hafði verið fræði- leg rannsókn og kenningar manns sem hafði enga þá stöðu að hann gæti mælt fyrir munn íslenzka rík- isins. Eina skýringin á þessum við- brögðum virðist sú að ráðamenn hafi óttazt sundmngu meðal Islend- inga. En annars lýsir þetta vel and- rúmsloftinu í þjóðfélaginu á þessum tíma sem mótaðist af illvígum stjórnmáladeilum. - Um kenningar Gunnlaugs mátti deila eins og til dæmis hvort sögulegur réttur væri nægilega traustur og ef svo væri, hvert hald væri í röksemdum á þeim grundvelli miðað við ríkjandi viðhorf í þjóðarétti, en þær vom aldrei rökræddar á íræðilegum vettvangi. Þó virðist ljóst að lík- legra var að þær styrktu fremur málstað Islendinga en veiktu. Síðan átti Gunnlaugur eftir að rita margt og mikið um þessi mál í afmælisrit, fræðileg tímarit og blöð. Var hann í skrifum sínum oftast gagnrýninn á stefnu stjórnvalda í hafréttarmál- um. Hann taldi allajafna of skammt gengið og ekki haldið á málum af þeirri festu sem skyldi. Fyrir rúmum tveimur áratugum fluttíst Gunnlaugur að Bergstaða- stræti 74A þar sem áður höfðu búið listmálaramir Jón Stefánsson og Gunnlaugur Scheving. Við urðum nú nágrannar og styrktust gömul kynni svo að áður en varði var hann orðinn heimilisvinur hjá okkur í næsta húsi. Milli okkar urðu gagn- vegir og samfundir fleiri en tölu verður á komið. Oft átti hann erindi á síðkvöldum, stundum til að biðja mig að líta á handrit af blaðagrein, ræða lögfræðileg álitamál eða önn- ur hugðarefni sem hann vildi hrinda í framkvæmd og stundum var er- indið að fletta upp í bók eða fá hana lánaða, ellegar þá einungis að spjalla. Sjaldan kom hann tómhent- ur. Marga hafði hann hitt og víða komið við, enda sporléttur þótt nokkuð væri farinn að hægja á sér hin síðustu ár. Gunnlaugur rækti vini sína og vandamenn manna bezt, var óþreyt- andi að bjóða þeim heim til sín, á veitingastað, í hús Hrafns, sonar síns, eða sumarbústað fjölskyldunn- ar við Elliðavatn. Var þar venjulega margt um manninn og með fulltingi skylduliðs hans nutu gestirnir óspart rausnar hans og risnu. Gest- irnir voru úr ýmsum áttum, en gest- gjafanum varð ekki skotaskuld úr að hrista hópinn saman og áður en varði voru allir orðnir eins og gaml- ir kunningjar. Ekki var minnst um vert að hlýða á orðræður Gunnlaugs sjálfs sem einkenndust af kímni, hreinskilni og hispursleysi, enda hafði hann víða farið og kunni frá mörgu að segja, ekki sízt ýmsum furðulegum ævintýrum sem hann hafði sjálfur lent í. Hann hefði orðið frábær smásagnahöfundur ef hann hefði lagt sig eftir þeirri íþrótt. Minnist ég sérstaklega útvarpser- inda sem hann flutti fyrir allmörg- um árum undir heitinu „Hvernig á ekki að ferðast". Þótt hér sé fátt sagt má ljóst vera að Gunnlaugur var meðal þeirra manna sem settu svip á umhverfi sitt og daufara verður yfir mannlífinu að honum gengnum. Ekki verður leng- ur kvatt dyra að Bergstaðastræti 76 á síðkvöldi, gengið rakleitt inn, bjór- dósir lagðar á borðið og spurt: „Þurfum við ekki að slaka á fyrir svefninn?" - eða ilmandi kaka borin inn síðdegis á laugardegi. - Víst mun hans verða sárt saknað og þakklát- lega minnzt í því húsi og víðar. Sigurður Líndal. Gunnlaugur Þórðarson var einn þeirra manna sem setti mikinn svip á mannlífið. Það gustaði af honum, hann fór hratt yfir, svo hratt að stundum var erfitt að fylgja honum eftir. Hann var einn þeirra sem hafði brennandi áhuga nánast á öllu mannlegu og það var gott að vera í návist hans. Seint á árinu 1996 var hleypt af stokkunum nýju fyrirtæki sem undirritaður ásamt nokkrum einstaklingum og fyrirtækjum stóð fyrir. I tilefni opnunarinnar var haldið boð, skyndilega stóð Gunn- laugur uppi á stól á miðju gólfi og hélt frábæra ræðu. Hann sagði að áhættan væri hreyfiafl flestra hluta og sagðist dást að þeim mönnum sem vildu ráðast út í sjálfstæðan at- vinnurekstur. Hann hvatti okkur til dáða og óskaði allra heilla. Gunn- laugur rifjaði einnig upp nokkrar góðar sögur frá því að hann fór í framboð vestra og gestir skemmtu sér vel. Honum var frásagnarlistin í blóð borin eins og fjölmörg leiftr- andi útvarpserindi hans bera vitni um. Gunnlaugur var einn af fyrstu viðskiptavinum Verðbréfastofunn- ar, sagðist vilja kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum, þar væri framtíð okkar og gróðavon falin. Ég hef oft hugsað til hvatningarorða Gunnlaugs, ég hef geymt þau í hjarta mér og þau hleyptu okkur kapp í kinn. Þannig háttaði til að Gunnlaugur starfaði á lögfræðiskrifstofu sem hafði með innheimtumál fyrir Lækj- argötuútibú íslandsbanka að gera, þegar ég var þar útibússtjóri um nokkurra ára skeið. Oft þurfti að leita til lögfræðiskrifstofunnar og voru það yfirleitt engin skemmtimál sem þá þurfti að ræða, nauðarsamn- ingar, uppboðsaðgerðir o.fl. Það var gott að geta lokið erindinu með því að ganga inn á skrifstofu Gunnlaugs og ræða um allt annað, listir, ætt- fræði eða atburði líðandi stundar. Gunnlaugur var víðlesinn og hafði skoðanir á öllum mögulegum hlut- um. Þetta voru ánægjustundir og maður gekk léttari í spori af fundi hans. Við Gunnlaugur tókum síðast tal saman á Þorláksmessu norður á Húsavík. Hann var nýkominn úr skötuveislu, dásamaði matinn og sagði að Beaujolai nouveau vínið væri óvenjugott í ár. Hann lék á als oddi eins og honum var einum lagið. Gunnlaugur var hrífandi persónu- leiki, sem gaf mikið af sér. Að leið- arlokum þakka ég fyrir skemmtileg kynni. Fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Jafet S. Ólafsson. Það var logn í Reykjavík daginn sem þú yfirgafst þessa jarðnesku tilveru. Því áttum við ekki að venj- ast kringum þig. Þú kallaðir þig húsvin og komst eins og storm- sveipur inn í dagana með kínakál undir hendinni, óbirta grein í brjóstvasanum til upplestrar og um- ræðu og veskið troðið af skafmiðum. Þér dugði aldrei minna en 20 hring- ingar á bjöllunni til að tilkynna komu þína og slíkt var kjölsogið á skútunni að jafnvel minnstu börnin voru krafin um afstöðu og athygli. Nú er þessum kafla lokið í lífi okkar hinna og ekkert eftir nema þakka fyrir sig. Þakka fyrir allar þessar litríku stundir, þessar kröfur sem gerðar voru til okkar sem mann- eskjur svo við mættum vaxa og þroskast og læra að skynja hinn eina sanna tón. Margs er að minnast frá 20 ára viðkynningu enda varstu maður sem lést ekkert tækifæri ónotað til að setja mark þitt á tilveruna. Oft gerðum við grín að því að þú værir stöðugt að reisa sjálfum þér minnis- varða og þá hlóst þú. Og varst fyrst- ur manna til að viðurkenna að þú værir svo fáfengilegur (þitt eigið orðaval) að vilja bara fara á frum- sýningar. Ekki gefst okkur tóm til að tíunda margt hér en verðum að láta okkur nægja, að liðnir dagar verða að reynsluheimi þeirra sem þig þekktu. Eins skal þó minnst sér- staklega. Það var sumarið 1994 austur í Grímsnesi á vindbörðu hrauninu í svölu sumarveðri, að framtak þitt breytti landslagi þar um ókomin ár. Við höfum lengi átt þar lítinn landskika og sett niður óteljandi plöntur við lélegan árang- ur. Þú hafðir mörgum árum áður breytt örsnauðum mel við Elliða- vatn í gróðurvin með því að flytja grjót og hlaða upp skjólvegg kring- um landareignina. Þú vildir freista þess að gera það sama í Grímsnes- hrauninu. Heila helgi stóðst þú upp á vörubílspalli og stjórnaðir verk- inu. Fluttir grjót og aftur grjót. Gamla hamhleypan á stagbættum molskinnsbuxum harðákveðin í að snúa á veðurguðina. Fullviss um að hér mættu vaxa síberísk baunatré í bland við silfurreyna og íslenskt birki. Og vissulega tóku vindbarðar hríslurnar við sér í skjólinu sem til varð í þessum veðrarassi. Sífrjór hugur, mikil atorka og óbilandi kjarkur og lífsvilji er það sem við geymum í minningunni um þig. Jafnvel svo að á stundum réðstu ekki alveg við þetta líf. Vildir meir en mögulegt var. Gunnlaugur Scheving, Karl Kvaran og aðrir heimsmálarar áttu að finnast í um- hverfi okkar. Ungviðinu var boðið á sinfóníutónleika til að það mætti læra að njóta tónlistar. Við áttum að fara út í heim og afla okkur þekk- ingar og koma svo til baka og stuðla að bættara mannlífi á Islandi. Jólaveislan í ár var í seinna lagi, ekki fyrr en 3. janúar því veikindi herjuðu á þig. Þennan dag safnaðir þú saman vinunum eins og svo oft áður, fagnaðir þeim að venju sem væru þeir allir afreksmenn og heimsfrægir, og kvaðst horfa fram á betri tíma með bættri læknismeð- ferð. En ekki fer allt eins og óskað er og nú er komið að kveðjustund. Þú trúðir á annað líf og ef til vill ert þú þegar farinn að reisa nýja bauta- steina í fylgd með öðrum. Við þökkum samfylgdina. Far þú í friði á fund við þinn guð. Fyrir hönd Vigdísar Birgisdóttur og fjölskyldu. Aðalbjörg Þórðardóttir. Ég vil með nokkrum orðum kveðja mág minn og minnast góðs og náins vinar dr. Gunnlaugs Þórð- arsonar. Það var undir lok síðari heims- styrjaldarinnar sem Gunnlaugur fór að birtast á Brekkugötu í Hafnar- firði. í númer 10 bjuggum við systk- inin með Maríu Víðis móður okkar, Herdís þá tvítug gullfalleg leikkona og ég tíu ára. Eg held að koma Gunnlaugs til Hafnarfjarðar hafi vakið meiri athygli en allt setuliðið nokkrum árum áður. Framandi heimsmaður miklu „útlendari" í út- liti og háttum en flestir ungu stríðs- mennirnir sem voru í þúsundatali í og umhverfis bæinn. Hann fyllti andrými Brekkugötunnar af nýjum framandi hugsunum, ræddi við okk- ur ungu Brekkusniglana (jafnaldrar í hverfinu) um list og fegurð, benti okkur á að grjóthleðslumar undir Hamrinum væru listaverk - arki- tektúr - og að gorkúlurnar í Hamr- inum væru herramanns matur. Hann safnaði sveppum í Hamrin- um, fór inn í eldhús til Maríu Víðis SJÁ SÍÐU 48 r Blómabúðin > öai^ðsKom k v/ Possvo0sl<i»*kjMga>‘ð a Sími: 554 0500 t Ástkær systir okkar, MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR, Lindargötu 57, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 20. maí síðastliðinn. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 28. maí í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins og Landakotsspítala. Guðrún Ágústsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Lóa Ágústsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON fyrrv. bóndi og oddviti, Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ laugardaginn 30. maí kl. 13.00. Lára Arnfinnsdóttir, Bryndfs Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Matthías Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BIRNA M. ELMERS bankastarfsmaður, Bergstaðastræti 48, lést á krabbameinsdeild Landspítalans aðfara- nótt miðvikudagsins 27. maí. Hrafn Sigurhansson, Guðný Hrafnsdóttir, Hlynur Vigfússon, Ólöf Hrafnsdóttir, Guðmundur J. Þorleifsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við fráfall föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS PÁLSSONAR frá Víðidalsá, Hafnarbraut 23, Hóimavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkrahúss Hólmavíkur fyrir þá hlýju og alúð sem það sýndi honum. Sigurlaug Stefánsdóttir, Ari Stefánsson, Sigurveig Helgadóttir, Friðgeir Friðgeirsson, Sigríður Halla Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU ÁSGEIRSDÓTTUR frá Bolungarvík, Blómsturvöllum 16, Neskaupstað. Konráð Auðunsson, Magna Auðunsson, Lilja Hulda Auðunsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Jóhann Auðunsson, Sæbjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Auðunsdóttir, Fannar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lögmannsstofan, Suöurlandsbraut 4, veröur lokuð í dag, föstudaginn 29. maí, vegna jarðarfarar DR. GUNNLAUGS ÞÓRÐARSONAR HRL. Lögmannsstofan, Suðurlandsbraut 4 ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.