Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 48
MK8 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON «**ry steikti sveppina í smjöri á kola- eldavélinni og gaf öllum að smakka. Sumir þorðu en flestir töldu hann ruglaðan eins og ýmsir töldu hann eða reyndu að gera hann alla hans ævi. Það er auðveldust leið þröng- sýnna, þegar þeir kynnast mönnum eins og Gunnlaugi sem var á undan sinni samtíð í gjörð og hugsun. Það var enginn smáfengur fyrir ungan fóðurlausan dreng að fá að kynnast þessum manni sem sífellt kom með nýjungar að kenna og sýna og talaði um listir, málverk, ^tónlist og arkitektúr eins og aðrir um þorsk og nýuppgötvað kóka kóla. Yið kynntumst nýjum heimi. Eitt sinn fannst honum vanta skjólgróður um litlu fallegu lóðimar undir Hamrinum og einn góðan veð- urdag dreif hann „Brekkusniglana“ í girðingavinnu og kom með lurka og greinar af Vesturbæjarvíði sem klipptar höfðu verið af trjám við Klepp og í Vesturbænum. Þetta var sagað niður í búta og rekið niður með sleggju umhverfis lóðirnar. Jeminn! sagði María Víðis. Hann er snarruglaður, sögðu aðrir. En viti menn lurkamir tóku að lifna aftur eins og símastaurarnir hans Tómas- ar. Gunnlaugur var nefnilega ^aldramaður! Þarna hófst vinátta sem fyrst var nánast sem faðir og sonur en síðar náin vinátta eins og hún getur orðið best enda Gunnlaugur óvenju op- inn, næmur og hjálpfús. Hann var sífellt að huga að því hvort einhverj- ir þyrftu hjálpar við. Sem dæmi: Þegar íslenskar bammargar fjöl- skyldur vom komnar í herbraggana á Skólavörðuholti og í Múlum safn- aði Gunnlaugur ávöxtum fyrir jól, setti á mig jólasveinahúfu og lét mig dreifa pokum með ávöxtum á að- ^fangadag til þurfandi. Engum líkur, en ég héri, óframfærinn og hrædd- ur en guði sé lof að ég lét mig hafa það. Sagan um upphaf sumarhússins i fjölskyldulundinum góða við Hellu- vatn: Breytingar vora gerðar á götuhlið Eymundsson í Austur- stræti 1956. Gunnlaugur kaupir rúðurnar þrjár (tvöfalt gler) sem ekki átti að endurnýta, sendir mér bréf með málum á rúðunum til Kaupmannahafnar þar sem ég hafði nýlega haflð nám i arkitektúr. „Þor- valdur, teiknaðu sumarhús í landið mitt við Helluvatn utan um rúðurn- ar.“ Og það varð og er. Nú síðustu árin kom Gunnlaugur »~ígama við í Hábænum með uppkast að greinum um ýmis málefni sem hann langaði að fjalla um. Gáfu þessar stundir enn þessa gömlu til- finningu að hér færi maður viturri, framsýnni og kjarkaðri en flestir. Ég þykist vita að margir vinir og samtíðarmenn Gunnlaugs muni minnast og fjalla um lögmanninn og frumherjann í landhelgismálum þjóðarinnar, listunnandann og stoð margra listamanna, skógræktar- manninn og frumherjann í að nýta, flytja og endurplanta öllum gróðri sem þurfti að víkja vegna fram- kvæmda en áður var fargað, hug- myndasmiðinn og góðan föður og afa. Gunnlaugur var margir menn ~ og allir áhugaverðir. Á lokastundu var Herdís systir, Tinna, dóttir hans, sonardóttir og nafna Gunnlaug og Nína systir hans hjá honum. Þær spiluðu fyrir hann verk Beethovens af plötum og hann leið á burt undir tónum óðsins til gleðinnar úr níundu sinfóníunni. Já freude! freude! Það var Gunnlaug- ur. Guð blessi Dísu systur, alla hans nánustu og hinn myndarlega kyn- stofn sem hann skilur eftir. Ég kveð þig með ljóðlínu úr sonnettu afa- drengsins Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar. Og ég hugsa er þú gengur burt, hverfur úr augsýn minni, um þá hamingju sem má finna í veröldinni. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Á sólríkum morgni er hurðum Borgarfógetaembættisins í Reykja- vík svipt upp og inn stormar snagg- aralegur maður í Ijósum frakka. Á höfðinu ber hann barðastóran hatt, sem hann sviptir af sér og sendir rakleiðis og þvert yfir afgreiðslusal embættisins, beint í hendur bros- andi símadömunnar. Á eftir fer komment um fríðleik hennar og yndisleik allan enda maðurinn menntaður í Frans. Hátt og skýrt tilkynnir hann komu sína, býður góðan dag og stormar inn á gang. Hér fór enginn venjulegur maður því dr. Gunnlaugur Þórðarson hafði átt sinn „entrance". Það var happ fyrir ungan laga- nema þegar þessi þekkti lögmaður gaf sér stund á hraðferð sinni um bókasafn lagadeildar til að diskút- era snilldarvörn sína í þekktu saka- máli, sem þá hafði nýlega verið dæmt. Á stuttri stundu gæddi dr. Gunnlaugur lögfræðina leiftrandi tilfinningum og því lífi, sem hún því miður vill á stundum líða fyrir skort á. Alla tíð síðan gerði ég mér far um að eiga við hann spjall ef við hitt- umst á fómum vegi og fór glaðari af. Þessar stundir voru ætíð stuttar enda höfðinginn aldrei á neinu dóli. Lengstar urðu þær í heitapottinum i Laugardal. Oftar en ekki kom dr. Gunnlaugur í fagurri sveiflu yfir handrið pottsins og lét sig falla með miklum skell í hann miðjan. Vís með að hafa lagt jeppanum þvert upp á gangstétt. Var ekkert að tvinóna við hlutina. Það er skarð fyrir skildi í röðum lögmanna við fráfall hans og mann- líf í Reykjavík fátækara. Frjó hugs- un hans, úrvalsmenntun, skörp greind og listræn tjáning mynduðu þá heild sem ógleymanleg verður. Ég votta aðstandendum hans öllum, vinum og vandamönnum mína inni- legustu samúð. Magnús M. Norðdahl hrl. Hann sat á stól rétt við dyrnar, elegant klæddur í hvítan jakka og skyrtu og svartar smóking buxur og kvaddi gestina sem vora famir að tygja sig heim. Jólaveislan hafði að þessu sinni verið óvenju margmenn og skemmtileg, maturinn að venju mikill og góður og drykkjarföng nóg. Ég tók í hönd Gunnlaugs, þakkaði honum fyrir mig og hrósaði honum fyrir matinn, sagðist endi- lega verða að fá hjá honum upp- skriftina að kartöfluuppstúfinu. Hann hló við og lofaði að láta mig fá hana seinna. Svo kvöddumst við. Um kvöldið dundi ógæfan yfir. I æsku fannst mér Gunnlaugur spennandi en dálítið viðsjárverður frændi. Hann var barngóður og gaf sér ætíð tíma fyrir bömin í kringum sig, en átti það til að halda þéttings- fast um höndina, er við heilsuðumst og jafnvel kreista hana ofurlítið þannig að ég emjaði við, eða stríða mér og kom þá glampi í augu hans. Ég heyrði líka stundum ævintýra- legar sögur af Gunnlaugi, ýkjusög- ur sem hlutu eiginlega að vera upp- spuni, en gátu, vegna þess að Gunn- laugur átti í hlut, allt eins verið sannar. Eiginlega kynntist ég Gunnlaugi ekkert að ráði fyrr en vorið 1979. Ég sótti þá námskeið í listasögu við Háskóla Islands en í stað hefðbund- innar ritgerðar valdi ég að taka saman yfirlit yfir listaverkasafn hans. í framhaldi af því var ég mik- ið á heimili hans að Bergstaðastræti og grandskoðaði þau mörgu lista- verk, sem þar var að finna. Sér- staka athygli mína vöktu myndir eftir Gunnlaug Scheving, sem hann hafði teiknað eða málað á brúnan umbúðapappír og geymdar voru upprúllaðar í skrifborðsskúffum. Gunnlaugur sýndi mér einnig myndir sem hann átti eftir Karl Kvaran og voru til sýnis á Hótel Loftleiðum, en Gunnlaugur var sér- stakur aðdáandi þeirra Schevings og Karls. I framhaldi af þessu ræddum við Gunnlaugur oft um myndlist og hann sýndi mér gjarn- an ný listaverk, sem hann hafði keypt. Hann fylgdist afar vel með í myndlistinni, sótti sýningar af elju, ekki aðeins þeirra, sem búnir voru að festa sig í sessi, heldur ekki síður nýgræðinganna, sem voru að feta sín fyrstu spor á listabrautinni. Þessi mikli áhugi á því sem hann tók sér fyrir hendur endurspeglað- ist á öllum sviðum. Gunnlaugur var hamhleypa til verka og gekk ekki að neinu með hálfum hug, Þessa sér ekki minnst stað í landi ættarinnar við Helluvatn, þar sem hann græddi landið fógram trjám og jurtum, sléttaði og endurgerði. Mesta at- hygli vekja þó heljarmikil hraun- grjót, sum vafalítið mörg tonn að þyngd, sem girða af hluta landsins. I þessari paradís undi Gunnlaugur sér vel og margar góðar stundirnar hef ég átt þar með honum og öðram í fjölskyldunni. Gunnlaugur var mikill ferðagarp- ur og lá leiðin oft til framandi landa. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöld eitt í haust er ég hitti hann heima hjá foreldrum mínum, en þangað kom Gunnlaugur oft í heim- sókn. Hann var þá nýkominn úr miklu ferðalagi til arabalanda, hafði sótt alþjóðaráðstefnu lögfræðinga og síðan ferðast um mörg landanna við Rauða hafið. Að venju hafði hann frá mörgu skemmtilegu að segja. Gunnlaugur átti arababúning og ætlaði að sjálfsögðu að hafa hann með sér í ferðina. Er á áfangastað var komið og hann ætlaði að færa sig í búninginn uppgötvaði Gunn- laugur að í stað búningsins hafði hann gripið hvítt lak og sett það í tösku sína. En vegna þess hve Gunnlaugi þótti búningurinn þægi- legur í hita gat hann ómögulega hugsað sér að klæðast venjulegum fótum og dreif sig því á markað og festi kaup á nýjum arababúningi. Að því loknu hugðist hann halda heim á hótel en áttaði sig fljótlega á því að hann var villtur og vissi ekki hvernig hann ætti að komast þang- að aftur. í því bar að lögreglumenn og fóra þeir að skipta sér af Gunn- laugi. Þar sem hann óttaðist að geta lent í vandræðum ef í ljós kæmi að hann væri vestrænn maður í arababúningi, ákvað Gunnlaugur að látast vera mállaus og svaraði því engu spumingum þeirra. Þess í stað rétti hann þeim spjald með nafni hótelsins. Eftir nokkurt þóf ákváðu þeir að aka honum þangað og er á hótelið kom skiptust þeir á orðum við dyravörðinn í anddyrinu, hlógu mikið og bentu á Gunnlaug. Er þeir voru famir spurði Gunnlaugur dyravörðinn hvað þeim hefði þótt svo fyndið. Þeir höfðu aldrei áður séð svo bláeygan araba, svaraði vörðurinn. Ekki höfðu þeir hins vegar efað eitt augnablik að Gunn- laugur væri arabi, svo vel fór bún- ingurinn honum. Þessi litla saga endurspeglar tvö karaktereinkenni Gunnlaugs. Hann var stundum nokkuð fljótur á sér, eins og margir í ættinni og gat hlaupið óþægilega á sig. Á móti kom að hann var afar útsjónarsamur og fljótur að finna leiðir til að leysa þau vandamál er við blöstu hverju sinni. Með Gunnlaugi er genginn góður maður og mætur. Það var ætíð gaman að sækja hann heim því boð hans vora engum öðram lík, hann undi sér vel í faðmi fjölskyldunnar og bar hana mjög fyrir brjósti. Við, sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum og þekkja, þökk- um fyrir okkur og gleðjumst þess að eiga margar góðar minningar til að orna okkur við. Sveinn Agnarsson. Þau skáldverk, sem merkilegust þykja, byggja frægð sína undan- tekningarlítið á stórbrotnum og eft- irminnilegum mannlýsingum. Höf- undur, sem hefði tekist að skapa persónu á borð við Gunnlaug Þórð- arson í sinni sögu, án þess að þekkja fyrirmyndina, hefði ugglaust staðið nærri nóbelsverðlaunum og annarri upphefð og frægð. Almættið þarf hins vegar ekki á slíkum verðlaun- um að halda, en á þó allar þakkir skildar fyrir að tryggja tilvera Gunnlaugs Þórðarsonar, eins litn'k- asta samferðamanns okkar, sem nú hefur gengið til fundar við það. Hann var þó þrátt fyrir allt í raun tilgerðarlaus maður, en um leið með ólíkindum uppáfinningasamur, óút- reiknanlegur á köflum og á alla lund ótrúlegur. Einu mátti þó reikna með án nokkurra skekkjumarka. Hann var vinum sínum, og þar fór fjölskyldan fremst, óbrigðult tryggðatröll. Bjargvætturinn Gunn- laugur kom eins og andi úr töfrafiösku á því andartaki sem ein- hver hafði lent í mótvindi eða erfið- leikum. Sjálfur naut ég oftar en einu sinni slíkrar nálægðar Gunn- laugs Þórðarsonar þegar ég lenti í andstreymi og hann reyndist þá betur en margur. Gunnlaugur Þórðarson var hug- myndaríkur lögmaður. Vissulega var hann óhefðbundinn í aðferðum og nálgaðist málin einatt úr öðram áttum en þeim, sem ríkjandi voru það og það sinnið á meðal lög- manna. En einmitt þess vegna náði hann stundum árangri, þegar allir aðrir hefðu gefist upp. Gunnlaugur Þórðarson fór oft mikinn og lét kröftuglega í sér heyra í þjóðfélaginu. Tók hann þá óhikað afstöðu til manna og mál- efna. En meira að segja í þeim mál- um, sem hann tók þátt í af mestu kappi, gat hann átt það til að snúast á punktinum í afstöðu sinni, ef hann ■þóttist skynja að röksemdir and- stæðinganna ættu meiri rétt á sér en hann hafði í upphafi gert ráð fyr- ir. Slíkt er afar sjaldgæft í íslensku þjóðmálastagli, þar sem meiru virð- ist oft skipta að fá að eiga síðasta orðið, en að vinna málefnalegan sig- ur. En Gunnlaugur Þórðarson var sjaldgæfur maður. Þessa sjaldgæfa manns mun nú verða ákaft saknað af frændum hans og vinum. Gunnlaugur sagði frá brotum úr ævintýralegu lífshlaupi sínu í bók- um og útvarpsþáttum. Um hann spunnust sögur, sumar sannar, meira að segja þær ótrúlegustu, en sumar uppspuni. Við, sem þekktum hann nokkuð vel, og þeir, sem þekktu hann best, munum hins veg- ar geyma í minni meðan geymt verður, litríkan kostamann, sem gerði tilveruna svo miklu ánægju- legri. Davíð Oddsson. Afi Gulli, „Ljóti afi“ á ljóta bfln- um. Afi sem gaf okkur fimmtíu kall fyrir að standa undir köldu bununni í Laugardalslauginni rétt fyrir lok- un, afi sem lét braka í öllum tánum á okkur og stríddi okkur, hasaðist í okkur þangað til við gátum ekki meira, afi sem spilaði við okkur rommý langt fram á nótt og hló sig máttlausan að tapsárindum okkar, afi sem keyrði yfir á rauðu ljósi, afi sem lét okkur stýra af því að hann keyrði bara upp á umferðareyjar, afi sem greip tómar kókflöskur úr vegkantinum á ferð, þurrkaði sund- skýluna sína á höfuðpúðunum í bfln- um sínum, afi sem hamaðist og aldrei fór sér hægt, afi sem elskaði ömmu Dísu, þótt hann væri löngu skilinn við hana, afi sem borgaði okkur fyrir að lesa fornsögurnar og spurði svo út úr, afi sem kom með hurðasprengjur í öll boð og lang- mest af rakettum á gamlárskvöld, afi sem aldrei las leiðbeiningar, afi sem storkaði örlögunum, afi sem bauð upp á pítsur og harðfísk í jóla- boðum, afi sem trúði á drauga og fyrri líf, afi sem keypti happaþrenn- ur, og hét þá „skafi“, afi sem stopp- aði sjálfur í sokkana sína með rauðu ullarbandi, afi sem sagði: „Eram við ekki vinir?“, afi sem leit inn á ólík- legustu tímum, sem alltaf var þó rétti tíminn, afi sem hrærði upp í tilverunni og ruglaði í ríminu, afi sem reisti minnismerki, hlóð skjól- belti úr hnullungum og ræktaði tré, afi sem varði mál undirmálsmanna og kvenna, afi sem elskaði málara- list og allskonar listamenn, afi sem stóð upp í öllum boðum og hélt klökkur einlægar og tilfinninga- þrungnar ræður um hvað lífið væri stórkostlegt, afi sem var svo meyr, afi sem eignaðist fimm börn og fullt af barnabörnum og var elskaður takmarkalaust af þeim öllum, hefur loksins numið staðar og kvatt. Við þökkum honum fyrir það að vera fallegasti „Ljóti afi“ í heimi, fyrir að hafa einatt stappað í okkur stálinu og um leið bent okkur og kennt á undur lífsins, við þökkum öll fyrir hlutdeild afa í okkur. Olafur Egill, Gunnlaugur og Ellen Erla. Við fráfall Gunnlaugs Þórðarson- ar leitar hugurinn aftur í tímann og staðnæmist einkum við minningar um ferðalög heimshorna á milli. Þótt ég hafi verið kunnugur Gunnlaugi frá árinu 1972, þegar ég hóf fyrst lögfræðistörf, urðu kynni okkar þó ekki náin fyrr en við fór um fyrst saman í langferð. Það mun hafa verið sumarið 1981 að ég frétti frá öðram góðum vini, Páli S. Páls- syni hrl., að til væri stofnun sem heitir World Peace Through Law, og segir nafnið allt sem segja þarf um tilgang samtakanna. Friðarstofnun þessi efnir til um- fangsmikils ráðstefnuhalds annað hvert ár og er leitast við að ráð- stefnan sé haldin til skiptis í hinum ýmsu heimsálfum. Er þá hvort tveggja haft í huga: Að ná til lög- fræðinga sem víðast um heim með friðarboðskapinn og að gefa þátt- takendum tækifæri til þess að kynnast fjarlægum þjóðum og menningu. Páll sagði mér þarna um sumarið að á haustmánuðum yrði ráðstefna haldin í Sao Paulo í Brasilíu, en auk þess ættu menn kost á skipulögðum ferðum á vegurn samtakanna um Suður-Ameríku. Ég hef alltaf verið áhugasamur um ferðalög og ákvað því að taka þátt og fara með Páli. Auk okkar tveggja ætlaði Gunn- laugur að sækja ráðstefnuna. Er ekki að orðlengja að í þessari ferð tókust góð kynni með okkur Gunnlaugi og síðar vinátta sem hélst æ síðar, en Pál hafði ég þekkt lengur og stend í ævarandi þakkar- skuld við hann fyrir lögfræði- og laxveiðikennslu. Fóram við þre- menningarnir um Suður-Ameríku þvera og endilanga, en lengst fór þó Gunnlaugur, alla leið til Eldlands syðst á Patagoníuskaganum. Páll lést árið 1983, og eftir þessa ferð sóttum við Gunnlaugur annað hvert ár, oftast í september, tvíær- ing World Peace Through Law. Við fóram t.a.m. til Egyptalands, Þýzkalands, Venezúela, Suður- Kóreu og Brasiliu, sem fyrr segir. Af öllum þessum ferðum verður Kóreuferðin einna minnisstæðust, ekki síst vegna fararinnar með Sí- beríuhraðlestinni svonefndu, næst- um því þvert yfir Sovétríkin allar götur til Nahodka, sem stendur við Kyrrahaf, nálægt hinni þekktu hafnarborg Vladivostok. Ogleyman- legar eru mér samverustundir okk- ar Gunnlaugs í þröngum og óvist- legum járbrautarklefa í átta sólar- hringa við slæman kost í mat og drykk, en þeim mun ríkulegri í heimspekiumræðum og við lestur + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ELSU TÓMASDÓTTUR frá Hólmavík, Melhaga 13, Reykjavík. Kristín Tómasdóttir, Valgerður Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.