Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 49c Sturlungu. Þegar endalausar slétt- ur Síberíu runnu framhjá varð Gunnlaugi eitt sinn að orði: „Þá er þar ein Rangárvallasýslan enn“ því að einhvern veginn minnti landslag túndrunnar á landslagið þar. Enn varð það til að treysta vin- fengi okkar Gunnlaugs að við urð- um nágrannar í ágúst 1988, þegar ég flutti á Bergstaðastræti 79, en hann bjó sem kunnugt er í lista- mannahúsinu nr. 74a við þá götu. Gunnlaugur kom stundum hingað heim til að spjalla eða láta mig lesa yfir blaðagreinar sem hann hafði í smíðum og var mér heiður og ánægja að hvoru tveggja. Heimboð Gunnlaugs verða einnig ógleyman- leg þeim sem þau sóttu. Þótt við Gunnlaugur værum að mörgu leyti ólíkir, vorum við sammála um mörg mál sem við ræddum. Áhugi Gunn- laugs og aðdáun á íslenskum forn- bókmenntum og klassískri menn- ingu Rómverja og Grikkja var svo lifandi, að ósjálfrátt hreifst maður með. Gunnlaugur var afburða mála- maður, altalandi á flestar evrópskar þjóðtungur og vel bjargálna á rúss- nesku. Gunnlaugur átti glæsilegan starfsferil, var vinnusamur og hjálpsamur mörgum sem lítils máttu sín. Þrátt fyrir aldursmun og ólík við- horf vorum við Gunnlaugur að mörgu leyti sálufélagar og höfðum svipaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Gunnlaugur var einstak- lega hreinskilinn maður og bjartur í hugsun. Stundum gat hann verið glannalegur í skoðunum svo þeim sem telja sig ábyrgðarfulla og al- varlega þótti nóg um. Skemmtileg- ustu stundir sem ég átti með Gunn- laugi vora þær þegar hann rifjaði upp starfsferil sinn sem ritari Sveins Bjömssonar forseta og dokt- orsnámið í París. í þeim frásögnum sem og öðrum tókst Gunnlaugi að lýsa liðnum tíma, einstökum atburð- um, kynnum sínum af innlendum og erlendum ráðamönnum og öðrum á óvenju lifandi hátt. Gunnlaugur var gæfumaður í einkalífí og lætur eftir sig stóran hóp afkomenda sem margir hafa skarað fram úr ekki síst i listum. Þótt þau Herdís slitu ssamvistum, héldu þau þó vináttu sinni og það er til marks um tryggð Herdísar, að eina skiptið sem ég heimsótti Gunn- laug á Landakot eftir að hann vakn- aði eftir slysið, var hún þar og hélt í hönd hans. Hin síðari ár gerðist Gunnlaugur afkastamikill í blað- skrifum og beindi hann spjótum sín- um einkum gegn því óréttlæti sem hann taldi fólgið í því fyrirkomulagi að afhenda fámennum hópi manna rétt til ókeypis nytja fískistofnanna við Island. Minningu Gunnlaugs verður því varla meiri sómi sýndur en sá, að hvetja menn hvar í flokki sem þeir standa, að knýja á um þá sjálfsögðu kröfu að þjóðin sjálf njóti afraksturs helstu auðlindar sinnar. Manna eins og Gunnlaugs er gott að minnast. Sigurður Georgsson. „Har nogen været uartig her?“ Rödd danska jólasveinsins hljómaði í gegnum rennihurðina hjá ömmu Ellen í Suðurgötu og þögn sló á óþreyjufullan bamaskarann fyrir framan. Engum fannst það þó neitt óvenjulegt að jólasveinninn sem loksins var kominn til okkar krakk- anna skyldi tala dönsku. Þannig hafði það alltaf verið. Mínar fyrstu minningar um Gunnlaug Þórðarson tengjast einmitt jólum, eftirvæntingu og gleði. Þau Gunnlaugur og Herdís voru vön að verja aðfangadags- kvöldi i Suðurgötunni þar sem við fjölskyldan og amma Ellen bjugg- um. Þau snæddu hátíðarmatinn með henni og við bræðurnir komum svo og vonuðum að þau færu nú að verða búin að borða svo að jólin gætu hafíst fyrir alvöru. Þá ríkti ætíð mikil gleði og við gengum í kringum jólatréð. Þó svo að við krakkamir kynnum ekld nema hrafl í flestum sálmunum þá tókum við þó vel undir í laginu ,,“Nu har vi jul i’gen“ og Gunnlaugur stormaði í kringum jólatréð og teymdi allan skarann og Herdís naut sín vel á háu nótunum. Fjölskylda ömmu El- lenar var svo öll saman komin þegar leið á kvöldið og drukkið var súkkulaði með rjóma og við krakk- arnir ærsluðumst um allt húsið fram á nótt. Það var oftast líf og fjör í návist Gunnlaugs, hann var einkar barn- góður og talaði hlýlega og skemmti- lega við alla. Árin liðu, næstu minn- ingar eru frá landinu við Helluvík sem gengur norður úr Elliðavatni. Stórfjölskyldan átti þar arfleifð eft- ir afa okkar Þórð Sveinsson á Kleppi. Mýrai-flákar, hraunhólar og mosaþembur, land sem amma Ellen hafði valið. Á sínum hluta í landi þessu byggði Gunnlaugur og fjölskylda hans sumarbústað og hóf ræktun og jarðabætur sem með tímanum hafa laðað fram þá náttúi-uperlu sem hann sá að bjó í landinu. Þar hefur hann unnið gott verk eins og svo víða annars staðar. Á þeim árum var langt að fara upp að Elliðavatni og við frændur Gunnlaugs vorum oft gestir í fallegum sumarbústað hans. Gunnlaugur var raunar með allra gestrisnustu mönnum sem ég hef kynnst. Hvar sem hann kom dró hann að sér bæði unga sem aldna, nágranna og fólk sem hann kynntist í leik og starfi. Oft höfum við, ég og fjölskylda mín, notið vináttu hans í góðum hópi í frumlegum og skemmtilegum fagnaði, nú síðustu árin í vingjarnlegu og fallega búnu húsi hans við Bergstaðastrætið. í þessu húsi hafði áður búið fornvinur hans og nafni, listmálarinn Gunn- laugur Scheving. Um líf Gunnlaugs og störf, af- skipti af hinum fjölmörgu þjóðmál- um, þar sem hann lét til sín taka og gott af sér leiða verða eflaust marg- ir um að skrifa. Sjálfur hefur hann getið um mörg þeirra í ævisögu sinni sem kom út fyrir nokkrum ár- um og ég veit að mjög margir hafa lesið. Það sem þó e.t.v. hefur mest ein- kennt Gunnlaug Þórðarson á lífs- leiðinni var lífsþorstinn, viljinn til að láta gott af sér leiða, fróðleiksfysnin og kjarkur sem aldrei brást honum. Þegar hann ungur cand. jur. hugð- ist skrifa og verja doktorsritgerð síns um landhelgi íslands við Sor- bonne-háskólann í París á frönsku og prófsesorinn í fyrstu efaðist um að honum tækist sú ætlan, svaraði Gunnlaugur með tilvitnun í franska byltingarleiðtogann Danton „c’est de l’audace" (það er dirfskan), þá skynjaði prófessorinn að Gunnlaug- ur hafði það sem þurfti til að ná ár- angri, þá sem og æ síðan, það var kjarkurinn og dirfskan. Við kveðjum í dag með söknuð í hjarta góðan vin og frænda og þökkum samfylgdina í lífinu. Fjöl- skyldu hans sendum við okkar hlýj- ustu kveðjur. Uggi Agnarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, mai’gs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Vottum ástvinum Gunnlaugs okk- ar dýpstu samúð. Anna Kristín Fenger og Guðrún Helgadóttir. Heill sé þér, Gunnlaugur. Þú vai'st sá skemmtilegasti og merki- legasti maður sem ég hef þekkt. Ef ég hefði ekki kynnst þér væri ég mun fátækari í dag. Ég vil bara þakka þér fyrir þau kynni sem við áttum. Ef ég kemst í hálfkvisti við það sem þú varst mun ég verða ánægður með lífið. Pálmi. Farinn er á vit nýrra ævintýra og til víðari lendna, tengdafaðir minn og vinur, Gulli afi. Gunnlaugur var afi barnanna minna, Skafi í hugum fjölda fólks sem nutu skafmiða- ástríðu hans, Safi enn annarra sem oft þáðu hjá honum eplasafa, Sund- laugur þeirra sem hann hitti í sundi á hverjum degi, en leiftrandi gáfu- maður með sjálfstæða hugsun í hugum þeiira er þekktu hann og reyndu að fylgja eftir hugarflugi hans. Gunnlaugur dó ungur því hann átti svo margt efth’. Hann dó ungur því hann var ungur í anda, þó eldri líkami væri stundum að þvælast fyrir. Hann dó ungur því hann lifði lífinu, lifði lífinu lifandi. Ekki var Gunnlaugur fullkominn frekar en við hin. Hann vildi vera góður en varð stundum of góður. Hann tók svo ærlega til á lóðinni minni í fyrra, að mörgum mánuðum seinna var ég enn að finna brunnar leifar af bílamottunum mínum og dekkjum og öðru „dýrmætu“ efnis- legu dóti sem hafði fundið náð fyrir dugnaði hans, velvild og hjálpsemi, og verið brennt. Þegar kom að ár- vissri tæmingu haughússins var vissara að vakna vel á undan Gunn- laugi, ef maður ætlaði að fá að vera með og vita eitthvað hvað til stóð á sinni eigin lóð. Ef ekki, gat verið komið stórt tré fyrir svefnherberg- isgluggann eða ný grjóthleðsla í innkeyrslunni. Hönnunin kom frá tima Gunnlaugs við lagningu Súez- skurðarins og verktæknin frá þeim tíma er hann var við byggingu Keopspýramídans. Grjótflutningar hans eru frægir, trjárækt hans róm- uð. Aldrei hef ég efast eitt augna- blik um að Gunnlaugur þekkti staði og upplifði atburði, víðs fjarri okkur hinum í tíma og rúmi. Mér var hann sem faðir og vænt- umþykja hans og góðar óskir hlýja mér um hjartarætur. Hann var óþrjótandi uppspretta gamansagna og þjóðsagna. Hann lét sólina aldrei setjast yfir reiði sína. Hann var hann sjálfur. Ég samhryggist ekki neinum yfir fráfalli hans. Ég samgleðst öllum sem voru svo heppnir að kynnast honum og nutu þess að verða hon- um samferða (þó ekki í bíl). Ég samgleðst öllum sem kunnu að meta hann eins og hann var. Síðasta skráning hans í gestabók- ina að Kaldbak hljóðar svo: „Mjög ánægjuleg jól og ég kveð 28. desem- ber barmafullur af þakklæti og gleði. Við reistum og endurnýjuðum tólf vegengla vegna breyttrar inn- keyrslu á Kaldbakssvæðið. Klárum næst. G-afi.“ Sigurjón Benediktsson tannlæknir, Kaldbak. „Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira.“ Svo segir í orðs- kviðum Biblíunnar. Afi var einstak- lega örlátur maður. Hann gaf af veraldlegum eigum sínum; var sí- fellt að færa börnum sínum og barnabörnum og mökum þeirra gjafir, bjóða þeim út að borða, á tónleika, í leikhús. Hann gaf af tíma sínum; var greiðvikinn, ósérhlífmn og hjálpsamur. Og, það sem mest er um vert, hann gaf af sjálfum sér; sýndi fólki áhuga og velvild og var ekki spar á tilfmningar sínar í garð þeirra sem honum þótti vænt um. Afi átti mikið ríkidæmi. Ekki að- eins vegna þess að hann var höfuð stórrar fjölskyldu sem mat hann mikils og að hann hafði á lífsleiðinni eignast góða vini, heldur einnig vegna þess að sá maður er raun- verulega ríkur sem getur glaðst í hjarta sínu yfir því sem ekki tengist persónu hans sjálfs og stendur fyrir utan hans stundlegu tilvist, svo sem gæfu annarra, fegurð listaverka, tign landslags eða bara blómlegum görðum ókunnra samborgara. Hann var að sönnu ákaflyndur og stundum óþolinmóður, en aldrei fjarlægur eða kaldur heldur hlýr og traustur með alla sína miklu návist og prakkaralegu lífsgleði. Hann var sannkallaður mannvinur. Sjálf til- veran var fyrir honum eitt allsherj- arundur. Hún var stöðugt að fylla hann lotningu. Oftlega fannst hon- um hann finna fyrir tilvist æðri máttarvalda og þegar eitthvað gæfuríkt bar til skynjaði hann það sem handleiðslu, blessun. Á nótt- unni bað hann fyrir hverjum og ein- um í fjölskyldunni og ástvinum sín- um áður en hann sofnaði. Afi gaf manni fyrirheit um að ell- in geti verið gleðiríkur tími, og að það að verða gamall hafi ekld bara í för með sér hrörnun heldur fylgi lífsreynslunni þroski og skilningur. Þessi gustmikli maður átti til mikið jafnaðargeð frammi fyrir lögmálum lífsins og duttlungum tilverunnar. Lífsviðhorf hans einkenndist af sáttfysi og þeirri trú að það væri svo margt ofar hverfulum stundar- DAGBJORT HJORDIS GUÐMUNDSDÓTTIR + IIjördís Guð- mundsdóttir var fædd á Steinsnesi við Arnarfjörð 5. júní 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 24. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Þorleifsdóttir, f. 22. okt. 1864, d. 5. des. 1937, og Guðmund- ur Ásgeirsson, f. 11. júlí 1864, d. 16. mars 1923. Hjördís var yngst í stórum systkinahópi, hin voru: Geir- þrúður Jóhanna, f. 4. maí 1888, d. 1889, Kristín Jóhanna, f. 30. ágúst 1889, d. 15. nóv. 1979, Kristjana Sigríður, f. 9. ágúst 1891, d. 9. mars 1966, Jóna, f. 20. apríl 1895, d. 5. júm sama ár, Olafía Ágústa, f. 3. ágúst 1896, d. 1. ágúst 1960, Guð- mundur Krislján, f. 2. nóv. 1898, d. 24. júní 1971, Ásgeir Jón, f. 30. maí 1901, d. 26. des. 1966, Þorleifur, f. 1. sept. 1902, d. 2. maí 1978. Hinn 17. júní 1933 giftist Elsku mamma mín. Nú er ég kveð þig í síðasta sinn þá langar mig til að þakka þér fyrir allt. Þakka þér fyrir að hafa verið til fyrir mig er ég þarfnaðist þess mest Hjördís Magnúsi Sigurbergssyni, f. 2. júní 1902, d. 17. júní 1975. Þau eignuðust eina kjördóttur, Steinunni Birnu, f. 22. jan. 1947, henn- ar maki er Björgvin Heiðarr Árnason, f. 27. júní 1941. Börn þeirra eru fimm: Hjördís, f. 11. des 1967, maki Ásgrím- ur Ágústsson, f. 24. nóv. 1967, börn þeirra: Björgvin Ágúst, f. 26. des. 1991, Birgir Björn, f. 9. ágúst 1996, Steinunn Ásta, f. 5. jan. 1998. Anna, f. 7. aprfl 1970, maki Guðni Hörðdal Jónasson, f. 23. mars 1969, börn þeirra: Árni Steinar, f. 27. maí 1992, og Jónas Heiðarr, f. 10. feb. 1995. Magnús Heiðarr, f. 20. aprfl 1972, maki Eva Hauksdóttir, f. 11. des. 1977. Sigurður Heiðarr, f. 9. okt. 1979, og Björgvin Heiðarr, f. 7. aprfl 1983. títför Hjördísar fer fram frá Hafnarljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að eiga mömmu, þegar foreldrar mínir veiktust, heimilið leystist upp og ég bara þriggja ára. Þú ólst mig upp og aldrei varð ég vör við annað en ég væri þín. Þú gafst svo mikið hag, sem gæfi lífinu gildi; fjöl- skyldubönd, vinátta, náttúrufegurð, list, og það góða og göfuga í mann- eskjunni. Hann talaði um mótlæti sem hann hafði orðið fyrir, von- brigði og erfiðleika án beiskju og biturðar og um giftu, velgengni og sigra fullur þakklætis í garð for- sjónarinnar. Hann var lífsnautna- maður í besta skilningi þess orðs. Hann kunni að þiggja það sem til- veran hefur upp á að bjóða og hann kunni að gefa af sjálfum sér. Kristján Þórður Hrafnsson. Kveðja frá Lögfræðinga- félagi Islands Óhætt er að fullyrða að með Gunnlaugi Þórðarsyni er genginn einn litríkasti lögfræðingur Islands. Gunnlaugur var afar félagslyndur maður og sinnti t.a.m. félagsmálum Lögfræðingafélagsins mjög vel. Hann var fastagestur á fundum fé- lagsins og málþingum og tók hann jafnan til máls á þessum samkom- um. Ræður hans voru ávallt stuttar og hnitmiðaðar og ef hann hafði ekkert um viðkomandi málefni að segja, sagði hann bara gamansögu ótengda efninu og þakkaði ræðu- mönnum erindin. Oft gaf hann ræðumönnum vitnisburð um ræður þeirra og var þá ófeiminn við að segja sína meiningu. Nærvera Gunnlaugs setti svip á slíkar sam- komur. Undirritaður átti þess kost að kynnast Gunnlaugi enn frekar, því hann hafði það fyrir vana að koma í eftirmiðdagskaffi á miðvikudögum á lögmannsstofu okkar félaganna hér í Lágmúlanum. Aðal erindi hans var að hitta vin sinn Guðmund Ingva Sigurðsson og spjalla við hann. Gunnlaugur kom jafnan inn úr dyr- unum með stæl og spurði hvort aðal lögmaður íslands væri á staðnum. í þessum heimsóknum sagði Gunn- laugur frá því helsta sem hann hafði frétt úr heimi lögmanna og lögfræð- inga og spurði frétta af mönnum og málefnum. Það var engin lognmolla í kaffitímunum þá dagana. Ég þakka Gunnlaugi góða við- kynningu og votta fjölskyldu hans samúð. Helgi Jóhannesson hrl. • Fleiri minniiigargreinar um Gunnlaug Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. af sjálfri þér, bæði mér og öðrum. Vertu sæl, elsku mamma mín. Guð geymi þig. Þín dóttir, Steinunn Birna. Elsku Dísa mín. Ég minnist ætíð fyrsta dags vetrar 1987, það er dagurinn sem færði mér hamingjuna. Þann dag kynntist ég dótturdóttur þinni og nöfnu. Að fá Dísu mína eina var yndislegt en fyrir að eiga ykkur nöfnur báðar að fæ ég aldrei fullþakkað. Ég þakka þér hve hlýlega og innilega þú tókst mér, þakka þér þitt glaðlega og hlýja viðmót og ég þakka þér þá skilyrðislausu ástúð sem þú ávallt sýndir mér. Ég gleðst yfir því að nú heldur þú til betri heima, þar sem hrjáður og lúinn líkami hamlar ei meir. Ég bið góðan Guð að geyma þig í faðmi sínum. Ásgrímur. Ég man leikina sem ég lék ungur. Oft leitaði ég til þín og sjaldan þá frá þér vék. Þú varst allra best, amma mín. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þarfnaðist þín hvað mest. Mér mun alltaf þykja jafn vænt um þig. Þú ert oft í huga mér er sólin sest. Ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér, sakna þess að sitja og spjalla. Þú ert besta amma sem nokkur á, öll mín bestu ljóð fjalla um þig. Hvenær sem leitaði ég til þín, gafstu mér tíma þinn. Ef ég grét þá komstu til mín, Og blíðlega sefaðir grát minn. Sigurður Heiðarr og Björgvin Heiðarr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.