Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 54

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 54
<f54 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Smáfólk HEY' U)UO 5AIP YOU CAN PITCH ? YOU THROU) LIKE MY6RANDM0THER.' 1 í í i íArdih, es Jjip e& i M-H- £& ee í Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvatning til lækna fyrir reyk- lausa daginn! Frá Guðjóni Bergmann: NÚ LÍÐUR senn að reyklausa deginum. A honum beinum við sjónum okkar að reykingum, hvetj- um þá sem reykja til að hætta (allavega leggja sígarettuna til hliðar í einn dag), skoðum það sem vel hefur farið í baráttunni við tó- bakið og síðast en ekki síst skoðum við það sem betur má fara. Einn er sá hópur manna og kvenna sem hefur mikil áhrif á okkur heilsu- farslega allt okkar líf. Sá hópur hefur starfsheitið læknar. Læknar hafa tekið á sig gífurlega ábyrgð með starfa sínum, heitið því að lækna sjúka og stuðla að heilbrigði almennings. Ekki vil ég meina með þessum skrifum mínum að allir læknar eigi þar með að vera fuli- komnir, en viðurkenna verður að starfsheitið læknir ber með sér meiri ábyrgð en önnur gagnvart heilbrigði, líkt og starfsheitið slökkviliðsmaður ber með sér meiri ábyrgð gagnvart eldi. Læknar eru vel flestir menntað- ir um allt það sem snýr að heil- brigði og hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum um skaðsemi tóbaks, oft langt á undan almenn- ingi. Því vil ég meina að læknar hafi gífurlegt fordæmisgildi og séu teknir mjög alvarlega sem fyrir- myndir. „Ef menn með allar þessar heilbrigðisupplýsingar reykja, af hverju ætti ég þá að hætta?“ er spuming sem réttlætir mjög auð- veldlega reykingar þess sem ekki lifir af því að lækna aðra. Reyking- ar voru útnefndar sem einn mesti skaðvaldur aldarinnar af Samein- uðu Þjóðunum - þetta vita allir. Það vita líka allir um mannrétt- indabrotið sem felst í því að stuðla að óbeinum reykingum, þvi þú mátt jú gera allt sem þú vilt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Læknar bera gífurlega ábyrgð gagnvart sjúklingum sínum, þeim sem læknana þekkja og þó sérstak- lega yngri kynslóðinni sem trúir blint á mátt vestrænna lækninga líkt og svo margir aðrir. Beiðni mín í þessari grein snýr að þeim sem bera starfsheitið „læknir" og reykja. Takið á ykkur þá ábyrgð sem felst í starfsheitinu og nýtið reyklausa daginn til að drepa í til frambúðar, ykkur sjálf- um og öilum þeim sem þið komist í samband við til heilla. Boltinn er hjá ykkur, nýtið færið vel, ég treysti því að þið skynjið mikilvægi þess sem ég er að segja. GUÐJÓN BERGMANN, námskeiðahaldari og ritstjóri tímaritsins Lífið sjálft. Þekking og vanþekking Frá Þorsteini Guðjónssyni: EKKI kann ég beint við það hjá Tryggva V. Líndal, að telja einna líklegasta til framtíðar-frægðar hér á landi, auk Jóns Sigurðssonar forseta: báða foreldra sína (sem voru reyndar, að því ég best veit, heiðurs-fólk) og sjálfan sig! Eigið ágæti telur Tryggvi upp í sex Uð- um, móður sinnar í þrem, en föður sínum lætur hann duga eitt stig. Reyndar segist hann taka þessa Uði sem dæmi, en þó kemur þeta svona út hjá honum. Einhverjir láta sér eflaust detta í hug, að maðurinn sé að gera að gamni sínu, en það held ég sé tál- von. Ég fór að leita að ástæðu þess að jafngreindur maður og TVL fer að snúast svona algerlega um sig og sitt; grunur minn féll strax á lélega heimspeki, enda þóttist ég brátt finna það, sem gæti verið orsökin. TVL segir nefnilega í inngangs- orðum sínum: „Því eina vonin til að minning einhvers lifi, eftir að hann og sam- tíðarmenn hans eru látnir, er að sagnfræðingar framtíðarinnar sjái ástæðu til að geta tilvistar hans að ráði.“ (!) TVL heldur að hann verði að engu, þegar lífi hans lýkur hér, og veldur það honum áhyggjum. Villa hans og vanþekking er sú, að hann hefur ekki skilið þau rök, sem sanna framhald lífsins, eftir að það fjarar út úr ellimóðum líkama. Jakob Líndal, bóndi og jarðfræð- ingur á Lækjamóti, afi TVL, varð ágætur af fræðum sínum, þótt ekki væri það framlífsfræði sem hann stundaði - en þó segir hann í lok langrar og vel saminnar ritgerðar: „Kynni mín af áreiðanleik og skarp-skyggni ...[annars jarðfræð- ings] ... styðja trú mína á því, að honum hafi auðnast að komast lengra áleiðis á enn erfiðari svið- um, en almenningur gerir sér, sem stendur, grein fyrir.“ (1942) Maðurinn, sem Jakob Líndal á þarna við, var einmitt sá skarp- leiksmaður, sem af mestu viti hefur fengist við framlífsfræði - á hnett- inum Jörð. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Hæ! Hver segir að þú getir kastað? Amma þín er örvhent! Þú kastar eins og hún amma min! Þú kastar eins og María frænka! Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.