Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 55

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 BRÉF TIL BLAÐSINS Fjöldi vinnudaga fyrir skyldugreiöslum til lifeyrissjóöa og hins opinbera iou - TbU - D) zu - U -r Ár Skattadagurinn 29. maí 148 daga að vinna fyrir sköttunum Frá Soffíu Kiistínu Pórðardóttur: HEIMDALLUR, félag ungi-a sjálf- stæðismanna í Reykjavík bendir skattgreiðendum á þá staðreynd að 29. maí er sá dagur er þeir hætta að vinna fyrir skyldu- gi’eiðslum til hins opinbera. Skatta- dagurinn er reikn- aður út sem hlutfall útgjalda ríkis og sveitarfélaga ásamt iðngjöldum lífeyris- sjóða af vergri landsframleiðslu. Miðað er við tölur síðasta árs frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka. Út> gjöld itMs og sveitarfélaga og iðgjöld lífeyrissjóða á síðasta ári voru 212,9 milljarðar króna og verg landsfram- leiðsla 528,2 milljarðar. Skattbyrði landsmanna er því 40,4% sé þetta hlutfall notað. Hinn 29. maí eru þessi 40,4% að baki og þar með 148 vinnu- dagar fyrir hið opinbera. Þá er liðið sama hlutfall ársins og skattheimta er sem hlutfall af landsframleiðslu. Ekki verið fyrr á ferðinni í áratug Síðan Heimdallur hóf að minna á skattadaginn, fyrir 3 árum, hefur hann verið að mjakast framar á árið almenningi í hag. Nú er svo komið að hann hefur ekki verið fyrr á ferðinni í áratug eða síðan 1988 eins og með- fylgjandi súlurit sýnir. Meginástæð- an fyrir því að miðað hefur í rétta átt undanfarin ár er að hægt hefur á út- gjöldum hins opinbera og á sama tíma hefur landsframleiðslan aukist og hagvöxtur verið meiri en áður. Það sem mesta athygli vekur á súlu- ritinu er þó hið mikla stökk aftur á við milli áranna 1988 og 1989 en þá var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, fjármálaráðherra. Við meg- um þakka traustri fjármálastjórn í ráðherratíð Friðriks Sophussonar það að skattadagurinn hefur færst í rétta átt síðastliðin 3 ár. Lægri skattar, hagur allra Það eru vissulega gleðilegar frétt- ir að Skattadagurinn skuli færast framar á árið og nauðsynlegt er að þessi þróun haldi áfram. Tekju- skattslækkanh’ núverandi ríkis- stjórnar eru fagnaðarefni en fleira er skattur en tekjuskattur. Það er ekki aðeins tekjuskatturinn sem hverfur úr launaumslagi hvers launaþega heldur tínir ríkið stóran hluta af launum almennings í sinn vasa með ýmsum hætti eins og t.d. skylduá- skrift að ríkisútvarpinu og skyldu- gi-eiðslum til verkalýðsfélaga. Af öll- um seldum vörum er einnig greiddur skattur sem er neytandanum ekki mjög sýnilegur því kaupmönnum er skylt að auglýsa vörur sínar með virðisaukaskatti. Lægri skattar eru hagsmunamái allra landsmanna. Lægri skattar á fyrirtæki verða til þess að vöruverð lækkar og sam- keppnisstaða þeirra eykst. Lækkun óbeinna skatta eins og t.a.m. þeirra sem lagðir eru á bensín lækka vöru- verð verulega og auka þar af leiðandi kaupmátt almennings. Eina aðalfor- senda kjarabótar fyrir landsmenn og efnahagslífið í heild er að hið opin- bera stígi á útgjaldahemilinn og lækki skatta. SOFFÍA KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, varaformaður Heimdallar. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig í tilefni af áttrœðisafmœli mínu með nœrveru sinni, skeytum, blómum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Kristjánsson, Arskógum 6. DekaIopp FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ • Epoxy inndælingarefni • Epoxy rakagrunnur • Epoxy steypulím • Steypuþekja IBNABARQÓLF Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sfmi: 564 1740, Fax: 554 1769 BEKO fékk viðurkennincju í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin. Myndlampi Black Matrix 100 stööva minni Allar aðgerðir á skjá Skart tengi • Fjarstýring Aukatengi f. hátalara íslenskt textavarp Umboðsmenn: Æ Lógmóla 8 • Sími 533 2800 Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfiröinga. Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi.Rafverk.Bolungarvík. tó Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstööum. J Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúösfiröi. Kf. Stööfirðimga, Stöðvarfiröi. ^ Suðuriand: Mosfeil, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg.Grindavík. 5 mm Skapti Hallgrímsson lýsir ástandinu í Sarajevo tveimur árum eftir lok stríðsins. í blaðinu á sunnudaginn. StOtNAO MWJAjSJhS*' fms

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.