Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 29.05.1998, Síða 56
;Í6 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SIGRUN FANNLAND Hjá traustum Tindastóli í túni spratt ein hvönn. (M.Joch.) Fyrir réttum níutíu árum fæddist Sigrún Fannland við rætur Tindastóls þar sem heitir að Ingveldar- stöðum á Reykja- strönd. Líklegt er að hún hafi ekki verið sér- stakt óskabam. Móðir hennar var ógift og iáðemi ekki skráð í kirkjubók. Ungri var henni komið í fóstur til vandalausra. Heppin var hún með fósturforeldra sem bjuggu að Innstalandi í sömu sveit. Sést það vel af kvæði sem hún orti fullorðin um fóstra sinn. Ekki mun þó hafa verið mulið undir hana í bernsku. Þó að hún væri prýðilega greind varð skóla- gangan ekki nema nokkrar vikur. Árið 1931 giftist hún Páli Svein- björnssyni bifreiðastjóra, ættuð- um úr Húnaþingi, og áttu þau lengst af heimili á Sauðárkróki. Börnin urðu sex, fimm synir og sein dóttir, og fæddust öll áður en heimsstyrjöldin síðari færði Is- lendingum stríðsgróðann og með honum stórum betri lífsskilyrði en verið höfðu í landinu frá upphafi byggðar. Engu að síður urðu börnin dugmikið, listfengt og gott fólk enda tóku þau í arf þá eigin- leika sem eru meira virði en gnótt fjár. Páll og Sigrún slitu samvistum og hún fluttist til Keflavíkur árið 1961. Þá voru flest börn hennar áÉk ......J______. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 búsett þar. í Keflavík hefur hún átt heima síðan, elst fallega og unir sér vel. Grunar mig þó að Skagafjörð- urinn, þar sem hún átti bemsku- og æsku- árin og ól upp börnin sín, sé henni öllu kær- ari og hugstæðari en eldbrunnið Reykja- nesið. Eins og fyrr segir hlaut Sigrún Fannland ekki mikla skóla- menntun. Hún er þó betur menntuð en margur sem státar sig af langri setu á skólabekkjum og háum prófum. Hún er afar vel heima í íslenskum bókmenntum og þá ekki síst ljóðum. Og íslenskt mál hljómar fallega á tungu hennar. Ymsir vissu að Sigrún var prýðilega hagmælt eins og hún átti kyn til. Þegar farið var að at- huga ljóð hennar og stökur kom í ljós að þar var margt með ágæt- um gert, sumt jafnvel tær skáld- skapur. Ur kveðskap hennar var valið og bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út ljóðabókina Við arininn, afar smekklega enda útgáfan í höndum meistarans Hafsteins Guðmunds- sonar. Sigrún var þá um sjötugt. Litla stúlkan, sem leit dagsins ljós við rætur Tindastóls fyrir níu áratugum, getur horft glöð yfir far- inn veg. Hún á fjölda myndarlegra afkomenda. Listfengir era þeir margir eins og ættmóðirin níræða, sumir syngja, aðrir mála - og allt er það einstakt öndvegisfólk. Sjálf er hún af þeim góðmálmi gerð sem eldraunina stenst eins og segir í helgri bók. Lífsviðhorf sitt bindur hún í fjórar línur og vildi margur þá Lilju kveðið hafa: Alltaf verða einhver ráð auðs þó lækki sólin meðan gefur Guð af náð gull í Tindastólinn. Við Björg sendum vinkonu okk- ar hugheilar árnaðaróskir. Bless- un fylgi henni og niðjum hennar öllum. Ólafur Haukur Árnason. Tískuverslun Kringlunni Anna og útlitið gefur lit- og fatastíls- ráðleggingar út frá vaxtarbyggingu, áhugamálum og atvinnu í dagá milli kl. 14—17. AliA Morgunblaðið/Ásdís. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ofund? VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég vil taka undir grein Kristins Péturssonar, „Erfðagreining og öfund“ sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. maí. Mér datt það sama í hug þegar öll þessi mótmæli og skrif komu upp gegn Kára. Datt mér þá líka í hug Einar Benediktsson og viðbrögðin við því þegar hann kom með eitthvað til framfara. Ég segi að þetta sé öfund.“ Sesselja Á. Einarsdóttir. Brennuvargar Á HVERJU ári gerist það, því miður, að kveikt er í sinu og afleiðingarnar verða stundum þær að tjón verður á trjágróðri. Þetta á sér bæði stað á höfuðborg- arsvæðinu og úti um lands- byggðina. Þeir sem þetta gera hljóta annaðhvort að vera óvita böm eða full- orðnir sem haldnir eru brennuæði. Slíkir brennu- vargar kveikja í ruslatunn- um, brennanlegu dóti og jafnvel í húsum. Það er ekki andskotalaust að slíkt fólk skuh ganga laust, en eðlilegast væri að því væri komið fyrir bak við lás og slá. Fyrir skógræktarfólk er það ekkert spennandi að eiga á hættu að brennu- vargar kveiki í trjágróðri, Nóg er að ferfætt húsdýr, svo sem sauðkindin, eyði gróðri, þó ekki komi til liðs við hana tvífættar, ruglað- ar manneskjur. Það hlýtur að vera verk- efni þeirra sem semja lög að setja ströng refsiákvæði gegn íkveikjum, hvort sem þær eiga sér stað úti í nátt- úrunni eða í eða við hús í þéttbýli. Verði þetta ekki gert getur sú staða komið upp að skóglendið í Elliða- árdalnum eða í Öskjuhlíð- inni verði einn góðan veð- urdag eldsmatur, af völd- um brennuvarga. Eyjólfur Guðmundsson. Tapað/fundið Seðlaveski týndist SEÐLAVESKI týndist sl. sunnudag við Nóatún. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 562 1711. Nokia GSM-sími týndist NOKIA GSM-sími, lftill, týndist við Nóatún á Háa- leitisbraut sl. laugardag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 892 8221. Línuskautar týndust DÖKKGRÆNIR og svart- ir línuskautar CCM í svört- um bakpoka týndust í strætisvagnaskýli leið 140, í Garðabæ, þriðjudaginn 26. maí. Skilvis finnandi hafi samband í síma 854-4752. Hálsmen týndist VÍRAVIRKIS hálsmen týndist í Landsbanka- hlaupinu laugardaginn 23. maí í Laugardalnum eða Húsdýragarðinum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 5932. Dýrahald Þessi kisa er týnd ÞESSI fallegi köttur hvarf frá heimili sínu Hring- braut 65 í Hafnarfirði fyrir viku. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa séð hann eða geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlega hafið samband við Fann- eyju f síma 555 0551. Læða og kettlingur óska eftir heimili 1 ÁRS gömul læða óskar eftir heimili vegna flutnings, einnig er kettlingur á sama stað sem óskar eftir heimili, með eða án móður. Upplýs- ingar í síma 555 2441. Læða óskar eftir heimili VIÐ óskum eftir heimili fyrh 6 mán. læðu. Upplýs- ingar í síma 567 2150 og 568 5450. Grár páfagaukur í óskilum GRÁR páfagaukur með græna bringu fannst í Nauthólsvíkinni sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 551 3045. Spegill, spegill herm þú mór... Víkverji skrifar... ADÖGUNUM var Víkverji á ferð í Berlín og er skemmst frá því að segja að fáar heimsóknir til út- landa hafa verið jafnáhrifamiklar. Það er ótrúlegt að koma til borgar- innar og verða vitni að þeirri upp- byggingu sem þar á sér stað um þessar mundir. Hvert sem litið er má sjá bygg- ingakrana og iðnaðarmenn að störf- um. Heilu hverfin eru að rísa þar sem áður var einskis manns land á mörkum austurs og vesturs. Verið er að endurbyggja þinghúsið og þangað mun þýzka þingið flytja á næsta ári. Verið er að reisa nýjar byggingar fyrir forsetann og kansl- arann. Verið er að reisa ný hús eða gera upp eldri hús þar sem stjóm- sýslan mun verða í framtíðinni. Er- lend sendiráð eru að koma sér fyrir í borginni. Þar á meðal öll sendiráð Norðurlandanna, sem verða á sömu lóð nálægt miðborginni. Stórsnjöll hugmynd, sem hefur verið útfærð á mjög skemmtilegan hátt. Víkverji er ekki í nokkrum vafa um að Berlín verður innan fárra ára orðin nokk- urs konar höfuðborg Evrópu. XXX VÍKVERJI kom til Austur- Berlínar fyrir rúmum 20 árum. í endurminningunni er það ömur- leikinn einn sem situr eftir. Borgin var grá og ljót og fólkið þrúgað enda vaktaði Stóri bróðir hvert fót- mál. Ekki varð þverfótað fyrir mönnum sem vildu skipta á vestur- þýzkum mörkum í austur-þýzk. Op- inbera gengið var það sama en á svörtum markaði var gengi vestur- þýzka marksins margfalt hærra. Alger umskipti hafa orðið síðan þá. Um það sannfærðist Víkveiji þegar hann heimsótti þann hluta borgar- innar, sem áður tilheyrði Austur- Þýzkalandi. Fólkið er frjálst í fasi og án þvingana og kvöldlífið blómstrar nú en var nánast óþekkt áður. Berlínarmúrinn alræmdi er horfinn nema hvað varðveittur er rúmlega eins kílómetra langur kafli til að minna fólk um ældur og ævi á ógnir kommúnismans. Það er vissulega áhrifamikið að standa undir þessum múr nú til dags og hugsa til baka. XXX EINHVERRA hluta vegna leggja fáir íslendingar leið sína til Berlínar. Líklega er það vegna þess að í þeirra huga er Berlín enn- þá einangruð borg með sögu sem mörkuð er erfiðleikum síðustu ára- tuga. Knut Hánschke, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, tók nýlega við stöðu yfirmanns Þýzka ferðamálaráðsins í Kaup- mannahöfn. Hann hefur mikinn áhuga á því að auka straum ís- lenzkra ferðamanna til Þýzkalands og beinir augum sínum sérstaklega til Berlínar. Víkverji trúir því að á næstu árum muni ferðum íslend- inga til Berlínar fjölga umtalsvert. Fólk verður ekki svikið af því að fara þangað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.