Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 60

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 60
£0 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Mad City með Dustin Hoffman og John Travolta í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Costa-Garvas. Fyrstur með fréttina MYNDIN Mad City fjallar um Max Brackett (Dustin Hoffman) sem var sjón- varpsfréttamaður í fremstu röð og flestum fremiú í því að ná í fréttina og koma henni út til fólksins. En fréttamennska Max virti ákveðin mörk gagnvart öðru fólki og þess :»?vegna missti hann vinnuna hjá stóru sjónvarpsstöðinni og er farinn að vinna fyrir litla sjónvarpsstöð í smábæ í Kaliforníu. En Max er búinn að sleikja sárin og er reiðubúinn að gera það sem þarf til þess að hann geti komist aft- ur til New York og „út í djúpu laug- ina“ og hann grípur tækifærið þeg- ar það gefst. Það gerist þegar Max kemur til þess að taka viðtal við yfirmann Náttúrufræðisafnsins á staðnum (Blythe Danner) en hún er þá upp- tekin - af því að Sam Baily (John Travolta), sem var rekinn úr starfí öryggisvarðar við safnið, er búinn að taka yfirmanninn í gíslingu og í> miðar á hana byssu. Sam er fjölskyldumaður og hann ætlaði bara að tala við yfirmanninn og fá hana til þess að endurskoða ákvörðunina um að Spara í rekstrin- um með því að leggja starfið hans niður en hún neitaði að hlusta svo hann dró upp byssuna. Max er í ótrúlegri aðstöðu og get- ur einn sent beint út frá gíslatök- unni og verið I sambandi við stóru stöðvarnar, sem sýna málinu áhuga og rjúfa útsendingar sínar til þess yað koma málinu á framfæri. Max veit að meðan hann getur haldið þeim við efnið með þessari sögu á hann möguleika á að láta rætast drauminn um nýtt tækifæri meðal hinna stóru. Stórstjörn- urnar Hoff- man, tvöfald- ur óskars- verðlaunahafi sem þekktur er úr Toots- ie, Outbreak og ótal mörgum öðrum myndum, og Tra- volta, sem er nýbúinn að leika í myndum á borð við Get Shorty, Phenomenon og Face/Off eru í aðal- hlutverkum myndarinnar. Hoffman segir um hlutverkið sitt: „Ég sagði við Costa að ég vildi leika í mynd- inni en mikilvægasti þáttur mynd- arinnar væri leikarinn sem léki hitt hlutvekrið. Ég þekkti Travolta ekki persónulega en þegar ég las hand- ritið fannst mér strax að hann væri lykillinn að myndinni, ég gat ekki ímyndað mér neinn annan leikara sem hefði sömu blöndu af hæfileik- um.“ John Travolta segist strax hafa fallið fyrir tækifærinu til að leika Sam: „Ég held að fóik sé gott í eðli sínu en ’stundum lendir það í að gera slæma hluti, sérstaklega þegar það missir fótanna. Það býr gott og vont siðferði inni í okkur öilum. °g Sam með- Hann á konu og krakka sem hann þarf að sjá um og hann missir vinnuna og sleppir sér. Hvernig á hann að láta endana ná saman?“ segir Travolta. Leikstjóri myndarinnar er Costa- Gavras, gríski leikstjórinn, sem áð- ur hefur m.a. Ieikstýrt myndum á TTI A '/ l\Jinniv>A* DUSTIN Hoffman leikur fréttamanninn Max. JOHN Travolta leik- ur hinn örvænting- arfulla fjölskyldu- föður, Sam. Verkefnið er svo leyniiegt að á jafnvel hann ekkfitifðfluRj www.samfilm.is FORSYIUIMG I KVOLD Islenskir heiðursgestir hjá USO á Keflavíkurflugvelli ÁSGEIR Ás- grímsson, Júlíus P. Guðjónsson, Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna og Daniel L. Kloeppel flota- foringi og yfir- maður Varnar- liðsins, voru heið- ursgestir á hátíð- arkvöldi USO, Sameinuðu þjón- ustusamtakanna á Keflavíkurflug- vellil, ásamt þeim Snorra Snorrasyni og Jóhanni D. Egils- syni. USO eru sjálfboðaliðasam- tök sem hafa það markmið að létta liðsmönnum Bandaríkja- hers og fjölskyldum þeirra lífið og stuðla að samskiptum milli þeirra og almennra borgara um víða veröld. Vegna sérstöðu Bandaríkjahers hér á landi er fé- lagsheimili USO inni á Keflavík- urflugvelli og er þar að finna veitingasölu og minjagripaversl- un, en USO stendur einnig fyrir skoðunarferðum og hópferðum á ýmsa viðburði utan varnarsvæð- isins og setur upp skemmtidag- skrár. 0\[ætur£aímn Smiðjuvegi 14, %ppavofji, sími 587 6080 I kvöld og laugardagskvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress! J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.