Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnvöld heimila flutning á háhyrningnum Keiko til landsins Valið stendur eink- um milli Eskifjarðar og Vestmannaeyja Morgunblaðið/RAX DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og Robert A. Ratcliff, aðstoðarfor- stjóri Frelsið Willy-Keiko stofnunarinnar, takast í hendur eftir að því hafði verið lýst yfir að íslensk stjórnvöld veittu leyfi til flutnings á Keiko til íslands. Á myndinni eru einnig Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra, Albert Jónsson í forsætisráðuneytinu og Lenny Cornell hjá Frelsið Willy-Keiko stofnuninni. ÍSLENSK sljórnvöld hafa ákveð- ið að heimila flutning á háhyrn- ingnum Keiko til Islands en munu ekki hafa afskipti af stað- arvalinu. Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, sagði að yfirdýra- læknir og dýra- verndarráð hefðu farið yfir umsókn- ina og íslensk stjórnvöld sæju ekk- ert því til fyrirstöðu að veita leyfi til flutnings á liáhyrn- ingnum til Islands. Þó eru gerðir þeir skilmálar að „Frels- ið Willy-Keiko stofn- unin“ taki fulla ábyrgð á velferð dýrsins við flutning og eftir að hann er kominn á sinn stað, beri allan kostnað af því að koma honum fyrir og venja hann við og af lausn hans í íslenskt hafsvæði ef því kemur. Forsætisráðherra afhenti full- trúum Frelsið Willy-Keiko stofn- unarinnar bréf þar um að við- stöddum blaðamönnum 1 Ráð- herrabústaðnum í gær. Robert A. Ratcliffe, aðstoðarforstjóri Willy-Keiko stofnunarinnar, af- henti síðan forsætisráðherra bréf þar sem stofnunin ábyrgist velferð háhyrningsins á meðan hann lifir. Forsvarsmenn Willy-Keiko stofnunarinnar inntu forsætis- og umhverfisráðherra eftir því hvort þeir hefðu tillögu um stað- arval. Forsætisráðherra sagði að ekki hefði verið ákveðið hvar við landið Keiko verður og að ákvörðun um það yrði í höndum stofn- unarinnar og heima- manna. Ratcliffe sagði að valið stæði milli Eskifjarðar, Vestmannaeyja en einnig annarra staða. Ráðgert væri að skoða þessa staði lítil- lega meðan á heim- sókn forsvarsmanna stofnunarinnar stend- ur og myndu þeir leggja fram tillögu um staðarval og tíma- setningu flutningsins á fundi með stjórn sjóðsins snemma í næstu viku. Breytt afstaða stjórnvalda Forsætisráðherra sagði að stjórnvöld hefðu breytt um af- stöðu frá því sem áður hefði ver- ið. „íslensk stjórnvöld höfðu hafnað því að hingað mætti flylja dýrið. Við vitum að það er áhugi fyrir því víða. Það gæti út af fyrir sig haft frekar jákvæð áhrif á nafn og ímynd Islands fremur en neikvæð. Sumir telja að þetta muni hafa mikið gildi sem landkynning. Ef svo er þá er það ágætt en það er ekki það sem ræður okkar afstöðu. Við teljum að samtökin ætli að standa vel að málinu og þess vegna teljum við þetta rétt,“ sagði Davíð. Ratcliffe sagði að kostnaður við flutninginn á Keiko hingað til lands næmi um 2,5 milþ'ónum dollara, um 175 milljónum kr. Þar af nemur kostnaður við byggingu sjókvíar og flutningur á henni um einni milljón dollara. Ráðgert er að sex til sjö þjálfar- ar komi með Keiko til landsins sem annist þjálfun háhyrnings- ins og veiyi hann við hinar nýju aðstæður. Stefnt er að því að Keiko komi hingað í september en von er á sjókvínni innan skamms og verður hún strax flutt á þann stað sem valinn verður og sett þar saman. Ratcliffe sagði hugsanlegt að bíða yrði með flutning á Keiko fram á næsta vor. Gífurlegur áhugi á Keiko Lenny Cornell, hjá Frelsið Willy-Keiko stofnuninni, segir að gífurlegur áhugi sé fyrir Keiko í Bandaríkjunum og vel- ferð hans og ferðalögum. „Við fáum gríðarlegan fjölda bréfa og almenningur er afar áhuga- samur um alla umfjöllun um Keiko í fjölmiðlum. Ég held að íslendingar eigi eftir að verða varir við gríðarlegan áhuga fjöl- miðla á landinu þegar Keiko kemur til landsins," sagði Com- ell. Hann telur fullvíst að koma Keiko til íslands eigi eftir að auka verulega ferðamanna- straum til landsins. Hjálmur bjargaði TALIÐ er að hjálmur hafi bjargað lífi sjómanns á Jóni Kjartanssyni SU 111 frá Eskifirði þegar bóma í krana með nót féll á manninn. Öx- ull í vökvatjakki kranans gaf sig þegar hann var prófaður í fyrsta sinn eftir gagngerar breytingar sem gerðar voru á Jóni Kjartans- syni í Póllandi fyrir skemmstu. Emil Thorarensen, útgerðar- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar, sem gerir út Jón Kjartansson, segir að skipið hafi lagt úr höfn í fyrrakvöld til veiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. Aður en komið var á miðin var ákveðið að prófa svokallaðan nótaleggjara sem leggur nótina ofan í nótakassa í skipinu. Þetta var byrjunin á ver- tíðinni því breytingar á Jóni Kjart- anssyni hafa staðið yfir síðastliðna níu mánuði. Helmingur áhafnarinnar var í nótakassanum Emil segir að tekið hafi verið prufukast. Þegar búið var að draga um helming nótarinnar brotnaði vökvatjakkur og féll bóman niður í nótakassann. Þar var helmingur áhafnarinnar. Einn úr áhöfninni varð undir nótinni og fékk síðan bómuna einnig yfir sig. Honum tókst fljótlega að losa sig. Hjálmur á höfði hans brotnaði og var það álit manna að hjálmurinn hefði jafnvel bjargað lífi mannsins. Hann skarst á enni og marðist á fæti. Skipinu var snúið til hafnar og gekkst maðurinn undir læknis- rannsókn. Hann hugðist fara aftur með skipinu út á sjó í nótt sem leið. Hraðfrystihús Eskifjarðar sendi flugvél eftir nýjum tjakki til Nor- egs og var von á honum seint í gærkvöldi. Davíð Oddsson birtir bréf sitt til Sverris Hermanns- sonar frá 21. febrúar 1996 FORSÆTISRÁÐH ERR A Svcnir Hennaniuson. banJcastjón Landabanka ísiands Austiirstrctí II 101 Reykjavík Reykjavík, 21. februar 1996. Sverrir, Mér finnst þú fara offari. Ég gati beigt núg út og sagt að þesur snillingar ( að vaxtapfna landið. Þeir tzkju ekki eftír því þegar strákur á þeirra snœmm týndi fyrir þeim 900 míljónum!! - og viðikiptavinum vzri vafningalausl sendur reikningur. Þetta mun ég eklcj segja, ea ef þið lagið ekld þvæluna, sezn þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er þaö endanlegt daemi þess að’þíð vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá tíl þess fyrr en nokkum grunar að nwm Ifnml að hanlcarmm sem vití hvað þexr eru bö gera. Ég vil fá svar firá þér - annað en skætíng í fjðlmiöhim - tínx - þvf ég mun cfcki sitja fengsr kyrr. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti bréf, sem hann sendi fréttamanni Stöðvar 2 í gær, en fréttamaðurinn hafði með til- vísun til upplýsingalaga óskað eft- ir að fá í hendur bréf það, sem for- sætisráðherra skrifaði Sverri Hermannssyni, þáverandi banka- stjóra Landsbanka Islands hinn 21. febrúar 1996. Bréf forsætis- ráðherra til fréttamanns Stöðvar 2 fer hér á eftir í heild: „Hr. Þór Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Lynghálsi 5, 110 Reykjavík. Reykjavik, 9. júní 1998. Vísað er í bréf þitt dagsett 4. júní, þar sem óskað er birtingar á tilteknu bréfi með vísan í upplýs- ingalög. Bréf það sem vitnað var til var að mati bréfritara einka- bréf og ekki ætlað til birtingar. Því var af hans hálfu ekki tekið af- rit af bréfinu. Móttakandi bréfs- ins, Sverrir Hermannsson, fv. bankastjóri Landsbanka Islands, hefur bersýnilega litið eins á, því hann fór með bréfið úr bankanum, sem honum var óheimilt sam- kvæmt starfsreglum, nema um ótvírætt einkabréf væri að ræða. Eftir að Sverrir Hermannsson birti glefsur úr bréfinu opinber- lega óskaði forsætisráðherra eftir því að hann afhenti sér ljósrit af bréfinu, sem hann gerði. Þrátt fyrir þennan aðdraganda og stöðu bréfs þessa sem einka- bréfs er ákveðið að verða við til- mælum Stöðvar 2 af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hefur þegar verið birtur hluti úr bréfinu úr tengslum við það efni, sem bréfið varðaði. I annan stað vill ráðu- neytið, sem beitti sér fyrir setn- ingu upplýsingalaga, hafa það svo, að þar sem um vafa á birtingu sé að ræða, sé rétt, eins og kostur er, að túlka hann þröngt. Ohjákvæmilegt er að skýra að- draganda þessa bréfs nokkuð. Fyrri hluta febrúarmánaðar árs- ins 1996 urðu miklar umræður um vaxtamál og tregðu bankakerfis- ins að laga sig að nýjum aðstaeð- um og lækka vexti. Ríkisstjórn ís- lands, Seðlabanki Islands, Þjóð- hagsstofnun og forráðamenn vinnumarkaðarins töldu að ótví- ræð skilyrði væru til vaxtalækk- unar og höfðu þessir aðilar kynnt þau viðhorf sín. Viðskiptabank- arnir höfðu þá skömmu áður hækkað skammtímavexti sína, þvert ofan í framangreind viðhorf. „Talsvert uppnám varð um daginn þegar viðskiptabankar hækkuðu skammtímavexti. Samtök atvinnu- rekenda og launamanna mót- mæltu kröftuglega. Seðlabankan- um var borið á brýn að hafa stuðl- að að vaxtahækkun. Forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra voru lítt hrifnir og seðlabankastjóri taldi vaxtahækkun bankanna of seint á ferðinni. Ekki væru lengur forsendur til að hækka vexti enda verðbólga minni en ætlað var.“ (Kvöldfréttir ríkisútvarps 16. febrúar 1996.) Þann 17. febrúar voru viðbrögð Landsbankans við tilmælum ríkis- stjórnar og framangreindra aðila kjmnt. Þar var Sverrir Hermanns- son í fyrirsvari, eins og kemur fram í fréttaírásögnum: „Kristján Már Unnarsson: „Eiga þeir [póli- tíkusamir] að líta í eigin barm?“ Sverrir Hermannsson: „Já það er alveg lífsnauðsynlegt ef það á að ná verulegri vaxtalækkun þá má ekki ríkið vera eins og hungraður úlfur eftir sparifé og fjármagninu í landinu og bjóða upp það.“ Krist- ján Már Unnarsson: „Forsætis- ráðherra taldi í gær víst að vextir myndu lækka.“ Sverrir Her- mannsson: „Forsætisráðherra veit þetta ekki og allra síst Finnur Ingólfsson sem hefur Steingrím Hermannsson að leiðtoga lífsins í vaxtamálum. Þeir eru á gömlu að- ferðinni handaflsbeitingunni, það eru þeirra ær og kýr.““ Daginn eftir, þann 18. febrúar, lækkaði íslandsbanki hins vegar vexti sína um 0,5%. Sverrir Her- mannsson var í framhaldinu spurður hvort Landsbanki ís- lands myndi fylgja fordæmi ís- landsbanka og lækka vexti sína. Bankastjórinn aftók það með öllu og sagði „það vera eins og að éta óðs manns skít“ að fylgja því for- dæmi. Þá skrifaði forsætisráðherra Sverri Hermannssyni bréf, sem er meðfylgjandi og hljóðar svo: „Sverrir, Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þess- ir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! - og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikn- ingur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér - annað en skæting í fjölmiðlum - strax - því ég mun ekki sitja leng- ur kyrr.“ Daginn eftir að þetta bréf var sent, lækkaði Landsbanki íslands vexti sína, þótt þá væri ekki reglubundinn vaxtaákvörðunar- dagur. Kemur þetta glöggt fram í frétt ríkissjónvarpsins þann 22. febrúar 1996. „Bankastjórn Landsbanka íslands hefur ákveð- ið að óverðtryggðir vextir bank- ans verði lækkaðir frá og með 1. mars. íslandsbanki tilkynnti vaxtalækkun á sunnudag sem tók gildi nú á miðvikudag. Þann dag var það haft eftir Sverri Her- mannssyni, bankastjóra Lands- bankans, að bankinn myndi ekki hreyfa sig. „Við förum ekki að elta íslandsbanka, það væri eins og éta óðs manns skít“, var orðrétt haft eftir bankastjóranum í Al- þýðublaðinu. í dag tilkynnti svo Landsbankinn að bankastjómin hefði ákveðið lækkun vaxta frá og með næsta vaxtabreytingardegi sem er 1. mars eða eftir rétta viku.““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.