Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vígður til Utskálaprestakalls NÝR prestur, Björn Sveinn Björnsson, var vígður til Útskála- prestakalls í Kjalarnessprófasts- dæmi á sjómannadaginn. Fór vígslan fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og annaðist hana herra Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Jslands. Á myndinni eru í fremri röð frá hægri vígsluþeginn, séra Björn Sveinn Björnsson, herra Karl Sigurbjörnsson og séra Onundur Björnsson. I aftari röð eru frá hægri séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sem verið hefur prestur í Útskálum, séra Gunnar Kristjánsson prófastur og séra Árni Bergur Sigur- björnsson. Beiðni um endur- upptöku hafnað SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað beiðni Helga Steingrímssonar um endurupptöku á ákvörðun ráðsins frá árinu 1996 á máli vegna kvört- unar Lífs og sögu ehf. yfir fyrirhug- aðri útgáfu Miðlunar ehf. á bókinni Dear Visitor. I niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir að ráðið hafi kynnt sér rök Helga og yfirfarið þau gögn, sem Helgi hefur lagt fram til stuðnings beiðni um endurupptöku á ákvörðun ráðs- ins frá árinu 1996. Telur ráðið að ákvörðunin, sem tekin var árið 1996 hafí ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik né hafi hún byggst á atvikum, sem hafí breyst verulega frá því að ákvörðunin var tekin. Auk þess séu tímamörk liðin og því ljóst að skil- yrði um rétt til endurupptöku máls ekki uppfyllt. Telur samkeppnisráð ekki ástæðu til endurupptöku eða afturköllunar á fyrri ákvörðun. Með vísan til þessa hafnar samkeppnis- ráð því beiðni Helga um að ákvörð- un ráðsins frá 1996 verði endurupp- tekin. Nýjar sveitar- stjórnir taka við NÝJAR sveitarstjórnir hafa verið mynduð í vel flestum sveitarfélög- um eftir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar 2339maí sl. í Borgar- byggð var myndaður meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar- manna um helgina og verður Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri og efsti maður á D-lista áfram bæjar- stjóri fyrstu tvö árin. Að sögn Ola Jóns munu Framsóknarmenn þá taka við og velja bæjarstjóra úr sín- um röðum en þó með samþykki Sjálfstæðismanna. Forseti bæjar- stjórnar verður næstu tvö ár Guð- mundur Guðmarsson efsti maður af B-lista og formaður bæjarráðs verður af D-lista. í Kópavogi hefur verið gengið frá áframhaldandi sam- starfí Framsóknar- flokks og Sjálfstæðis- flokks og verður Sig- urður Geirdal áfram bæjarstjóri og Gunn- ar I. Birgisson for- maður bæjarráðs. Á fyrsta fundi bæjar- stjórnar 9. júní nk. verður tekin ákvörðun um hver verður forseti bæjarstjórnar en samkomulag flokkanna gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur skipi í embættið allt kjörtímabilið. B-listi og G-listi í Mosfellsbæ í Mosfellsbæ hefur verið mynd- aður meirihluti B-lista Framsóknar- flokks og G-lista Alþýðubandaiags, Alþýðuflokks og Kvennalista en hvor flokkur fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Samkomulag hefur verið gert um málefnasamn- ing og er gert ráð fyrir að forseti bæjarstjórnar verði af G-lista fyrstu tvö árin og af B-lista seinni tvö árin og að formaður bæjarráðs verði af B-lista fyrstu tvö árin og af G-lista seinni tvö ár kjörtímabilsins. Enn fremur er gert ráð fyrir að gerður verði nýr ráðningarsamningur við Jóhann Sigurjónsson um áfram- haldandi starf sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Á Akranesi hefur verið myndaður meirihluti E-lista, Akraneslista, sem er sameiginlegt framboð Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, og B-lista Framsókn- arflokks og hefur meirihlutinn sex af níu bæjarfulltrúum. Sveinn Kristinsson, E-lista, verður forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Páll Jónsson, B-lista, verður formaður bæjarráðs. Munu þeir hafa skipti á embættum á kjörtímabilinu en ekki hefur verið gengið frá því hvenær það verður. Gísli Gíslason bæjar- stjóri mun gegna áfram embætti bæjarstjóra. F-listi og B-listi á Austurhéraði Á Austurhéraði hefur verið mynd- aður meirihluti B-lista, Framsókn- armanna og F-lista Félagshyggju við Fljótið. Broddi B. Bjarnason af B-lista verður forseti bæjarstjórn- ar og Jón Kristófer Amarsson af F-lista verður formaður bæjarráðs. Auglýst hefur verið eftir bæjarstjóra og er umsóknarfrestur til 15. júní. Meirihluti hef- ur verið myndað- ur í Isafjarðarbæ milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og samkomulag hefur tekist milli S-lista Samstöðu og D- lista sjálfstæðismanna í Vestur- byggð um meirihlutasamstarf. Á Blönduósi mun D-listi sjálfstæðis- manna og H-listi vinstrimanna og óháðra halda áfram meirihlutasam- starfi. Pétur Ai’nar Pétursson af H- lista, sem verið hefur forseti bæjar- stjórnar sl. fjögur ár, verður for- maður bæjarráðs og Ágúst Þór Bragason af D-lista mun gegna embætti forseta bæjai-stjórnar en Ágúst var formaður bæjan’áðs. Á Hornafírði hefur D-listi Sjálf- stæðisflokks og H-listi Kríunnar myndað meirihluta í bæjarstjórn og hafa þessir flokkar verið í meiri- hluta frá 1986. Gísli Svemr Árna- son, H-lista, verður forseti bæjar- stjórnar og Halldóra B. Jónsdóttir, D-lista, verður formaður bæjarráðs. Bæjarstjóri verður Sturlaugur Þor- steinsson. Á Akureyri hefur verið myndaður meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Akureyrarlista og verður Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri en hann er efsti maður á D-lista. Atta prestaköll laus til umsóknar ÁTTA prestaköll víðsvegar um landið era nú laus til umsókn- ar. Það eru Breiðabólstaðar- prestakall, Sauðárkrókspresta- kall, Kirkjubæjarklausturs- prestakall, Valþjófsstaðar- prestakall, Skútustaðapresta- kall, embætti sérþjónustu- prests í Kaupmannahöfn, og tvö embætti í Vestmannaeyja- prestakalli. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta til fímm ára og biskup íslands skipar í embætti presta til fimm ára. I tilkynningu ft'á Biskupsstofu segir að umsóknarfrestur renni út 1. júlí 1998. Embætti sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli í Rangái’vallaprófastsdæmi, er laust frá 1. september 1998. Embætti sóknarprests í Sauð- árkróksprestakalli í Skaga- fjarðarprófastsdæmi, er laust frá 1. september 1998. Emb- ætti sóknarprests í Kirkjubæj- arklaustursprestakalli í Skafta- fellsprófastsdæmi er laust frá 1. október 1998. Embætti sókn- arprests í Valþjófsstaðar- prestakalli í Múlaprófastsdæmi er laust frá 1. nóvember 1998. Embætti sóknarprests í Skútu- staðaprestakalli í Þingeyjar- prófastsdæmi, er laust frá 1. nóvember 1998. Embætti sér- þjónustuprests (prests meðal Islendinga erlendis) í Kaup- mannahöfn er laust frá 1. ágúst 1998. Embætti sóknarprests og prests í Vestmannaeyjapresta- kalli í Kjalarnessprófastsdæmi eru laus frá 1. júlí 1998. Umsóknir sendist Biskupi Islands, Biskupsstofu, Lauga- vegi 31, 150 Reykjavík. Þar fást jafnframt nánari upplýs- ingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og regl- ur sem um starfið gilda og prestsetur. I tilkynningu frá Biskupsstofu er tekið fram að umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar séu ekki teknar gildar. Sorpa Móttaka timburs lækk- ar um 12% SORPA hefur lækkað gjaldskrá sína vegna móttöku timburs um 12% frá og með 1. júlí næstkomandi, eða 3,86 kr. fyrir kílóið í 3,40 kr. í fréttatilkynningu frá Sorpu seg- ir að það sé stefna Sorpu að láta hluta af bættum árangri ganga til úrgangsframleiðandans í formi lækkaðra móttökugjalda og stuðla þannig að bættri umhverfisvernd og aukinni endurnýtingu. Ástæða verð- lækkunarinnar nú sé annars vegar sá að nýr og endurbættur móttöku- búnaður hjá Islenska járnblendifé- laginu hf. á Grundartanga muni bæta nýtingu timburkurlsins og hins vegar sá að flutningskostnaður lækki vegna tilkomu Hvalfjarðar- ganga. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson PIPER Cub J-3 vélin TF-KAO er svo lík fyrirmynd- inni að ekki verður greint nema með samanburði við eitthvað í fullri stærð. Líkanið smíðaði Skjöldur Sigurðsson og flýgur hann því hér og verður ekki greint að líkan er á ferð. MÓDELSMIÐIRNIR Krislján Antonsson (t.v.) og Ágúst Bjarnason (t.h.) að undirbúa lík- ön sín fyrir flugtak. Þrátt fyrir ánægjuna sem smiðirnir hafa af smíðinni og fluginu, má fullyrða að þeir högu menn sem smíðað hafa nákvæmar eftirlíkingar af íslenskum flug- vélum eins og Douglas Dakota-vélunum TF-ISH Gljáfaxa og TF-RVP Jökli hafí ásamt öðrum slíkum lagt fram skerf til varðveislu íslensku flugsögunnar. Nú er lff f töppunum! mm,n !ÁA4\ Minnsti flugvöllur landsins, Hamranesflugvöllur, tíu ára FLUGSÝNING var haldin á Hamranesflugvelii um helgina til að minnast þess að tíu ár eru síð- an þessi minnsti flugvöllur landsins var opnað- ur. Hann var byggður af féiögunt í flugmódelfé- laginu Þyt og hafa þeir notað hann óspart síðan. Flugvöllurinn er sunnan Hafnarfjarðar og er afleggjari þangað af Krísuvíkurvegi. Hann tekur ekki flugvélar í fullri stærð, heldur er hann notaður fyrir líkön af öllum stærðum og gerðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.