Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 8
/FÍT/BO/ 06. »998
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
\ 'V
Árni Sigfússon ákveður að víkja sein oddviti borg-
arstjórnarflokks sjáifstæðismanna m
Inga Jóna taki við
forystuhlutverkinu
•^A
tJ
LYKLARNIR eru í druslunni Inga mín.
Það fyrsta sem þú tekur eftir
eru myndgæðln og glæsileg
hönnun, -allt hitt kemur á eftir!
Finlux FI71V1
• 28" Black-lnvar skjár - Ntsc • 16:9
• 2x10 Rms W magnari • Fjarstýring
• Textavarp • Tímarofi
• 100 Hz • Allar aðgerðir á skjá
• 512 síðna minni • íslenskur leiðarvlsir
• 2x Scart tengi QflA
• Sjálfvirk innstilling stöðva J«|i9UUi
Finlux F171Z50
• 28" Black-lnvar skjár - Ntsc
• 2x10 Rms W magnari
• Textavarp
• 10síðnaminni
• 2xScarttengi
• Sjálfvirk innstilling stöðva
• 16:9
BRÆÐURNIR
• Fjarstýring
• Tímarofi
• Allar aðgerðir á skjá
• íslenskur leiðarvísir
69.900,
Finlux F163Y2
• 25” Black-lnvar skjár - Ntsc
• 2x10 Rms W magnari
• Textavarp
• 10síðnaminni
• 2x Scart tengí
• Sjálfvirk innstilling stöðva
• 16:9
• Fjarstýring
• Tímarofi
• Allar aðgerðir á skjá
• Islenskur leiðarvísir
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Úmboðsmenn: Vesturíand Málningarþjónustan Ákranesi. KF Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellisandi. Vestfirðir Geirseyrarbúðin Patreksfirði. I
Bolungarvík. Straumur Isafiröi. Norðurland KF. V-Húnvetinga Hvammstanga. Verslunin Hegri, Sauöarkróki. Hljómver, Akureyri. KF Pingeyinga, Húsavík. KEA, L
Lónið Þórshöfn. Austurland Vólsmiðja Hornarfjarðar. Versluninn Vík, Neskaupstað. K.F Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Djúpavogi. KF. Stöðfirðinga, Stö<
Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Suðurland Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum Reykjanes. Ljósboginn Keflavík. Rafborg, Grindavik.
Ráðstefna ARLIS/Norden í Reykjavík
Meginviðfangs-
efnið er bóklist
DAGANA 11.-13.
júní verður í
Reykjavík haldinn
ársfundur og ráðstefna
ARLIS/Norden.
Arndís S. Arnadóttir
hefur unnið að sýningu
sem sett verður upp í
Þjóðarbókhlöðunni af
þessu tilefni en ráðstefnan
verður haldin þar.
„ARLJS (Art Libraries
Society) eru alþjóðleg
samtök listbókasafna en
það eru bókasöfn á sviði
myndlistar, listiðnaðar,
hönnunar, byggingarlist-
ar, ljósmyndunar og
skyldra greina, og hefui-
sérstök deild,
ARLIS/Norden verið
starfandi á Norðurlöndum
um ellefu ára skeið. 125
söfn og einstaklingar eiga aðild
að ARLIS/Norden, þar af tíu á
Islandi.
-Hvernig er stai-fsemi sam-
takanna háttað?
„Megintilgangur þeirra er að
gefa félögum tækifæri á sam-
vinnu. Þau eru upplýsinga- og
umræðuvettvangur og með því
móti stuðla þau að því að hægt
sé að efla fagkunnáttu. Ái-sfund-
urinn er haldinn til skiptis á
Norðurlöndum og hefur hver
fundur sitt meginþema."
- Hvert er meginþemað á
fundinum sem haldinn verður í
Reykjavík?
„í ár er meginviðfangsefnið
bóklist og ber hún yfirskriftina
BOGKUNST, en þar er átt við
prentlist, prenthönnun, tengsl
ljósmynda og bóka og bókverk
myndlistarmanna.
- Hvað er bókverk?
„Til eru fjölmargar skilgrein-
ingar yfir þetta íyrirbæri sem
sýnir hve erfitt getur verið að
útskýra hvað bókverk lista-
manna eru.
Það getur verið myndverk í
formi bókar, fjöldaframleiddar
bækur, bæklingar og jafnvel ein-
blöðungar sem oft eru gerðir í
tölusettu upplagi þar sem lista-
maðurinn tjáir eða skráir list-
hugmyndir sínar.“
Arndís segir að textinn sé
ekki alltaf meginatriði og hún
bendir á að sumir blandi saman
texta og mynd em aðrir geri það
aldrei.
„Höfundur á sjálfur textann
og textagerð íslenskra myndlist-
armanna er orðin áberandi sem
er andstætt þeim þókverkum
sem voru gerð á sjöunda og átt-
unda áratugnum,“ segir Ai'ndís.
-Þið verðið sam- ------------
hliða ráðstefnunni
með sýningu á bók-
verkum í Þjóðarbók-
hlöðunni? _________
„Já. Ég kom að
skipulagningu þeirrar sýningar
ásamt myndlistarmönnunum
Ingólfi Amarssyni og Brynju
Baldursdóttur. Við vildum á
þennan hátt útskýi'a fyrir ráð-
stefnugestum hvað bókverk
myndlistarmanna er. A sýning-
unni notum við til þess dæmi af
bókverkum nokkurra myndlist-
armanna. Sýninguna má skoða
sem framlag íslands í umræð-
unni um bóklist.“
- Verða mörg verk á sýning-
unni?
„Sýnd verða um það bil 20-25
bókverk sem tengjast íslenskum
myndlistarheimi sem vonandi
gefur vísbendingu um fjöl-
breytni þeirra og eru sömuleiðis
leiðbeinandi fyrir þá sem starfa í
Arndís S. Árnadóttir
►Arndís S. Árnadóttir er fædd
í Reykjavík árið 1940. Hún
lauk stúdentsprófi frá MR árið
1960 og prófi í innanhússhönn-
un frá Maryland Institute Col-
lege Of Art árið 1972.
Arndís Iauk BA-prófi í bóka-
safns- og upplýsingafræði frá
Háskóla íslands árið 1980 og
lauk MA-prófi í hönnunarsögu
árið 1996 frá De Montfort Uni-
versity í Leicester á Bretlandi.
Hún hefur verið forstöðu-
maður bókasafns Myndlista-
og handíðaskóla Islands frá ár-
inu 1974.
Arndís er í norrænum vinnu-
hópi á vegum samtakanna
ARLIS/Norden sem er að gera
skrá yfír þau söfn, stofnanir
og einstaklinga sem eiga tölu-
vert magn bókverka.
Eiginmaður hennar er Jón
E. Böðvarsson verkfræðingur
og eiga þau þrjú börn.
Yfir tuttugu
bókverk eru á
sýningunni
listbókasöfnun og þurfa að
ákveða flokkun og skráningu á
slíkum verkum sem og varð-
veislu þeirra.“
- Hefur verið vandkvæðum
bundið að flokka slík verk?
„Það er löngu tímabært að
ræða skipulagningu þessa efnis í
bókasöfnun. Bókaverðir standa
oft ráðþrota og vita ekki hvers
konar bók þeir eru með.“
Arndís segir að hafa þurfi að
leiðarljósi að með því að breyta
útliti verksins t.d. með bókbandi
er búið að hrófla við þeirri ímynd
sem höfundur þess skapaði.
- Verða flutt mörg eríndi á
ráðstefnunni?
„Meðal fyrirlesara er Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur
sem mun fjalla um íslenska bók-
-------- verkahefð frá
1965-1980 en á þeim
tíma hafa flest íslensk
bókverk orðið til.“
_________ Amdís segir ekki
síst mega rekja það til
áhrifa frá veru Dieters Roth á
íslandi sem er talinn vera einn
af upphafsmönnum bóklistahefð-
ar þar sem eiginleikar bókar eru
krufnir og unnið með þá út frá
forsendum myndlistarmanna.
Samhliða ráðstefnunni verður
haldin sýning í Nýbókverkum
Dieters Roth.
Þá kemur Jan Voss bókverka-
fræðingur frá Hollandi á ráð-
stefnuna og flytur erindi um
bókverk en síðan eru fyrirlesar-
amir Tove Thage ljósmynda- og
listfræðingur frá Danmörku,
Magdalena Gram, bókasafns- og
listfræðingur frá Svíþjóð og að
lokum Sigurborg Stefánsdóttir
myndlistarkona sem allar flytja
erindi.