Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ JRtfgtuifrliifcife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BANDAMENN VIÐ EYSTRASALT ÞÆR HLÝJU móttökur sem íslenzku forsetahjónin, Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa fengið í opin- berri heimsókn sinni til Eistlands, bera vott um þau sterku vinabönd, sem orðið hafa til milli Islands og Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháen. Að sumu leyti hvíla þau tengsl á gömlum merg, en þakklátastir eru þó íbúar Eystrasaltsríkjanna fyrir stuðning íslands við sjálfstæðis- baráttu ríkjanna í byrjun þessa áratugar og það hvernig ís- land hefur síðan talað máli Eystrasaltslandanna á alþjóða- vettvangi og hvatt til aðildar þeirra að Atlantshafsbandalag- inu og að Evrópusamstarfinu. Vegna þessarar góðu vináttu á milli ríkjanna er vel viðeig- andi að forsetahjónin fari í opinbera heimsókn til Eystra- saltsríkjanna næst á eftir hefðbundnum heimsóknum nýs þjóðhöfðingja til Norðurlandanna. En óneitanlega er það til marks um þær sérkennilegu vendingar, sem orðið geta á vettvangi stjórnmálanna, að það skuli vera fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins, sem forseti Islands, sem innsigl- ar þessa vináttu með heimsókn sinni. Alþýðubandalagið og forveri þess Sósíalistaflokkurinn sýndu aldrei minnstu við- leitni til þess að berjast fyrir sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna í þá tæpu hálfu öld, sem þau bjuggu við kúgun kommúnism- ans. Það féll í hlut annarra að halda því merki á lofti í ís- lenzkum þjóðmálaumræðum. Forseti íslands og Lennart Meri, forseti Eistlands, ræddu m.a. á fundi sínum í fyrradag hvaða hlutverki smáríki gætu gegnt í alþjóðakerfínu. Segja má að þau áhrif, sem málflutn- ingur íslands í þágu Eystrasaltsríkjanna hefur haft á alþjóð- legum vettvangi, sé dæmi um að smáríki geti látið til sín taka þrátt fyrir smæðina. Þess kann hins vegar að vera skammt að bíða að dæmið snúist við og ísland leiti til Eystrasaltsríkjanna að tala máli sínu í alþjóðlegu samstarfi. Öll þrjú eru ríkin væntanleg að- ildarríki Evrópusambandsins og búast má við að a.m.k. Eist- land verði gengið í ESB innan fárra ára. Island er í mjög nánum tengslum við Evrópusambandið vegna samningsins um Evrópskt efnahagssvæði og á mikið undir því að geta komið hagsmunum sínum á framfæri við aðildarríki sam- bandsins. Eins og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra benti ný- lega á, er starf ESB stöðugt að breytast og ekki sjálfgefið að Island fái sjálfkrafa aðgang að nýjum samstarfssviðum. Það er því mikilvægt að rækta tengslin við ESB-ríkin og ekki síð- ur ríkin, sem verða í hópi aðildarríkja eftir fáein ár, því að þau munu hafa sitt að segja um aðgang íslands að Evrópu- samstarfinu. Telja má víst að Eystrasaltsríkin verði góðir bandamenn Islands í því samstarfi, og í öðrum alþjóðastofn- unum, þar sem þau hasla sér nú völl. STARFSAÐSTAÐA ALÞINGIS FRUMKVÆÐI og faglegur undirbúningur lagasetningar kemur í sívaxandi mæli frá framkvæmdavaldinu. Fram- kvæmdavaldið og stofnanir þess hafa í mun ríkara mæli en löggjafarvaldið, Alþingi, á að skipa þeirri sérfræðiþekkingu, sem oft er nauðsynleg til að leysa flókin viðfangsefni nútím- ans. Málþing lögmanna og dómara, sem haldið var á dögun- um í Valhöll á Þingvöllum, var að hluta til helgað undirbún- ingi lagasetningar hér á landi. Hrafn Bragason hæstaréttar- dómari sagði á málþinginu að kveikjan að flestum lagafrum- vörpum kæmi úr ráðuneytum, sem er í samræmi við framan- sagt. Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, sagði á hinn bóginn að starfsaðstaða þingflokka og þingheims væri bágborin, sem er alvarlegt íhugunarefni. Ef Alþingi á að veita framkvæmdavaldinu það aðhald, sem til er ætlast í stjórnarskrá, og gæta hagsmuna umbjóðenda sinna með viðunandi hætti, þarf að bæta starfsaðstöðu þess til muna. Til þess að svo megi verða - og til þess að stefnu- mótun færist ekki frá löggjafarvaldinu yfir á vettvang sér- fræðistofnana framkvæmdavaldsins og hagsmunasamtaka - verður að tryggja þingflokkum og þingmönnum greiðari að- gang að sjálfstæðri sérfræðiþekkingu á vegum Alþingis sjálfs. Aðgangur þingsins að sjálfstæðri sérfræðiþekkingu gerir það betur í stakk búið til að meta með gagnrýnum hætti tillögur framkvæmdavaldsins, gæta almannahagsmuna og móta stefnu í þýðingarmeiri málaflokkum samfélagsins. Alþingi hefur í hendi sér að bæta starfsaðstöðu þingsins að þessu leyti. Fjárveitingavaldið er í þess höndum en ekki framkvæmdavaldsins. Reuters STARFSMAÐUR hreinsar sætin á nýja þjóðarleikvanginum í Frakklandi, Stade de France, sem verður miðpunktur heimsins í dag, þegar blásið verður til fyrsta leiks HM ‘98 á milli Skota og heimsmeistara Brasilíumanna. 37 milljarðar manna fylgj- ast með HM í Frakklandi Augu heimsins munu beinast að Frakklandi næstu vikurnar en heimsmeistaramótið í knattspyrnu, hið sextánda í röðinni, hefst þar í dag. Orri Páll Ormarsson skoðaði umgjörð mótsins sem verður einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið fyrr og síðar. Á ER komið að því! í frek- lega fjórar vikur á fjögurra ára fresti hættir jörðin að snúast. Drjúgur hluti mann- kyns ýtir stjórnmálum, viðskiptum og hinu daglega amstri eins og það leggur sig til hliðar - lífið hverfíst um fáeinar afmarkaðar grasflatir. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu (HM) fer fram. Ekki hrífast að vísu allir með og einhver rökvís höfuð eiga ugglaust eftir að hristast á næstunni og fárast yfir tilgangsleysinu - 22 fullvaxnir karlmenn að eltast við eina uppblásna leðurtuðru! Tvær og hálf milljón manna hafa komið höndum yfir aðgöngumiða á leikina 64 í Frakklandi og 37 milljarð- ar munu horfa á þá í beinni útsend- ingu í sjónvarpi, að því er spáð er. Þar af er búist við að 1,7 milljarðar manna muni horfa á úrslitaleikinn í París 12. júlí - meira en fjórðungur mannkyns. Skyldi engan undra að sala á sjónvarpstækjum hafi aukist um rúm 10% í löndum á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu síð- asta kastið, þar sem markaðurinn hefur lengi verið staður. Aðdráttarafl knattspyrnunnar er með ólíkindum! Sú var tíðin að knattspyrna var bara leikur. Sá dagur hlaut þó að koma að markaðsöflin héldu innreið sína á völlinn, slíkt er aðdráttarafl íþróttarinnar. Aldrei hefur íburður- inn þó verið meiri en nú. Frakkar leggja allt í sölurnar, hafa varið ein- um og hálfum milljarði bandaríkja- dala í uppbyggingu leikvanga og efl- ingu samgangna. AJIar aðstæður eiga að vera eins og best verður á kosið. Af sem áður var Þegar Frakkinn Jules Rimet kynnti hugmyndina um heimsmeist- aramót í knattspyrnu á ofanverðum þriðja áratugnum bar hugtök á borð við „kostun“ og „styrktaraðila" aldrei á góma, í það minnsta er hvergi að fínna heimildir um það hvernig Ri- met hugðist fjármagna herlegheitin. í dag verja fyrirtæki á borð við Coca- Cola, Adidas, Opel, Mastercard, Can- on, Fuji Film, Gillette, JVC, McDon- alds, Philips og Snickers um 30 millj- ónum bandaríkjadala til að fá að vera styrktaraðilar keppninnar. Jafnvel þótt framkvæmd fyrsta mótsins, í Úrúgvæ 1930, gengi brös- uglega, svo ekki sé meira sagt, réð ólympíuhugsjónin ríkjum - hvers konar kostun var alfarið hafnað þótt hún væri óðum að ryðja sér til rúms í vöggu knattspyrnunnar, Englandi, og víðar. Kaupskaparandinn átti ekk- ert erindi á heimsmeistaramótið! En tímarnir breytast og mennimir með. Á heimsmeistaramótinu í Sviss 1954 mætti liðið sem átti eftir að verða heimsmeistari, Vestur-Þýska- land, til leiks á nýstárlegum skóm með þremur hvítum röndum. Frekar munu skórnir þó hafa verið hannaðir með þægindi leikmanna en markaðs- hugsjón að leiðarljósi. Merkið átti þó eftir að festa sig í sessi - Adidas. Á mótinu í Englandi 1966 kom lukkudýr HM fyrst fram á sjónar- sviðið, World Cup Willy. Hafa þau verið ómissandi þáttur allar götur síðan og handhafar höfundarréttar halað inn ófáar milljónirnar. Það var síðan í Mexíkó 1970 að auglýsingatekjur alþjóða knatt- spyrnusambandsins (FIFA) af HM voru fyrst í frásögur færandi. Alls tók sambandið inn 1,5 milljónir bandaríkjadala vegna auglýsinga- skilta á Azteca-vellinum í Mexíkó- borg. Að drjúgum hluta urðu þessar tekjur þó til fyrir tilviljun því skipu- leggjendur mótsins höfðu ekki haft rænu á að fjarlægja skilti sem fyiúr voru á vellinum. Kostunaraðilarnir höfðu, með öðrum orðum, ekkert frekar ætlað að auglýsa sig á HM. Nú til dags er þetta óhugsandi, öllu auglýsingarými inni á leikvöngunum er ráðstafað í þágu opinberra styrkt- araðila keppninnar. Slegist er um hvern fermetra. FIFA færir sig upp á skaftið I Þýskalandi 1974 og í Argentínu 1978 hafði FIFA töluverðar tekjur af auglýsingum en það var ekki fyrr en á Spáni 1982 að skrefíð var stigið til fulls - markaðssetning HM var hafín. í hópi kostunaraðila voru risafyrir- tæki á borð við Coca-Cola, Gillette, Canon, Fuji Film og JVC sem enn sjá hag sinn í að styrkja HM, eins og áður er getið. Á þessum tíma lapti FIFA dauð- ann úr skel - sjóðir sambandsins voru tómir. Aukið fjármagn kom sér því vel fyrir reksturinn, sem óx stöðugt að umfangi. FIFA samdi við svissneska markaðsfyrirtækið ISL eftir HM á Spáni og hefur það annast alla samninga við kostunaraðila síð- an. Með þessu kvaðst FIFA á sínum tíma vera að tryggja afkomu sína og skapa ISL svigrúm til að hrinda af stokkunum öflugri kynningarherferð fyrir sína hönd og HM. Hafa sumir gagnrýnt þetta íyrirkomulag, vilja að FIFA semji milliliðalaust við kostun- araðila líkt og alþjóða ólympíunefnd- in, en þeirri gagnrýni hefur sam- bandið jafnan visað á bug og bent á að FIFA hafí haldist einstaklega vel á styrktaraðilum vegna HM. FIFA veltir nú um 70 milljörðum króna á árí. I heimi, þar sem hlutir eiga sér í auknum mæli „stað“ heima í stofu, hefur sala á sjónvarpsrétti einnig verið snar þáttur í fjáröflun FIFA, en sambandið var þegar í byrjun níunda áratugarins farið að hagnast veru- lega á sölu sjónvarpsréttar vegna HM. Þótti reyndar sumum forsvars- menn sambandsins um tíma full ákaf- ir í þeim efnum, en Joao Havalange, ft-áfarandi forseti FIFA, seldi sjón- varpsréttinn frá HM í Frakklandi þegar árið 1988 fyrir ,,Iitlar“ 90 millj- ónir bandaríkjadala. Á tækniöld þyk- ir ekki slæmt að semja um jafn stór mál með svo miklum fyrirvara og til samanburðar má nefna að sjónvarps- rétturinn vegna HM í Japan/Suður- Kóreu 2002 var ekki alls fyrir löngu seldur á ríflega einn milljarð dala. „Samningurinn gerði okkur kleift að skipuleggja fram í tímann," sagði Havalange á sínum tíma, en auðséð er að FIFA varð af umtalsverðu fé vegna þessa meinta æðibunugangs. Aðferðir FIFA við sölu á sjónvarps- rétti hafa reyndar oftar valdið titr- ingi. Þannig var rétturinn vegna keppninnar í Mexíkó 1986 seldur fyr- irtæki Guillermos heitins Canedos, þáverandi varaforseta FIFA, fyrir 33 milljónir dala. Hleypti þá margur brúnum! Engin takmörk Tæknin virðist engin takmörk þekkja. Það þarf því ekki að koma á óvart að stærsta upplýsingatækni- verkefni sögunnar í tengslum við ein- stakan íþróttaviðburð hafi verið hrundið í framkvæmd í tengslum við HM í Frakklandi. Fjögur fyrirtæki annast þessa framkvæmd: Hewlett- Packard, Sybase, France Teleeom og EDS. Koma þau að ótal þáttum í framkvæmd keppninnar, svo sem miðasölu, öryggiseftirliti, fjölmiðlun í víðum skilningi, skipulagi leikvanga og úrvinnslu upplýsinga um lið og leikmenn. Ekkert má fara úrskeiðis, enda reiða 12.000 fjölmiðlamenn og milljónir áhugamanna sig á þjónust- una, en búist er við um 70 milljón heimsóknum á dag á vefsíðu mótsins, www.france98.com. Fjölmiðlamönnum verður veitt sér- stök þjónusta, meðal annars verður þeim gert kleift að skoða einstök at- vik í hverjum leik strax að honum loknum. Það verða því ekki aðeins leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og dómarar sem munu svitna í Frakklandi í sumar, heldur einnig svejt tæknimanna. Á þessu stigi málsins á upplýsinga- tækniverkefnið sér „enga fortíð og enga framtíð“, eins og einn talsmaður þess komst að orði. Reynist það aftur á móti vel má draga þá ályktun að grunnur sé lagður að framtíðinni - nýrri öld. Tæknin er orðin órjúfanleg- ur hluti af knattspymunni eða eins og Michel Platini, forseti undirbúnings- nefndar HM í Frakklandi og einn besti knattspyi’numaður sögunnar, segir: „Tölvur bæta ekki gæði knatt- spyrnunnar. Eigi að siður er öflug upplýsingatækni ómissandi, þar sem knattspyrnan snýst um viðskipti og öll markaðssetning veltur á því að viðurkenndum viðskiptaaðferðum sé beitt.“ Höfum þau orð í huga þegar við höldum inn í 21. öldina MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 29 V Aukafundur allsherjarþings SÞ um baráttu gegn útbreiðslu ffkniefna Clinton hvetur til alþjóðlegrar eindrægni Ríkar og fátækar þjóðir heims skella skuld- inni hvorar á aðra vegna fíkniefnavandans, segir fréttaskýrandi Reuters. Saka þær ríku hinar fátæku um að gera ekkert til að hindra útflutning fíkniefna, en þær fátæku segja hinar ríkari ekki lyfta litla fíngri til að draga úr eftirspurninni. FJÖLMARGIR þjóðarleiðtog- ar tóku undir með Bill Clint- on, forseta Bandaríkjanna, er hann lagði áherslu á að jafnvægis yrði gætt í að vinna bug á útflutningi fíkniefna frá fátækuin löndum og baráttu gegn neyslu þeirra í ríkari löndum. Voru þetta skilaboð forsetans til aukafundar Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur, um baráttuna gegn ólöglegri framleiðslu, sölu, dreifingu og neyslu á fíkniefnum. Fulltnlar 185 ríkja sitja fundinn og við upphaf hans kastaðist nokkuð í kekki með Clinton og Ernesto Zedillo, Mexíkóforseta, en þeim síð- arnefnda hefur gi'amist að bandarísk yfirvöld létu til skarar skn'ða á laun gegn mexíkóskum peningaþvættis- mönnum að mexíkóskum yfírvöldum forspurðum. Sagði Zedillo að ekkert ríki mætti virða lög annars að vettugi til þess að framfylgja sínum eigin. Einnig atyrti hann rík lönd fyrir að gera ekki nægilega mikið til þess að hefta eftirspurn eftir fíkniefnum. „Við berum öll ábyi'gð, njótum sömu réttinda og höfum sömu skyld- ur; við verðum öll að virða sjálfstæði hvers ríkis og enginn má setja sig í dómarasæti yfir öðrum,“ sagði Zedillo er hann ávaa-paði allsherjar- þingið. Clinton hvatti til alþjóðlegrar eindrægni í baráttu við útbreiðslu fíkniefna, en Bandarfkjamenn hafa oft setið undir ámæli fyrir að heyja þá baráttu einir síns liðs og án tillits til annarra ríkja. „Ríki sem framleiða fíkniefni og ríki sem neyta þeirra hafa of lengi deilt harkalega um það, hvor eigi sök á vandanum," sagði Clinton. „Ásak- anir eru bara truflandi. Þær leysa ekki upp einn einasta eiturlyfjahring, hjálpa ekki einum einasta fíkniefna- sjúklingi, koma ekki í veg fyrir einn einasta glæp, koma ekki í veg fyrir að böm fíkti við og jafnvel deyi af völd- um fíkniefna." „Umtalsverður árangur" fyrir 2008 Fundurinn mun taka undir tillögur sem settar hafa verið saman nú þegar um að ríkisstjórnir leggi sitt að mörk- um til þess að gerðar verði nýjar eða endurbættar áætlanir fyrir 2003 um hvernig draga skuli úr eftirspurn og berjast gegn peningaþvætti, og „ná umtalsverðum og mælanlegum ár- angri“ fyrir 2008, með því að útrýma ópíumvalmúa og kókaínjurtinni. Bandarískir embættismenn hafa hins vegar verið tregir til að lofa meira fjármagni til áætlana SÞ um hvernig aðstoða skuli bændur við að hefja aðra ræktun, og eru Banda- ríkjamennimir sérstaklega fullir efa- semda um að veita fé til Talibana- hreyfíngarinnar í Afganistan og her- stjórnarinnar í Búrma. Þessi tvö lönd eru stærstu útflytjendur ópíumval- múa, sem heróín er unnið úr. Stjómvöld í Bólivíu hafa gert fímm ára áætlun um útrýmingu kókaínjurt- arinnar, og segir forseti landsins, Hugo Banzer, að hann þurfi að fá Kólumbía Fíkniefnaneysla í heiminum Vandinn teygir sig nú til allra heimshoma Helstu framleiðendur fíkniefna: É{ ^ •» J|p? “+ 90% allrar ópíumframleíðslu: Afganistan Búrma i 'í 98% allrar U 1 ^^kíMyanmar) kókaínframleiðslu:! ,!7 Vi'Pak,%tan %Laos Éc n ú \ ' BoHvía Heimsneysla vímuefna: I milljónir neytenda Heimild: Sameinuðu þjóðirnar Kannabis Samsett Kókaín Heróín KRT og Morgunblaðið efni r sem svarar 58 milljörðum íslenski-a króna í aðstoð frá ríkum löndum í heiminum til þess að hrinda áætlun- inni í framkvæmd. „Baráttan gegn fíkniefnum er gífurleg fjárhagsleg fórn fyrir Bólivíu, og krefst þess að nauðsynlegum jiróunarverkefnum verði skotið á frest,“ sagði Banzer. Áhersla á „heildstæða aðferð“ John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, segir að „ékki dugi að útrýma eftispurninni eftir fíkniefnum, án þess að takast á við framboðið“. Sagði Prescott, að í Bret- landi, líkt og öðrum ríkjum Evrópu- sambandsins, „hefur okkur lærst að árangursrík barátta gegn fíkniefnum hlýtur að beinast að öllum sviðum samfélagsvandamála, húsnæðis- vanda, atvinnuleysi, fátækt, glæpum og fjölskyldulífi. Áðferðin þarf að vera heildstæð." Ýmis evrópsk og bandarísk samtök hafa hvatt til þess að tekin verði upp frjálslegri stefna hvað varðar sum fíkniefni, en Jacques Chirac, forseti Frakklands, lagði áherslu á að hvergi mætti hvika frá „andstöðu við að lítið sé gert úr fíkniefnum“. Sagði forset- inn að nauðsynlegt væri að segja ungu fólki sannleikann. „Þótt sum lyf valdi ekki beinlínis líkamlegri fíkn er engu að síður mikil hætta á sálrænni fíkn.“ Flestir þeirra sem tóku til máls lögðu áherslu á að enginn mætti loka augunum lýrir því að fíkniefni virtu engin landamæri og að skilin á milli framleiðenda og neytenda yrðu sífellt óljósari. Carlos Menem, forseti Ai’- gentínu, sagði að „sameiginleg ábyrgð" fæli í sér að vandinn væri öllum sameiginlegur. Menem sagði einnig, að það væri ráðlegt að gera málssóknir gegn þeim sem stunda fíkniefnasmygl al- þjóðlegar. Gaf hann í skyn að þetta gæti orðið einn þeirra glæpa sem vera myndu innan lögsagnarumdæm- is alþjóðlegs glæpadómstóls, en stofnun hans á að ræða á fimm vikna ráðstefnu sem hefjast mun í Róm síð- ar í mánuðinum. Avarp Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra á aukafundi SÞ Fíkniefnaneysla ungmenna á Is- landi verði upprætt ÞORSTEINN Pálsson, dómsmála- ráðherra, kynnti í ávarpi sínu á aukafundi SÞ á mánudag áætlanir íslenskra stjórnvalda er miða að fíkniefnalausu íslandi 2002, og hleypt var af stokkunum í febrúar í fyrra. „Með stefnu þessari skuld- binda íslensk stjórnvöld sig til þess, að uppræta fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks og draga stór- kostlega úr áfengis- og tó- baksneyslu þess,“ sagði Þor- steinn. Verkefnið ætti að vinnast á fímm árum, og því yrði staldrað við árið 2002 og athugað hvernig til hefði tekist. „Verkefnið Fíkni- efnalaust ísland er metnaðarfullt, en þegar um fíkniefni er að ræða er óhugsandi að setja nokkurt annað markmið en þetta. Það verður ekki auðvelt að ná þessu markmiði og árangur okkar mun að miklu leyti byggjast á alþjóð- legri staðfestu í baráttu gegn fíkniefnavandanum í heiminum. Að þessu leyti er ekkert ríki í heiminum einangrað frá öðrum. Auknar fjárveitingar til toll- og löggæslu Markmiðið með Fíkniefnalausu Islandi er að sameina alla þjóðina til átaks og ná samkomulagi allra um að markmiðið skuli vera fíkni- efnalaust Island.“ Þorsteinn gerði nánari grein fyrir helstu þáttum verkefnisins, og nefndi meðal ann- ars að reglulega væru gerðar kannanir á fíkniefnaneyslu, sér- staklega á meðal ungmenna. Þá hefðu fjárveitingar til bæði toll- og löggæslu verið auknar til þess að styrkja varnir gegn ólöglegum innflutningi. Samstarf væri haft við foreldra- samtök í því augnamiði að vekja athylgi foreldra á þeim hættum sem stöfuðu af fíkniefnaneyslu, og hversu miklu skipti að foreldrar verðu tíma með börnum sínum. Þorsteinn sagði ennfremur að athyglinni væri sérstaklega beint að unglingum sem hefðu orðið háðir fíkniefnum. „Ymislegt hefur komið í ljós, sem bendir til þess að iwuiers ÞORSTEINN Pálsson, dómsmálaráðherra, ávarpar aukafund allsheijar- þings Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann í heiminum. sú meðferð sem við bjóðum tán- ingum nú skili takmörkuðum árangri. Því erum við nú að huga að öðrum aðferðum sem miðist meira við langtímamarkmið en þær aðferðir sem nú er beitt." Fíkniefnavandinn verður aðeins leystur með alþjóðlegri samvinnu og samhæfðum aðgerðum í hverju ríki fyrir sig, sagði Þorsteinn. Kvað liann Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í að hvetja al- þjóðasamfélagið til dáða í þeirri baráttu. Það væri ákaflega hvetjandi að sjá, að markmið þau, er íslensk stjórnvöld hafi sett sér, séu að miklu leyti í samræmi við þær að- gerðir gegn fíkniefnavandanum sem hvatt væri til í drögum að ályktunum þessa aukaallsherjar- þings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.