Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 15
Oddur Halldórsson kjörinn í bæjarráð Akureyrar
Sigurður J. forseti
bæj arstj órnar
SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjar-
fulltrúi af D-lista Sjálfstæðisflokks,
var kjörinn forseti bæjarstjórnar
Akureyrar á fyrsta fundi nýrrar
bæjarstjómar í gær. Ásegir Magn-
ússon, oddviti F-lista, Akureyrar-
lista, var kjörinn 1. varaforseti og
Ásta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi B-
lista Framsóknarflokks 2. varafor-
seti.
Sjálfstæðisflokkur og Akureyrar-
listi, sem samanstendur af fulltrúum
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og
Kvennalista, mynda meirihluta bæj-
arstjórnar, með 7 af 11 bæjarfulltrú-
um. Ásgeir Magnússon verður jafn-
framt formaður bæjarráðs og for-
maður framkvæmdanefndar.
Með Ásgeiri í bæjarráði verða Sig-
urður J. Sigurðsson og Valgerður
Hrólfsdóttir af D-lista, Jakob
Björnsson, fráfarandi bæjarstjóri af
B-lista og Oddur H. Halldórsson af
L-lista, Lista fólksins, en hann er
eini fulltrúi listans í bæjarstjórn.
Formenn helstu nefnda frá D-lista
verða, Valur Knútsson í atvinnu-
málanefnd, Knútur Karlsson í bygg-
inganefnd, Þórarinn B. Jónsson í
íþrótta- og tómstundai’áði, Vilborg
Morgunblaðið/Björn Gíslason
BÆJARFULLTRÚARNIR Val-
gerður Hrólfsdóttir og Þórar-
inn B. Jónsson stinga saman
nefjum á fyrsta fundi bæjar-
stjómar Akureyrar í gær.
Gunnarsdóttir í skipulagsnefnd, Val-
gerður Hrólfsdóttir í stjórn veitu-
stofnana og Björn Magnússon for-
maður Hafnarsamlags Norðurlands.
Formenn frá L-lista verða Oktavía
Jóhannesdóttir í félagsmálaráði,
Þröstur Ásmundsson í menningar-
málanefnd, Jón Ingi Cesarsson í um-
hverfisnefnd, Sigrún Stefánsdóttir í
jafnréttisnefnd og Jóhann Sigurðs-
son í húsnæðisnefnd.
Líka ábyrgð í minnihluta
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
kynnti málefnasamning meirihluta
bæjarstjórnar á fundinum. Jakob
Björnsson sagði að starf í minnihluta
færði mönnum einnig ábyrgð og að
því hlutverki yrði fylgt eftir af
ábyrgð og festu. Hann sagði fjöl-
mörg atriði í málefnasamningi hins
nýja meirihluta framhald góðra
verka fyrrverandi meirihluta og fátt
um nýjungar. Jakob sagði fyrirsjá-
anlegar framkvæmdir kalla á tölu-
verða skuldsetningu en brýnt væri
að huga að launamálum starfs-
manna, sem ættu eftir að hækka
rekstrarkostnað um jafnvel tugi
milljóna króna.
Ásgeir Magnússon sagði hins veg-
ar að málefnasamningur meirihluta-
aðila væri byggður á bjartsýni til að
snúa hjólum hraðar en verið hefur.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Vorverkin
í Lysti-
garðinum
NAFNARNIR Stefán Snær og
Stefán Már voru önnum kafnir
við að skera kalgreinar af trjám í
Lystigarðinum á Akureyri á mið-
vikudagsmorgun en garðurinn
hefur nú fyllst af ungum og
kappsfullum sumarstarfsmönn-
um sem hafa í nógu að snúast við
að búa garðinn í sumarskrúðann.
Nafnarnir fóru fimlega tré úr tré
en báru af sér allan skyldleika
við Tarsan. Greinilegt var að
þeir höfðu áður stundað þá iðju
að klifra í trjám en ekki fannst
þeim ónýtt að fá nú borgað fyrir
það.
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Þór Júlíusson tekur við starfi
bæjarstjóra á Akureyri
Skólamálin í
brennidepli
KRISTJÁN Þór Júlíusson, nýr
bæjartjóri á Akureyri, sagði ærin
verkefni bíða sín og nýrrar bæjar-
stjórnar, sem kom til síns fyrsta
fundar í gær. „Eg hef aldrei verið
verkkvíðinn maður og horfi frekar
með tilhlökkun til þess að taka við
þessu starfí og vonast til að geta
unnið vel fyrir fólkið sem sýndi okk-
ur þetta traust í kosningunum,"
sagði Kristján Þór, sem jafnframt
er oddviti sjálfstæðismanna í bæjar-
stjóm.
Hann sagðist nota fyrstu dagana
til þess að setja sig inn í einstök mál
og forgangsraða þeim verkefnum
sem framundan eru. Hátt í eitt
hundrað réttindakennarar við
grunnskóla bæjarins hafa sagt upp
störfum og eftir er að ráða skóla-
stjóra við Brekkuskóla. Kristján
Þór sagði þetta mál sem þurfi að
leysa og einnig hvernig staðið verði
að málum varðandi Skólaþjónustu
Eyþings, en þátttöku bæjarins
verður hætt og skólaþjónusta
grunnskólans sameinuð Akureyrar-
bæ.
Áfram í stjórn Samheija
„Við þurfum að ræða hvernig
form þessarar þjónustu á að verða,
bæði gagnvart notendum hennar og
starfsfólki. Það er ljóst að við mun-
um breyta þessu fyrirkomulagi en
hvenær og hvernig það verður gert
liggur ekki endanlega fyrir.“
Kristján Þór hefur látið af starfi
stjórnarformanns Samherja en situr
áfram í stjóminni sem meðstjórn-
andi. Aðspurður um hvort hann ætti
eftir að setjast einnig í stjóm Út-
gerðarfélags Akureyringa, þar sem
Akureyrarbær er stór hluthafi, sagði
Kristján Þór: „Breytingar á stjóm-
um fyiártækja fara fram á aðalfund-
um og það kemur því í ljós. Ég hef
hins vegar þá skoðun að bæði sveit-
arstjómir og fyrirtæki hafí gott af
því að á milli þeirra sé gott samband
og tel að þeirri stöðu sem nú er uppi
fylgi fleiri kostir en gallar."
Sameinað sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð
Kristján Hjartarson
forseti bæjarstjórnar
kjörin formaður fræðsluráðs, Krist-
ján Ólafsson af B-lista var kjörinn
formaður æskulýðs-, íþrótta- og
menningarráðs, Áslaug Þórhalls-
dóttir af S-lista var kjörin formaður
félagsmálaráðs, Valdimar Bragason
af B-lista formaður umhverfisráðs
og Gunnsteinn Þorgilsson af S-lista
formaður landbúnaðarráðs.
Samfara sveitarstjómarkosning-
unum var kosið um nýtt nafn á hið
sameinaða sveitarfélag. Nafnið Ár-
dalsvík fékk flest atkvæði en nafnið
Víkurbyggð fékk næst flest atkvæði
og munaði aðeins örfáum atkvæðum
á þessum nöfnum. Á fundi bæjar-
stjórnar í gær var lögð fram eftir-
farandi tillaga: „Þar sem skylt er
skv. 4. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga
að leita umsagnar Örnefnanefndar
um nafn á sveitarfélag, samþykkir
bæjarstjórn að senda til Örnefna-
nefndar þær tillögur sem kosið var
um og niðurstöður kosninganna.“
LAUST STARF
Svæðisvinnumíðiun Eftirfarandi starf hjá SvæðLsvinnumiðlun
Norðurlands eystra Norðurlands ev'stra er laust til umsóknan
Starf ráðgjafa
Um er að ræða fúllt framtíðarstarf sem felst m.a. í:
að aðstoða atvinnuumsækjendur við atvinnuleit og atvinnurekendur
við að útvega hæfit starfsfólk,
að sjá til þess að atvinnulausir eigi kost á ráðgjöf og úrræðum,
að vinna að starfsleitaráætlunum með atvinnuumsækjendum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu á vinnumarkaðinum
og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta og góða
skipulagshæfileika.
Umsækjendur skulu hafa Iokið háskólanámi í náms-, félags- eða starfs-
ráðgjöf, kennaraprófi eða öðru sambærilegu námi og/eða hafi víðtæka
reynslu af þátttöku á vinnumarkaðinum.
Laun eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil
skal skila til Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra,
Glerárgötu 26, 600 Akurcyri, fyrir 23. júní 1998.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir
Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður, i síma 460 1470.
Á FYRSTA fundi nýrrar bæjar-
stjórnar í sameinuðu sveitarfélagi
Dalvíkur, Svarfaðardals og Ár-
skógshrepps í gær, var gengið frá
ráðningu Rögnvaldar Skíða Frið-
bjömssonar í starf bæjarstjóra.
Rögnvaldur Skíði hefur setið í stól
bæjarstjóra Dalvíkur sl. fjögur ár.
Þá var lagður fram málefnasamn-
ingur meirihluta B-lista Framsókn-
arflokks og S-lista Sameiningar, en
sameiginlega eru þessir listar með 6
af 9 bæjarfulltrúum í hinu nýja sam-
einaða sveitarfélagi. D-listi sjálf-
stæðismanna og óháðra kjósenda er
með 3 bæjarfulltrúa.
Einnig var kosið í helstu embætti
og var Kristján Hjartarson af S-lista
kjörinn forseti bæjarstjórnar og
Kristján Ólafsson af B-lista fyrsti
varaforseti. Katrín Sigurjónsdóttir
af B-lista var kjörin formaður bæj-
an-áðs.
Kolbrún Ólafsdóttir af S-lista var
Skila góðu búi
„NÚ fer ég út í vorið og athuga
minn gang. Ég verð áfram í
bæjarstjórn en hef ekki haft
tíma til að huga að því hvað ég
tek mér annað fyrir hendur,“
sagði Jakob Björnsson, fráfar-
andi bæjarstjóri á Akureyri,
eftir að hafa afhent Kristjáni
Þór Júlíussyni, viðtakandi bæj-
arstjóra, lyklavöldin af bæjar-
skrifstofunum í gær.
„Ég er sáttur með mín verk í
starfí bæjarstjóra og skila góðu
búi til nýrra stjórnenda. Þessi
tími hefur bæði verið mjög
skemmtilegur og áhugaverður
og að því leyti má segja að ég
yfirgefi stólinn með vissum
söknuði. En ég mun nú snúa
mér að því að fínna ný verk-
efni,“ sagði Jakob.
Á myndinni eru Kristján Þór
og Jakob á skrifstofu bæjar-
stjóra.
| Draumavél
heimilanna!
Vegleg briiðargjöf!
fsaumuð svunta
með nöfhum og
bráðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
60 ára frábær reynsla.
í BSBS Einar
Farestveit&Co.hf
Borgartúnl 28 « 562 2901 og 542 2900