Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GARÐABÆR:Úr Aðalskipulagi 1995-2015 m KOPAVOGUR ÍAf/iarSes; Lambhúsatjörn Arnamesvogur Gálgahraun Hnoðraholt HraUnsholt Garðaholt Velrarmýri \Garðahraun Flatahraun Svinahraun HAFNAR- FJÖRÐUR Urriðaholt 'Vrriðavatr) Nýtt aðalskipulag Garðabæjar fyrir árin 1995-2015 ] íbúðasvæði ] Fyrrirhuguð íbúðasvæði \> I I Svæði til síðari nota Mislæg gatnamót Fyrirhugaðar stofn- og tengibrautir Vifílsstaöa vatn 0 0,5 1 km Morgunblaðið/Þorkell INGIMUNDUR Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Sigrún Gísla- dóttir, formaður skipulagsnefndar með Garðabæ í baksýn. Samgöngur og hverfa- tengingar breytast NÝTT aðalskipulag Garðabæjar fyr- ir árin 1995-2015 var kynnt í gær. Helstu breytingar frá fyrra skipulagi sem gilti fýrir árin 1985-2005 eru á sviði samgöngumála og tenginga hverfa. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið rétt að byrja á að rifja upp að þegar þágildandi aðalskipulag var endurskoðað 1994 lögum sam- kvæmt var upphaflega hugmyndin að Ijúka þeirri endurskoðun á stuttum tíma. Þegar vinnunni miðaði fram þótti eðlilegt að fara ítarlega yfir samgönguþáttinn, fyrst og fremst vegna þess að stofnbrautimar sem liggja um bæinn, Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegur, hafa gífurleg áhrif á byggðina og í framhaldinu var lögð sérstök áhersla á að vinna breytta útfærslu á þeim. „Megin- breytingin frá fyrra aðalskipulagi er á sviði samgangna. Þar vegur þyngst að áhersla er lögð á að bæði á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðar- vegi verði komið upp mislægum gatnamótum til að byggðin í Garða- bæ frá austri til vesturs myndi sam- fellda heild og þurfi ekki að líða fyrir þessar umferðaræðar," sagði Ingi- mundur. Hann sagði gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á mótum Víf- ilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og einnig á Hafnarfjarðarvegi í Engi- dal. „Til viðbótar reiknum við með mislægum gatnamótum á mótum Amarnesvegar og Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar og Reykjanes- brautar. Gert er ráð fyrir að þau komi samhliða tvöföldun Reykjanes- brautar sem Vegagerðin mun vænt- anlega ráðast í á næstu árum.“ Vifilsstaðavegur framlengdur Aðspurður um aðrar breytingar sagði Ingimundur að stærst væri framlenging Vífilsstaðavegar í vest- ur meðfram ströndinni og út í Garða- hverfi og Garðaholt. „Þar með næst mjög góð tenging við nýbygginga- hverfið í Hraunsholti þar sem við höfum nýlega úthlutað lóðum,“ sagði Ingimundur. Lega Álftanesvegar frá Engidal vestur í Bessastaðahrepp breytist samkvæmt aðalskipulaginu en hann færist í norður. Að sögn Ingimundar verða með þeiiri færslu sniðnir af hættulegir kaflar á veginum og einnig hefur honum verið valinn staður þannig að hann valdi sem minnstri röskun í hrauninu. Gert er ráð fyrir því að Hrauns- holt eystra tengist Vífilsstaðavegi og tekin verði af núverandi tenging beint inn á Hafnarfjarðarveg. „Með því móti verður dregið úr þeirri slysahættu sem fylgir því gjarnan þegar íbúðargötur tengjast stofn- brautum,“ segir Ingimundur. Hann segir að ekki sé búið að tímasetja hvenær þetta verður gert vegna þess að landið sé í einkaeigu og það velti á áformum landeigenda til nýtingar hvenær af því verði. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir lausn vegtengingar í landi Urriða- vatns en þar er fyrirhugað framtíð- arbyggingarsvæði fyrir íbúðarhús. Samhliða aðalskipulaginu var unn- ið sérstakt umhverfisskipulag fyrir Garðabæ. Þar er gerð nánar grein fyrir nýtingu opinna svæða í bænum, bæði í byggðinni og upplandinu. „Það er alveg nýtt að vinna umhverf- isskipulag samhliða aðalskipulagi. Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert. Inn á það eru færðir sérstakir stígar, göngustígar og reiðstígar, þar eru sérstök útivistarsvæði lögð út og gerð fyllri grein fyrir skipulagi opinna svæða,“ sagði Ingimundur. Góð kynning skipulagsins Hann sagði ástæðu til að vekja at- hygli á að skipulagið hefði fengið sér- staklega góða kynningu. Meðan á vinnunni stóð var haldin sérstök sýn- ing á þeim hugmyndum sem í vinnslu voru, sent vai' út kynningarkort í öll hús í bænum og í framhaldi af því var boðað til hverfafunda með fbúum bæjarins um bæjannálin almennt og skipulagsmálin sérstaklega. Síðan hefur verið boðað til tveggja borg- arafunda þar sem fjallað var um aðal- skipulagið „og að lokum var tillaga að endanlegu aðalskipulagi auglýst eins og lög gera ráð fyrir og kallað efth- athugasemdum. Þær voru teknar fyrir í skipulagsnefnd og bæjarstjórn áður en endanlegt aðalskipulag var samþykkt," sagði Ingimundur. Skipulagið hlaut samþykki bæjar- stjórnar Garðabæjai’ 15. júlí á síðasta ári, skipulagsstjórnar ríkisins 15. október og umhverfisráðheira 17. nóvember sl. Nýr afgreiðslutími verslana _________Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:-------- Mán. - fim. 10:00-18:30 i Föstudaga: 10:00 -19:00 Laugardaga: 10:00-18:00 J Sunnudaga: 13:00-17:00 ] ■ HAGKAUP mm Alltaf betri kaup Skýrsla um öryggismál sjómanna Morgunblaðið/Jim Smart HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og tveir nefndarmanna, t.v. Guðmundur Hallvarðsson, sem jafnframt var formaður, og t.h. Gísli S. Einarsson. Auk þeirra voru í nefndinni Guðjón Guð- mundsson, Kristinn H. Gunnarsson og Stefán Guðmundsson en ritari nefndarinnar, tilnefndur af samgönguráðuneytinu, var Hálfdán Henrýsson, starfsmaður Siglingastofnunar Islands. Áfellisdómur yfir kröfum til öryggis um borð í skipum í REGLUM um vinnuöryggi á fiskiskipum og kaupskipum eru engin ákvæði um eftirlit með slitá- lagi víra, burðarþoli lása og keðja, blökkum, tromlum og öðrum híf- ingarbúnaði. Engai- kröfur eru gerðar til manna um þekkingu á stjórnun krana eða togvindna, hvað þá að ætlast sé til kunnáttu þeirra er gefa stjórnendum þess- ara tækja bendingar um tilteknar aðgerðir. Þó eru misbrestir í þessu tilliti meginorsök þeirra slysa sem verða á sjó. Þetta kemur fram í skýrslu um úrbætur í öryggismálum sjó- manna, sem kynnt var í gær. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra segir þetta þungan áfellisdóm yfir þeim kröfum sem gerðar eru til öryggis um borð í skipum og seg- ist munu hafa samband við full- trúa sjómanna og útgerðarmanna til að gera úrbætur á. Skýrslan er afrakstur vinnu nefndar sem sam- gönguráðherra skipaði í maí 1997 til að gera áætlun um hvernig fækka megi sjóslysum með úrbót- um í öryggismálum sjómanna og forvarnaaðgerðum. Ekki ástæða til að fjölga lögum og reglugerðum Nefndarmenn voru frá upphafi sammála um að ekki væri tilefni til að fjölga lögum og reglugerðum, þar sem aðrar orsakir væru fyrir óvenjuhárri slysatíðni meðal ís- lenskra sjómanna, en talið er að yfir 80% slysa á sjó verði vegna mannlegra mistaka. Tilkynnt slys á sjómönnum til Tryggingastofnunar ríkisins á ár- unum 1964-1996 voru alls 13.030 og dauðaslys 443. Sé þessum tíma skipt í þrjú 11 ára tímabil, kemur í ljós að slysum hefur fjölgað en dauðaslysum fækkað. Þannig var tilkynnt um alls 3.117 slys á sjó á árunum 1964-1974 og 226 dauða- slys, á árunum 1975-1985 voru slysin 4.019 og dauðaslysin 133 og á tímabilinu 1986-1996 var tilkynnt um 5.894 slys og 84 dauðaslys. Ráðherra segir að varlega verði að fara í að túlka tölurnar um heildarfjölda slysa, því það sé ekki endilega víst að slysatíðnin sé hærri á síðasta tímabilinu. Með lagabreytingu 1995 hafi Trygg- ingastofnun verið gert að endur- greiða útgerðarmönnum slysa- bætur vegna sjómanna og í kjölfar þess hafi tilkynningum fjölgað en áður hafi ekki endilega verið til- kynnt um öll slys. Þó er ljóst að dauðaslysum á sjó hefur fækkað, en 1986-1996 voru þau að meðal- tali 7 á ári, áratuginn þar á undan voru þau að meðaltali 12 á ári og 1964-1974 voru dauðaslysin að meðaltali 21 á ári. Nefndin gerir fjölmargar atr hugasemdir og tillögur til úrbóta og er þar fyrst að nefna það sem áður var getið um skort á ákvæð- um um eftirlit með slitálagi víra, burðarþoli lása, keðja og annars búnaðar sem notaður er til híf- ingarÞá er það sagt með ólíkind- um að engrar tiltekinnar mennt- unar sé krafist af þeim aðilum sem skila inn teikningum af ný- smíði eða breytingum skipa til Siglingastofnunar Islands. Lagt er til að úttekt verði gerð af óháð- um aðilum á starfsemi og starfs- háttum Siglingastofnunar m.t.t. samruna Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnarmála- stofnunar. Þá skal herða viðurlög við því að hefja vinnu við breyt- ingar á skipi áður en samþykki Siglingastofnunar liggur fyrir. Nefndin segir ennfremur að skylda verði skipstjórnarmenn til að skrá öll slys um borð, svo og þau atvik þegar liggur við slysi. Verði alvarlegt slys um borð í skipi skal rannsóknarnefnd sjó- slysa heimilt að stöðva skipið meðan rannsókn slyssins fer fram. Útgerð ber ábyrgð á að verði slys um borð verði strax gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig og farið yfir öryggismál um borð ásamt allri áhöfninni. Rannsókn- arnefnd sjóslysa skal halda sér- staka skrá yfir hvar slys verða og skrá fjölda þeirra á viðkomandi skip. Verði tvö slys eða fleiri um borð í skipi á ári er nefndinni skylt að gn'pa til sérstakra ráð- stafana um borð. Einnig skal komið á samræmdri slysaskrán- ingu sjómanna. Skortur á verkstjórn ein meginorsök slysa um borð Nefndin leggur á það áherslu að allir þeir sem afli sér menntunar í skipstjórnar- eða vélfræðum skuli fá markvissa kennslu í verkstjórn og vinnuhagræðingu og í skýrslu- gerð vegna tilkynningar um slys, en fram hefur komið að ein megin- orsök slysa um borð í skipum sé skortur á verkstjórn. Lagt er til að starfsemi rannsóknarnefndar sjóslysa verði breytt verulega og sett um hana lög sambærileg lög- um um rannsóknarnefnd flug- slysa. Þá telur nefndin rétt að starfsemi Slysavai-naskóla sjó- manna verði endurskoðuð með til- komu Akraborgar. Formi sjóprófa verði gjörbreytt, m.a. þannig að fimm kunnáttumenn skipi sér- stakan sjódóm. Til fjármögnunar á auknu um- fangi rannsóknarnefndar sjóslysa og Slysavarnaskóla sjómanna, svo og sérstaks sjódóms, komi tvennt til: Sérstakt gjald úr Tryggingar- sjóði fiskiskipa og sérstök greiðsla af hverju brúttótonni ís- lenskra skipa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.