Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 24

Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ____________LISTIR___________ VOR SKÁLDSKAPARINS í LITHÁEN SKÁLDIÐ Alisanka og Rasa Ruseckiene þýðandi og kenn- ari í Háskólagarðinum í Vilnius að lokinni ljóðahátíð. LJÓÐALESTUR og gleði í listamannahverfinu í Vilnius: Kornelijus Platelis, skáld og menntamálaráðherra, Eugenijus Alisanka, Jóhann Hjálmarsson, Rasa Ruseckiene og Knut Odegárd. Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson MINNINGARGRAFREITUR um myrta og brottflutta Litháa á sovéttímanum. Seiður lands og þjóðar Þegar vorar í Litháen snýst allt um skáld- skap og ljóð. Alþjóðleg ljóðahátíð er til marks um almennan ljóðaáhuga og að það er hlustað á skáld. Jóhanni Hjálmarssyni kom á óvart hve ljóðlistin er stór hluti þjóðlífsins og má nefna að menntamálaráð- herrann er eitt helsta skáld landsins. LANDSBERGIS kom líka til að hlusta á ljóð. SÍÐDEGIS í Vilnius í lok maí hittast nokkur er- lend skáld ásamt lit- háískum skáldum og bókmenntafólki og fjölmiðla- mönnum til að ræða bókmennt- ir og gagnrýni. Fundurinn er hluti alþjóðlegu ljóðahátíðar- innar, Vors skáldskaparins, ár- legum viðburði. Að þessu sinni eru erlendu skáldin sjö en fjöl- mörg litháísk skáld taka þátt. í tilefni hátíðarinnar er komin út bók sem heitir eftir henni, yfir 300 síður, og sum erlendu skáldanna eru kynnt þar. Það vekur athygli hve bókin er fal- leg en við sem komum frá út- löndum erum ólæsir á hana. Af viðtökum Litháa að dæma er þetta afar merk bók og margir hafa á orði að þýðingar Rösu Ruseckiene á þrettán ljóðum ís- lenska fulltrúans á hátíðinni séu afbragð. Sannleikur hins mannlega Velska skáldið John Freeman fær orðið eftir að varaformaður Rit- höfundasambands Litháa, skáldið Eugenijus Alisanka, hefur boðið fólk velkomið og skýrt frá umræðu- efninu. Allir höfðu það ekki á hreinu, héldu kannski að þeir ættu að tala um sjálfa sig. Meðal þeirra er undirritaður sem vill heldur vera í hlutverki skáldsins en gagnrýn- andans. John Freeman er galvaskur maður og brosmildur, drekkur safa að læknisráði eins og hann orðar það við mig. Kannski er það ráðleg- ast í því bjór- og vínflóði ásamt vodka sem á eftir að dynja á þátt- takendum og þeir þola misjafnlega. John Freeman segir um skáld- skapinn að hann sé sannleikur hug- ans: „Sannleikur skáldskaparins er sannleikur þess að vera mannlegur." Skáldskapurinn standi að þessu leyti nær en gagnrýnin. Irinn Desmond O’Grady segir: „Skáld og gagnrýnendur sofa ekki saman. Versta gagnrýni sem til er er rit- skoðunin." Lauri Otonkoski frá Finnlandi heldur því fram að gagn- rýnin sé að hluta til þrýstingur. Þrýstingurinn kemur frá fjölmiðla- veldinu að hans dómi. Norðmaður- HJÁ öldnuni konungi: Skáldin Friedrich G. Paff, Lauri Otonoski, Magnus-William Olsson, Desmond O’Grady, Jóhann Hjálmarsson, Eugenijus Alisanka og skáld frá Póllandi. Myndina tók velska skáldið John Freeman. TEKIÐ á móti skáldum í litháískri borg. inn Knut Odegárd segir: „Ljóðið breytir gagnrýninni.” Magnus Willi- am-Olsson frá Svíþjóð lýsir þeirri skoðun að gagnrýnin snúist um að velja, kjósa. Þjóðverjinn Friedrich G. Paff segir að fyrst sé að yrkja ljóð, síðan gagnrýna. Röðin er eftir- farandi: Skáld, ljóð, gagnrýni. Undirritaður andmælti O’Grady með því að segja að gagnrýnendur mættu og yrðu að sofa saman. Bilið væri ekki breitt milli góðs gagnrýn- anda og góðs skálds. Skáldskapur- inn væri líka eins konar gagnrýni, uppreisn, ekki endilega gagnrýni á samfélagið heldur skáldskapinn sjálfan. Þannig væri skáldið gagn- rýnandi, ekki síst þegar það væri í andstöðu við * meginstrauma, orti öðruvísi en allir aðrir gerðu. Stund- um væri þetta fólgið í uppreisn gegn hefðinni, stundum uppreisn gen nýj- ung sem væri orðin hefð. Þetta hljómaði einhvern veginn svona: Gagnrýnin er m.a. leið til að neyða mig til að lesa. Við getum sagt að hlutverk skáldskapar sé að spyrja: Hvers vegna skáldskapur? og taka afstöðu til þess skáldskapar sem hefur verið skrifaður. Það er líka gagnrýni. Ég byrjaði að yrkja vegna þess að ljóð eldri skálda höfðuðu ekki til mín, allra síst nítjánda öldin. Litháískur blaðamaður og gagn- rýnandi talaði um togstreitu milli skálds og gagnrýnanda. Hann sagði að nýr skáldskapur sótti í arfinn, lit- háísku skáldin í arf og menningu Litháen. Skáld seiðsins Að því var styrkur að eitt helsta skáld Litháa, Sigitas Geda, fylgdist með umræðunni og ávarpaði sam- komuna. Geda er auk þess ritgerð- arhöfundur og gagnrýnandi og hann sagði að ritgerðir og gagrýni færu saman. Þýðingar hans á verk- um Rainers Maria Rilkes eru róm- aðar. Hann hefur þýtt Ijóð eftir nokkur íslensk skáld (Stein Stein- arr, Ingimar Erlend Sigurðsson, Ara Jósefsson, Jóhann Hjálmars- son, Gyrði Elíasson og Lánas Má Björnsson) með aðstoð Rösu Ru- seckiene og Jurgitu Abraityte og hefur mikinn áhuga á gagnkvæm- um samskiptum íslendinga og Lit- háa á bókmenntasviðinu. Geda er í lægra meðallagi, dökk- ur yfirlitum og fremur sérkennileg- ur útlits. Hann lítur ekki oft upp, en geri hann það sér maður brún augu bak við gleraugun. Hann er svart- hærður og svartskeggjaður, skegg- ið tekið að grána. Á aðaldagskrá ljóðahátíðarinnar í Háskólagarðinum talaði hann um sjálfstæðisbaráttuna, hreyfingu sem stofnuð var fyrir tíu árum og átti afmæli þann dag. Hann talaði um vandamál nútimans í Litháen og breytingar síðustu ára. Ræðan var að hluta til ljóðræn. Síðan fór hann með ljóð eftir sig. Ljóð Geda eru seiðmögnuð. Hann sækir mikið til þjóðkvæða og dulúð- ar. Mér var sagt að skáldið hefði áhuga á ásatrú, hann væri reyndar heiðinn. Kveðið á trépalli Menntamálaráðherra Litháen, Kornelijus Platelis, er með helstu skáldum þar í landi. Hann er alþjóð- legur í skáldskap sínum, hefur þýtt T. S. Eliot og Ezra Pound. Áhugi hans á ljóðahátiðinni var slíkur að hann sat löngum með skáldunum og ræddi við þau. Mér heyrðist hann ýja að því að hann liti fyrst og fremst á sig sem skáld. Platelis las við ýmis tækifæri í Vilnius, m.a. á veitingahúsi í gamla bænum sem er að hluta á trépöllum úti í á. Þar var gífurleg stemmning I : i i t i i t i f [ i ! I ■ I I t 8 I í ! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.