Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 23 LISTIR Á ALS ODDI Morgunblaðið/Arnaldur KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson búa sig undir tónleikana. TOMLIST Þjóðleikhúsið EINSÖNGSTÓNLEIKAR Erlend þjóðlög, sönglög og aríur. Kristinn Sigmundsson bassa- barýton; Jónas Ingimundarson, pí- anó. Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 9. júní kl. 20:30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var sneisafullt í gær þegar þeir gömlu og grónu fóstbræður í fag- urtónlistinni, Kristinn Sigmunds- son bassabarýton og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari efndu til hljómleikahalds. Dagskráin var á alþýðlegum nótum í beztu merk- ingu orðanna og mátti eiginlega skipta í fernt. Fyrst engilsaxnesk þjóðlög, svo draumalönd og hamraborgir Itala sem innfæddir nefna arie antiche, eftir hlé - með kostulegu innlendu forskoti frá Atla Heimi Sveinssyni, „Tittlings minning“ - sönglög frá þýzkum meisturum í gamansamari kant- inum (jú, þeir eiga hann til), og loks tvær Mozart-óperuaríur og tvær dittó eftir Rossini, sömu- leiðis með broslegum undirtón- um. Flutningurinn var í einu orði sagt stórkostlegur. Það er löngu kunnugt, að Kristni Sigmunds- syni er einkar lagið að fara með gamanefni, og þar (þ.e.a.s. í seinni hálfleik) var hann svo sannarlega í essinu sínu. Fyi-ra settið hófst með blíðri en inni- legri upphitun á negrasálminum Deep River og vöggulaginu Ma eurly-headed babby e. Clutsam, þar sem einkum hið síðara var undursamlega mjúkt og látlaust túlkað, og ekki síður í dúnmjúk- um og sveigjanlegum undirleik Jónasar. írska þjóðlagið Danny Boy sem þarlendir nefna „Londonderry Air“ tjaldaði fyrstu háu tónum kvöldsins, sem Kristinn fór físlétt með, enda greinilega í toppformi og getur ekki síður en Gunnar Guðbjörns- son leyft sér að slaka á þar efra á píanississimó. Þá var annað þjóð- lag, írskt og útsett af Phyllis Tate, The Lark in the Clear Air, þar sem fersk sveitasælulýríkin naut sín til fullnustu hjá þeim fé- lögum. Þarnæst komu tvö þjóð- lög í snjallri útsetningu Benja- mins Brittens, hið skozka The Bonny Earl o’ Moray og hið enska Come you not from Newcastle. Hið fyrra er af harm- rænum toga sem þeir Kristinn túlkuðu af svipmiklum dramat- ískum krafti, en svo létti yfír í síðara laginu, líkt og hendi væri veifað. ítölsku fornaríurnar, sem Cecilia Bartoli hefur nýjast gert vinsæl meðal diskófíla, enda gull- falleg lög, voru næstar á dagskrá, Vittoria, mio core! eftir Carissimi, Lungi dal caro bene e. Sarti og Pur dicesti o bocca belle e. Lotti. Runnu þau öll ljúflega niður, og sömuleiðis yngi-i lögin Malia og þó einkum L’Ultima canzone e. Tosti, sem Kristinn söng af mögnuðum glæsibrag. Eftir hlé söng Kristinn Titt- lings minning, lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jóns Þor- lákssonar frá Bægisá um „elli- dauðan kanarifugl", sem var eina íslenzka lagið á prentaðri dagskrá. Verkið er um tveggja ára gamalt; eitt af fáum íslenzk- um dæmum um músíkalskar skopstælingar, n.k. tilbrigði um „háan“ anthem-stíl Hándels - o.fl. - þar sem kameljónið meðal hérlendra tónhöfunda leikur sér að því að skopstæla tónsöguleg- ar klissjur í einskonar pasticcio satirico. Það var ekki að sökum að spyrja; þar sem tónskáldið sleppti, tóku söngvari og píanó- leikari við og fullkomnuðu eitt- hvert meistaralegasta grín sem gert hefur verið hér með nótum í seinni tíð - og salurinn lá kylli- flatur. Islenzkir kollegar Krist- ins gætu lært margt af fettum og látbragði Kristins í þessu lagi, því burtséð frá afburða söngtækni standa honum fáir á sporði í kómískri sviðsfram- komu. Dampinum linnti ekki þegar við tóku nokkur þýzk sönglög, Lob der Faulheit (Lof letinnar) e. Haydn við ljóð Lessings, sem gerði ekki síðri lukku. Arnold Schönberg - trúi þvi hver sem vill - átti þarna „slapstick" ópus, Der genúgsame Liebhaber að nafni (Nægjusami elskhug- inn/Hugo Salus), þar sem Ches- hire-kattarglott Kristins fór að vísu hættulega nálægt yfír- keyrslumörkum, en hélzt þó réttu megin, og jafn „alvarlegir" höfundar og Hugo Wolf og Ric- hard Strauss fengu sömuleiðis að sletta óvænt úr klaufum í Zur Warnung (Viðvörun/Mörike) og Ach weh mir unglúckhaftem Mann (Æ vei mér ógæfusömum manni/Felix Dahn.) Sama var uppi á teningnum í Lob des hohen Verstands (Lof dóm- greindarinnar úr Des Knaben Wunderhorn) e. Mahler, þar sem næturgali og gaukur fóru í söng- jöfnuð með asna sem dómara. Hinn æðri músíkhúmor tók völdin í lok tónleikanna. Fyrst í einum af sérréttum Kristins úr óperubókmenntunum, „kvenna- listaaríu“ Leporellos úr Don Giovanni e. Mozart; a.m.k. hljóm- aði arían sem væri hún skradd- arasaumuð fyrir hann. Aríu Bart- olos úr Brúðkaupi Fígarós, La vendetta (Hefndin), fór hann með af valdsmannslegri þórðargleði og mikilli parlandissimo-tungu- fimi, og í lokaatriðunum tveim, Rossini-aríunum, La del ciel nell’arcano profondo (Alidoro í Öskubusku) með tilheyi’andi hálsbrjótandi lokaflúrsöng og aríu Basilios úr Rakaranum, La calunnia léku þeir félagar á als oddi. Ríkarður Ö. Pálsson Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Saga félaganna Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.