Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 23
LISTIR
Á ALS
ODDI
Morgunblaðið/Arnaldur
KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson búa sig undir tónleikana.
TOMLIST
Þjóðleikhúsið
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Erlend þjóðlög, sönglög og aríur.
Kristinn Sigmundsson bassa-
barýton; Jónas Ingimundarson, pí-
anó. Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 9.
júní kl. 20:30.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var
sneisafullt í gær þegar þeir
gömlu og grónu fóstbræður í fag-
urtónlistinni, Kristinn Sigmunds-
son bassabarýton og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari efndu til
hljómleikahalds. Dagskráin var á
alþýðlegum nótum í beztu merk-
ingu orðanna og mátti eiginlega
skipta í fernt. Fyrst engilsaxnesk
þjóðlög, svo draumalönd og
hamraborgir Itala sem innfæddir
nefna arie antiche, eftir hlé - með
kostulegu innlendu forskoti frá
Atla Heimi Sveinssyni, „Tittlings
minning“ - sönglög frá þýzkum
meisturum í gamansamari kant-
inum (jú, þeir eiga hann til), og
loks tvær Mozart-óperuaríur og
tvær dittó eftir Rossini, sömu-
leiðis með broslegum undirtón-
um.
Flutningurinn var í einu orði
sagt stórkostlegur. Það er löngu
kunnugt, að Kristni Sigmunds-
syni er einkar lagið að fara með
gamanefni, og þar (þ.e.a.s. í
seinni hálfleik) var hann svo
sannarlega í essinu sínu. Fyi-ra
settið hófst með blíðri en inni-
legri upphitun á negrasálminum
Deep River og vöggulaginu Ma
eurly-headed babby e. Clutsam,
þar sem einkum hið síðara var
undursamlega mjúkt og látlaust
túlkað, og ekki síður í dúnmjúk-
um og sveigjanlegum undirleik
Jónasar. írska þjóðlagið Danny
Boy sem þarlendir nefna
„Londonderry Air“ tjaldaði
fyrstu háu tónum kvöldsins, sem
Kristinn fór físlétt með, enda
greinilega í toppformi og getur
ekki síður en Gunnar Guðbjörns-
son leyft sér að slaka á þar efra á
píanississimó. Þá var annað þjóð-
lag, írskt og útsett af Phyllis
Tate, The Lark in the Clear Air,
þar sem fersk sveitasælulýríkin
naut sín til fullnustu hjá þeim fé-
lögum. Þarnæst komu tvö þjóð-
lög í snjallri útsetningu Benja-
mins Brittens, hið skozka The
Bonny Earl o’ Moray og hið
enska Come you not from
Newcastle. Hið fyrra er af harm-
rænum toga sem þeir Kristinn
túlkuðu af svipmiklum dramat-
ískum krafti, en svo létti yfír í
síðara laginu, líkt og hendi væri
veifað.
ítölsku fornaríurnar, sem
Cecilia Bartoli hefur nýjast gert
vinsæl meðal diskófíla, enda gull-
falleg lög, voru næstar á dagskrá,
Vittoria, mio core! eftir
Carissimi, Lungi dal caro bene e.
Sarti og Pur dicesti o bocca belle
e. Lotti. Runnu þau öll ljúflega
niður, og sömuleiðis yngi-i lögin
Malia og þó einkum L’Ultima
canzone e. Tosti, sem Kristinn
söng af mögnuðum glæsibrag.
Eftir hlé söng Kristinn Titt-
lings minning, lag Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð Jóns Þor-
lákssonar frá Bægisá um „elli-
dauðan kanarifugl", sem var
eina íslenzka lagið á prentaðri
dagskrá. Verkið er um tveggja
ára gamalt; eitt af fáum íslenzk-
um dæmum um músíkalskar
skopstælingar, n.k. tilbrigði um
„háan“ anthem-stíl Hándels -
o.fl. - þar sem kameljónið meðal
hérlendra tónhöfunda leikur sér
að því að skopstæla tónsöguleg-
ar klissjur í einskonar pasticcio
satirico. Það var ekki að sökum
að spyrja; þar sem tónskáldið
sleppti, tóku söngvari og píanó-
leikari við og fullkomnuðu eitt-
hvert meistaralegasta grín sem
gert hefur verið hér með nótum í
seinni tíð - og salurinn lá kylli-
flatur. Islenzkir kollegar Krist-
ins gætu lært margt af fettum
og látbragði Kristins í þessu
lagi, því burtséð frá afburða
söngtækni standa honum fáir á
sporði í kómískri sviðsfram-
komu.
Dampinum linnti ekki þegar
við tóku nokkur þýzk sönglög,
Lob der Faulheit (Lof letinnar) e.
Haydn við ljóð Lessings, sem
gerði ekki síðri lukku. Arnold
Schönberg - trúi þvi hver sem
vill - átti þarna „slapstick" ópus,
Der genúgsame Liebhaber að
nafni (Nægjusami elskhug-
inn/Hugo Salus), þar sem Ches-
hire-kattarglott Kristins fór að
vísu hættulega nálægt yfír-
keyrslumörkum, en hélzt þó
réttu megin, og jafn „alvarlegir"
höfundar og Hugo Wolf og Ric-
hard Strauss fengu sömuleiðis að
sletta óvænt úr klaufum í Zur
Warnung (Viðvörun/Mörike) og
Ach weh mir unglúckhaftem
Mann (Æ vei mér ógæfusömum
manni/Felix Dahn.) Sama var
uppi á teningnum í Lob des
hohen Verstands (Lof dóm-
greindarinnar úr Des Knaben
Wunderhorn) e. Mahler, þar sem
næturgali og gaukur fóru í söng-
jöfnuð með asna sem dómara.
Hinn æðri músíkhúmor tók
völdin í lok tónleikanna. Fyrst í
einum af sérréttum Kristins úr
óperubókmenntunum, „kvenna-
listaaríu“ Leporellos úr Don
Giovanni e. Mozart; a.m.k. hljóm-
aði arían sem væri hún skradd-
arasaumuð fyrir hann. Aríu Bart-
olos úr Brúðkaupi Fígarós, La
vendetta (Hefndin), fór hann með
af valdsmannslegri þórðargleði
og mikilli parlandissimo-tungu-
fimi, og í lokaatriðunum tveim,
Rossini-aríunum, La del ciel
nell’arcano profondo (Alidoro í
Öskubusku) með tilheyi’andi
hálsbrjótandi lokaflúrsöng og
aríu Basilios úr Rakaranum, La
calunnia léku þeir félagar á als
oddi.
Ríkarður Ö. Pálsson
Á Fótboltavef Morgunblaðsins
finnur þú
alla réttu
takkana
Titlar og afrek
Leikmenn og
frammistaða þeirra
Saga félaganna
Liðsstjórinn,
gagnvirkur Netleikur
Dagbók, yfirlit yfir leiki
www.mbl.is/boltinn
Fótboltavefur mbl
Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.