Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 47' MYNDBÖND Skrímsli endurlífgað Frankenstein og ég (Frankenstein and Me) Fjölskyldud rama ★★ Framleiðsla: Riehard Gondreau. Leikstjórn: Robert Tinnel. Handrit: David Sherman. Kvikmyndataka: Roxanne Di Santos. Tónlist: Norm- and Corbeil. Aðalhlutverk: Jamieson Boulanger, Myriam Cyr, Louise Fletcher og Burt Reynolds. Lengd 91 mín. Myndform, júní 1998. Ekki við hæfi mjög ungra barna. HÉR er á ferðinni ljúfsái- fjöl- skyldumynd um viðbrögð tólf ára drengs og yngri bróður hans við frá- falli fóður síns. Earl hefur alltaf verið hugfanginn af skrímslum og draumur hans er að endurlífga mannveru að hætti dr. Frank- ensteins. Hann lif- h’ í heimi draum- óra sem eiga ræt- m’ að rekja til kvikmynda og inn í myndina er fléttað stuttum atriðum sem eni einskonai’ endurgerðir fi-ægra hryllingsmynda. Faðir pilt- anna hafði sjálfur verið mikill draum- óramaður og skömmu áðm’ en hann lést lét hann syni sína lofa því hátíð- lega að missa aldrei sjónai’ á draum- um sínum, heldm’ legg allt í sölmTiai' til að láta þá rætast. Þegar Earl verð- ur vitni að því að „hið raunverulega skrímsli dr. Frankensteins" fellm’ af palli vörubíls frá ferðatívolíi, á hann ekki annarra kosta völ en gera dramatíska lífgunai’tih’aun. „Frankenstein og ég“ er að mörgu leyti vel gerð mynd. Leikararnir ungu standa sig mjög vel og það er alltaf gaman að sjá framan í gamla sjar- matröllið Burt Reynolds, þótt ekki sé hans hlutur stór. I grunninn er mynd- in raunsæisleg lýsing á iífí í banda- rískum örbæ úti í eyðimörk. Flestar persónmTiar eru venjulegt fólk og þar rennur myndin næstum því út af spori hefðbundinna formúlumynda, því hér er ekkert almennilegt illmenni með í leik. Næstum því, en ekki alveg, því kennslukona Eai’ls er mikið hex sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að klekkja á di’engnum. Hlutverkið leikm’ Louise Fletcher sem talin er hafa eyðilagt eigin feril með snilldar- legum leik sem Ratched hjúkrunar- kona í „Gaukshreiðrinu“ og hefur lítið getað leikið nema illmenni síðan. En myndin er hin ágætasta skemmtun og innihaldið kom á óvaid út frá slöppum umbúðunum. Guðmundur Asgeirsson „Slappur tryllir44 Ég veit hvað þú gerðir í fyrra- sumar (I Know What You Did Last Sum- mer) Ilryllingsmynd ★>/2 Framleiðsla: Neal H. Moritz, Erik Feig og Stokely Chaffin. Leikstjórn: Jim Gillespie. Handrit: Kevin Willi- amson. Kvikmyndataka: Denis Cross- an. Tónlist: John Debney. Aðalhlut- verk: Jennifér Love Hewitt, sara Michelle Gellar, Ryan Phillippe og Freddie Prinze, Jr. Lengd 101 mín. Bandarísk. Skífan, júní 1998. Bönnuð áhorfendum innan sextán ára. HRYLLINGSMYNDIR eiga yfir- leitt sameiginlegan ílöt, að vera ætlað- ar unglingum sem eni á mörkum þess að mega horfa á þær. Umræða um eðli kvikmynda- greinarinnar og samfélagshlutverk hennar hefur verið mikið á döfinni og jafnvel verið færð inn í kvikmyndirn- ar sjálfar, eins og Wes Craven gerði svo snilldarlega í „Scream“. Handrit þessarar myndar er eftir sama höfund og skrifaði „Scream" og leitai’ hann hér á sömu mið, en því miður án ár- angurs. Myndin fjallar um tvö pör sem verða manni að bana í vitleysis- gangi. Þau fela auðvitað líkið og sverja að minnast aldi’ei framar á at- vikið. Ári síðai’ hefm- lífi þeirra hrakað að flestu leyti, en ástandið verður sýnu veira þegar þeim fara að berast skilaboð frá einhverjum sem veit hvað þau gerðu í fyrra. Helsti gallinn við þessa sögu er að erfitt reynist að festa áhuga við per- sónur hennar. Þær eru fullkomlega flatai’, og reyndar hreinlega út úr kortinu sumar hverjai’, sem kemur í veg fyrir eitt gi’undvallarskilyi’ði góðra hryllingsmynda, samúð áhorf- andans með fórnarlömbunum. Eins er varla nokkurt atiiði sem kemur á óvart og það var auðvelt að reikna ná- kvæmlega út hvenær átti að gera manni bylt við. Atburðarásin er jafn- framt mjög afkáraleg á köflum og stríðh’ hreinlega gegn náttúi’ulögmál- um þegai’ verst lætur. Þama er aftur brotið gegn lögmálum hrollvekjunnar, því áhorfandinn verður að trúa því sem hann sér, að minnsta kosti rétt á meðan hann fylgist með sögunni. Tæknilega er ekkert athugavert, enda greinilega ofgnótt fjár í framleiðsl- unni. Handritið er veiki hlekkminn sem dregur myndina vemilega niðm’. Guðmundur Ásgeirsson Gleði til handa góð- um málstað ► ÍTALSKI fatahönnuðurinn Giorgio Armani og söngkonan Mariah Carey stilltu sér upp fyrir ljósniyndara í gleðskap sem var haldinn til heiðurs spænska flamengódansaranum Joaquin Cortes sem var með sýningu í New York á dögun- um. Gestgjafar kvöldsins voru leikkonan Mira Sorvino og Ar- mani en ágóði danssýningar Cortesar og gleðskapsins rann óskiptur til rannsókna á bijóstakrabbameini. FÓLK í FRÉTTUM ► SVO kann að vera að leikar- arnir Charlie Sheen og Robert Downey Jr. séu fyrirmyndir hinna ungu í glysborginni Hollywwod þegar eiturlyfja- notkun er annars vegar. Að minnst kosti var hinn fimmtán ára gamli leikari Brad Renfro ákærður í síðustu viku fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum eftir að lögreglan í heimabæ hans, Knoxville, handtók hann með kókaín og marijúana. Renfro, sem lék 10 ára gamall í myndinni „The Client“ á móti Susan Sar- andon og Tomrny Lee Jo- nes, var í bíl ineð 19 ára gömlum frænda sínum þegar lögregla stöðvaði þá um miðja nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Haft var eftir lögreglu- manni að Renfro hefði augljóslega verið undir álirifum vímuefna þegar hann var handtekinn. Hann var látinn laus eftir að amma hans borgaði trygginguna en málið verður tekið fyrir á næstu mánuðuin. Búist er Unglinga- stjarna í eiturlyfja- vanda við að Renfro verði dæmdur til að leita sér aðstoðar vegna vímuefnanotkunar en endur- hæfing en ekki refsing mun vera markmiðið í máium af þessum toga. Brad Renfro öðlaðist, sem fyrr segir, ft’ægð 10 ára gamall þegar hann var valinn úr stór- uin hópi ungmenna til að leika á móti Susan Srandon og Tommy Lee Jones í myndinni „The Cli- ent“. Það hljómar kald- hæðnislega að Renfro var uppgötvaður af lögreglu- manni sem sá hann leika í skopatriði á vegum DARE samtakanna sem berjast gegn eiturlyljum. Hann hefur einnig leik- ið í myndunum „Telling Lies in America" og „Sleepers" auk þess sem hann lék nýverið í „Apt Pupil“ sem er byggð á sögu Stephens Iíings en þar leikur hann ungling sem uppgötvar að ná- granni hans er fyrrver- andi nasisti og stríðs- glæpamaður, leikinn af Ian McKellen. BRAD Renfro, til vinstri, ásamt meðleikara sín- um í myndinni „The Client" sem opnaði honum leið til Hollywwod. Bjóðum VEIÐIVESTI SUNDBOl LFKYLFUR AFRj AFMÆLIS1 xjSSSít, mm Tilboðin gilda frá 6.-16. júní BARNABUXUR Litir: Grænt, dökkblátt, vínrautt Stærðir: 104-152 verð kr. STUTTBUXUR Litir: Millibrúnt, ólívugrænt Stærðir: S-XL ”k 2.950,- BOLUR Litir: Grátt/svart, rautt/hvítt Stærðir: M-XL verð kr. 1.690,- Troðfullar búðir af nýjum vörum HREYSTI — sportvöRunus Fossháisi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717 BARNAPEYSA Úrval lita Stærðir: 104-152 verðkr. IMUI r-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.