Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL átök áttu sér stað í reiptoginu í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir
Fjölmenni á sjómannadegi í Eyjum
HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins
í Eyjum fóru fram í sól og blíðu
um helgina. Mikil þátttaka var í
öllum hátíðarhöldunum enda veö-
ur eins og best verður á kosið. Á
laugardag voru hátíðarhöld í Frið-
arhöfn þar sem keppt var í kapp-
róðri, koddaslag, tunnuhlaupi og
fleiri hefðbundnum greinum sjó-
mannadags en einnig var knatt-
spyrnukeppni milli skipshafna.
Á sjómannadaginn hófst dag-
skráin með sjómannamessu í
Landakirkju en að henni lokinni
stjórnaði Snorri Óskarsson minn-
ingarathöfn við minnisvarða um
þá sem hafa hrapað í björgum,
drukknað eða farist í flugslysum.
Hátíðarhöld voru síðdegis á
Stakkagerðistúni. Ræðu dagsins
flutti Lúðvík Bergvinsson, alþing-
ismaður, en að henni lokinni voru
aldraðir sjómenn heiðraðir. Þórar-
inn Örn Eiríksson, skipstóri, Hilm-
ar Rósmundsson, skipstjóri, Þór-
hallur Þórarinsson, vélsljóri og
Magnús Stefánsson, háseti, fengu
allir áletraðan sjöld frá Sjómanna-
dagsráði sem þakklætisvott fyrir
vel unnin störf til sjós.
Hjálmar Guðnason, skipstjóri á
Bravo og Björgunarfélag Vest-
mannaeyja fengu viðurkenningar
frá Sjómannadagsráði fyrir björg-
un manna af báti sem sökk við
Bjarnaey síðasta sumar. Þá fékk
þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
viðurkenningu frá Sjómannadags-
ráði Vestmannaeyja fyrir björgun
skipveija af Mardísi VE er hún
sökk fyrr á þessu ári.
Skipstjóri og skipshöfn Gígju
VE fengu síðan viðurkenningu frá
Siglingastofnun fyrir góða um-
gengni og gott ástand skips og
björgunarbúnaðar. Þá voru afhent
verðlaun fyrir unnin afrek í hinum
ýmsu greinum sem keppt var í á
laugardaginn í Friðarhöfn. Sam-
kór Vestmannaeyja, Jón Gnarr og
hljómsveitin Skítamórall skemmtu
síðan þeim fjölmörgu sem lögðu
leið sína á Stakkagerðistún í sól-
inni á sjómannadaginn.
Rannsókn
um mörk heiðni
og kristni
Egilsstöðum - Minjasafn Austur-
lands er þátttakandi í evrópsku
rannsóknarverkefni sem miðar að
rannsóknum og endurbyggingum á
gömlum húsum. Verkefni þetta er
það stærsta sem Minjasafn Austur-
lands hefur unnið að hingað til, en
það er þríþætt.
Fyrsti hluti þess hófst sl. sumar
með uppgreftri að Geirsstöðum í
Hróarstungu, í landi Litla-Bakka.
Undirbúningur hófst 1996 þegar
voru gerðir könnunarskurðir á 7
stöðum á Héraði. í kjölfar þess var
ákveðið að ráðast í uppgröft á
Geirsstöðum. Gert er ráð fyrir að
Geirsstaðir ásamt túngarði verði
byggðir upp í sinni upprunalegu
mynd næsta sumar.
Annar hluti rannsóknarinnar
verður uppgi’öftur á Þórarinsstöð-
um í Seyðisfirði, en það er eyðibýli,
talið landnámsjörð. Þar fundust
m.a. mannabein í steinkistu sumarið
1938 en staðurinn hefur verið frið-
aður síðan 1984. Nú í sumar verður
hafíst handa við uppgröft þar og
munu í gegnum verkefnið, m.a. 6 er-
lendir fornleifafræðingar koma að
því verki. Þrír þeirra eru við sér-
nám í forvörslu, beinamannfræði og
fornvistfræði.
Enn er óráðið hver þriðji hluti
verkefnisins verður en það kemur
trúlega í ljós í sumar.
Yfirumsjón með þessum rann-
sóknum hefur Steinunn Kristjáns-
dóttir fomleifafræðingur en hún er í
doktorsnámi í fornleifafræði við há-
skólann í Gautaborg. Steinunn hef-
ur lokið við skýrslu um uppgröftinn
á Geirsstöðum.
Stórt verkefni og
atvinnuskapandi
Að sögn Steinunnar bauðst safn-
inu að taka þátt í þessu verkefni í
kjölfar þess að breskur fornleifa-
fræðingur starfaði hjá safninu sum-
arlangt. Upphafsmaður verkefnis-
ins er Martin Clark en hann kennir
m.a. við Cumbria College of Art and
Design auk þess að reka eigið fyrir-
tæki. Clark kom þessum fornleifa-
fræðingi til starfa hjá safninu og í
gegnum hann og hans þekkingu á
Islandi varð úr þátttaka safnsins í
þessu verkefni. Verkefnið nýtur
styrks frá Rannís auk þess að hljóta
Rafaelstyrk frá Evrópusamband-
inu.
Steinunn segir verkefnið ekki
einungis lúta að uppgreftri heldur
einnig endurbyggingu og að ráðist
verði næsta sumar í að endurbyggja
Geirsstaði. Þá komi til starfa nemar
í fornleifafræði og handverksmenn
frá þessum löndum sem taka auk
Islands þátt í þessu verkefni. Þessi
lönd eru Bretland, Irland, Þýska-
land, Danmörk, Finnland, Ítalía og
Slóvakía. Jóhanna Bergmann, sem
veitir Minjasafni Austui’lands for-
stöðu, segir að inni sé framhaldsum-
sókn í Brussel þess efnis að útvíkka
verkefnið enn frekar og virkja fleira
fólk inn í það, t.d. fatlaða, fólk frá
einangruðum svæðum og skólafólk.
$
|Bií P4
pni' tt c' a Morgunblaðið/SigurðurHannesson
FRA hatiðarfundi bæjarstjornar Hornaíjaröar.
Hátíðarfundur bæjar-
stjórnar Hornafjarðar
Hornafirði - Austur-Skaftafells-
sýsla hefur nú öll verið sameinuð í
eitt sveitarfélag. Nýkjörin 11
manna bæjarstjórn kom saman til
fyrsta fundar, sem jafnframt var
hátíðarfundur, í íþróttahúsinu á
Höfn laugardaginn 6. júní.
Meirihluta í bæjarstjórn skipa D-
listi Sjálfstæðisflokks með 3 fulltrúa
og H-listi Kríunnar með 4 fulltrúa,
en í minnihluta er B-listi Framsókn-
arflpkks með 4 fulltrúa. Gísli Sverr-
ir Arnason (H) var kosinn forseti
bæjarstjórnar og Halldóra B. Jóns-
dóttir (D) formaður bæjarráðs. St-
urlaugur Þorsteinsson var kjörinn
bæjarstjóri en hann hefur gegnt því
embætti sl. 12 ár. Samþykkt var að
nafn hins nýja sveitarfélags yrði
Hornafjörður.
Á hátíðarfundinum samþykkti
bæjarstjórnin að veita slysavarnafé-
lögunum á svæðinu 100 þúsund
krónu styrk hverju, en félögin eru
þrjú, Slysavarnadeildin Framtíðin á
Höfn, Björgunarfélag Hornafjarðar
og Slysavarnadeildin í Öræfum.
Hið nýja sveitarfélag nær frá
Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesi í
austri og er með lengstu strand-
lengju allra sveitarfélaga á landinu
og jafnframt eina þá hættulegustu.
Að baki sveitarfélagsins er stærsti
jökull Evrópu sem sífellt fleiri og
fleiri ferðamenn, jafnt innlendir
sem erlendir, heimsækja. Öflugar
slysavarnir á svæðinu eru af þess-
um sökum mjög mikilvægar og
slysavamafélögin hafa margsannað
dugnað sinn og hæfni. Er þar
skemmst að minnast þess er Horn-
fírskir björgunarmenn björguðu
vísindamönnunum sem óku fram af
Grímsfjalli. Að loknum hátíðafund-
inum var öllum viðstöddum boðið
uppá kaffí og hátíðartertur.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
STEINUNN Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og Jóhanna Berg-
mann, forstöðumaður Minjasafns Austurlands.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hvítasunnu-hreinkálfur
Vaðbrekku, Jökuldal - Hreinkýr
í Dýragarðinum í Klausturseli á
Jökuldal bar myndalegum
hreindýrskálfi á hvítasunnu-
dagskvöld. Fimm hreindýr eru í
dýragarðinum í Klausturseli til
sýnis fyrir ferðafólk, tveir
tarfar og þrjár kýr. Elsta kýrin
sem er þriggja vetra bar sínum
fyrsta kálfi á hvítasunnudag og
eru bæði spræk.
Hinar kýrnar tvær eru ári
yngri og eru ekki með kálfí
þetta árið. Það fjölgar því að-
eins um einn í hreindýrastofnin-
um í Klausturseli þetta árið, en
kálfurinn sem fæddist núna er
tarfur.
í
1
m
i
i
i
»
i
i