Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIKIL átök áttu sér stað í reiptoginu í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Fjölmenni á sjómannadegi í Eyjum HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins í Eyjum fóru fram í sól og blíðu um helgina. Mikil þátttaka var í öllum hátíðarhöldunum enda veö- ur eins og best verður á kosið. Á laugardag voru hátíðarhöld í Frið- arhöfn þar sem keppt var í kapp- róðri, koddaslag, tunnuhlaupi og fleiri hefðbundnum greinum sjó- mannadags en einnig var knatt- spyrnukeppni milli skipshafna. Á sjómannadaginn hófst dag- skráin með sjómannamessu í Landakirkju en að henni lokinni stjórnaði Snorri Óskarsson minn- ingarathöfn við minnisvarða um þá sem hafa hrapað í björgum, drukknað eða farist í flugslysum. Hátíðarhöld voru síðdegis á Stakkagerðistúni. Ræðu dagsins flutti Lúðvík Bergvinsson, alþing- ismaður, en að henni lokinni voru aldraðir sjómenn heiðraðir. Þórar- inn Örn Eiríksson, skipstóri, Hilm- ar Rósmundsson, skipstjóri, Þór- hallur Þórarinsson, vélsljóri og Magnús Stefánsson, háseti, fengu allir áletraðan sjöld frá Sjómanna- dagsráði sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf til sjós. Hjálmar Guðnason, skipstjóri á Bravo og Björgunarfélag Vest- mannaeyja fengu viðurkenningar frá Sjómannadagsráði fyrir björg- un manna af báti sem sökk við Bjarnaey síðasta sumar. Þá fékk þyrlusveit Landhelgisgæslunnar viðurkenningu frá Sjómannadags- ráði Vestmannaeyja fyrir björgun skipveija af Mardísi VE er hún sökk fyrr á þessu ári. Skipstjóri og skipshöfn Gígju VE fengu síðan viðurkenningu frá Siglingastofnun fyrir góða um- gengni og gott ástand skips og björgunarbúnaðar. Þá voru afhent verðlaun fyrir unnin afrek í hinum ýmsu greinum sem keppt var í á laugardaginn í Friðarhöfn. Sam- kór Vestmannaeyja, Jón Gnarr og hljómsveitin Skítamórall skemmtu síðan þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Stakkagerðistún í sól- inni á sjómannadaginn. Rannsókn um mörk heiðni og kristni Egilsstöðum - Minjasafn Austur- lands er þátttakandi í evrópsku rannsóknarverkefni sem miðar að rannsóknum og endurbyggingum á gömlum húsum. Verkefni þetta er það stærsta sem Minjasafn Austur- lands hefur unnið að hingað til, en það er þríþætt. Fyrsti hluti þess hófst sl. sumar með uppgreftri að Geirsstöðum í Hróarstungu, í landi Litla-Bakka. Undirbúningur hófst 1996 þegar voru gerðir könnunarskurðir á 7 stöðum á Héraði. í kjölfar þess var ákveðið að ráðast í uppgröft á Geirsstöðum. Gert er ráð fyrir að Geirsstaðir ásamt túngarði verði byggðir upp í sinni upprunalegu mynd næsta sumar. Annar hluti rannsóknarinnar verður uppgi’öftur á Þórarinsstöð- um í Seyðisfirði, en það er eyðibýli, talið landnámsjörð. Þar fundust m.a. mannabein í steinkistu sumarið 1938 en staðurinn hefur verið frið- aður síðan 1984. Nú í sumar verður hafíst handa við uppgröft þar og munu í gegnum verkefnið, m.a. 6 er- lendir fornleifafræðingar koma að því verki. Þrír þeirra eru við sér- nám í forvörslu, beinamannfræði og fornvistfræði. Enn er óráðið hver þriðji hluti verkefnisins verður en það kemur trúlega í ljós í sumar. Yfirumsjón með þessum rann- sóknum hefur Steinunn Kristjáns- dóttir fomleifafræðingur en hún er í doktorsnámi í fornleifafræði við há- skólann í Gautaborg. Steinunn hef- ur lokið við skýrslu um uppgröftinn á Geirsstöðum. Stórt verkefni og atvinnuskapandi Að sögn Steinunnar bauðst safn- inu að taka þátt í þessu verkefni í kjölfar þess að breskur fornleifa- fræðingur starfaði hjá safninu sum- arlangt. Upphafsmaður verkefnis- ins er Martin Clark en hann kennir m.a. við Cumbria College of Art and Design auk þess að reka eigið fyrir- tæki. Clark kom þessum fornleifa- fræðingi til starfa hjá safninu og í gegnum hann og hans þekkingu á Islandi varð úr þátttaka safnsins í þessu verkefni. Verkefnið nýtur styrks frá Rannís auk þess að hljóta Rafaelstyrk frá Evrópusamband- inu. Steinunn segir verkefnið ekki einungis lúta að uppgreftri heldur einnig endurbyggingu og að ráðist verði næsta sumar í að endurbyggja Geirsstaði. Þá komi til starfa nemar í fornleifafræði og handverksmenn frá þessum löndum sem taka auk Islands þátt í þessu verkefni. Þessi lönd eru Bretland, Irland, Þýska- land, Danmörk, Finnland, Ítalía og Slóvakía. Jóhanna Bergmann, sem veitir Minjasafni Austui’lands for- stöðu, segir að inni sé framhaldsum- sókn í Brussel þess efnis að útvíkka verkefnið enn frekar og virkja fleira fólk inn í það, t.d. fatlaða, fólk frá einangruðum svæðum og skólafólk. $ |Bií P4 pni' tt c' a Morgunblaðið/SigurðurHannesson FRA hatiðarfundi bæjarstjornar Hornaíjaröar. Hátíðarfundur bæjar- stjórnar Hornafjarðar Hornafirði - Austur-Skaftafells- sýsla hefur nú öll verið sameinuð í eitt sveitarfélag. Nýkjörin 11 manna bæjarstjórn kom saman til fyrsta fundar, sem jafnframt var hátíðarfundur, í íþróttahúsinu á Höfn laugardaginn 6. júní. Meirihluta í bæjarstjórn skipa D- listi Sjálfstæðisflokks með 3 fulltrúa og H-listi Kríunnar með 4 fulltrúa, en í minnihluta er B-listi Framsókn- arflpkks með 4 fulltrúa. Gísli Sverr- ir Arnason (H) var kosinn forseti bæjarstjórnar og Halldóra B. Jóns- dóttir (D) formaður bæjarráðs. St- urlaugur Þorsteinsson var kjörinn bæjarstjóri en hann hefur gegnt því embætti sl. 12 ár. Samþykkt var að nafn hins nýja sveitarfélags yrði Hornafjörður. Á hátíðarfundinum samþykkti bæjarstjórnin að veita slysavarnafé- lögunum á svæðinu 100 þúsund krónu styrk hverju, en félögin eru þrjú, Slysavarnadeildin Framtíðin á Höfn, Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnadeildin í Öræfum. Hið nýja sveitarfélag nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesi í austri og er með lengstu strand- lengju allra sveitarfélaga á landinu og jafnframt eina þá hættulegustu. Að baki sveitarfélagsins er stærsti jökull Evrópu sem sífellt fleiri og fleiri ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, heimsækja. Öflugar slysavarnir á svæðinu eru af þess- um sökum mjög mikilvægar og slysavamafélögin hafa margsannað dugnað sinn og hæfni. Er þar skemmst að minnast þess er Horn- fírskir björgunarmenn björguðu vísindamönnunum sem óku fram af Grímsfjalli. Að loknum hátíðafund- inum var öllum viðstöddum boðið uppá kaffí og hátíðartertur. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STEINUNN Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og Jóhanna Berg- mann, forstöðumaður Minjasafns Austurlands. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hvítasunnu-hreinkálfur Vaðbrekku, Jökuldal - Hreinkýr í Dýragarðinum í Klausturseli á Jökuldal bar myndalegum hreindýrskálfi á hvítasunnu- dagskvöld. Fimm hreindýr eru í dýragarðinum í Klausturseli til sýnis fyrir ferðafólk, tveir tarfar og þrjár kýr. Elsta kýrin sem er þriggja vetra bar sínum fyrsta kálfi á hvítasunnudag og eru bæði spræk. Hinar kýrnar tvær eru ári yngri og eru ekki með kálfí þetta árið. Það fjölgar því að- eins um einn í hreindýrastofnin- um í Klausturseli þetta árið, en kálfurinn sem fæddist núna er tarfur. í 1 m i i i » i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.