Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 56
ISLANDSFLUG gorir flGlrum fært aö fíjúga 570 8090 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eldur kom upp f hægra hreyfli Landgræðsluflugvélarinnar Enginn skrámaðist í nauðlendingu FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, nauðlenti á flug- vellinum við Selfoss um kl. 18 í gær þegar eldur kom upp í hægra hreyfli vélarinnar. Fimm menn voru um borð og sakaði engan. Vél- in var hemlalaus þegar hún lenti. p Akvað flugstjórinn að sveigja til hægri út fyrir brautina til að vélin myndi örugglega staðnæmast áður en endanum yrði náð en hann er stutt frá Ölfusá. „Þetta fór allt saman eins vel og hægt er að hugsa sér og enginn skrámaðist," sagði Kjartan B. Guð- mundsson flugstjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Páll Sveinsson, sem er yfír 50 ára göm- ul flugvél af gerðinni DC-3 eða „Þristur", var á leið frá Gunnars- f. holti til að bera áburð á í nágrenni Þorlákshafnar. „Við vorum komnir um það bil hálfa leiðina þegar eld- ur kom upp í öðrum hreyflinum. Styst var inn á þessa braut á Sel- fossi og við ákváðum því að lenda þar strax,“ sagði Kjartan. Um sjö mínútur Iiðu til lendingar Strax var beitt slökkvitækjum hreyfílsins á eldinn. Kjartan taldi að liðið hefðu um sjö mínútur frá því hann kom upp og þar til vélin var lent. Aðspurður sagði Kjartan þær mínútur langar og erfiðar, nóg að gera við að undirbúa nauðlend- inguna. „Það sem gerist í alvarleg- um atvikum sem þessum er að far- ið er inn á næstu braut sem leyfir lendingu.“ Flugvélin bremsulaus í Iendingunni Kjartan sagði brautina á Selfossi nógu langa fyrir Þristinn: „Vélin var hins vegar bremsulaus og við vissum það fyrir lendinguna. Þá lentum við henni á ská upp í vind- inn og létum hana leka út af braut- inni þegar við nálguðumst end- ann.“ Kanna átti skemmdir á hreyflinum í gær en ekki vissi Kjartan hvenær viðgerð færi fram, það myndi ráðast af því hvernig gengi að fá varahluti. Aðrar skemmdir sagði hann ekki vera á vélinni. Asamt Kjartani flugu vélinni þeir Hafsteinn Heiðarsson, flug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, og Arni Sigurbergsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugleiðum. Um borð voru einnig tveir menn á veg- um Landgræðslunnar. Flugmenn- irnir gáfu í gærkvöld skýrslu hjá Rannsóknarnefnd flugslysa, sem kom á vettvang, og lögreglunni á Selfossi. Páll Sveinsson hóf áburðarflug fyrir austan fjall í gær en hafði síð- ustu daga verið við áburðardreif- ingu á Reykjanesi. Ein ferð var eftir í gær og næstu daga átti vélin síðan að dreifa í uppsveitum Ar- nessýslu en ekki er ljóst á þessari stundu hversu miklar frátafir verða. Morgunblaðið/Sæmundur Stefánsson PÁLL Sveinsson staðnæmdist nálægt brautarendanum. Myndina tók flugmaður úr Fokker vél sem var að koma frá Vestmannaeyjum og fylgdust flugmennirnir með afdrifum Páls Sveinssonar og létu flug- stjórn vita að lendingin hefði tekist vel. Morgunblaðið/Sig. Fannar EKKI er talið að aðrar skemmdir hafi orðið á Páli Sveinssyni en á hreyflinum sem kviknaði í. A Arangurslausar við- ræður um lækkun hit- unarkostnaðar Varnarliðið leitar til utanríkis- ráðuneytis VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli hefur óskað formlega eftir því við utanríkisráðuneytið að það beiti sér fyrir því að Hitaveita Suður- nesja lækki verulega það verð, sem vamarliðinu er gert að greiða fyrir vatn til húshitunar í varnarstöðinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja Bandaríkjamenn að viðræður þær, sem farið hafa fram milli varnarliðsins og hitaveitunnar undanfarna mánuði, hafi engu skilað. Varnarliðið ki'afðist endurskoðun- ar á heitavatnsverðinu á síðasta ári og hafa nokkrir samningafundir full- trúa varnarliðsins og Hitaveitu Suð- urnesja síðan verið haldnir. Banda- rísk stjórnvöld, sem leggja mikla áherzlu á lækkun kostnaðar við rekstur varnarstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli, telja óeðlilegt að varnarliðið greiði hátt í tvöfalt hærra verð fyrir heita vatnið en sveitarfélögin á Suðurnesjum. Varn- arliðið stendur undir hartnær helm- ingi tekna Hitaveitu Suðurnesja. Tilraunir til mála- miðlunar á næstu vikum Af hálfu hitaveitunnar hefur kom- ið fram að ekki komi til greina að varnarliðið fái sama verð og aðrir, meðal annars vegna þess að það fái heitara vatn, sé ótryggur viðskipta- vinur og ekki í hópi eigenda jarð- hitaauðlindarinnar líkt og sveitarfé- lögin á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hyggst utanríkisráðu- neytið hefja tilraunir til að miðla málum í deilunni um heitavatnsverð- ið á næstu vikum. Morgunblaðið/Arnaldur Vel fagnað KRISTNI Sigmundssyni, óperu- söngvara, var vel fagnað af áheyrendum á tónleikum sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kom hann fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara og var flutningurinn í einu orði sagt stórkostlegur, að því er segir í tónlistardómi Ríkarðs Arn- ar Pálssonar. ■ Á als oddi/23 Jarðgufufélagið metur arðsemi og markaðsforsendur jarðgufuvirkjunar í Krísuvík Könnun á hagkvæmni pappírsverksmiðju JARÐGUFUFÉ LAGIÐ er um þessar mundir að meta arðsemi og markaðsforsendur vegna jarðgufu- virkjunar í Krísuvík í tengslum við hugsanlega uppbyggingu iðnaðar- svæðis við Straumsvík. Bandarísk- ir fjárfestar í pappírsiðnaði sem lýst hafa áhuga á að kanna mögu- leika á að reisa pappírsverksmiðju í nágrenni Straumsvíkur eru nú að láta fara fram hagkvæmniathugun á starfsemi slíkrar verksmiðju hér í samstarfi við Jarðgufufélagið. Er niðurstöðu úr þessum athugunum að vænta síðsumars eða í haust, skv. upplýsingum Einars K. Jóns- sonar, verkefnisstjóra Jarðgufufé- lagsins. I kjölfar fyrirspurna bandaríska fyrirtækisins Southern Paper Corporation ákváðu iðnaðarráðu- neytið, Reykjavíkurborg og Hafn- arfjarðarbær í júlí árið 1996 að ganga til samstarfs um undirbún- ing jarðgufuveitu til iðnaðar með stofnun Jarðgufufélagsins, sem Stofnkostnaður verksmiðjunnar áætlaður 30-40 milljarðar hefði undirbúninginn með höndum. „Menn hafa verið að meta arð- semi og markaðsforsendur fyrir borunum og sölu á jarðgufu. Hafa ýmsir iðnferlar verið skoðaðir í því sambandi. Við erum með könnun í gangi núna en niðurstaða liggur ekki fyrir. Hún gæti legið fyrir síð- sumars eða á haustmánuðum. Þá verður væntanlega metið hvar þetta verkefni stendur og hvernig framhaldinu yrði háttað. Ef niður- staðan verður jákvæð ættu að vera forsendur fyrir því að fara út í frek- ari rannsóknarframkvæmdir á svæðinu,“ segir Einar. Ef af byggingu pappírsverk- smiðjunnar verður gera áætlanfr bandarísku fjárfestanna ráð fyrir að stofnkostnaður hennar yrði 30-40 milijarðar króna og fram- leidd yrðu rúmlega 200.000 tonn af gæðapappír á ári. Erlendir ráðgjafar meta hagkvæmni Að sögn Einars sýnir bandaríska fyrirtækið þessu verkefni áhuga og stendur nú yfir könnun á frumhag- kvæmni pappírsframleiðslu hér á landi. Hefur erlent ráðgjafarfyrir- tæki, sem er sérhæft á þessu sviði, verið fengið til að vinna að þessari athugun. Bandarísku aðilarnir lýstu upp- haflega yfir áhuga á að reisa papp- írsverksmiðju er framleiddi hvítan, hjúpaðan prentpappír. Einar sagði að núna væri verið að skoða fram- leiðslu á öðru vísi pappír þar sem pappírsmarkaðurinn hefði breyst en það breytti þó ekki upphaflegum áætlunum um starfsmannafjölda og orkunotkun verksmiðjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.