Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Moskvu. Reuters. TILKYNNT var um miklar hreinsanir innan skattheimtunn- ar í Rússlandi í gær og yfirmaður rússnesku hagstofunnar var handtekinn. Er hann grunaður um að hafa aðstoðað fyrirtæki við skattsvik. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfír fullum stuðn- ingi við tilraun- ir rússnesku stjórnarinnar til að binda enda á fjár- málakreppuna í landinu. Borís Fjodorov, ný- skipaður yfír- maður skattheimtunnar í Rúss- landi, hefur látið hendur standa fram úr ermum síðan hann tók við embættinu fyrir fáum dögum og hefur því verið fagnað hjá al- þjóðlegum fjármálastofnunum, sem segja, að betri skattaskil séu forsendan fyrir eðlilegu ástandi í fjármálum ríkisins. Embættismenn reknir Fjodorov sagði á fréttamanna- fundi í gær, að hann hefði því miður neyðst til að hreinsa til á eigin skrifstofu og þess vegna væru ýmsir háttsettir menn hætt- ir störfum og aðrir á förum. Borís Fjodorov Hefðu þeir gerst sekir um spill- ingu. Skömmu áður hafði verið tilkynnt, að Júrí Júrkov, yfirmað- ur hagstofunnar, hefði verið handtekinn. Er honum gefið að sök að hafa hagrætt tölum og auðveldað stórfyrirtækjum að komast hjá skattgreiðslum. Var yfirmaður tölvumiðstöðvar hag- stofunnar handtekinn einnig. Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær eftir viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í Bonn, að Þjóðverjar styddu þær umbætur og aðgerðir, sem rúss- neska ríkisstjórnin hefði gripið til. Hafa yfirlýsing Kohls og að- gerðir Fjodorovs skyggt á til- raunir rússneskra kommúnista til að fá Jeltsín settan af fyrir emb- ættisafglöp en haft er eftir hátt- settum manni í þeirra röðum, að í raun sé það vonlaust verk. Beðið eftir IMF-láni Rússar vonast til að fá bráð- lega um 48 milljarða af þeim 664 milljörðum kr., sem IMF, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, hefur heitið þeim, og myndi það verða til að lina verulega á fjárhags- vanda ríkissjóðs. Fjárfestar von- ast líka eftir jákvæðum fréttum af fundi fjármálaráðherra iðnríkj- anna, G-7, en hann hófst í gær og lýkur í kvöld. Lengsta langlokan ÞAÐ er hægt að setja met í öllu milli himins og jarðar, meðal annars í því að búa til Iengstu langioku í heimi. Að því var unnið í Tallinn í Eist- landi í gær þegar haldið var upp á það, sem kallast,„Dagar gömlu borgarinnar". Atti langlokan að vera 140 metrar. Móðir Woodward sökuð um fölsun London. Reuters. STUÐNINGSMENN bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem hefur verið dæmd í Bandaríkjunum fyrir að hafa af gáleysi orðið ungu barni að bana, ætla ekki að snúa við henni baki þótt móðir hennar hafi verið sökuð um að hafa seilst um of í sjóð henni til varnar. Fyrrverandi lögfræðingur Woodward, Elaine Whit- field Sharp, heldur því fram, að Sue, móðir Louise, hafi falsað reikninga upp 1,1 milljón ísl. kr. og sagt þá Reuters vera vegna Bandaríkjadvalar sinnar áður en réttar- höldin hófust. Þetta fé hafi hún fengið úr sjóðnum til vamar dóttur sinni þótt hún hafi í raun dvalist allan tímann ókeypis hjá lögfræðingnum. Lögfræðingur Woodward-fjölskyldunnar neitar þess alveg og segir, að ásakanimar séu aðeins nýjasta tilbrigðið í ófrægingarherferð um hana. Þeir, sem standa að vamarsjóðnum, ætla heldur ekki að láta þetta mál hafa áhrif á sig. Útför Rússakeisara Kirkjan ekki með Moskvu. Reuters. YFIRSTJÓRN rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar hefur ákveðið að taka ekki þátt í útfór Rússakeis- ara og fjölskyldu hans í næsta mán- uði. Júvenalí erkibiskup sagði, að kirkjan hefði ákveðið að taka engan þátt í útförinni vegna þess, að enn væri efast um, að líkamsleifarnar væru af keisarafjölskyldunni. Líkamsleifarnar verða grafnar með viðhöfn 17. júlí nk., nákvæm- lega 80 áram eftir að bolsévikar tóku hana af lífi, en kirkjan, sem hefur hug á að taka Níkolaí keisara í helgra manna tölu, ætlar hins veg- ar að halda minningarguðsþjónustu um hann um land allt 17. júlí. Kohl segir efnahagsaðgerðir Jeltsíns skref í rétta átt Hreinsanir í skattheimtunni í Rússlandi Yfírmaður hagstofunnar hand- tekinn fyrir að hagræða tölum fyrir stórfyrirtæki Tauga- gasi beitt gegn lið- hlaupum? WILLIAM Cohen, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, fyrirskipaði á mánudag rann- sókn á því hvort bandaríski herinn hefði beitt taugagasi í árás á bandaríska liðhlaupa í Víetnam-stríðinu. CNN-sjón- varpið og tímaritið Time birtu sameiginlega frétt um að sar- ín-gasi hefði verið beitt gegn liðhlaupunum og hafði það m.a. eftir fyrrverandi flotaforingja, Thomas Moore. Hann sagði þó síðar að ekki væri rétt eftir sér haft í fréttinni, kvaðst ekki vita til þess að taugagasinu hefði verið beitt en hafa heyrt „orðróm" um það. Cohen sagði að ekkert hefði komið fram sem styddi fréttina. Uppreisnar- menn sýna samningsvilja UPPREISNARMENN sem hugðust ræna völdum í Afríku- ríkinu Guinea Bissau sögðust í gær vilja ræða vopnahlé til að koma í veg fyrir blóðbað í landinu. Fyrr um daginn var greint frá því að nágranna- löndin Guinea og Senegal hug- leiddu að senda herlið til að veita stjómvöldum Guinea Bissau liðsinni í baráttunni við uppreisnarmennina. Þjóðernissinn- ar í sókn ALEX Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, gladd- ist í gær yfir nýrri skoðana- könnun sem sýnir að flokkur- inn hefur 9% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn meðal almennings. Flokkur Sal- monds fékk 44% í könnuninni, Verkamannaflokkurinn 35% og íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndir 10% hvor. Salmond sagði augljóst að hugur Skota stæði til fulls sjálfstæðis. Alsírsher sakaður um glæpi ALSÍRSKUR flugmaður, sem farið hefur fram á pólitískt hæli á Spáni, sakaði stjórnar- her Alsírs um að halda úti ger- eyðingarherferð gagnvart borgurum landsins. Sagði hann herinn í mörgum tilfell- um neita að aðstoða borgai’a sem yrðu fyrir árásum al- sírskra skæraliða sem myrt hafa fjölda manna að undan- förnu. Stones til Moskvu ROKKSVEITIN RoUing Ston- es tilkynnti í gær að hún hygð- ist halda hljómleika í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í fyrsta skipti í 30 ára sögu hennar. Hljómleikarnir eiga að fara fram 11. ágúst næstkomandi en eins og kunnugt er heldur sveitin hljómleika á íslandi ell- efu dögum síðar. Jeltsín lofar að beita sér í Kosovo-deilunni Bonn. Brussel. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti í gær yfir stuðningi við efnahagsráðstafanh’ Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja í Bonn en Jeltsín er í opin- berri heimsókn í Þýskalandi. Jeltsín var kampakátur yfir stuðningi Kohls og sagði stuðning slíks risa í stjórnmálum Vestur-Evrópu sýna að Rússland væri á réttri leið. Ekki var rætt um frekari fjárhagsaðstoð Vesturveldanna en Kohl sagði að- gerðir Rússlandsstjórnar vel til þess fallnar að auka tiltrú erlendra fjárfesta á efnahagslífinu í landinu. Jeltsín lofaði fyrir sitt leyti að reyna að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar í Kosovo. Serbar og Rússar hafa í gegnum tíðina haft náin tengsl og sagðist Jeltsín ætla að reyna að beita áhrifum sínum á Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslaviu, þannig að koma mætti í veg fyrir frekari átök í Kosovo. Reuters BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, og Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, setja á sig heyrnartól á fréttamannafundi í Bonn í gær. Jeltsín lét þó lítið uppi á blaða- mannafundinum í gær, sagðist ein- ungis deila áhyggjum manna vegna ástandsins í Kosovo og hann myndi hitta Milosevic bráðlega til að ræða stöðuna. Á sama tíma og Jeltsín átti fund með Kohl ræddu fulltrúar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) Kosovo- deiluna og var á dagskrá mögulegur flutningur NATO-herja til landamæra Albaníu og Kosovo. Slík aðgerð þyrfti hins vegar stuðning öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hefur Rússland neitunai-vald. Leiðtogar NATO vonast hins vegar til að Jeltsín sitji í það minnsta hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál, ekki síst ef Vesturveldin lofa honum frekari fjárhagsaðstoð vegna efna- hagsöngþveitisins í landinu. Eftir fundinn með Kohl snæddi Jeltsín hádegisverð með Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðar- manna (SPD) og höfuðandstæðingi Kohls, en Schröder hefur forystu í öllum skoðanakönnunum vegna kosninganna í Þýskalandi í haust. Jeltsín vill hins vegar ógjarnan vekja reiði Kohls og var því einung- is um stuttan kurteisisfund að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.