Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 43
Ferdinand
A5 THE WORLP WARI FLVIN6 ACE TAKE5 OFF, HE 5EE5TH6 UJ0RRIED L0OK5 0N THE FACE5 0FHI5 FAITHFUL MECHANIC5.. HEKN0W5THEV WILLTHINK OF N0THIN6 EL5E UNTIL HE RETURN5
IUm leið og- flugkappinn úr fyrri
heimsstyrjöldinni fer í loftið, sér
j hann áhyggjufull andlit hinna
| dyggu vélvirkja sinna ...
-
Hann veit að þeir
munu ekki hugsa um
annað þangað til
hann kemur til baka.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Opinber
fyrirspurn
Frá Fríðríki Sigfússyni:
HR. Páll Pétursson!
Ég undirritaður óska eftir því að
þér komið að máli mínu sem varðar
félagsmálastofnun Akureyrar. Ég
hef þrásinnis í marga mánuði leitað
eftir leiguhúsnæði hjá þeim og
Akureyrarbæ. Að sjálfsögðu, og er
mér tjáð að það séu svo og svo
margir á biðlista, og finnst mér
vera tekið fálátlega á móti mér.
Síðast sótti ég um húsnæði, eftir
auglýsingu félagsmálastofnunar.
Ég fékk ekki úthlutun frekar en
margir aðrir, sem allir þurftu að
framvísa afriti af skattskýrslu sem
kostar mikla peninga og fyrirhöfn.
48 aðilar sóttu um, en aðeins tveir
fengu húsnæði. Þar áður var aug-
lýst 1 íbúð og fimmtíu sem sóttu
um, svo þörfín er mikil. Hefur
Akureyrarbær, eða félagsmála-
stofnun, fólk virkilega að féþúfu?
Omaklega þykir mér að þessu fólki
ráðist, sem þangað þarf að sækja.
Ég vil kenna yður um kaup og kjör
þessa lágstadda fólks, í landinu al-
mennt. Þar sem þér eruð í ríkis-
stjórn og hafið uppá að fólk er í
stórum stíl undir fáktæktarmörk-
um í þjóðfélaginu. A sama tíma og
þú ert að flytja inn fólk frá stríðs-
hrjáðum spilltum löndum, og hlýt-
ur það að kosta peninga (Ég er
ekki nasisti, og óska réttlætis öll-
um til handa), svo ekki þurfi að
koma til styrjalda. Það er harla
einkennilegt, það hatur og sú fyrir-
litning sem öryrkjar verða fyrir á
viðkomandi stofnunum, og þarf að
koma til algjör hugarfarsbreyting
á þessum stofnunum. Er það góð
pólitík í landi sem talið er vera 10.
auðugasta land í heimi, miðað við
höfðatölu, að sinna fólki ekki bet-
ur? A sama tíma sem hvert spill-
ingarmálið á fætur öði-u er að
koma upp á yfirborðið. Það er
aumt til að hugsa, að risna ríkis-
bankanna, og ásamt viðbót hjá
Lind o.fl. nægir til þess að hækka
laun öryrkja og aldraðra í landinu
upp í 100 þús. kr. á mán. án þess að
fjárreiður ríkisins skerðist. Vil ég
minna á að á sama tíma voru settir
4-5 milljarðar af fé fólksins í land-
inu til styrktar Landsbankanum og
þjóðarsátt var gerð við fólkið.
Rauði krossinn og aðrar líknar-
stofnanir hamast við að flytja pen-
inga úr landi, svo miklu nemur, (er
þessi auður til staðar í landinu eða
er þetta til að sýnast á alþjóðavett-
vangi?). Eftir að hafa sótt um fé-
lagslegt leiguhúsnæði sótti ég líka
um styrk til flutnings til útlanda
þar sem ég get fengið húsnæði
samdægurs, en félagsmálastofnun
hefur ekki látið svo lítið að svara
þeirri fyrirspurn. Ég lenti í miklum
hrakningum árið 1994, þegar ég
hrökklaðist frá Danmörku, vegna
tryggingastofnunar. Félagsmála-
ráðuneytið á að eiga gögn um mál-
ið, og eins Tryggingastofnun ríkis-
ins. Og umboðsmaður Alþingis,
sem gerði þó ekki neitt frekar en
tryggingaráð. Ef þessar upplýsing-
ar eru ekki til staðar, er ég tilbúinn
að fletta upp í gömlum gögnum. Ef
þér sjáið ekki ástæðu frekar en
aðrar stofnanir að gera neitt í mál-
inu, og eða þeir ráðamenn, sem
þarna eiga að koma að, mun ég
reyna fyrir mér erlendis hjá við-
komandi aðilum. ESB. Ennþá bíð
ég eftir bréfi frá fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra, Guðmundi Arna
Stefánssyni, og ekki seinna vænna
að ítreka það í þessu bréfí. Að lok-
um bið ég yður að svara bréfi
þessu opinberlega og einnig spurn-
ingum þ eim er hér fara á eftir fyr-
ir 18. júní 1998.
1. Á ég rétt á félagslegu leiguhús-
næði í mínu sveitarfélagi?
2. Á ég rétt á styrk til að komast í
annað ESB-land?
3. Hver er sú upphæð sem öryrki
fær mánaðarlega, og talin er nægj-
anleg framfærsla, samkvæmt nýj-
um ESB-reglum og lögum í við-
komandi löndum?
4. Hvað tekur þetta langan tíma,
þ.e.a.s. gæti það tekið jafnlangan
tíma og svar það er ég bíð eftir frá
Kristbjörgu Árnadóttur hjá Trygg-
ingastofnun dags. 16. sept. 1997 (í
ábyrgð) þar sem ég bið um þessar
upplýsingar skriflega. Ég óska þér
velfarnaðar í þessu máli!
Virðingarfyllst,
FRIÐRIK SIGFÚSSON
Lyngholti 20, Akureyri.
------------------
*
A að jarð-
setja Faxa-
flóa?
Frá Sveini Krístinssyni:
SKUGGALEGT er að lesa, að það
skuli eiga að leggja niður ferðir
Akraborgar, um leið og Hvalfjarð-
argöngin komast í gagnið, í júlí
næstkomandi. Að vísu mun verða
verulegur tímasparnaður að fara
göngin, og því skiljanlegt, að menn
í tímahraki noti þau fremur. En,
hvað um hina, sem telja sig hafa
nægan tíma og vilja heldur njóta
lamlslagsins ofan jarðar en neðan?
Á einnig að senda þá niður í
jörðina?
SVEINN KRISTINSSON,
Þónifelli 16, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
BURSTAM0TTUR|
Urvalið er hjá okkur
ö, I. Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001