Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 35* HELSTA sam- keppni fiskmarkaða á íslandi er bein við- skipti enda fara aðeins 30% bolfisks um fisk- markaði. Kvótabrask fiskvinnslunnar jók samkeppnismuninn og fiskmarkaðir reyndu þá að jafna samkeppn- isstöðuna með þvi að taka þátt. Fyrir þá | sem ekki vita þá fer kvótabraskið þannig 1 fram að fiskvinnsla leigir til sín kvóta og fær óskyldan bát til að veiða hann. Fyrir þetta greiðir fisk- vinnslan verð sem er fundið út þannig að kvótinn er dreginn frá markaðsverði á fiskmörkuðum (í dag: 130-85= 45). Virðisaukinn er _ notaður til að leigja kvótann. Ekki er markmið fiskvinnslunnar að græða á viðskiptunum með kvót- | ann, heldur að fá meiri fisk til * vinnslu, selja meiri afurðir og græða á því. Meðan fiskmarkaðir buðu ekki upp á slík viðskipti fóru bátarnir nauðugir viljugir úr viðskiptum og í kvótabrask með fiskvinnslunum. Forsvarsmenn fiskmarkaða sáu að þetta var alvarleg og varanleg samkeppni sem varð að bregðast við og tóku þátt í kvótabraskinu, einnig nauðugir viljugir. Mark- | miðið var það sama og hjá fisk- vinnslunni, að græða ekki á kvóta- viðskiptunum sjálfum, heldur um- sýslunni með þorskinn og meðafl- ann. Á Reiknistofu fiskmarkaða hf. (RSF) var ákveðið að gera þetta eins og fiskvinnslan, nema í stað þess að verka fiskinn þá var hann seldur strax á fiskmarkaði og þar fékk sú fiskvinnsla fiskinn sem 2 best borgaði. Leigður var kvóti, I bátur fenginn til að veiða hann gegn ákveðnu gjaldi og hann síðan seldur á markaði. Allt eins, nema hvað kaupendur RSF verkuðu fiskinn. Lögð var áhersla á að allt yrði uppi á borðinu. Þess vegna voru kunnáttumenn í bókhaldi beðnir um álit, og gaf bókhaldið rétta mynd af því sem við gerðum, að þeirra áliti. Samt er svo komið að ég ásamt félögum mínum hjá RSF hef verið dæmdur fvrir bókhaldsbrot (ekki kvótasvindl eins og fram kom í fjölmiðl- um) vegna viðskipta með kvóta. Megin niðurstaða dómsins er fengin út frá því að RSF hafi, að áliti dómsins, aldrei átt kvótann heldur verið að fjár- Þrátt fyrir að við RSF félagar höfum verið dæmdir til hárra fé- Jóhannsson, þá heldur kvótabraskið áfram. magna kaup á kvóta fyrir bátinn. Ákæran gegn okkur RSF félögum var í þrem köflum: 1) að bókfæra kvótann ekki rétt. 2) gáfum út rangan reikning. 3) áttum aðild að fjársvikum sem áttu sér stað við undanskot á kvóta (kvótabrask). Við RSF félagar vorum dæmdir fyrir 1) og 2). Eg skil það þannig að við (sem erum fiskvinnslan í þessu máli) erum ekki dæmdir fyrir kvótabrask. Kvótabraskið heldur áfram hjá fiskvinnslunum, þrátt fyrir þennan dóm, en við hættum. Hver er glæpur okkar RSF fé- laga? Eg ætla að taka dæmi úr annars konar atvinnurekstri. Kaupmaður rekur litla fataversl- un og verslar m.a. með gallabuxur. Honum reynist erfitt að fá galla- buxur vegna þess að þessir stóru kaupa alla framleiðsluna hjá saumastofunum. Hann missir við- skipti einnig vegna þess að sala á öðrum fatnaði minnkar þar sem viðskiptavinum fækkar þegar gallabuxurnar vantar. Hann ákveð- ur að flytja inn efni og fær sauma- stofu til að sauma fyrir sig galla- buxur úr því. Hann greiðir sauma- stofunni kr. 1.500 fyrir að sauma hverjar buxur, og selur buxumar á kr. 7.000 sem er að hluta kostnaður fyrir efnið og að hlua eðlileg álagn- ing hans þar ofan á. Markmiðið er ekki að græða á innflutningi efnis- ins heldur sölu buxnanna og að fá fólk inn í búðina aftur. I þessu dæmi er efnið eins og kvótinn í máli okkar RSF félaga, sem erum í hlutverki kaupmanns- ins, saumastofan er báturinn, og viðskiptavinir kaupmannsins eru eins og kaupendur á fiskmarkaði. Meðferð í bókhaldi er sú sama: Kaupmaðurinn gjaldfærir kaupin á efninu, borgar saumastofunni skv. reikningi og selur viðskipta- vinunum og gefur honum reikning (kassakvittun) fyrir greiðslunni. Enginn hefur neitt við þetta að at- huga. Nú segir einhver: þetta er allt annað en hjá ykkur RSF mönnum því þetta hefur ekki áhrif á kaup fólksins á saumastofunni eins og gerir í tilfelli sjómannsins í kvóta- braskinu. Þar skilur á milli. Við vorum dæmdir vegna áhrifa á kaup sjó- mannanna. Hvað með kaupmann- inn? Verður hann ekki að ganga sjálfur í buxunum, líkt og fisk- vinnslan verkar fiskinn sjálf? Hvað ef samningur fólksins í saumastof- unni er tengdur hlutfalli af veltu? Er það eitthvað sem kaupmaður- inn þarf að hafa áhyggjur af? Að sjálfsögðu ekki. Það gilda sömu reglur áfram þó saumastofan semji við þriðja aðila. Það sem ger- ir mál okkar RSF manna erfitt er að um viðskipti með kvóta er að ræða þó kvótabraskið sé fiskmörk- uðum ekki þóknanlegt. Umræðan um kvótann og kvótabraskið í þjóðfélaginu er orðin svo þrungin tilfinningu að orðið boðar illt. Þeg- ar á það er minnst sér fólk ljótu karlana sem græða svo mikið á að selja og leigja kvóta. Þeir nota sameign allrar þjóðarinnar til að maka krókinn. Viðskiptamenn þeirra eru litnir hornauga og þá skal hengja. Svona er al- mannarómur og ekki lýgur hann. Eg hélt að dómstólar væru hafnir yfii' tilfinningasemi og þeim mætti treysta hvað svo sem á dynur í þjóðfélaginu og hver umræðan er. Af lyktum þessa máls hefur sú af- staða mín breyst. Þegar ákæran var gefin út í byrjun mars var séð svo um að allir fjölmiðlar fengju ákæruna á faxi. Nú ætluðu stjómvöld að stöðva kvótabraskið. Það gi-átlega við þetta allt er að þrátt fyrir að við RSF félagar höfum verið dæmdir til hárra fésekta þá heldur kvóta- braskið áfram. Nú loksins hefur okkur verið sagt að við vorum ekki að kaupa kvótann fyrir okkur held- ur einhvem annan (vissum ekki hvem, þar til við fengum einhvem til að veiða hann fyrir okkur). Héraðsdómur Reykjaness hefur nú búið til lög um að RSF megi ekki leigja kvóta til sín og fá bát til að veiða hann gegn gjaldi. En þetta gildir ekki um fiskvinnslur, eða hvað? Vandamálið er að af þessum 18.000 tonnum sem leigð vom til Suðumesja á síðasta ári vomm við aðeins með 3-4%. Áfram heldur kvótabraskið með hin 96- 97% en að sjálfsögðu neðanjarðar svo enginn fái ofbirtu í augun. Þrýst hefur verið á löggjafarvaldið að taka á kvótabraski en það hefur ekki þorað. Þrýst hefur verið á. framkvæmdavaldið að beita lög- um, sem það loksins gerir í máli okkar RSF félaga. Þar er vandan- um ýtt til dómsvaldsins og það hef- ur nú sett lögin um hvemig fara skal með kvóta í bókhaldi, sem að öðm leyti er ekki til. Heitir þetta ekki að hænan komi á undan egg- inu? Iliifundur er framkvæmdastjórí Fiskmarkaðs Suðumesja hf. og stjórnarmaður i RSF. __________AÐSENPAR GREINAR Kvótabrask eða bókhaldsbrot Ólafur Þór Jóhannsson ---------------——-p---------- sekta, segir Olafur Þór Enn um Hvamm í Morgunblaðinu, J þann 3. júní s. 1., fæ ég undirritaður kveðju frá konu sem heitir Selma Júlíusdóttir og titlar sig „ilmolíusér- fræðing“ og „barna- bókahöfund“. Ég þekki þessa konu ekki neitt og man ekki eftir 'J að hafa heyrt hennar getið. Hún aftur á ® móti virðist þekkja 1 nokkuð til mín ef mið- að er við þær lýsingar sem hún gefur af mér. Orðbragðið sem hún notar um mig ætla ég auðvitað ekki að dæma. Það gera lesendur og sá fjölmenni hópur af fólki, sem hefur kynnst mér á langri lífsleið. Það 9 setti að liggja nokkuð ljóst fyrir les- endum Morgunblaðsins, hvaðan • Selma Júlíusdóttir hefur upplýs- ingar um mig. Þann 28. maí s.l. ritaði ég grein hér í blaðið, sem ég kallaði „Saga úr sveitinni“. Grein Selmu á að heita svar við henni. Af henni leiðir að ég kemst ekki hjá að gera grein fyrir viðskiptum mínum við þuríði og Gunnar í Hvammi II. En það verður að bíða betri tíma. Hins vegar tel ég alveg nauðsyn- legt vegna þeirra sem lesa greinina en þekkja ekki til málavaxta að koma strax á framfæri leiðrétting- t um, vegna rakalausrar ósvífni og blekkinga, sem þar eru bomar á borð. 1. Greinarhöfundur segir: „Hallgrímur Guðjónsson var dæmdur sekur en ekki Þuríður og Gunnar.“ Þarna var ekki um sakamál að ræða. En það er kannski til of mikils mælst að Selma Júlíusdóttir skilji hvaða munur er á sakamáli og skaða- bótamáli. Aftur á móti er það greinilegt að hún finnur hvöt hjá sér til þess að koma því á fram- færi við lesendur skrifa sinna að ég sé dæmdur sakamaður. Þessi málaferli gegn mér voru með mjög óvenjulegum hætti, svo ekki sé meira sagt. Þau gerðu ótrúlega margar dómkröfur á hendur mér um hin ólíklegustu efni. En það er skemmst frá að segja að ég var sýknaður af öllum dómkröfum þeirra í Héraðsdómi. En í Hæsta- rétti var ein krafa tekin til greina, sem var vegna steypuskemmda á haughúsi. Það er sannleikurinn í málinu, hvort sem „ilmolíusérfræðingnum" líkar betur eða verr. 2.1 öðru lagi vil ég benda á eftir- farandi í grein Selmu Júlíusdóttir: „í Hvammi II hafa komið upp ljót mál þar sem dýrum þeirra hjóna hefur verið misþyrmt. Ekki hefur verið hægt að upplýsa hver hefur gert þetta. Þegar svo rætin grein kemur í svo virt blað er spurt: Hvað liggur á bak við þessa gjörn- inga? Vonum við öll að Hallgrímur Guðjónsson láti þessa fjölskyldu í friði.“ Við hjónin vorum stödd norður í Húnavatnssýslu þegar mér barst í hendur Morgunblaðið 3. júní s.l. með þessum furðulegu tilvitnuðu ummælum eftir Selmu Júlíusdóttir, á blaðsíðu 45. Ég hafði strax samband við sýslumanns- embættið á Blönduósi. Eftir nokkra athugun þar kom í ljós að lögreglan hefur tvisvar verið kvödd í útkall að Hvammi II. í annað skiptið til þess að athuga orsakir þess að hestur, sem var á húsi, hengdist. Það var í janúar s.l. í hitt skiptið var líka um hross að ræða, sem voru á húsi og höfðu þau af einhverjum ástæðum hlotið áverka. En þá kvaddi lögreglan héraðs- dýralækni á vettvang. Hrossin voni skaflajárnuð með langan taum og náðu þar af leiðandi hvort til annars. Það var samdóma álit lögreglu og dýralæknis að hér hefði verið um slys að ræða í bæði skiptin, en ekki verknað af manna- völdum. Þessar upplýsingar voru mér veittar munnlega og góðfúslega af Ég tel nauðsynlegt, segir Hallgrímur Guð- jónsson, að koma á framfæri leiðréttingum vegna rakalausrar ósvífni og blekkinga sem bornar eru á borð í grein Selmu. fulltrúa við embættið á Blönduósi (sýslumaðurinn var ekki viðstadd- ur). Selma Júlíusdóttir hefur látið leiðast út í að saka ótilgreinda aðila um slík ódæðisverk að til eindæma má telja. Orð hennar verða ekki skilin á annan veg en að það sé ég sem hef staðið á bak við þessi voða- verk. Hvað sem mér líður þá verður mér hugsað til fólksins heima í Vatnsdalnum og annarra, sem ómaklega liggja undir grun. Ég geri þá kröfu til Selmu Júlí- usdóttir að hún taki orð sín aftur og biðjist afsökunar og að það verði birt á áberandi stað í Morg- unblaðinu. Höfundur er fv. bóndi og hrepp- stjóri í Hvammi. Hallgrímur Guðjónsson BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opið hús í Þönglabakkanum á meðan HM stendur yfir Sumarbrids 1998 og getrauna-*” deildin hafa í samráði við Bridssam- band íslands ákveðið að hafa opið hús á meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur yfir. Allir bridsáhugamenn sem og aðrir eru hvattir til að koma og fylgjast með beinum útsendingum RUV. Von- andi skapast góð stemmning og get- raunadeildin verður opin allan tím- ann. Hver veit nema það verði bryddað uppá skemmtilegum nýj- ungum við að kanna getspeki manna. Sunnudagskvöldið 7. júní lauk þriðju spilaviku sumarsins. Alls mættu 22 pör til leiks og þá varð staða efstu para þessi (meðalskor 216): NS Gylfi Baldurss. - Sigurður B. Þorsteinss. 265 Hrólfur Hjaltason - Friðjón Þórhallsson 249 Friðrik Jónsson - VOhjálmur Sigurðsson jr. 243 GuðniIngvarsson-SigurðurSiguqónsson 239 AV ísak Öm Sigurósson - Aron Þorfinnsson 245 Jón Stefánsson - Amar Geir Hinriksson 238 JónV. Jónmundsson - Þorsteinn Joensen 234 Dúa Ólafsdóttir - Cecil Haraldsson 234 Lokastaða þriðju vikunnar varð þessi: Gylfi Baldursson 85 ísak Öm Sigurðsson 61 Steinberg Ríkarðsson 39 Jón Steinar Ingólfsson 38 AmarGeirHinriksson 37 Jón Stefánsson 37 Heildarstaðan í bronsstigum er nú þessi: Jón Steinar Ingólfsson 122 Friðjón Þórhallsson 120 Anton R. Gunnarsson 118 Jón Stefánsson 98 VilhjálmurSigurðssonjr. 94 Hermann Friðriksson 88 Gylfi Baldursson 8^-*- Þorsteinn Joensen 82 Þórir Leifsson 82 Guðlaugur Sveinsson 77 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19:00. Spilastaður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd, hús- næði Bridgesambands íslands. Allir eru hvattir til að mæta, hjálpað er til við að mynda pör úr stökum spil- urum. Austfirðingar efstir í alheimstvímenningnum Góð þátttaka var í alheimství- menningnum í Reykjavík. Á fóstu- dag spiluðu 54 pör í tveim riðlum og 14 pör mættu til leiks á laugardeg- ~ inum. Hæsta skor föstudag: Július Snorrason - Guðlaugur Sveinsson 62,21% SigfúsÞórðarson-GunnarÞórðarson 61,54% Eyþór Hauksson - Heigi Samúelsson 61,42% ErlaSigurjónsdóttir-GuðniIngvarsson 60,96% Meryl Morgan - John Morgan 60,04% Hæsta skor laugardag: Óh Bjöm Gunnars. - Sturla Snæbjöms. 59,38% Ásgeir Gunnarsson - Einar Oddsson 58,42% GunnarÓmarsson-EinarL.Pétursson 55,67% Á Egilsstöðum var einnig góð mæting. Hæstu skor þar fengu for- seti BSÍ Kristján Kristjánsson og Ásgeir Metúsalemsson 62,91%, sem jafnframt var hæsta skor yfir land- ið. Næstir komu: Gauti Halldórsson - Stefán Guðmundsson 61ý5%: *“ Pálmi Kristmanns - Guttormur Kristmanns 58,91% Hjörtur Unnars. - Jón Hahd. Guðmunds. 57,79% Víðförlir bridsspilarar íslenzkir bridsspilarar fara víða og oftar en ekki eru þeir í röð efstu þátttakenda. Um síðustu helgi spil- uðu tveir spilarar frá Bridsfélagi Hreyfils í sterku móti sem konung- legi snekkjuklúbburinn á Mallorca hélt í tilefni 50 ára afmælis. Þetta voru þeir félagar Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson en þeir’'* lentu í þriðja sæti í mótinu af 30 pörum. Að sögn Óskars höfðu þeir félag- ar verið að spila tvisvar í klúbbum á svæðinu og hafi þeim verið boðið í mótið. Þama voru margir sterkir spilarar en við höfðum meðbyr og þriðja sætið var okkar, sagði Öskar í örstuttu spjalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.