Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra Andorra í opinberri heimsókn
Fjallaríki á
leið inn í
nútímann
EKKI eru nema fjögur ár síðan
smáríkið Andorra í miðjum Pýrenea-
fjöllum á landamærum Frakklands
og Spánar fékk stjórnarskrá í fyrsta
sinn og á sama ári gerðist landið
meðlimur Sameinuðu þjóðanna.
Marc Forné Molné, forsætisráð-
hen-a Andoi-ra, sem nú er í opinberri
heimsókn á Islandi ásamt eiginkonu
sinni, frú Maríu Lhuisa Gispert, er
annar maðurinn sem gegnir þein-i
stöðu eftir að stjórnarfari landsins
var breytt úr einveldisfyrirkomulagi
frá miðöldum í nútíma þingbundna
konungsstjórn.
Kynni Islendinga og AndoiTabúa
hafa hingað til fyrst og fremst verið
á íþróttasviðinu, einkum á Olympíu-
leikum smáþjóða. Eins og Davíð
Oddsson forsætisráðherra nefndi á
blaðamannafundi með Molné í fyrra-
dag má búast við að ferðalög milli
landanna tveggja muni smám saman
aukast í kjölfar þess að komið hefur
verið á beinu vikulegu flugi milli
Keflavíkur og Barcelona. Frá
Barcelona er um tveggja tíma akstur
til Andorra.
Skíðasvæði með
Miðjarðarhafssól
Andorra er um 468 ferkílómetrar
að stærð og íbúarnir um 64 þúsund.
Það er sannkallað fjallaríki, því þar
sem landið er lægst er það um 700
metra yfir sjávaiináli.
Molné bendh- íslendingum á að í
Andorra séu góð skíðasvæði. „Við
höfum sennilega það fram yfir Is-
lendinga að geta boðið skíðasvæði
með Miðjarðai’hafssól. Við höfum
fimm skíðasvæði með 250 kílómetra
af brekkum og skíðatímabilið nær
frá desember til apríl eða maí. Vet-
urinn er þurrasti árstíminn í And-
orra, þá rignir aldrei, en snjóar auð-
vitað öðru hverju."
Molné segir að ekki síður sé
ástæða fyrh' Andorrabúa að ferðast
til Islands, og segist munu kynna
þeim það eftir heimkomuna. „And-
orrabúar ferðast æ meira eftir því
sem velmegun eykst. Af einhverjum
ástæðum sækja menn til baðsti'anda
í fjarlægum heimsálfum, en bað-
strendur eru alls staðar eins, og nóg
er til af þeim á Spáni.“
Sjálfstæði í skjóli fjalla
Há fjöllin sem umlykja landið hafa
alla tíð mótað sögu þess. „Andorra
vai' hulin frá umheiminum uppi í
Pýreneafjöllum í sjö aldir. Þess
vegna héldum við sjálfstæði okkar,“
segir Molné. Fátæktin var íbúunum
líka vörn, allt fram á síðari hluta
þessarar aldar. Molné nefnir að
arabar hafi látið landið í friði þegar
þeir lögðu undir sig Spán, og rúmum
þúsund árum síðar sýndu Þjóðverjar
þvi sams konar áhugaleysi, ef undan-
skildir eru 1-2 leiðangrar Gestapo-
manna til að ná í menn sem aðstoð-
uðu flóttamenn á leið frá yfirráða-
svæði Þjóðverja.
Molné er sjálfur afkomandi flótta-
manns. Faðir hans var lýðveldissinni
sem flúði Spán undan hersveitum
Francos. Að sonur útlendings skuli
nú vera valdamesti maður landsins
er merki um þær breytingar sem
orðið hafa á stjórnmálasviðinu.
Fram til ársins 1970 var kosninga-
réttur í landinu bundinn karlmönn-
um af fjölskyldum sem búið hefðu í
að minnsta kosti þrjár kynslóðir í
landinu. Konur fengu kosningarétt
það ár og smám saman var létt á tak-
mörkunum gagnvart útlendingum,
enda var þrýstingur frá þeim mikill.
Það voru þó útlendingar frá þess-
um tveimur löndum sem mestu réðu
í landinu allt frá 13. öld. Stjórnarfyi'-
irkomulagið sem í gildi var til ársins
1993, þai- sem valdinu var deilt milli
spænsks biskups og þjóðhöfðingja
Frakka, á rætur sínar að rekja til
miðaldadeilu milli franskrar aðal-
sættar og biskupanna af Urgel í Ka-
talóníu.
Annar dagur opinberrar heimsóknar
forsetahjónanna til Eistlands
Frelsisbaráttu
eistnesku
þjóðarinnar
vottuð virðing
Tallinn. Morgunblaðið.
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, ávai'paði í gær eist-
neska þingið, átti viðræður við
forsætisráðherra Eistlands og
hitti fulltrúa viðskiptalífsins, á
öðrum degi opinberrar heim-
sóknar sinnar og Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur til Eist-
lands.
I ávarpi sínu til þingmanna
hins unga eistneska lýðveldis
sagði Ólafur Ragnar að hann
væri með heimsókninni ekki sízt
að votta baráttu eistnesku þjóð-
arinnar fyrir frelsi, sjálfstæði og
lýðræði virðingu sína. fsland
væri stolt af að hafa getað lagt
sitt lóð á vogarskálarnar á ör-
lagastundu í sögu Eistlands, þeg-
ar þjóðin stóð á krossgötum og
leitaði viðurkenningar alþjóða-
samfélagsins á sjálfstæði sínu
undan hinu sovézka oki.
I því skyni að Ieggja tákiiræna
áherzlu á virðinguna sem Islend-
ingar bera fyrir baráttu og fórn-
um eistnesku þjóðarinnar fyrir
frelsi sínu og sjálfstæði lagði for-
setinn við hátíðlega athöfn
blómsveig að minnismerki um þá
sem féllu í svokölluðu frelsis-
stríði, sem fylgdi í kjölfar heims-
styrjaldarinnar fyrri og lyktaði
1920 með stofnun fyrsta eist-
neska lýðveldisins.
Átta þjóða „blokk“
Forsetinn lagði áherzlu á að
það væri bjargföst stefna íslands
að tala máli Eystrasaltsríkjanna
livað varðar aðildarumsókn
þeirra að Atlantshafsbandalag-
inu, NATO. Sagði hann Norður-
löndin fimm geta í sameiningu
með Eystrasaltsríkjunum þrem-
ur, sem eins konar átta þjóða
„blokk“, lagt mikilvægan skerf
til uppbyggingar hins nýja skipu-
lags og öiyggis í Evrópu á nýrri
öld. Saga þessarar aldar sýndi
svo að ekki yrði um villzt að lítil
ríki léku lykilhlutverk í því að
standa vörð um og varðveita lýð-
ræðishefðir.
4
I
I
(
í
N
í
I
C
í
i
Hrannar Björn
Arnarsson
Meðal
þeirra sem
raða í
nefndir
HRANNAR Björn Arnarsson
er ekki hættur þátttöku í fé-
lagslegum störfum á vegum
Reykjavíkurlistans, þó að
hann hafi ákveðið að taka ekki
sæti sitt í borgarstjórn fyrr en
mál hans, sem er til meðferðar
hjá skattyfirvöldum, hefur
fengið farsælan endi. Hann
situr nú í fimm manna vinnu-
hópi sem hefur það verkefni
með höndum að raða niður í
nefndir borgarinnar, en í
nefndinni ei-u fjórir efstu
menn á Reykjavíkurlistanum
auk borgarstjóra.
Aðspurður hvort þessi
nefndarseta samræmist þeirri
yfirlýsingu hans að hann muni
ekki gegna opinberum trúnað-
arstörfum á vegum Reykjavík-
urlistans fyiT en mannorð
hans hafi verið hreinsað segir
Hrannar að hér sé ekki um að
ræða opinbert trúnaðarstarf.
„Ég tek þátt í félagslegum
störfum á vegum Reykjavík-
urlistans eftir sem áður,“ segir
hann og bætir við að með
orðalaginu „opinberum trún-
aðarstörfum" hafi hann fyrst
og fremst átt við setu í borgar-
stjórn, nefndum og ráðum á
vegum Reykjavíkurborgar og
opinberra aðila.
Að sögn Hrannars hefur
enn ekki verið gengið endan-
lega frá skipan í nefndir borg-
arinnar. Ný borgarstjóm
kemur saman á sínum fyrsta
fundi 18. júní nk.
Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir unnið að skýrslu
um mat á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar
Gera á rækilega úttekt i
á umhverfisáhrifum
LANDSVIRKJUN hefur þegar
hafið gerð skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar,
skv. ákvörðun frá því fyrr á árinu,
að sögn Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra Landsvirkjunar. Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðhema hefur
lýst því sem sinni skoðun að fram
eigi að fara umhverfismat vegna
Fljótsdalsvirkjunar en ákvörðun
um það er á valdi Landsvirkjunar.
Ekki er lagaskylda til að láta slíkt
mat fara fram þar sem leyfi fyrh'
virkjanatilhögun Fljótsdalsvirkjun-
ar voru gefin út áður en lög um mat
á umhverfisáhrifum tóku gildi.
Halldór segir að athugun Lands-
virkjunar byggist á rannsóknum
sem hafa staðið yfir um árabil og
kemur hún einnig til með að taka
tillit til rannsókna sem ætlunin er
að fari fram í sumar á vegum fyrir-
tækisins.
,jVllar þessar í-annsóknir spanna
þau áhrif sem virkjunin og rekstur
hennar getur haft á umhverfi sitt,
ekki aðeins gróðurfar og dýralíf,
svo sem fugla og hreindýra, heldur
einnig á strandlengju Héraðsflóa,
ferðamennsku og samfélag. Verður
hér um að ræða skýrslu áþekka
þeirri sem gerð var á sínum tíma
um áhrif hækkunar Blöndulóns
enda þótt sú framkvæmd hafi ekki
verið háð umhverfísmati sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum nr. 63/1993 fremur en
Fljótsdalsvirkjun sem er undan-
þegin slíku mati þar sem virkjunar-
leyfi var gefið út fyrir henni fyrir
gildistöku laganna. Engu að síður
verður skýrslan um mat á umhverf-
isáhrifum Fljótsdalsvirkjunar
þannig úr garði gerð að hún mun
standast þær kröfur sem gerðar
eru til slíkrar skýi'slu samkvæmt
lögunum um mat á umhverfisáhrif-
um,“ segir Halldór.
Ákvörðun um umhverfismat
bíður síns tíma
Halldór segir einnig að gera
megi ráð fyrir að skýrsla sú sem
Landsvirkjun hefur nú í undirbún-
ingi varðandi umhverfisáhrif
Fljótsdalsvirkjunar liggi fyrir í
haust. Með gerð hennar sé ætlun
stjórnenda Landsvirkjunar sú að
gera rækilega úttekt á umhverfisá-
hrifum virkjunarinnar og láta hana
vera leiðbeinandi í öllum ráðstöfun-
um sem að gagni megi koma í því
skyni að bygging Fljótsdalsvirkj-
unar og rekstur hennar valdi sem
minnstri röskun á umhverfinu.
Hann segir að stjórn Landsvirkj-
unar muni fjalla um skýrsluna þeg-
ar hún liggur fyrir og þá taka af-
stöðu til þess hvort hún verði nýtt
sem grundvöllur umhverfismats
skv. lögum nr. 63/1993. „Slík
ákvörðun hefur enn ekki verið tek-
in og bíður síns tíma,“ segir Hall-
dór.
Yfirlýsing ráðherra sögð
stríða gegn lögum
I yfirlýsingu frá Náttúruvernd-
arsamtökum Islands segir að iðnað-
arráðhen-a hafi lýst því yfir að
hann hygðist beita sér fyrir því að
Landsvirkjun léti fara fram mat á
umhverfisáhrifum vegna Fljóts-
dalsvirkjunar. Slíkt mat myndi þó
engu breyta um rétt Landsvirkjun-
ar til að virkja á Fljótsdal.
„Þessi yfirlýsing iðnaðan-áðheiTa
stríðir gegn lögum um mat á um-
hverfisáhrifum (sbr. 1 gr.), auk 17.
gr. Ríó-yfirlýsingarinnar frá 1992
um umhverfismat, sem kveða á um
að allar meiri háttar framkvæmdir
skuli vera háðar mati á umhverfisá-
hrifum. Leyfi Landsvirkjunar til að
virkja á Fljótsdal, sem iðnaðaiTáð-
hen'a veitti árið 1991, byggist á
bráðabirgðaákvæði nr. II. í lögum
nr. 63/1993. Það kveður á um að
framkvæmdir sem veitt var leyfi
fyrir fyi'ir 1. maí 1994 skuli vera
undanþegnar lögum um mat á um-
hverfisáhrfium. Þetta undanþáguá-
kvæði gengur í blóra við Bókun 1
(11. gi'.) um altæka aðlögun varð-
andi tilskipun EES um mat á um-
hverfisáhrifum (Fylgiskjal II við
samninginn um Evrópskt efnahags-
svæði).
Iðnaðarráðuneytið er það stjórn-
vald sem á auðveldast með að
knýja Landsvirkjun í þessu máli.
Ráðuneytið gefur út virkjanaleyfi
og getur einnig innkallað þau. Það
var t.d. gert með Bessastaðavirkj-
un á sínum tíma. RARIK hafði
virkjanaleyfi en Jón Sigurðsson,
þáverandi iðnaðan'áðherra innkall-
aði það,“ segir m.a. í yfírlýsing-
unni.
I yfirlýsingu, sem borist hefur
frá Samtökum um verndun hálend- |
is Austurlands, er fagnað yfirlýs- |
ingum Finns Ingólfssonar iðnaðar- m
ráðheira um að Fljótsdalsvirkjun "
eigi að fara í umhverfismat. Sam-
tökin benda hins vegar á að um-
hverfismat þjóni litlum tilgangi ef
Landsvirkjun verði ekki gert skylt
að fara eftir niðurstöðum þess.
Óeðlilegt að undanskilja
Fljótsdalsvirkjun eina
Hjörleifur Guttormsson alþingis- C
maður lagði 29. maí sl. fram þingsá- |
lyktunartillögu á Alþingi, sem ekki |
var afgreidd, þar sem skorað er á "
ríkisstjórnina að láta fara fram um-
hverfismat vegna Fljótsdalsvirkj-
unar. I gi-einargerð bendir þing-
maðurinn m.a. á að uppi séu áfonn
um víðtæka nýtingu vatnsafls norð-
an Vatnajökuls og ætti sú stað-
reynd að hvetja til að litið sé heild-
stætt á þetta svæði og óeðlilegt að g
undanskilja Fljótsdalsvirkjun eina
mati á umhverfisáhiifum. Bendir f
Hjörleifur á að 17 ár eru liðin frá |
því að heimildariög voni sett um
virkjunina og 7 ár frá því að stjórn-
völd veittu virkjunarleyfi.
„Með því að samþykkja áskorun
til ríkissstjórnarinnar um að mat
fari fram á umhverfisáhrifum virkj-
unarinnar, eins og lögbundið er um
hliðstæð mannvirki, legði Alþingi
sitt af mörkum til að sem skýrust g
mynd lægi fyrir og almannaviðhorf
kæmi fram um málið eins og eðli-
legt verður að teljast," segir í f
greinargerðinni.