Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 3T^» J Í 1 I 1 I 1 I 1 I 3 3 : i j i i i i i i i i 0 0 0 a ISGERÐUR KRIS TJÁNSDÓTTIR + ísgerður Krist- jánsdóttir fædd- ist í Framnesi í Grýtubakkahreppi 27. apríl 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Kristjáns- dóttir og Kristján Þórðarson. Hálf- systkini hennar samfeðra voru: Björn, Vésteinn, Ingólfur, Þórður, Jón Þorsteinn, Krist- ján, Sigurhanna og Sigurlína. Is- gerður átti einn albróður, Óskar Sigurvin, sem er látinn. Hinn 24. maí 1947 giftist ís- gerður Þórði Guðmundssyni, f. í Gilhaga í Strandasýslu 8. janúar 1919, d. 15. ágúst 1996. Böm ís- gerðar og Þórðar em: 1) Gunnar Ingi, f. 22. júlí 1946. 2) Sigrún, f. 20. september 1948, gift Gunn- Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Dagur er að kvöldi kominn. Ast- kær tengdamóðir mín er í dag kvödd rúmlega 84 ára að aldri. Ekki eru nema tæp tvö ár liðin síð- an Þórður eiginmaður hennar lést eftir erfíð veikindi. Segja má að frá þeirri stundu, hafí andlegri og lík- amlegri heilsu Gerðu farið að hraka. Lífsneistinn virtist fara þverrandi eftir rúmt 50 ára sam- eiginlegt lífshlaup þeirra Gerðu og Þórðar. Fyrir rúmum tuttugu og fjórum árum varð ég hluti af fjölskyldu þeirra, er ég gekk að eiga Sigrúnu dóttur þeirra. Við fyrstu kynni mín og Gerðar kom strax í ljós einlægni og hreinskilni í orðum og athöfnum þannig að ekki fór á milli mála hvaða manneskju hún hafði að geyma. Aftur á móti ef henni mislíkaði eitthvað eða fannst einhver misrétti beittur, þá lá hún ekki á skoðun sinni og lét hana hispurslaust í ljós. Um- hyggju og væntumþykju hennar í garð vina og vandamanna var við- brugðið. Þórður og Gerða bjuggu lengst- um á Langholtsvegi 137 hér í borg eða í 45 ár. Þar ólust börn þeirra upp við gott atlæti og ástúð undir verndarvæng foreldra sinna. Þar var garðurinn ræktaður í orðsins fyllstu merkingu. Þegar erfíðum vinnudegi lauk var farið að dytta að húsinu og garðinum sem var augnayndi allra er leið áttu um Langholtsveginn. Síðustu ár bjuggu Þórður og Gerða að Jökul- grunni 14 í Reykjavík. Þegar Þórður tengdafaðir dó fyrir tveimur árum fluttist Gerða á Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu í Reykjavík. Eins og ég gat um áð- ur hafði maður það á tilfinningunni að eftirsjáin og söknuðurinn að hafa Þórð ekki við hlið sér hefði markað líf hennar síðustu misseri. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar færa starfsfólki Hrafnistu alúðar- þakkir fyrir góða aðhlynningu og umhyggju. Daginn sem Gerða dó, hafði hún verið daglangt hjá okkur í Safa- mýrinni og virtist ekkert gefa til kynna að hverju stefndi. Um klukkan tíu að kveldi var hún öll. Hvíldin er oft kærkomin þeim sem þreyttir og sjúkir eru, þótt ávallt sé eftirsjá að þeim sem horfnir eru. Börn, tengdasynir og ekki síst ömmubörnin biðja í bljúgri bæn og þakka fyrir allar samverustundirn- ar. Blessuð sé minning elskulegrar tengdamóður minnar, Isgerðar Kristjánsdóttur. Gunnar Hans Helgason. ari Hans Helgasyni, þeirra börn eru: Þórður Viðar, f. 12. september 1975, Steinunn, f. 3. ágúst 1978, Gunnar Ingi, f. 10. janúar 1987. Unnusti Steinunnar er Jakob Sigurðar- son. 3) Ragnheiður Guðrún, f. 23. maí 1953, gift Birni Bjömssyni, þeirra böm em: Bjöm Ágúst, f. 18. ágúst 1975, Gerður Þóra, f. 24. september 1988. Unnusta Bjöms Ágústs er Sigríður Þómnn Torfadóttir. Mestan hluta ævi sinnar starf- aði Isgerður við ýmis verka- kvennastörf. Síðustu árin vann hún í eldhúsi Landspítalans, allt til ársins 1985. _ Utför Isgerðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Amma var alltaf mjög hress og glaðlynd, og það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar og afa, en hann lést fyrir 21 mánuði. Það var ekki langt á milli ykkar afa og það er mjög mikið að þið séu bæði farin. Ég minnist allra ferðanna til Vopnafjarðar sem við fórum sam- an, ég, þú, afi og Gunni frændi. Það var alltaf mjög gestkvæmt hjá ömmu og afa og alltaf vildi amma hafa marga í kringum sig. Hún elskaði að hafa fjölskylduna og gesti. Síðustu ævidagana dvaldist amma á Hrafnistu í Reykjavík og undi hún sér þar vel undir það síð- asta eftir erfíða mánuði þar á und- an. Ég mun sakna þess að koma ekki í heimsókn og hitta vinkonur hennar sem hún kynntist á Hrafn- istu. Ég vil senda hjartans þakkir til alls starfsfólksins á Hrafnistu sem annaðist ömmu mína. Þakka þér, elsku amma mín, fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman alla ævi mína. Þín dótturdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Við systkinin kölluðum hana alltaf Gerðu frænku. Hún var föð- ursystir móður okkar þótt aldurs- munurinn á þeim væri aðeins eitt ár. Þær ólust að hluta til upp sam- an og á milli þeiiTa var alla tíð náið og gott samband. Okkur fannst þær vera eins og systur. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Við minnumst Gerðu frænku sem glaðværrar konu með hressilegt viðmót, konu sem naut þess að vera samvistum við aðra, konu sem hafði næma tilfinningu fyrir líðan fólks og gott var að hafa nálægt sér. Ekki síst minnumst við frænku okkar fyrir hlýju hennar og væntumþykju í okkar garð. Alla tíð fylgdist hún vel með lífí okkar, námi og störfum. I heimsóknum Gerðu og Þórðar norður í Ólafsfjörð var oft glatt á hjalla. Þá rifjuðu „systurnar" upp gamla daga. Á slíkum stundum nutu sín hvað best óviðjafnanlegir frásagnarhæfileikar Gerðu og ein- stök orðheppni. Þær „systur“ heimsóttu gjarnan æskustöðvarnar í Höfðahverfinu og þótt bærinn þeirra væri löngu horfinn voru gömlu kennileitin á sínum stað. Það nægði þeim og við fjörukamb- inn drukku þær kaffisopann sinn áður en haldið var heim. Það var hreint ekki leiðinlegt að vera einkabílstjóri þeirra í þessum ferð- um. Ekki er hægt að minnast Gerðu frænku án þess að nefna Þórð og alla hans góðvild og hjálpsemi. Húsbændur á Langholtsveginum og síðar í Jökulgrunni höfðu alltaf tíma til að spjalla við gesti sem að garði bar og þaðan fór enginn svangur. Missir Gerðu var mikill þegar Þórður lést fyrir tæpum tveimur árum. Þá var heilsubrest- ur farinn að gera vart við sig hjá henni. Hún bar sig þó vel og hafði áfram jákvæða sýn á lífið og tilver- una, annað kom ekki til greina. Komið er að leiðarlokum. Við kveðjum kæra frænku með virð- ingu og þökk og biðjum henni blessunar. Við systkinin og móðir okkar sendum Gunnari Inga, Sig- rúnu, Ragnheiði og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Kristín, Óskar, Ásta, Gunnar og Sigurlína. Einn af bestu vinum fjölskyld- unnar er nú fallinn frá. Vináttan við Gerðu og fjölskyldu nær yfir 40 ára tímabil, hún var einstakur vin- ur, trygglyndi hennar og umhyggja var mikil. Gerða hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, og oft var gaman þegar setið var við eldhúsborðið í Skeiðarvoginum og málin rædd. Hún var ákveðin og einlæg í framkomu og kom gjarnan með skemmtilegar og hnyttnar at- hugasemdir um menn og málefni. Hún bar umhyggju fyrir fólki og við í Skeiðarvoginum fórum ekki varhluta af því. Hún fylgdist með uppvexti okkar krakkanna, gladd- ist með okkur á gleðistundum í lífi okkar og sýndi okkur hluttekningu ef eitthvað amaði að. Yngsta kyn- slóðin sem nú er að vaxa úr grasi fór ekki varhluta af þessu heldur, hjá Gerðu skipti hver og einn ein- staklingur miklu máli. Gerða og Þórður voru órjúfanleg heild, og var missir hennar mikill þegar Þórður féll frá fyrir tæpum tveimur árum. Þau byggðu sér yndislegt heimili á Langholtsvegin- um þar sem þau bjuggu mestan hluta búskapar síns og þar lágu rætur þeirra. Heimili þeirra bar vott um einstaka snyrtimennsku jafnt utandyra sem innan. Fyrir nokkrum árum fluttu þau heimili sitt í Jökulgrunn og maður fann að þangað höfðu þau flutt með sér þann góða anda sem ávallt ríkti á Langholtsveginum. Á vorin þegar þau hjónin höfðu plantað morgunfrúnum sínum í beðið við innganginn á Langholts- veginum, fannst okkur að sumarið væri komið. Gerða plantar ekki fleiri morgunfrúm í þessum heimi, en Ijós hennar mun fylgja fjöl- skyldu hennar og vinum um ókom- in ár. Elín móðir okkar hefur misst sína kærustu vinkonu, við söknum öll Gerðu og munum ætíð minnast hennar sem gleðigjafa í okkar lífi. Við erum stolt yfir að hafa átt hana fyrir vin. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og þökkum fyrir þá vin- áttu sem við höfum átt hjá fjöl- skyldunni allri. Fjölskyldan Skeiðarvogi 149. Sérfræðingar í blóniaskre.vtingum \ ió öll tækif'æri 1 Wlblómaverkstæði I IBinnaJ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis. sími 551 9090 + Móðir okkar, FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Flatey á Breiðafirði, til heimilis að Rekagranda 8, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar að kvöldi 8. júní. Jarðarför auglýst síðar. Börn og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF BJARNADÓTTIR frá Lambadal, Dýrafirði, til heimilis að Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 8. júní. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Helgafelli, Eyrarbakka, lést aðfaranótt 9. júní. Bömin. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, ANNA SÆBJÖRNSDÓTTIR, Bakka, Seltjarnarnesi, sem lést föstudaginn 5. júní sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 12. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er góðfúslega bent á heimahlynningu krabbameinssjúkra. Rúrik Haraldsson, Björn Rúriksson, Guðfinna Karlsdóttir, Haraldur Steinn Rúriksson, Susan Palfreeman, Ragnhildur Rúriksdóttir, Jón Raymond Miller, Elín Sæbjörnsdóttir, Guðmundur Árnason og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, AUÐBJÖRG INGIMARSDÓTTIR frá Laugarási, síðast til heimilis að Grensásvegi 56, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þann 24. maí. Okkar bestu þakkir til starfsfólks fyrir frábæra umönnun. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólveig Ingibergsdóttir, Arnþór Ingibergsson, Geirlaug Ingibergsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Faðir okkar, HARALDUR ÞORVARÐARSON, Óðinsgötu 20b, er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 12. júní kl. 13.30. Þorvarður Gunnar Haraldsson, Elísabet María Haraldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.