Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Almenningur og pólitíkin „Spurningin er hvort pólitíkusarnir verba ab leggja afþab meginklutverk sitt ab vera eins konar„reddarar“fyrir Pétur og Pál á milli kosninga og taka upp svo langsóttar abferbir ab standa vib orb sín í tíma og ótíma. “ Hið daglega líf fjöl- skyldufólks er sjaldan gert að op- inberu umtalsefni nema þá helst fyr- ir kosningar, eins og þær sem nú er nýafstaðnar. Reyndar urðu tilflnninganæmar og fjöl- skylduvænar ræður borgar- stjórnarpólitíkusana færri og styttri fyrir þessar kosningar en oftast áður, vegna alls þess spillingar- og fjármálavafsturs- fárviðris sem geisað hefur í landinu frá því á páskum. Al- menningur og ég vorum vonum framar fullir skilnings á þeirri ræðufræðilegu VIÐHORF kreppusem ______ frambjoðend- Eftir Hávar urnir stóðu Sigurjónsson frammi fyrir; það er auðvit- að snúið að svara í öðru orðinu fyrir spillingu, brask og skatt- svik, undirróðurstarfsemi, róg- burð og slúður og herða síðan fagmannlega á bindishnútnum og bæta við eins og ekkert sé: „Auk þess legg ég til að dag- vistarplássum verði fjölgað, al- menningssamgöngur bættar og líf fólks í borginni almennt gert auðveldara, fegurra og jákvæð- ara.“ Þá eru ónefnd eftirsóknar- verð lífsgildi eins og heiðarleiki og réttsýni, sanngirni og trú- mennska sem hamrað hefur verið á samhliða spillingarum- ræðunni, og pólitíkusamir reyndu hver um annan þveran að kaupa áskrift að í vor hjá okkur almenningi. Við almenn- ingur sýndum framúrskarandi þroska og ógnvænlegt umburð- arlyndi þegar við mættum engu að síður á kjörstað og skiptum atkvæðunum okkar svo gott sem til helminga þó að stærri helmingurinn hafí auðvitað lent öðrum megin. Pólitíkusunum tókst semsagt að hafa sitt í gegn og teyma okkur til kosn- inga eina ferðina enn, þrátt fyr- ir að snúið hafi verið óþyrmileg- ar en oft áður upp á trýnið á pólitíkinni í vor og hún neydd til að snúa upp kaunum settum kviðnum. Við almenningur lét- um gott heita, klóruðum pólitík- inni svolítið á bak við eyrun, klöppuðum henni svo góðlátlega á bakið og hvöttum hana nánast til þess að leggjast aftur og snúa upp betri hliðinni að nýju. Ef ekki sín vegna, þá velsæmis- ins vegna. Nú reynir greyið að láta fara vel um sig á nýjan leik þó rifnað hafi ofan af verstu hrúðurkörlunum. Sjaldan hefur okkur almenningi boðist jafn greinileg sýn framan í hið rétta andlit pólitíkurinnar og í vor, og sjaldan hefur verið jafn dagljóst að pólitíkin snýst fyrst og síðast um hagsmuni og hagsmuna- gæslu einstaklinga og sértækra þjóífélagshópa. Hér er ekki átt við upphlaupið fyrir borgar- stjórnarkosningarnar heldur hvernig flest hefur ofan því hvar hinir pólitísku þræðir liggja. Auðvitað þar sem vitað var að þeir lægju, meðal fjár- magnseigendanna og í peninga- stofnunum þjóðarinnar. Þetta eru svo sannarlega engin ný sannindi og ekki laust við að til- finning vonleysis geri vart við sig þegar orð er lagt í þennan margþvælda belg. Oft er talað um gjá, raun- verulega eða ímyndaða, milli stjórnmálamannanna og fólks- ins í landinu. Raunverulega, í þeim skilningi að forréttindi og fríðindi alls konar, sem greini- lega fylgja pólitískum frama, fjarlægja pólitíkusana frá þeim daglega veruleika sem almenn- ingur er að klást við. Fjarlægð- in felst í dofnandi tilfinningu fyrir þeirri fyrirhöfn sem við al- menningur megum hafa af því að eiga sæmilega til hnífs og skeiðar. „Af hverju borðar fólk- ið þá ekki bara kökur,“ gæti sem best verið íyrirspurn úr einhverjum ríkisbankanum til þjóðarinnar. Gagnvart okkur almenningi snýst pólitíkin um hversu vel pólitíkusunum tekst að sann- færa okkur um þeir hafi skiln- ing á kjörum okkar. Ekki er þar með sagt að til standi að bæta þau eða breyta þeim, lykilatrið- ið er að við trúum því að skiln- ingurinn sé fyrir hendi og að við njótum samkenndar stjórnmála- mannsins. Stysta leiðin að at- kvæði kjósandans íslenska hef- ur enda oftast legið um fyrir- greiðslulendurnar í bönkum og opinberum stofnunum, þó nú bendi flest til þess að taka verði upp aðrar aðferðir við að vinna atkvæðin. Spurningin er hvort pólitíkusarnir verða að leggja af það meginhlutverk sitt að vera eins konar „reddarar" fyrir Pét- ur og Pál á milli kosninga og taka upp svo langsóttar aðferðir að standa við orð sín í tíma og ótíma. Segja það sem þeir meina og standa svo við það. Þetta hljómar eins og hreinasti bai-naskapur og sýnir einfald- lega hvað undirritaður hefur sorglega lítið vit á pólitík. Að láta sér detta í hug að heilleg hugtök á borð við heiðarleika og réttsýni, sanngirni og trú- mennsku séu nothæf í „orrahríð stjórnmálanna". Merking orðs- ins sjálfs „pólitíkus“ bendir í allt aðra átt og hefur gagngert verið notað í þessum pistli til þess að undirstrika þann skilning á orð- inu. Það er langur vegur frá að allir pólitíkusar íslenskir í dag verðskuldi að vera kallaðir stjói-nmálamenn. Slík nafnbót er ekki sjálftekin heldur viður- kenning á verðleikum. Þessi túlkun mun standa óbreytt í huga undirritaðs á meðan ásýnd íslenskrar pólitíkur er slík að hún nýtist best sem andstæða til samanburðar við hið per- sónulega siðferði sem við al- menningur reynum daglega að innræta börnum okkar. FLESTIR sem eit- hvað þekkja til ginsengs vita að verð- mætasti hluti ginseng- jurtarinnar er rótin sjálf, en ekki blóm, blöð, stöngull eða rót- arendar. En vegna þess hve rótin er dýr kemur fyrir að hún er drýgð með öðrum og ódýrari jurtahlutum. Þess vegna kjósa margir Asíubúar að borða rætumar sjálf- ar, því það er auðvelt að setja hvað sem er í hylki. Frá fornu fari hafa grasalæknar í Kína og Kóreu eingöngu notað rót- ina sjálfa en alls ekki rótarendana, sem hafa verið skornir frá og hent. Vitað er að í rótinni sjálfri eru 7 flokkar virkra efna. Einna merki- legust eru fituleysanlegu sambönd- in sem talin eru hafa æxlishemj- andi áhrif. Sum þessara efna finn- ast ekki í öðrum plöntuhlutum en aðalrótinni. Meðal vatnsleysanlegra virkra efna í rótinni eru svonefndir gin- senósíðar, en það er sá efnaflokkur sem fyrst var uppgötvaður: I ósvikinni rauðri kóreskri ginseng- rót eru 30 tegundir ginsenósíða. Frá upphafi hefur verið vitað að í rótarendunum er ríflega tvöfalt heildarmagn ginsenósíða saman- borið við rótina en færri tegundir og samsetning þeima er önnur og verri en í rótinni sjálfri, þess vegna eru rótarendar margfalt ódýrara efni en sjálf rótin. Um aldir var þekkingin um gildi rótarinnar al- þýðuvísindi en árið 1988 lögðu þrír meðal fæmstu vísindamanna Kóreu á þessu sviði, undir forystu Dr. Hoon Park, fram rannsókn, sem staðfesti það sem löngum var vitað, að gæði rótarinnar má meta eftir aldri og lögun, þannig að því eldri sem rótin er því betri er hún að minnsta kosti að 6 ára aldri. Hægt var að sýna fram á að því þykkari sem rótin var því verð- mætari var hún vegna hagstæðari dreifingar virkra efna. Þeir bentu á að tegund og sam- setning virkra efna skipti meira máli en magn. Þannig komust þeir að því að hlutfall virkra efna væri best í miðju rótarinnar en versnaði eftir því sem fjær drægi frá bolnum. Þetta er ástæða þess að kóreska rauða gins- engið, sem Kóreubúar telja vera besta ginseng sem völ er á, er framleitt úr sérvöldum 6 ára rótum besta gæðaflokks og að sjálfsögðu er bannað að blanda það með rót- arendum. Þetta fornfræga rauða ginseng, sem framleitt er af s- kóreska ríkinu, hefur fengist hér á landi í um tíu ár og hefur frá upp- hafi verið markaðssett undir nafn- inu Rautt eðal ginseng. Vörufölsun og slæmir viðskiptahættir Nýlega hóf Lyfja markaðssetn- ingu með miklu brambolti á rótar- endum, sem að öllum líkindum eru keyptir á uppboðsmarkaði í Hong Kong fyrir sjötta hluta hráefnis- verðs ósvikins kóresks rauðs ginsengs. Það er því varla nein til- viljun að þeir Lyfjumenn reyni að gefa villandi upplýsingar um vör- una með því að markaðssetja hana undir nafninu „Rautt eðal ginseng" og nýta sér þannig með ódrengi- legum hætti það góða orðspor sem fer af annarri og ósvikinni vöru. I kaupbæti er varan auglýst sem þrisvar sinnum sterkari. Þessari auglýsingaherferð virðist vera hrandið af stað í þeirri von að hægt sé að narra almenning, sem veit mismikið um ginseng til að ímynda sér að inntaka á einu hylki af rótar- endum svari til inntöku þriggja hylkja úr óblandaðri rót. Þessi full- yrðing er auðvitað skrum, því með þessu er verið að segja að engu máli skipti hvaða virk efni sé verið að taka inn og í hvaða hlutföllum, aðalatriðið sé að taka inn einhverja summu af virkum efnum sama hver þau eru og hvað þau gera. Sumir gingsenósíðar eru róandi, aðrir eru örvandi, sumir hafa sam- verkandi áhrif en aðrir upphefja hverjir aðra. í síðastnefnda tilvik- inu yrði efnið virkara (sterkara) ef Það er langt síðan menn vissu, segir Sig- urður Þdrðarson, að það er ríflega tvisvar sinnum meira magn ginsenosíða í rótarend- um en í sjálfri ginsengrótinni. mótverkandi efnið yrði tekið úr blöndunni þó magn virkra efna sé minna. Sjónarspil Laugardaginn 30. maí birtist innrömmuð frétt í Morgunblaðinu þess efnis að vegna þess að Sigurð- ur Þórðarson hjá Eðalvörum hafi dregið í efa að varan væri þrisvar sinnum sterkari hefði verið ákveðið að senda sýni af báðum vörum til greiningar hjá Háskóla íslands. Þar yrði skorið úr um það með svo- kallaðri HPLC greiningu hvort magn virkra efna svokallaðra gin- senosíða (eins og það séu einu virku efnin, aths. S.Þ.) sé þrisvar sinnum meira í rótarendunum en í Rauða eðal ginsenginu. Auðvitað hefði ég aldrei mótmælt þessari fullyrðingu, þó ég vissi að hún væri röng, því með því væri ég kominn niður á sama plan og Lyfja. Hið rétta var að ég sagði við blaða- manninn að þarna væri verið að Blekkingar- leikur Lyiju Rótarendar seldir sem rautt ginseng Sigurður Þórðarson Halla og Eyvindur ÉG VAR mjög glöð við að frétta að það ætti að reisa þeim Höllu og Fjalla-Ey- vindi minnisvarða á Hveravöllum en gleðin hvarf úr hjarta mínu þegar ég sá á mynd þá tillögu af svokölluðu minnismerki sem reisa á. Þar er aðaláherslan lögð á, að mér sýnist, fangelsisrimla og inn- an þeirra tvö stein- hjörtu, annað mun verða sótt til Súðavík- ur í fæðingarsveit Höllu, hitt að Hlíð í Hrunamannahreppi á fæðingarstað Eyvindar; verkið á að heita „Fangar frelsisins". Mín upplifun er sú að Halla og Eyvindur hafi verið mun frjálsari en margur sá íslendingur sem uppi var á þessum tíma. Sök þeirra um þjófnað var aldrei sönnuð, því finnst mér að með því minnismerki sem nú á að rísa sé endanlega búið að koma hjörtum þeirra bak við lás og slá án þess að nokkur réttarhöld hafi farið fram. Nafninu „Fangar frelsisins“ hef ég velt fyrir mér. Ég hef alltaf haldið að annaðhvort væru menn fangar eða frjálsir, menn geta að vísu verið fangar ákveðinna að- stæðna en síst af öllu frelsisins. Ég kom fram með þá tillögu bæði í við- ræðum mínum við Hjálmar Jóns- son alþingismann, svo og í skrifum í Velvak- anda að ef ekki væri hægt að breyta minn- ismerkinu þá væri a.m.k. hægt að brjóta niður rimlana að ein- hverjum hluta. Ekki hafði ég hugsað mér að skipta mér meira af þessu, en eftir að ég var búin að lesa grein, skrifaða af Guðna Agústssyni alþingis- manni og formanni Fjalla- Eyvindarfé- lagsins, í Morgunblað- inu miðvikudaginn 3. júní, kom upp löngun til að tjá mig meira um þetta mál. Guðni segir þar frá tildrögum þess að menn réðust í þetta verkefni og Eg velti fyrir mér, seg- ir Gyða Ölvisddttir, hvers vegna ekki var efnt til samkeppni um minnismerkið. mun hann sjálfur persónulega hafa lofað öldruðum bónda að reisa minnisvarðann þegar hann væri orðinn alþingismaður en hann hef- ur nú setið á Alþingi í nokkur ár. Guðni talar jafnframt um ávísana- reikning þar sem fólki er bent á að þeir sem leggi inn á sjóðinn, stórt eða smátt, séu skráðir félagsmenn eða styrktaraðilar verksins. Hann segir jafnframt frá hvernig fenginn var einn ákveðinn listamaður til að vinna verkið og hafði sá frjálsar hendur þar um. Ekki kemur mér annað í hug en að viðkomandi sé bæði þekktur og snjall, eins og Guðni segir, en ég velti fyrir mér af hverju var ekki efnt til samkeppni um gerð minnismerkisins? Ég er viss um að þar hefðu komið fram margar skemmtilegar hugmyndir, því við eigum marga hugmynda- ríka og góða listamenn eða samið við þennan ákveðna listamann um að skila nokkrum tillögum til að velja úr. Listamenn verða vissulega að hafa frelsi til að túlka og segja sögu, eins og Guðni segir, en al- menningur hefur líka frelsi og rétt til að tjá sig og lýsa skoðun sinni á listaverkum og sögu. Þeir eiga ekki bara að borga. Grein Þóris Sigurðssonar, fyrr- verandi námsstjóra, sem skrifuð var í Morgunblaðið miðvikudaginn 1. apríl um þetta efni, er mjög góð. Ég vil líka taka undir orð Illuga Jökulssonar í útvarpsþætti nýverið er hann talaði um þennan minnis- varða sem umhverfisslys í óbreyttri mynd. Megi Halla og Fjalla-Eyvindur hvíla í friði. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Gyða Ölvisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.