Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Banni létt af útflutn- ingi íslenskra hrossa ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni Tryggvason er væntanlegur til landsins í tíu daga heimsókn. Islenski geimfarinn væntanlegur ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni Tryggvason er væntanlegur í heim- sókn til Islands 16. júní nk. og mun hann dvelja hér til 26. júní í boði for- seta Islands. A þjóðhátíðardaginn 17. júní, er gert ráð fyrir að hann taki þátt í hátíðarhöldunum á vegum Reykjavíkurborgar. Bjarni tók ásamt fimm öðrum geimförum þátt í ellefu daga leið- angri Discovery í ágúst árið 1997 og voru íslensku forsetahjónin viðstödd á Canaveralhöfða þegar geimferj- unni var skotið á loft. I samtali, sem forsetinn átti við Bjania, bauð hann honum í heimsókn til Islands og kom fram að Bjarni mundi færa íslensku þjóðinni að gjöf islenskan fána, sem hann bar úti í geimnum. Bjarni hefur ekki komið til íslands síðan hann flutti héðan sjö ára að aldri til Kanada ásamt fjölskyldu sinni. Hann varð fyrsti maðurinn, sem fæddur er á Norðurlöndum til að fara út í geiminn. HM-vefur opnaður í DAG opnar Morgunblaðið nýjan vef í tengslum við heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu í Frakklandi. Hægt er að nálgast vef- inn frá Fréttavef og núverandi Boltavef eða með því að slá inn slóðina www.mbl.is/boltinn. Meðan á keppni stendur verða beinar lýsingar frá hverj- um leik og hefst sú fyrsta í dag þegar Brasilíumenn og Skotar leika upphafsleikinn. A vefnum má fá upplýsingar um umferðir keppninnar, ' tölfræði, bæði hvað varðar landslið og leik- menn, ásamt upplýsingum um hvem leikmann og löndin sem keppa. Þá má lesa ýtarlegar upplýsingar um allar heims- meistarakeppnir sem haldnar hafa verið og einnig fróðleik um núverandi keppni. Frá HM-vefnum er síðan hægt að tengjast ýmsum öðrum erlend- um boltavefjum. Frekari upplýsingar um notkun vefjarins má síðan finna á íþróttasíðum blaðsins í dag. MJÖG ákveðnar vísbendingai’ bein- ast að því að svokallaðar entero- veirur valdi hitasóttinni sem herjað hefur á islensk hross á undanförn- um mánuðum. Á grundvelli þess og varnaraðgerða sem beitt hefur ver- ið hér á landi hefur banni á útflutn- ingi á íslenskum hrossum til Evr- ópusambandsins verið aflétt. Yfir- völdum í Bandaríkjunum hefur ver- ið kynnt þessi niðurstaða og hafa borist jákvæðar undirtektir þaðan. Er búist við að fljótlega verði einnig hægt að flytja út hross til Banda- ríkjanna. Sigríður Bjömsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi niður- staða hefði fengist á mánaðarlegum fundi dýralæknanefndar ESB. Þar kom fram að leyft verður að flytja hesta til ESB-landa án skilyrða og þurfa þeir ekki að fara í sóttkví úti. MÁLI Lindar, sem bankaráð Landsbanka Islands hf. óskaði að ríkissaksóknari tæki til rannsókn- ar, var í gær vísað til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild embættis ríkislögreglustjóra. Ríkissaksókn- ari fór fram á að embættið tæki að sér rannsókn málsins. Jóni H.B. Snorrasyni, saksókn- ara ríkislögreglustjóraembættisins og settum ríkislögreglustjóra í fjarveru Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem er í sum- arleyfi erlendis, hefur verið falin stjóm rannsóknarinnar í samráði við ríkissaksóknara. Arnar Jens- son, sem er yfir efnahagsbrota- deildinni, tjáði Morgunblaðinu í Entero-veirur taldar valda hitasóttinni Þetta byggist á því að aðeins séu flutt út hross sem ekki hafa haft samneyti við sýkt hross í nokkrar vikur og hafa verið í 10 daga sóttkví hér á landi áður en þau eru flutt út. Verið er að kynna dýralæknum reglur um þetta og verður sérstök reglugerð gefin út eftir helgi. Talið er víst að hitasóttin sé af völdum svokallaðra entero-veira. Veirurnar em útbreiddar víða um heim og byggja hross yfirleitt upp mótefni gegn þeim á unga aldri. Þær valda ekki eins auðsjáanlegum sjúkdómum og þær gerðu hér á landi og hafa því lítið verið rannsak- aðar. Sigríður segir mjög sterkar vís- gær að verið væri að fara yfír gögn málsins og vinna ýmsa grunnvinnu. Ekki væri á þessu stigi hægt að segja nánar til um umfang málsins, hvort frekari liðsstyrk þyrfti við rannsóknina né hvenær mætti bú- ast við að henni lyki. Bankaráð Landsbanka Islands hf. samþykkti í lok síðasta mánað- ar að óska eftir því við ríkissak- sóknara að tekið yrði til opinberrar rannsóknar hvort stjórnendur fjár- mögnunarieigufyrirtækisins Lind- ar hf. hafi eftir að Landsbankinn eignaðist meirihluta í fyrirtækinu í lok ársins 1991 með athöfnum sín- um eða athafnaleysi framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. bendingar beinast að þessum veir- um sem styrktar hafa verið af far- aldsfræðilegum athugunum sem gerðar hafa verið hér á landi með- an hitasóttin hefur geisað. Þó sé ekki hægt að staðfesta þetta nema að rækta upp veiruna og gera margvíslegar rannsóknir. Ekki hafa verið til mótefnapróf fyrir entero-veirurnar. Sigríður segir að nú sé tímabært að fara að láta hjólin snúast eftir þessar ánægjulegu fréttir. Mikil- vægt sé að hrossaútflytjendur hafi samband við sína dýralækna eða yf- irdýralæknisembættið til að fá nán- ari upplýsingar um hvemig standa eigi að útflutningnum. Hugmyndir þeirra um hvar sé best að setja upp sóttkvíar séu vel þegnar. Héraðs- dýralæknar þurfi að samþykkja sóttkvíarnar og hafa eftirlit með þeim. Keppni í leiklist EFNT verður til keppni í leiklist í Iðnó 15. júní næstkomandi og munu margir af fremstu leikur- um þjóðarinnar etja kappi sam- an. Er þetta þekkt fyrirbrigði er- lendis. Sænski leiksljórinn Martin Geijer, sem stofnaði leikhús af þessum toga í Stokkhólmi árið 1992, stendur fyrir leiksmiðju um þessar mundir í Kramhúsinu þar sem hann veitir íslenskum leikur- um og leikstjórum tilsögn í spunavinnu. Keppnin verður svo milli tveggja liða og mæta keppendur óundirbúnir til leiks. Svo er það þeirra verkefni að spinna sögu út frá uppástungum áhorfenda og munu dómarar úrskurða um hversu vel tekst til. ■ Þar sem ímyndunaraflið/50. Góð sfldveiði ÍSLENSKI síldveiðiflotinn var kominn í síld síðdegis í gær og var góð veiði. 26 skip voru komin eða voru á leið á miðin um það leyti. Fyrstu skipin komu á miðin upp úr hádegi og var Júpíter fyrstur til að fylla sig seinni pai’t dags. Skipverjar á Júpíter gáfu þeim á Guðrúnu Þorkels- dóttur það sem af gekk hjá þeim og eru nú bæði skipin á leið í land. Síldin virðist vera á svipuð- um slóðum og nokkur færeysk skip fundu hana á mánudaginn, eða tíu til tólf mílur fyrir innan landhelgislínuna norðaustur af landinu. Kókaín fínnst í Eyjum LÖGREGLAN í Vestmanna- eyjum hefur á einni viku haft afskipti af sjö einstaklingum vegna fíkniefnamisferlis. Hald var lagt á hass, amfetamín og kókaín. Ekki er algengt að kókaín finnist í Vestmannaeyj- um, enda efnið dýrt, eða um 15.000 kr. grammið. Lögreglan í Vestmannaeyj- um hefur verið með átak í gangi að uridanfömu vai-ðandi meint fíkniéfnamisferli og verður átakinu haldið áfram. Lögregl- an óskar eftir aðstoð frá al- menningi og em allar upplýs- ingar vel þegnar er varða ein- staklinga sem stunda neyslu, sölu eða dreifingu á fíkniefnum. Nýr vegar- slóði í Núps- staðarskóg í KJÖLFAR skriðunnar sem féll á sunnudag úr Lómagnúpi, og lokaði vegarslóðanum inn að Núpsstaðarskógi, hefur Vega- gerðin ákveðið að leggja nýjan slóða inn dalinn. Á um 120 metra kafla er veg- urinn lokaður og að sögn Gylfa Júliussonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Vík er hag- stæðara að leggja nýjan slóða en að fara í gegnum skriðuna. Nefhjólið sökk í sandinn LÍTILLI einkaflugvél af gerð- inni Cessna 172 hlekktist á í fjörunni á eynni Knarrai-nesi undan Mýrum laust eftir há- degi í gær. Sökk nefhjólið ofan í sandinn þegai- vélinni var ekið til. Engan sakaði. Vélin hafði lent án vandræða í fjörunni í Knarrarnesi og var flugmaðurinn að aka henni til þegar nefhjólið sökk í sandinn. Við það bognaði skrúfan. Þurfti að fá viðgerðarmenn úr Reykjavík og var unnið að við- gerð í gærkvöld. MARTIN Geijer veitti leikurum tilsögn í Kramhúsinu í gær. Lindarmálið hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóraembættisins Jóni Snorrasyni falin stjórn rannsóknarinnar í dag www.mbl.is 8SÍSUR ► VERIÐ í dag fjallar meðal annars um minnkandi lúðuveiði, fiskistefnu sem haldin var í Bremen og útgerð trillukarla sem flykkjast vestur á vorin. Þá er rætt við framkvæmdastjóra UA um reynsluna af rekstri MHF. 4 SÍDUft VK> BJOÐUM UTALEIKS Sliell- LIGO 4 SÍDUR Vala ' Fyrsta Eiður bætti ; þrennaní Smári iék metið ; sumar með KR B1 B4 B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.