Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 22

Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Moskvu. Reuters. TILKYNNT var um miklar hreinsanir innan skattheimtunn- ar í Rússlandi í gær og yfirmaður rússnesku hagstofunnar var handtekinn. Er hann grunaður um að hafa aðstoðað fyrirtæki við skattsvik. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfír fullum stuðn- ingi við tilraun- ir rússnesku stjórnarinnar til að binda enda á fjár- málakreppuna í landinu. Borís Fjodorov, ný- skipaður yfír- maður skattheimtunnar í Rúss- landi, hefur látið hendur standa fram úr ermum síðan hann tók við embættinu fyrir fáum dögum og hefur því verið fagnað hjá al- þjóðlegum fjármálastofnunum, sem segja, að betri skattaskil séu forsendan fyrir eðlilegu ástandi í fjármálum ríkisins. Embættismenn reknir Fjodorov sagði á fréttamanna- fundi í gær, að hann hefði því miður neyðst til að hreinsa til á eigin skrifstofu og þess vegna væru ýmsir háttsettir menn hætt- ir störfum og aðrir á förum. Borís Fjodorov Hefðu þeir gerst sekir um spill- ingu. Skömmu áður hafði verið tilkynnt, að Júrí Júrkov, yfirmað- ur hagstofunnar, hefði verið handtekinn. Er honum gefið að sök að hafa hagrætt tölum og auðveldað stórfyrirtækjum að komast hjá skattgreiðslum. Var yfirmaður tölvumiðstöðvar hag- stofunnar handtekinn einnig. Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær eftir viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í Bonn, að Þjóðverjar styddu þær umbætur og aðgerðir, sem rúss- neska ríkisstjórnin hefði gripið til. Hafa yfirlýsing Kohls og að- gerðir Fjodorovs skyggt á til- raunir rússneskra kommúnista til að fá Jeltsín settan af fyrir emb- ættisafglöp en haft er eftir hátt- settum manni í þeirra röðum, að í raun sé það vonlaust verk. Beðið eftir IMF-láni Rússar vonast til að fá bráð- lega um 48 milljarða af þeim 664 milljörðum kr., sem IMF, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, hefur heitið þeim, og myndi það verða til að lina verulega á fjárhags- vanda ríkissjóðs. Fjárfestar von- ast líka eftir jákvæðum fréttum af fundi fjármálaráðherra iðnríkj- anna, G-7, en hann hófst í gær og lýkur í kvöld. Lengsta langlokan ÞAÐ er hægt að setja met í öllu milli himins og jarðar, meðal annars í því að búa til Iengstu langioku í heimi. Að því var unnið í Tallinn í Eist- landi í gær þegar haldið var upp á það, sem kallast,„Dagar gömlu borgarinnar". Atti langlokan að vera 140 metrar. Móðir Woodward sökuð um fölsun London. Reuters. STUÐNINGSMENN bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem hefur verið dæmd í Bandaríkjunum fyrir að hafa af gáleysi orðið ungu barni að bana, ætla ekki að snúa við henni baki þótt móðir hennar hafi verið sökuð um að hafa seilst um of í sjóð henni til varnar. Fyrrverandi lögfræðingur Woodward, Elaine Whit- field Sharp, heldur því fram, að Sue, móðir Louise, hafi falsað reikninga upp 1,1 milljón ísl. kr. og sagt þá Reuters vera vegna Bandaríkjadvalar sinnar áður en réttar- höldin hófust. Þetta fé hafi hún fengið úr sjóðnum til vamar dóttur sinni þótt hún hafi í raun dvalist allan tímann ókeypis hjá lögfræðingnum. Lögfræðingur Woodward-fjölskyldunnar neitar þess alveg og segir, að ásakanimar séu aðeins nýjasta tilbrigðið í ófrægingarherferð um hana. Þeir, sem standa að vamarsjóðnum, ætla heldur ekki að láta þetta mál hafa áhrif á sig. Útför Rússakeisara Kirkjan ekki með Moskvu. Reuters. YFIRSTJÓRN rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar hefur ákveðið að taka ekki þátt í útfór Rússakeis- ara og fjölskyldu hans í næsta mán- uði. Júvenalí erkibiskup sagði, að kirkjan hefði ákveðið að taka engan þátt í útförinni vegna þess, að enn væri efast um, að líkamsleifarnar væru af keisarafjölskyldunni. Líkamsleifarnar verða grafnar með viðhöfn 17. júlí nk., nákvæm- lega 80 áram eftir að bolsévikar tóku hana af lífi, en kirkjan, sem hefur hug á að taka Níkolaí keisara í helgra manna tölu, ætlar hins veg- ar að halda minningarguðsþjónustu um hann um land allt 17. júlí. Kohl segir efnahagsaðgerðir Jeltsíns skref í rétta átt Hreinsanir í skattheimtunni í Rússlandi Yfírmaður hagstofunnar hand- tekinn fyrir að hagræða tölum fyrir stórfyrirtæki Tauga- gasi beitt gegn lið- hlaupum? WILLIAM Cohen, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, fyrirskipaði á mánudag rann- sókn á því hvort bandaríski herinn hefði beitt taugagasi í árás á bandaríska liðhlaupa í Víetnam-stríðinu. CNN-sjón- varpið og tímaritið Time birtu sameiginlega frétt um að sar- ín-gasi hefði verið beitt gegn liðhlaupunum og hafði það m.a. eftir fyrrverandi flotaforingja, Thomas Moore. Hann sagði þó síðar að ekki væri rétt eftir sér haft í fréttinni, kvaðst ekki vita til þess að taugagasinu hefði verið beitt en hafa heyrt „orðróm" um það. Cohen sagði að ekkert hefði komið fram sem styddi fréttina. Uppreisnar- menn sýna samningsvilja UPPREISNARMENN sem hugðust ræna völdum í Afríku- ríkinu Guinea Bissau sögðust í gær vilja ræða vopnahlé til að koma í veg fyrir blóðbað í landinu. Fyrr um daginn var greint frá því að nágranna- löndin Guinea og Senegal hug- leiddu að senda herlið til að veita stjómvöldum Guinea Bissau liðsinni í baráttunni við uppreisnarmennina. Þjóðernissinn- ar í sókn ALEX Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, gladd- ist í gær yfir nýrri skoðana- könnun sem sýnir að flokkur- inn hefur 9% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn meðal almennings. Flokkur Sal- monds fékk 44% í könnuninni, Verkamannaflokkurinn 35% og íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndir 10% hvor. Salmond sagði augljóst að hugur Skota stæði til fulls sjálfstæðis. Alsírsher sakaður um glæpi ALSÍRSKUR flugmaður, sem farið hefur fram á pólitískt hæli á Spáni, sakaði stjórnar- her Alsírs um að halda úti ger- eyðingarherferð gagnvart borgurum landsins. Sagði hann herinn í mörgum tilfell- um neita að aðstoða borgai’a sem yrðu fyrir árásum al- sírskra skæraliða sem myrt hafa fjölda manna að undan- förnu. Stones til Moskvu ROKKSVEITIN RoUing Ston- es tilkynnti í gær að hún hygð- ist halda hljómleika í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í fyrsta skipti í 30 ára sögu hennar. Hljómleikarnir eiga að fara fram 11. ágúst næstkomandi en eins og kunnugt er heldur sveitin hljómleika á íslandi ell- efu dögum síðar. Jeltsín lofar að beita sér í Kosovo-deilunni Bonn. Brussel. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti í gær yfir stuðningi við efnahagsráðstafanh’ Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja í Bonn en Jeltsín er í opin- berri heimsókn í Þýskalandi. Jeltsín var kampakátur yfir stuðningi Kohls og sagði stuðning slíks risa í stjórnmálum Vestur-Evrópu sýna að Rússland væri á réttri leið. Ekki var rætt um frekari fjárhagsaðstoð Vesturveldanna en Kohl sagði að- gerðir Rússlandsstjórnar vel til þess fallnar að auka tiltrú erlendra fjárfesta á efnahagslífinu í landinu. Jeltsín lofaði fyrir sitt leyti að reyna að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar í Kosovo. Serbar og Rússar hafa í gegnum tíðina haft náin tengsl og sagðist Jeltsín ætla að reyna að beita áhrifum sínum á Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslaviu, þannig að koma mætti í veg fyrir frekari átök í Kosovo. Reuters BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, og Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, setja á sig heyrnartól á fréttamannafundi í Bonn í gær. Jeltsín lét þó lítið uppi á blaða- mannafundinum í gær, sagðist ein- ungis deila áhyggjum manna vegna ástandsins í Kosovo og hann myndi hitta Milosevic bráðlega til að ræða stöðuna. Á sama tíma og Jeltsín átti fund með Kohl ræddu fulltrúar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) Kosovo- deiluna og var á dagskrá mögulegur flutningur NATO-herja til landamæra Albaníu og Kosovo. Slík aðgerð þyrfti hins vegar stuðning öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hefur Rússland neitunai-vald. Leiðtogar NATO vonast hins vegar til að Jeltsín sitji í það minnsta hjá í atkvæðagreiðslu um þetta mál, ekki síst ef Vesturveldin lofa honum frekari fjárhagsaðstoð vegna efna- hagsöngþveitisins í landinu. Eftir fundinn með Kohl snæddi Jeltsín hádegisverð með Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðar- manna (SPD) og höfuðandstæðingi Kohls, en Schröder hefur forystu í öllum skoðanakönnunum vegna kosninganna í Þýskalandi í haust. Jeltsín vill hins vegar ógjarnan vekja reiði Kohls og var því einung- is um stuttan kurteisisfund að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.