Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 14

Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vígður til Utskálaprestakalls NÝR prestur, Björn Sveinn Björnsson, var vígður til Útskála- prestakalls í Kjalarnessprófasts- dæmi á sjómannadaginn. Fór vígslan fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og annaðist hana herra Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Jslands. Á myndinni eru í fremri röð frá hægri vígsluþeginn, séra Björn Sveinn Björnsson, herra Karl Sigurbjörnsson og séra Onundur Björnsson. I aftari röð eru frá hægri séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sem verið hefur prestur í Útskálum, séra Gunnar Kristjánsson prófastur og séra Árni Bergur Sigur- björnsson. Beiðni um endur- upptöku hafnað SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað beiðni Helga Steingrímssonar um endurupptöku á ákvörðun ráðsins frá árinu 1996 á máli vegna kvört- unar Lífs og sögu ehf. yfir fyrirhug- aðri útgáfu Miðlunar ehf. á bókinni Dear Visitor. I niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir að ráðið hafi kynnt sér rök Helga og yfirfarið þau gögn, sem Helgi hefur lagt fram til stuðnings beiðni um endurupptöku á ákvörðun ráðs- ins frá árinu 1996. Telur ráðið að ákvörðunin, sem tekin var árið 1996 hafí ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik né hafi hún byggst á atvikum, sem hafí breyst verulega frá því að ákvörðunin var tekin. Auk þess séu tímamörk liðin og því ljóst að skil- yrði um rétt til endurupptöku máls ekki uppfyllt. Telur samkeppnisráð ekki ástæðu til endurupptöku eða afturköllunar á fyrri ákvörðun. Með vísan til þessa hafnar samkeppnis- ráð því beiðni Helga um að ákvörð- un ráðsins frá 1996 verði endurupp- tekin. Nýjar sveitar- stjórnir taka við NÝJAR sveitarstjórnir hafa verið mynduð í vel flestum sveitarfélög- um eftir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar 2339maí sl. í Borgar- byggð var myndaður meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar- manna um helgina og verður Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri og efsti maður á D-lista áfram bæjar- stjóri fyrstu tvö árin. Að sögn Ola Jóns munu Framsóknarmenn þá taka við og velja bæjarstjóra úr sín- um röðum en þó með samþykki Sjálfstæðismanna. Forseti bæjar- stjórnar verður næstu tvö ár Guð- mundur Guðmarsson efsti maður af B-lista og formaður bæjarráðs verður af D-lista. í Kópavogi hefur verið gengið frá áframhaldandi sam- starfí Framsóknar- flokks og Sjálfstæðis- flokks og verður Sig- urður Geirdal áfram bæjarstjóri og Gunn- ar I. Birgisson for- maður bæjarráðs. Á fyrsta fundi bæjar- stjórnar 9. júní nk. verður tekin ákvörðun um hver verður forseti bæjarstjórnar en samkomulag flokkanna gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur skipi í embættið allt kjörtímabilið. B-listi og G-listi í Mosfellsbæ í Mosfellsbæ hefur verið mynd- aður meirihluti B-lista Framsóknar- flokks og G-lista Alþýðubandaiags, Alþýðuflokks og Kvennalista en hvor flokkur fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Samkomulag hefur verið gert um málefnasamn- ing og er gert ráð fyrir að forseti bæjarstjórnar verði af G-lista fyrstu tvö árin og af B-lista seinni tvö árin og að formaður bæjarráðs verði af B-lista fyrstu tvö árin og af G-lista seinni tvö ár kjörtímabilsins. Enn fremur er gert ráð fyrir að gerður verði nýr ráðningarsamningur við Jóhann Sigurjónsson um áfram- haldandi starf sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Á Akranesi hefur verið myndaður meirihluti E-lista, Akraneslista, sem er sameiginlegt framboð Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, og B-lista Framsókn- arflokks og hefur meirihlutinn sex af níu bæjarfulltrúum. Sveinn Kristinsson, E-lista, verður forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Páll Jónsson, B-lista, verður formaður bæjarráðs. Munu þeir hafa skipti á embættum á kjörtímabilinu en ekki hefur verið gengið frá því hvenær það verður. Gísli Gíslason bæjar- stjóri mun gegna áfram embætti bæjarstjóra. F-listi og B-listi á Austurhéraði Á Austurhéraði hefur verið mynd- aður meirihluti B-lista, Framsókn- armanna og F-lista Félagshyggju við Fljótið. Broddi B. Bjarnason af B-lista verður forseti bæjarstjórn- ar og Jón Kristófer Amarsson af F-lista verður formaður bæjarráðs. Auglýst hefur verið eftir bæjarstjóra og er umsóknarfrestur til 15. júní. Meirihluti hef- ur verið myndað- ur í Isafjarðarbæ milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og samkomulag hefur tekist milli S-lista Samstöðu og D- lista sjálfstæðismanna í Vestur- byggð um meirihlutasamstarf. Á Blönduósi mun D-listi sjálfstæðis- manna og H-listi vinstrimanna og óháðra halda áfram meirihlutasam- starfi. Pétur Ai’nar Pétursson af H- lista, sem verið hefur forseti bæjar- stjórnar sl. fjögur ár, verður for- maður bæjarráðs og Ágúst Þór Bragason af D-lista mun gegna embætti forseta bæjai-stjórnar en Ágúst var formaður bæjan’áðs. Á Hornafírði hefur D-listi Sjálf- stæðisflokks og H-listi Kríunnar myndað meirihluta í bæjarstjórn og hafa þessir flokkar verið í meiri- hluta frá 1986. Gísli Svemr Árna- son, H-lista, verður forseti bæjar- stjórnar og Halldóra B. Jónsdóttir, D-lista, verður formaður bæjarráðs. Bæjarstjóri verður Sturlaugur Þor- steinsson. Á Akureyri hefur verið myndaður meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Akureyrarlista og verður Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri en hann er efsti maður á D-lista. Atta prestaköll laus til umsóknar ÁTTA prestaköll víðsvegar um landið era nú laus til umsókn- ar. Það eru Breiðabólstaðar- prestakall, Sauðárkrókspresta- kall, Kirkjubæjarklausturs- prestakall, Valþjófsstaðar- prestakall, Skútustaðapresta- kall, embætti sérþjónustu- prests í Kaupmannahöfn, og tvö embætti í Vestmannaeyja- prestakalli. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknarpresta til fímm ára og biskup íslands skipar í embætti presta til fimm ára. I tilkynningu ft'á Biskupsstofu segir að umsóknarfrestur renni út 1. júlí 1998. Embætti sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli í Rangái’vallaprófastsdæmi, er laust frá 1. september 1998. Embætti sóknarprests í Sauð- árkróksprestakalli í Skaga- fjarðarprófastsdæmi, er laust frá 1. september 1998. Emb- ætti sóknarprests í Kirkjubæj- arklaustursprestakalli í Skafta- fellsprófastsdæmi er laust frá 1. október 1998. Embætti sókn- arprests í Valþjófsstaðar- prestakalli í Múlaprófastsdæmi er laust frá 1. nóvember 1998. Embætti sóknarprests í Skútu- staðaprestakalli í Þingeyjar- prófastsdæmi, er laust frá 1. nóvember 1998. Embætti sér- þjónustuprests (prests meðal Islendinga erlendis) í Kaup- mannahöfn er laust frá 1. ágúst 1998. Embætti sóknarprests og prests í Vestmannaeyjapresta- kalli í Kjalarnessprófastsdæmi eru laus frá 1. júlí 1998. Umsóknir sendist Biskupi Islands, Biskupsstofu, Lauga- vegi 31, 150 Reykjavík. Þar fást jafnframt nánari upplýs- ingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og regl- ur sem um starfið gilda og prestsetur. I tilkynningu frá Biskupsstofu er tekið fram að umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar séu ekki teknar gildar. Sorpa Móttaka timburs lækk- ar um 12% SORPA hefur lækkað gjaldskrá sína vegna móttöku timburs um 12% frá og með 1. júlí næstkomandi, eða 3,86 kr. fyrir kílóið í 3,40 kr. í fréttatilkynningu frá Sorpu seg- ir að það sé stefna Sorpu að láta hluta af bættum árangri ganga til úrgangsframleiðandans í formi lækkaðra móttökugjalda og stuðla þannig að bættri umhverfisvernd og aukinni endurnýtingu. Ástæða verð- lækkunarinnar nú sé annars vegar sá að nýr og endurbættur móttöku- búnaður hjá Islenska járnblendifé- laginu hf. á Grundartanga muni bæta nýtingu timburkurlsins og hins vegar sá að flutningskostnaður lækki vegna tilkomu Hvalfjarðar- ganga. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson PIPER Cub J-3 vélin TF-KAO er svo lík fyrirmynd- inni að ekki verður greint nema með samanburði við eitthvað í fullri stærð. Líkanið smíðaði Skjöldur Sigurðsson og flýgur hann því hér og verður ekki greint að líkan er á ferð. MÓDELSMIÐIRNIR Krislján Antonsson (t.v.) og Ágúst Bjarnason (t.h.) að undirbúa lík- ön sín fyrir flugtak. Þrátt fyrir ánægjuna sem smiðirnir hafa af smíðinni og fluginu, má fullyrða að þeir högu menn sem smíðað hafa nákvæmar eftirlíkingar af íslenskum flug- vélum eins og Douglas Dakota-vélunum TF-ISH Gljáfaxa og TF-RVP Jökli hafí ásamt öðrum slíkum lagt fram skerf til varðveislu íslensku flugsögunnar. Nú er lff f töppunum! mm,n !ÁA4\ Minnsti flugvöllur landsins, Hamranesflugvöllur, tíu ára FLUGSÝNING var haldin á Hamranesflugvelii um helgina til að minnast þess að tíu ár eru síð- an þessi minnsti flugvöllur landsins var opnað- ur. Hann var byggður af féiögunt í flugmódelfé- laginu Þyt og hafa þeir notað hann óspart síðan. Flugvöllurinn er sunnan Hafnarfjarðar og er afleggjari þangað af Krísuvíkurvegi. Hann tekur ekki flugvélar í fullri stærð, heldur er hann notaður fyrir líkön af öllum stærðum og gerðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.