Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 2
I
2 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Starfsemi hafín á nýjan leik í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna ÍE í Nóatúni
TOLVUNEFND hefur fallist á
beiðni íslenskrar erfðagreiningar
og heimilað starfsemi fyrirtækisins
og samstarfslækna þess í Nóatúni
17 að fullnægðum ákveðnum skil-
yrðum þar til lausn finnst sem
tryggir að starfsemin sé í samræmi
við skilmála Tölvunefndar, en unnið
er að því að finna slíka lausn. Hefur
Þjónustumiðstöð rannsóknaverk-
efna í Nóatúninu þegar hafið starf-
semi á nýjan leik í samræmi við
þessa ákvörðun.
í bréfi Tölvunefndar til íslenskr-
ar erfðagreiningar og samstarfs-
lækna hennar í ýmsum erfðarann-
sóknum er vísað til hugmynda til-
sjónarmanna Tölvunefndar um sér-
staka tímabundna tilsjón og ábyrgð
á starfsemi í Nóatúni 17 til 30. júní í
ár. Þar segir að tilsjónarmennimir
geti, að fengnu leyfi landlæknis og
Tölvuneftidar, fallist á að tryggja
tímabundið að starfsemi samstarfs-
lækna IE í Nóatúni 17 sé í samræmi
við skilmála Tölvunefndar, en til
Tímabundið
starfsleyfi að upp-
fylltum skilyrðum
þess sé nauðsynlegt að gera eftir-
farandi ráðstafanir. í fyrsta lagi að
núverandi forstöðumaður aðstöð-
unnar í Nóatúni heyri beint undir
tilsjónarmenn Tölvunefndar og taki
ekki við fyrirmælum frá öðrum. f
öðru lagi að tilsjónarmenn ákveði
hverjir hafi aðgang að Nóatúni og í
þriðja lagi að tilsjónarmenn fundi
með þeim samstarfsaðilum ís-
lenskrar erfðagreiningar sem vilji
nota aðstöðuna í Nóatúni og þessir
aðilar veiti tilsjónarmönnum skrif-
legt umboð sitt til meðhöndlunar
sjúkragagna.
Síðan segir í bréfi Tölvunefndar:
„Hér með tilkynnist yður að Tölvu-
nefnd hefur, enda þótt viðurkennt
sé að ekki hafi verið farið að starfs-
reglum hennar um nafnleynd og
trúnað, ákveðið að fallast á framan-
greinda beiðni íslenskrar erfða-
greiningar hf.“
ÍE kveðst ekki hafa brotið
reglur um leynd og trúnað
íslensk erfðagreining hefur skrif-
að Tölvunefnd af þessu tilefni og
segir þar að í bréfi fyrirtækisins til
Tölvunefndar felist engin viður-
kenning af hálfu þess eða sam-
starfslækna á því að ekki hafi verið
farið að starfsreglum Tölvunefndar
um nafnleynd og trúnað. Er áréttað
sérstaklega af þessu tilefni að IE
taldi og telur enn að heimilt hafi
verið að haga starfseminni með
þeim hætti sem raun varð á. Þá seg-
ir:
„Þá er einnig vísað til þess skiln-
ings ÍE að í gildi væri óformlegt
samkomulag á milli nefndarinnar og
fyrirtækisins þess efnis, að allir
hnökrar sem upp kæmu á vinnuferl-
inu að mati Tölvunefndar yrðu lag-
færðir jafnharðan í góðri samvinnu
aðila. Kæmi þar m.a. til atbeini til-
sjónarmanna sem fylgst hafa náið
með starfseminni frá fyrsta degi.
Fyrirvaralaus lokun Tölvuneftidar á
ÞR ber ekki vott um það samráð og
meðalhóf sem IE og samstarfs-
læknar töldu sig mega vænta í sam-
skiptum við neftidina.“
Sveitarstjórn
Sveinsstaðahrepps
Hlutkesti
verði varp-
að um aðal-
mann
ÚRSKURÐUR kjörstjómar
Sveinsstaðahrepps um að atkvæði
greitt Gunnari Pálmasyni sé gilt
og greitt Gunnari EUertssyni hef-
ur verið felldur úr gildi og skal
varpa hlutkesti milli Birgis Ing-
þórssonar og Gunnars Ellertsson-
ar um hvor þeirra taki sæti í sveit-
arstjóm. Úrskurðinum má skjóta
til félagsmálaráðuneytisins innan
viku.
Ekki ljóst við hvern var átt
Birgir Ingþórsson kærði úrslit
sveitarstjómarkosninganna 23.
maí sl. og skipaði sýslumaðurinn á
Blönduósi neftid þriggja manna til
að úrskurða um réttmæti kæmnn-
ar. í úrskurði nefndarinnar kemur
fram að kosningin hafi verið
óbundin og bar kjósendum að rita
nöfn og heimilisfong þeirra manna
sem þeir vildu kjósa. Við talningu
atkvæða kom fram einn kjörseðill
með nafhinu Gunnar Pálmason en
enginn með því nafni er á kjörskrá
í hreppnum. Úrskurðaði kjörstjóm
atkvæðið gilt og taldi það greitt
Gunnari Ellertssyni. Úrskurðar-
nefndin telur hins vegar ekki ljóst
við hvem kjósandinn átti þegar
hann ritaði nafn Gunnars Pálma-
sonar á kjörseðilinn og því verði að
fella úrskurð kjörstjómar um að
atkvæðið sé gilt og greitt Gunnari
Ellertssyni úr gildi og atkvæðið
úrskurðað ógilt.
Þá segir: „Að því gefnu, að stað-
hæfing kæranda um atkvæðatölur
sé rétt, en henni hefur ekki verið
mótmælt, ber kjörstjóm að hluta
milli hans og Gunnars Ellertsson-
ar um sæti aðalmanns.“
Um 50 skip á Reykjaneshrygg
HÁTT í fímmtíu skip voru við karfaveiðar á tvö íslensk. Þar voru einnig þijú olíubirgðaskip og
Reykjaneshrygg í gær samkvæmt upplýsingum frá þegar myndin var tekin voru tvö veiðiskip að taka
Landhelgisgæslunni, þar af 25 rússnesk, en aðeins olíu hjá einu þeirra.
Yfírlýsing bankaráðs Landsbanka fslands
Mál vegna Svíþjóðar-
ferðar látið niður falla
BANKARÁÐ Landsbanka íslands
hf. hefur ákveðið að láta niður falla
mál vegna kostnaðar við Svíþjóðar-
ferð Sverris Hermannssonar. „Tel-
ur ráðið það vera bankanum til
framdráttar að elta ekki frekar ólar
við framferði Sverris Hermanns-
sonar nú þegar hann hefur látið af
störfum við bankann," segir í yfir-
lýsingu frá bankaráðinu í gær.
I yfirlýsingu bankaráðsins segir
að lögmaður þess hafi undanfarið
leitað skýringa Sverris Hermanns-
sonar á ferð hans til Svíþjóðar og
Finnlands dagana 4. til 13. apríl sl.
Hafi hann látáð bankann greiða fyr-
ir sig og maka sinn samtals 353.451
kr. Samkvæmt reglum sem sam-
þykktar voru í bankanum í ársbyrj-
un þarf ferð að vera þáttur í starfi
bankastjóra fyrir bankann til að
bankinn greiði hana og sé heimilt
að greiða fargjöld og gistingu
vegna maka ef tilefni ferðar er
þannig vaxið.
Segir bankaráðið að bankastjór-
inn fyrrverandi hafi neitað að gefa
umbeðnar skýringar. „Ekki verður
annað ráðið af synjun bankastjór-
ans á að veita umbeðnar skýringar,
heldur en að fyrir honum hafi vak-
að að láta bankann bera persónuleg
útgjöld sín í beinni andstöðu við ný-
settar reglur við bankann. Hann
hefur nú eftir að málið komst í há-
mæli endurgreitt kostnaðinn,“ seg-
ir í yfirlýsingunni.
Bankaráðið hefur nú ákveðið að
láta málið niður falla og sendi í
gær frá sér yfirlýsingu þess efnis
ásamt bréfaskiptum lögmanns síns
við lögmann Sverris Hermanns-
sonar.
■ Bréfaskipti/14/16
Forræðis-
máli
Sophiu
Hansen
frestað
RÉTTARHALDI í forræðis-
máli Sophiu Hansen gegn
Halim A1 í undirrétti í Istanbúl
í Tyrklandi var í gærmorgun
frestað til 15. október nk. Í dag
verður svo réttað í sakadómi í
Istanbúl í máli Sophiu gegn
Halim vegna ítrekaðra um-
gengnisréttarbrota hans.
í síðasta réttarhaldi í for-
ræðismálinu 5. maí sl. gaf dóm-
arinn Halim AI frest til að gefa
upp í hvaða skóla dætur hans
og Sophiu, Dagbjört og Rúna,
gengju og í gær lögðu hann og
lögmaður hans fram prófskír-
teini systranna frá 1993, sem
staðfestu að þær hefðu þá
gengið í venjulegan skóla. Þeir
lögðu þó engin gögn fram um
skólagöngu þeirra nú eða síð-
ustu fimm ár. Réttarhaldinu
var frestað til 15. október nk.
en fyrir þann tíma eiga að fara
fram vitnaleiðslur vegna máls-
ins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
I fréttatilkynningu frá sam-
tökunum Bömin heim segir að
fái Halim A1 fangelsisdóm í dag
vegna umgengnisréttarbrota
geti hann áfrýjað til Hæsta-
réttar í Ankara, en fyrir
Hæstarétti séu nú þegar fjögur
mál á hendur honum vegna
brota á umgengnisrétti Sophiu
við dætur þeirra.
Vísitala
hækkar um
0,2%
VÍSITALA neysluverðs hækk-
aði um 0,2% í júníbyijun frá
því í maí. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis hefur einnig
hækkað um 0,2% á þessum
sama tíma.
í frétt frá Hagstofú íslands
segir að tómatar hafi lækkað
um 32,4% sem leiddi til 0,06%
lækkunar á vísitölunni og far-
gjöld í utanlandsflugi hækkuðu
um 5,7% og leiddi það til 0,05%
hækkunar vísitölunnar.
Síðustu 12 mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um
2,3% og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 2%. Undanfama
þijá mánuði hefur vísitala
neysluverðs hækkað um 0,7%
sem jafngildir 2,9% verðbólgu
á ári.
Lækjarbotnar
Eldur í mosa
SKEMMDIR urðu á gróðri
þegar eldur kom upp í mosa við
Lækjarbotna í gær.
Vegfarandi varð eldsins var
og gerði slökkviliði viðvart.
Greiðlega gekk að ráða niður-
lögum eldsins en upptök hans
em ókunn.
í dag
A FOSTUDOGUM
ifa'áœtMi
Líf og list
hjá hjónum í
Þingholtunum
Þar sem feg-
urðin er bara
söluvara
4 'Simjn
JÞRwm
Jöfnunarmark á síðustu
stundu í B-riðli HM/C1-C3
Síðasti leikur Michaels
Jordan með Chicago/C4
Boltinn
á Netinu
BoJtíUfl m >
www.mbl.is