Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bréfaskipti vegna Svíþjóðar- ferðar Sverris Hermannssonar Hér fara á eftir bréfaskipti Ríkisendur- skoðunar, lögmanns bankaráðs Lands- bankans og lögmanns Sverris Hermanns- sonar, fyrrverandi bankastjóra, vegna kostnaðar við Svíþjóðarferð Sverris. Einnig eru birta yfirlýsingar bankaráðs- ins frá 1. júní og frá í gær. Ríkisendurskoðun 18. maí 1998 Bankaráð Landsbanka íslands hf., b.t. formanns Landsbanka Islands hf., Austurstræti, 101 Reykjavík. RÍKISENDURSKOÐUN vekur athygli ráðsins á því að bankinn hefur greitt kostnað vegna ferðar Sverris Hennannssonar, fv. banka- stjóra og eiginkonu hans til Sví- þjóðar 4. til 13. apríl sl. ásamt kostnaði við ferð þeirra hjóna með Silja Line frá Stokkhólmi til Helsinki 10. til 12. apríl sl. og til baka. Ferðakostnaðurinn nemur samtals 197.802 kr., sbr. meðfylgj- andi ljósrit af reikningi Islandia AB í Stokkhólmi. Að auki greiddi bank- inn Sverri 155.649 kr. í dagpeninga vegna ferðarinnar. Af bókhalds- gögnum verður ekki ráðið hvort umrædd ferð Sverris hafí verið far- in í erindum bankans eða einkaer- indum. Af þessu tilefni óskar Ríkis- endurskoðun eftir upplýsingum um hvers eðlis umrædd ferð hafi verið, þ.á m. hvort 4. gr. reglna um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga bankastjóra frá 27. janúar sl. hafí átt við. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um það hvort banka- ráðið hafí samþykkt nokkrar breyt- ingar eða frávik frá framangreind- um reglum frá 27. janúar sl. I 2. mgr. 7. gr. ráðningarsamn- ings bankans og Sverris frá 14. nóvember 1997 er kveðið á um að við starfslok hans skuli hann af- henda bankanum öll gögn, sem hann hefur undir höndum og varða starf hans fyrir bankann. Þá er mælt fyrir um að hann eigi ekki neinn haldsrétt í slíkum gögnum. Þrátt fyrir þetta ákvæði birti Sverrir gögn úr fórum bankans í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 16. maí sl. Af þessu tilefni óskar Ríkisendurskoðun eftir upplýsing- um um hvort bankastjórnin eða bankaráðið hafi heimilað Sverri að taka með sér umrædd gögn bank- ans og birta þau opinberlega. Að lokum skal vakin athygli á því að ekki verði betur séð en að í nefndri grein beri Sverrir á torg upplýsingar um innri mál bankans, sem leynt eiga að fara, sbr. 1. mgr. 7. gr. nefnds ráðningarsamnings og 43. gr. laga nr. 113/1996 um við- skiptabanka og sparisjóði. Sig. Þórðarson Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. efh. Póstsendum um land allt 22. maí 1998 Hr. Sverrir Hermannsson, Einimel 9, 107 Reykjavík. BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hf. hefur falið mér að óska skýringa yðar á málefni því, sem hér skal greina. Dagana 4.-13. apríl sl. fóruð þér ásamt maka yðar í ferð til Svíþjóð- ar. í bókhaldi bankans kemur fram, að þér hafíð látið bankann greiða fargjöld skv. reikningi frá Islandia AB í Stokkhólmi dags. 30. mars sl. að fjárhæð Skr. 21.818. Var reikn- ingur þessi greiddur með ísl. kr. 197.802 þann 3. apríl sl. Reikning- urinn felur í sér flugfargjöld fram og til baka milli Keflavíkur og Stokkhólms og ferð með „Silja Line“ fram og til baka milli Stokk- hólms og Helsinki 10.-12. apríl sl. Þá hefur bankinn einnig greitt dag- peninga til yðar í ferðinni kr. 155.649 skv. beiðni yðar 1. apríl sl. Þess er að vænta að með þessum fjárhæðum sé fulltalinn sá kostnað- ur, sem þér hafíð látið bankann greiða vegna þessa ferðalags. Þann 27. janúar sl. voru sam- þykktar í bankaráði Landsbanka Islands hf. reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga banka- stjóra. í inngangi reglnanna segir að Landsbanki íslands hf. greiði kostnað vegna ferða bankastjóra sem séu þáttur í starfí þeirra fyrir bankann og í 5. gr. er kveðið á um ferðauppgjör vegna hverrar ferðar, þar sem m.a. komi fram tilefni hennar. I 4. gr. reglnanna er heim- ilað að greiða kostnað vegna maka „ef tilefni ferðar er þannig vaxið“ eins og það er orðað. Eg leyfí mér að óska eftir, að þér gerið skriflega grein fyrir ferð þessari, einkum tilefni hennar, þ.m.t. sérstaks ferðalags til Helsinki á fóstudaginn langa og til baka á páskadag. Sérstaklega þurfa að koma fram nákvæmar upplýs- ingar um þau erindi í þágu Lands- banka íslands hf. sem þér sinntuð í ferðinni, þ.m.t. upplýsingar um þá menn, sem þér kunnið að hafa hitt í Svíþjóð eða Finnlandi þessa daga við erindrekstur yðar. Þá verði skýrt, hvers vegna þér létuð bank- ann greiða ferðakostnað vegna maka yðar, sbr. ofangreint ákvæði 4. gr. reglnanna. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Afrit: Asgeir Þór Arnason hrl., Laugavegi 164, 105 Reykjavík. Lögmál ehf. fjölmiðlum, stendur ekki til að fjalla um málefnið í bankaráðinu fyrr en eftir hálfan mánuð. Umbj. minn hefur hins vegar ríka persónulega hagsmuni fyrir því að kynna sér álitsgerðina strax og færa fram at- hugasemdir sínar við bankaráðið ef þurfa þykir. Virðingarfyllst, Asgeir Þór Arnason hrl. Afrit: Kjartan Gunnarsson, varaform. Yilrlýsing bankaráðs Lands- banka íslands hf. Reykjavík 29. maí 1998. Bankaráð Landsbanka Islands hf., Helgi S. Guðmundsson formaður. Boðsent SVERRIR Hermannsson, fyrrv. bankastjóri Landsbanka Islands og Landsbanka íslands hf., hefur falið mér að krefjast þess, að honum verði þegar í stað afhent eintak af álitsgerð Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hrl. um réttarstöðu hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Islands hf., sem hann afhenti bankaráðinu í gær. Eftir því sem haft er eftir yður í 1. júní 1998 í TILEFNI af fréttum undan- farna daga um greiðslu Lands- banka íslands hf. á ferðakostnaði fyrir Sven-i Hermannsson fyrrver- andi bankastjóra í ferð til Svíþjóðar í aprílmánuði sl. og vegna óskar Sverris sjálfs til bankans um upp- lýsingar til fjölmiðla af þessu tilefni tekur bankaráðið fram eftirfarandi: Sverrir Hermannsson fór ásamt maka sínum til Svíþjóðar dagana 4.-13. apríl sl. Þá gegndi hann enn- þá starfi bankastjóra. Aður en ferð- in hófst hafði bankinn greitt ferða- kostnað samtals kr. 353.451. Af þessari fjárhæð voru kr. 197.802 vegna fargjalda; annars vegar vegna flugferðar þeirra hjóna fram og til baka milli Keflavíkur og Stokkhólms en einnig vegna ferðar fram og til baka milli Stokkhólms og Helsinki með „Silja Line“ (ferju- fyrirtæki) dagana 10.-12. apríl. Restin kr. 155.649 voru dagpening- ar fyrir Sverri. Þessi kostnaður var greiddur að ósk Sverris. Þann 27. janúar sl. voni sam- þykktar í bankaráði Landsbanka Islands hf. reglur um gi-eiðslu kostnaðar vegna ferðalaga banka- stjóra. Þar kemur m.a. fram að ferð þurfi að vera þáttur í starfí banka- stjóra fyrir bankann til þess að bankinn greiði ferðakostnaðinn. Sé heimilt að greiða fargjöld og gist- ingu vegna maka „ef tilefni ferðar er þannig vaxið“, eins og það er orðað í reglunum. Þá er kveðið á um að gera skuli sérstakt ferðaupp- gjör vegna hverrar ferðar, þar sem komi fram tilefni hennar og grein- argerð um kostnaðarliði. Ríkisendurskoðun vakti athygli bankaráðsins á ofangreindum greiðslum vegna ferðar þessarar með bréfi 18. maí sl. Þá hafði bank- anum ekki borist ferðauppgjör frá bankastjóranum fyrrverandi. Tekið skal fram að kostnaðurinn er eign- færður í bókhaldi bankans, þar til ferðauppgjör berst, en er þá gjald- færður ef allt er með felldu. I fram- haldi af bréfí Ríkisendurskoðunar var lögmanni bankaráðsins falið að gera athugasemdir við Sverri Her- mannsson vegna málsins og óska skýringa hans. Það gerði lögmaður- inn með bréfí dags. 22. maí sl. Svar hefur ekki enn borist við því bréfí. Meðan svo stendur telur banka- ráðið ekki ástæðu til að tjá sig ► Yfirlýsing1 banka- ráðs Landsbankans 11. júní 1998 í FJÖLMIÐLUM hefur að undanfornu verið fjallað um ferð sem Sverrir Hermannsson fyrr- verandi bankastjóri Landsbanka íslands hf. fór til Svíþjóðar og Finnlands dagana 4.-13. apríl sl. Hann lét bankann greiða ferða- kostnað sinn og maka síns vegna ferðar þessarar, samtals kr. 353.451,- Bankaráðið gaf yfirlýs- ingu um ferð þessa 1. júní sl. vegna tilefnis frá hinum fyrrver- andi bankastjóra sjálfum. Fylgir sú yfírlýsing í ljósriti. Lögmaður bankaráðsins hefur að undanfömu leitað skýringa Sverris Hermannssonar á þess- ari ferð í samræmi við reglur þær sem settar voru 27. janúar sl. og vikið var að í yfirlýsingunni 1. júní sl. Hann hefur neitað að gefa umbeðnar skýringar. Fylgja hjálögð í ljósriti bréfa- skipti aðila sem þessu viðkoma. Ekki verður annað ráðið af synjun bankastjórans á að veita umbeðnar skýringar, heldur en að fyrir honum hafi vakað að láta bankann bera persónuleg út- gjöld sín í beinni andstöðu við nýsettar reglur við bankann. Hann hefur nú eftir að málið komst í hámæli endurgreitt kostnaðinn. Á fundi sínum í dag ákvað bankaráð Landsbanka Islands hf. að láta málið niður falla. Tel- ur ráðið það vera bankanum til framdráttar að elta ekki frekar ólar við framferði Sverris Her- mannssonar nú þegar hann hef- ur látið af störfum við bankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.