Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 60
Sparaðu
tíma,
sparaðu
peninga
ítiNAÐARBANKINN
traustur banki
Mem£d
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bankaráð Landsbankans fellst á niðurstöðu Jóns Steinars Gunnlaugssonar
Engar kröfur á hendur
fyrrverandi bankastj órum
BANKARÁÐ Landsbanka íslands
mun ekki gera kröfur á hendur fyrr-
verandi bankastjórum bankans, sem
sögðu upp störfum sínum um miðjan
aprfl síðastliðinn, um endurgreiðslu
á kostnaði sem vikið er að í greinar-
gerð Ríkisendurskoðunar um risnu,
laxveiðar og fleira, umfram það sem
einn þeirra hefur þegar endurgreitt
og annar boðist til að endurgreiða,
né heldur óska eftir opinberri rann-
sókn af tilefni þessara mála.
Fellst bankaráð á ofangreind sjón-
■ ajrmið sem voru niðurstaða Jóns
Steinars Gunnlaugssonar hæstarétt-
arlögmanns sem kannaði réttarstöðu
þriggja fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans, þeirra Björgvins Vil-
mundarsonar, Halldórs Guðbjarna-
sonai- og Sverris Hermannssonar.
Niðurstaða lögmannsins er með öðr-
um orðum sú að eftirmálum vegna
starfsloka bankastjóranna þriggja sé
lokið af hálfu bankans, ekki komi til
refsiábyrgðar þeirra vegna háttsemi
í starfi þeirra við bankann og þeir
. eigi rétt á launum á uppsagnarfresti
*^em er átta mánuðir.
Um veiðiferðir segir m.a. í grein-
argerð lögmannsins að Björgvin Vil-
mundarson hafi greint sér frá því að
tíðkast hafi um árabil að bankinn
Samþykkt nýrrar
bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar
Boða veru-
legar breyt-
— ingar á
stjórnsýslu
NYR meirihluti Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar hyggst gera veruleg-
ar breytingar á stjómsýslu bæjarins
á komandi kjörtímabili með það að
markmiði að gera hana skilvirkari.
Eftir breytingarnar verða aðeins
þrjú meginsvið í starfsemi bæjarins
og fækkar þeim um helming. Jafn-
framt verða breytingar á stjórn-
sýslustörfum og í stað endurskoðun-
ardeildar sem verður sameinuð
reikningshaldi verður fengin utanað-
komandi óháð endurskoðun sem falla
' mun beint undir bæjarstjórn, að því
er segir í fréttatilkynningu.
Þá verða Rafveitan, Vatnsveitan,
Slökkviliðið og Hafnarfjarðarhöfn
gerðar að sjálfstæðum bæjarstofn-
unum sem heyra munu beint undir
bæjarstjóra. Stofnuð verður sérstök
Húsnæðisstofnun Hafnarfjarðar um
rekstur og umsýslu félagslega íbúða-
kerfisins í bænum. Einnig verður
stofnuð upplýsingadeild sem tryggja
á að boðleiðir innan stjómkerfis bæj-
arins virki. Verður áhersla lögð á að
almenningur hafi greiðan aðgang að
upplýsingum úr því.
Þorsteinn Njálsson
formaður bæjarráðs
Á fyrsta fundi hins nýkjörna bæj-
arráðs í gær var Þorsteinn Njálsson
kjörinn formaður og Þorgils Óttar
Mathiesen varaformaður. Samþykkt
var að vísa þessum tillögum að
. breytingum á stjórnskipan til næsta
'%æjarstjórnarfundar 16. júní.
byði viðskiptavinum og samstarfsað-
ilum í veiðiferðir. Hafi það ekki sætt
ágreiningi innan yfirstjórnar bank-
ans. Gerir hann grein fyrir ferðum
sínum en nafngreinir ekki þátttak-
endur í svari sínu til lögmannsins.
Jón Steinar lætur í ljós þá skoðun
sína að lítils hófs eða aðhalds hafi
gætt við ákvarðanir bankastjóranna
þriggja um þessi mál. Megi draga þá
ályktun af svörum þeirra, einkum
Sverris Hermannssonar, að sömu
hóparnir hafi farið ár eftir ár í reglu-
bundnar veiðiferðir í sömu árnar á
kostnað bankans. Þá segir lögmaður-
inn það ekki æskilegt að bankinn eigi
viðskipti um veiðileyfi við aðila sem
tengist einum bankastjóranna með
þeim hætti sem Bálkur ehf. tengist
Sverri Hermannssyni. Fram kemur í
greinargerðinni að Sverrir gerir ná-
kvæma grein fyrir veiðiferðunum og
segir deili á þátttakendum án þess
þó að nefna nöfn þeirra.
Litið um
risnureglur
Lögmaðurinn kannaði hjá fjár-
málaráðuneyti, Alþingi, Búnaðar-
banka og Seðlabanka hvort til væru
reglur um risnukostnað og kemur
fram að fjármálaráðuneytið hafi sett
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur
skorað á umhverfisráðherra að beita
sér fyrir lagasetningu þar sem fellt
verði úr gildi leyfi Landsvirkjunar
til að virkja Jökulsá í Fljótsdal. Nýtt
virkjanaleyfi verði háð mati á um-
hverfisáhrifum. Því er einnig beint
til umhverfisráðherra að hann beiti
sér fyrir tilnefningu Eyjabakka sem
Ramsarsvæðis og friðlýsingu Snæ-
fells og Vesturöræfa og umhverfis.
Talið er að miðlunarlón á Eyja-
bökkum muni sökkva einni mestu
gróðurvin í þessari hæð yfir sjávar-
máli á öllu íslandi. Þetta kemur
fram í greinargerð sem Náttúru-
verndarráð sendi frá sér. Bent er á
að háum fjárhæðum sé varið til að
slíkar reglur sem gilda eigi um ríkis-
stofnanir, ekki séu til risnureglur
fyrir Alþingi. í Seðlabanka gildi sú
regla að gestamóttaka skuli háð fyr-
irfram samþykki bankastjóra og að
ekki hafi verið til skriflegar risnu-
reglur í Búnaðarbanka meðan hann
var ríkisviðskiptabanki. Megi ráða af
þessu að sá háttur Landsbankans að
ekki væri starfað eftir skráðum regl-
um hafi verið sambærilegur við opin-
ber fyrirtæki og stofnanir.
Björgvin Vilmundarson segir í
bréfi til lögmannsins að hann sé
reiðubúinn að endurgreiða Lands-
bankanum þá risnuupphæð sem Rík-
isendurskoðun telur að hann hafí
ekki gert grein fyrir, rúmai' tvær
milljónir króna. Leggur hann til að
þeirri fjárhæð verði jafnað á móti út-
borguðum launum sínum á uppsagn-
arfrestinum enda verði þar með lok-
ið öllum ágreiningi vegna starfsloka
sinna. Tekur bankastjórinn fyrrver-
andi fram að í þessu felist þó ekki
viðurkenning sín á greiðsluskyldu
eða viðurkenning á niðurstöðu Ríkis-
endurskoðunar.
Lögmaðurinn kannaði ábyrgð
bankastjóranna fyrrverandi varð-
andi svör þeirra til viðskiptaráð-
herra vegna fyrirspurnar sem hann
vernda gróður og græða upp sár á
landinu og nýlega sé farið að endur-
heimta votlendi sem áður var ræst
fram. Einnig er bent á að sam-
kvæmt Ramsarsamningnum um vot-
lendi með alþjóðlegt gildi, sérstak-
lega fyrir fuglalíf, sem íslendingar
þurfti að svara á Alþingi. Niðurstaða
hans er, eftir að hafa fengið upplýs-
ingar frá bankastjórunum, að hlutur
þeirra sé sambærilegur að því er
varðar svörin til viðskiptaráðherra,
allir hafi þeir skrifað undh’ svarbréf
með sams konar upplýsingum að efni
til, annað vegna eins árs en hitt
vegna fimm ára. Segir að venja sé í
bankanum að láta innri eða ytri end-
urskoðun yfirfara alla veigameiri
upplýsingagjöf. Ekki verði þó fullyrt
að bankastjórarnir hafi viljandi
sleppt því að láta yfirfara svör sín og
ólíklegt sé að hægt verði að sanna að
upplýsingar þeirra hafi verið gefnar
gegn betri vitund.
Fram kemur að Halldór Guð-
bjarnason hafði óskað eftir því við
tvo bankaráðsformenn á árunum
1991-1997 að gerður yrði við sig
skriflegur starfssamningur. Það hafi
ekki borið árangur. Einnig kemur
fram að fram til ársins 1993 hafi for-
maður bankaráðs staðfest ferða-
kostnaðarreikninga bankastjóra með
áritun sinni og meðan það verklag
hafi verið við lýði hafi engar athuga-
semdir verið gerðai’ við tilhögun
ferðalaga þeirra á vegum bankans.
■ Ekki efni/10-12
hafi undirritað, hafi Eyjabakka-
svæðið alþjóðlegt verndargildi
I greinargerðinni kemur einnig
fram að árið 1981, þegar þáverandi
Náttúruverndarráð gaf jákvæða
umsögn um virkjun Jökulsár í
Fljótsdal, hafi afstaða þess byggst á
Andar-
ungar í
klóm
kattarins
NOKKUÐ hefur borið á því í
ár að kettir veiði andaranga
niðri við Reykjavíkurtjörn
samkvæmt upplýsingum frá
vegfarendum og hafa margir
af þessu nokkrar áhyggjur.
Starfsmaður Hljómskála-
garðsins segir einn kattanna
sérstaklega skæðan og hann
hafi verið fastagestur við
Tjömina í mörg sumur. Hing-
að til hafi kötturinn haft
bjöllu um hálsinn og það hafi
veitt andarangunum forskot
en nú sé bjallan horfin og
ungarnir auðfengin bráð.
Fólk selji bjöllur
á ketti sína
Starfsmenn í Hljómskála-
garðinum segjast reyna að
fylgjast með kettinum og
reka hann í burtu þegar hann
birtist, en hann þykir lúmsk-
ur og erfiður viðureignar. Það
era tilmæli þeirra að kattar-
eigendur sem vilji andarang-
unum vel hugi að því að setja
bjöllur á ketti sína.
Hafísinn
færist nær
ÓHAGSTÆÐAR vindáttir hafa
verið ríkjandi undanfarið með tilliti
til hafíss. Samkvæmt ískönnun
Landhelgisgæslunnar í gær hefur
ísbrúnin færst nær landi frá því hún
var síðast könnuð.
ísbrúnin er næst landi 28 sjómfl-
ur VNV af Straumnesi og 33 sjómíl-
ur NV af Barða. ísinn er á köfium
mjög þéttur og þekur allt upp í 9/10
af yfirborði sjávar. Þór Jakobsson,
verkefnisstjóri hafísrannsókna á
Veðurstofu Islands, segir hægar
áttir, sem ríkjandi hafa verið und-
anfarið, óhagstæðar og að þær valdi
því að ísiiin breiði úr sér í Græn-
landssundi og í austurátt til íslands.
-------------------
Skólalóð með
sumarsvip
SKÓLALÓÐIN breytir eins og
flest annað um svip yfir sumar-
mánuðina. Þessi ungi maður lék
listir sínar á hjólabretti fyrir
framan Austurbæjarskólann í
góðviðrinu í gær.
því að samtímis náðist fram friðlýs-
ing Þjórsárvera og að ekki var vitað
um mikilvægi Eyjabakka sem dval-
arstaðar heiðargæsa á sumrum.
Einnig er vísað til laga frá árinu
1993 sem kveða á um mat á um-
hverfisáhrifum framkvæmda.
Náttúruverndarráð telur að áður
en ákvarðanir verði teknar um nýt-
ingu vatnsfalla norðan Vatnajökuls
þurfi að liggja fyrir úttekt á vernd-
argildi þeirra og nýtingu. Rannsaka
þurfi hvaða áhrif miðlun jökulsáa
hafi á svifþörungavöxt sem sé undir-
staða annan-a dýrasamfélaga og
hvort aurfok af strandsvæðum miðl-
unarlónsins geti valdið frekari skaða
á gróðurlendum í nágrenninu.
Morgunblaðið/Þorkell
Náttúruverndarráð hefur sent umhverfísráðherra áskorun
Leyfí til að virkja
Jökulsá verði
fellt úr gildi