Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 39
Signý og Jón sýndu mér alla tíð
ótrúlega tryggð og ástrfld. Þegar ég
lauk lagaprófi vorið 1975 kölluðu
þau mig á sinn fund og spurðu hvað
nú tæki við, hvort ég ætlaði ekki að
taka mér smá hvfld frá öllu amstr-
inu. Ég fékk aldrei að svara þeirri
spumingu því áður en ég komst að
sagði Signý: „Okkur Jóni fínnst að
þú eigir að fara utan í frí og slaka á
og skemmta þér. Við erum búin að
ákveða að gefa þér ferð út í lönd og
það þýðir ekkert að vera með eitt-
hvert múður.“ Það reyndist rétt Ég
gat engum mótbárum við komið,
reyndi að segja að ég gæti ekki tek-
ið við svo stórri gjöf, en þau hn-
ussuðu bara, sögðu að ég vissi að ef
þau væru búin að ákveða þetta, yrði
þeim ekki haggað. Hvort ég ætlaði
nú að fara að standa uppi í hárinu á
þeim!! Það þurfti ekki miklar fortöl-
ur til að taka slfloi boði og ég hélt út
í lönd alls hugar fegin. Ferðin var
ógleymanleg og ég kom endumærð
heim til nýrra starfa. Þessi rausnar-
skapur var dæmigerður fýrir þau
hjón. Þannig hafa þau ávallt vakað
yfir velferð minni og síðar einnig
bama minna, verið óbilandi að
stappa í mann stálinu þegar á bratt-
ann hefur verið að sækja og glaðst
þegar vel hefur gengið. Margs er að
minnast þegar litið er yfir farinn
veg með þeim og hvergi ber þar
skugga á. Minnisstæð er skemmti-
ferð með þeim til Þingvalla fyrir
nokkmm áram ásamt nokkram lög-
fræðingum og fjölskyldum, með
Sigurð Líndal, fyrram lærimeistara
okkar Signýjar, í broddi fylkingar.
Er Sigurður hafði frætt ferðalang-
ana um staðinn af sinni alkunnu
visku og snilld klöngraðumst við yf-
ir kletta og gjár á meðan Signý
gætti tveggja yngstu bama minna,
borðuðum nesti úti í náttúranni og
skemmtum okkur við sögur Jóns.
Ég er forsjóninni þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þeim góða
drengskaparmanni, Jóni Júlíussym,
og þakka honum nú er leiðir skilja
um stund fyrir einstaka ljúf-
mennsku og tryggð í minn garð og
fjölskyldu minnar. Við Friðrik og
bömin sendum þér, elskulega
Signý, og bömum þínum samúð
okkar og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur.
Sýn raér, sólar faðir,
sjónir hærri en þessar,
málið mitt er síðast,
raiklar þig og blessar.
Sýnmérsættíanda
‘ sæla vini mína,
blessunminnabama
burtfbr mina krýna.
(M. Joch.)
Ingibjörg Benediktsdóttir.
Jón Júlíusson var glæsilegur
maður. Skarpgreindur og bráðgáf-
aður. Hann var málamaður, vel
menntaður og vel lesinn hæfileika-
maður.
Sá sem þetta ritar kynntist Jóni
Júlíussyni fyrst sem menntaskóla-
kennara í MR, við latínufræðslu.
Það er ekki ofsagt að hann var af-
burðakennari. Lifandi og skemmti-
legur. Honum tókst það merkilega,
að gæða fornt mál nýju lífi.
Þau störf sem undirritaður þekkir
Jón best af voru störf hans í þágu ís-
lenskra flugmála. Hann var starfs-
mannastjóri Loftleiða hf. frá 1957 til
1973 og framkvæmdastjóri stjóm-
unarsviðs Flugleiða 1974-1980.
Jón hóf hlutastörf hjá Loftleiðum
hf. á árinu 1955 og sinnti í byijun
ýmsum verkefnum á sviði kynning-
ar- og auglýsingamála. En starf
hans breyttist með tímanum og
færðist yfir í starfsmannahald og
ráðningarstjórn. Það var síðan 1.
janúar 1957 að starfsmannahald
Loftleiða hf. tók formlega til starfa
og Jón Júlíusson varð starfsmanna-
stjóri félagsins. Þegar Jón réðst til
Loftleiða munu starfsmenn félags-
ins hafa verið um eitt hundrað og
fimmtíu talsins. Þeir urðu síðar hátt
í tvö þúsund. Jón mun hafa séð um
ráðningar og þjálfun flestra þessara
starfsmanna í samráði við deildar-
stjóra. Jón var formaður skóla-
nefndar Loftleiða en sérstakur inn-
anhússskóli var rekinn í húsakynn-
um félagsins. Hann hafði alla tíð
brennandi áhuga á því að efla og
viðhalda menntun og þekkingu
starfsmanna félagsins.
Jón Júlíusson var einn af fram-
kvöðlunum í starfsmannastjóm á
íslandi og hann mun hafa verið
fyrsti starfsmannstjórinn hjá ís-
lensku fyrirtæki. Hann hélt um ára-
bil fyrirlestra um starfsmanna-
stjómun á námskeiðum Stjómunar-
félags íslands. Jón kynnti sér sér-
staklega starfsmannastjóm flugfé-
laga erlendis. Hann var formaður
samninganefndar Loftleiða og síðar
Flugleiða og vann þar mikið og ár-
angursríkt starf í flóknum og tíma-
frekum kjarasamningaviðræðum.
Mér era minnisstæðir ótal samn-
ingafundir sem sumir stóðu sólar-
hringum saman með tilheyrandi
taugaspennu og álagi. Flugið var at-
vinnugrein, sem þoldi illa stöðvun
og alls ekki langa stöðvun. Það var
allt í húfl fyrir' framtíð félagsins að
samningar tækjust. Þar var Jón í
forsvari og það var gott að vinna
með honum. Hann var vandvirkur,
skýr og rökvís og gerði mun á aðal-
atriðum og aukaatriðum. Einn
merkasti samningur sem Jón var
viðriðinn var gerður árið 1970, og
nefndur „þotusamningurinn". Hann
gilti til þriggja ára. Það vora tíma-
mót í íslenskri kjarasamningagerð.
Samningurinn var gerður vegna
flugmanna Loftleiða áður en félagið
tók þotur í rekstur. Þessi samning-
ur var forsenda þess að Loftleiðir
gátu hafíð þoturekstur. Gífurlegir
fjármunir og hagsmunir vora í húfi
og tryggja varð vinnufrið eins og
unnt var, ef vel ætti að fara, og það
tókst.
Starf starfsmannastjóra hjá stór-
fyrirtækjum er erfitt, sérstaklega í
ofurviðkvæmum rekstri eins og
flugrekstri. Það felst oft í því að
segja nei við ofurkröfum sem við-
semjendum finnast sjálfsagðar. Það
þarf að halda á málum af sanngimi,
festu og lagni. Það þarf að gera
kröfur til menntunar, þekkingar og
hæfni starfsmanna. Þetta er starf
sem er ekki fallið til vinsælda. Jóni
Júlíussyni tókst þetta allt. Viðsemj-
endur hans virtu hann að verðleik-
um og bára virðingu fyrir honum og
mörgum var hlýtt til hans.
Að leiðarlokum vil ég segja þetta:
Alþjóða flugrekstur er margflókinn
og einungis framkvæmanlegur með
úrvalsfólki. Jón Júlíusson var réttur
maður á réttum stað á sínum tíma.
Hann var einn af máttarstólpunum,
sérstaklega í rekstri Loftleiða. Hon-
um auðnaðist að auðga lífið í fyrir-
tækinu og gera það betra. Félagar
hans frá Loftleiðatímanum og síðar
hjá Flugleiðum kveðja hann með
þökk fyrir samfylgdina og hans
miklu störf í þágu íslenskra flug-
mála. Á sínum tíma vora nöfnin Jón
Júl og Loftleiðir samofin. Vin minn,
Jón Júlíusson, kveð ég með virð-
ingu, vináttu og hlýhug.
Eftirlifandi eiginkonu Jóns,
Signýju Sen lögfræðingi, og böm-
um þeirra, Erlendi prófessor og
Sigríði Hrafnhildi MA, svo og öðr-
um aðstandendum, votta ég mína
innilegustu samúð.
Grétar Br. Kristjánsson.
Kær vinur og hollur samverka-
maður um langt skeið, Jón Júlíus-
son, fil. kand, er til grafar borinn á
þessum fögra sumardögum.
Leiðir okkar Jóns lágu fyrst sam-
an í Verzlunarskóla íslands, þegar
undirritaður, óreyndur drengstauh
undir handarjaðri nafna hans dokt-
ors Gíslasonar, prófaði verðandi
máladeildarstúdenta í latínu.
Áður hafði ég heyrt af Jóni Júlí-
ussyni, formföstum latínukennara,
er hann kenndi systkinum mínum í
MR og var að flestra viti talinn
framúrskarandi kennari. Linguist-
inn Jón leitaðist stöðugt við að
benda nemendum á hvert væri þan-
þol hinna latnesku orðstofna þegar
skýra þyrfti erfið orð í nýju málun-
um svonefndu sem um svo margt
leita stöðugt til þessarar móður-
tungu Evrópumanna. Slíkt reyndist
verðugt veganesti þeim sem hugðu
á málanám. Því til viðbótar var Jón
gæddur þeim eiginleika, sem nauð-
synlegur er við hart latínunám, að
vera skýr í framsetningu og skipu-
lagður og nutu nemendur þess þeg-
ar lagt var í vegferðir út á svell-
bunka klassískrar málfræði og setn-
ingarskipunar.
Samverastundir við stúdentspróf
í VÍ urðu mér ánægjulegir vorboðar
og prófdómarastörf leysti Jón af
hendi af stakri natni og nákvæmni
og lét nemendur njóta sannmælis í
hvívetna. Ekki fór þó hjá því að í
skóla mínum þar sem mannasmíðar
nútímans, tölvur og tækni hvers
konar, skipa ríkan sess, kæmi upp
sú hugsun að nú kynni að taka að
sjá fyrir endann á þeirri löngu
menntahefð er ríkti, þegar Jón
prófdómari var nemandi fyrram
rektors MR sem sjálfur hafði setið
við fótskör mikilla latínumanna,
sem lifað höfðu þá tíma er latína var
eina samskiptamálið, intra muros
háskólanna í Evrópu.
Kvöldstundir á glæsilegu heimili
Jóns og Signýjar, konu hans, er
prófdómari og kennari bára saman
niðurstöður, verða ekki síður minn-
isstæðar. Orðræða um tölur og sam-
anburð var á þeim stundum iðulega
rofin af annarri sem snerist um
menn og málefni, oftlega hlaðin hár-
fínum húmor húsbóndans, en þó var
umræðuefnið fremur tengt mennta-
málum og ættfræði en hún var Jóni
kærast umræðuefni.
Jón átti um margt fjölbreytilegan
starfsferil eins og aðrir munu vitna
um en hann reyndist sannarlega
ástmögur þeirra fræða sem hann
bast tryggðarböndum í námi og
kennslu og viðgangur hinna klass-
ísku fræða var honum hugstæðari
en flest annað.
Ég vil að lokum kveðja Jón Júlí-
usson og flytja þakkir frá Verzlun-
arskóla Islands og Signýju og böm-
um þeirra Jóns sendi ég samúðar-
kveðjur mínar.
Requiesce in pace, illustrissime!
Ámi Hermannsson.
Skammt er nú stórra högga milli í
röðum þeirra sem gegnt hafa trún-
aðar- og stjómarstörfum í SIBS.
Fyrir fáum dögum var Sigurður
Helgason hrl. kvaddur. Nú Jón Júlí-
usson fil. kand. Báðir komu þeir inn
í stjóm SÍBS eftir að Landssamtök
hjartasjúklinga gengu í sambandið
árið 1992 og báðir sátu um tíma í
stjóm happdrættis SÍBS.
Jón sinnti trúnaðarstörfum sínum
fyrir SÍBS af mikilli alúð og rækt.
Hann var afburða glöggur maður
og tillögufrjór, enda hafði hann í ár-
anna rás öðlast mikla reynslu á
fjölda sviða í störfum sínum við
kennslu í MR og HI á sínum tíma
og síðar við ýmis stjómunarstörf,
bæði í einkageiranum og hjá hinu
opinbera.
Vanda brjóstholssjúklinga þekkti
Jón af eigin raun og var einatt boð-
inn og búinn að leggja sitt af mörk-
um til að bæta hag þeirra. Hann átti
á seinni áram við erfið sjúkdómstil-
vik að etja en lét það lítt hefta sig.
Skömmu fyrir andlát hans hittumst
við á fundi þar sem menn lögðu á
ráðin um fjármögnun uppbyggingar
á framtíðaraðstöðu endurhæfingar
á Reykjalundi. Þá virtist allt vera á
réttri leið hjá honum en enginn má
sköpumrenna.
Fyrir hönd SÍBS þakka ég fyrir
störf Jóns Júlíussonar í þágu skjól-
stæðinga sambandsins. Við sem eft-
ir sitjum munum sakna hans.
Innilegar samúðarkveðjur frá
SÍBS til eftirlifandi eiginkonu Jóns,
Signýjar Sen, og vandamanna allra.
Haukur Þórðarson.
Við Jón Júlíusson hófum samstarf
um mitt ár 1983 er ég tókst á hend-
ur störf viðskiptaráðherra og ráð-
herra Norðurlandamála. Þegar ég
leitaði til Jóns, sem þá var deildar-
stjóri í Viðskiptaráðuneytinu og
óskaði eftir því að hann tæki að sér
/'"bÍómoUðfyTN
öarðskom
l v/ l-ossvogski'^Uiugarð .
Símii 550 0500 y
starf staðgengils samstarfsráðherra
brást hann ljúftnannlega við þeirri
beiðni minni, enda þótt honum væri
ljóst að framundan væri forysta á
því sviði og því mikið verk að vinna.
Ég þekkti sjálfur lítið til starfa
Jóns, en ráðuneytisstjórinn Þórhall-
ur Ásgeirsson mælti með honum og
það nægði mér. Á námsáram sínum
við Uppsalaháskóla hafði áhugi Jóns
beinst að málefnum Norðurlanda og
norrænu samstarfi. Fjölþætt störf
hans síðar, ekki síst hjá flugfélögun-
um gáfu honum gott tækifæri til
þess að fylgjast með málefnum
Norðurlanda hvort heldur vora al-
menn málefni eða á vettvangi hins
opinbera.
Mér varð fljótt ljóst að til sam-
starfs við mig hafði ég fengið afar
góðan starfskraft, fjölfróðan og ná-
kvæman starfsmann. Starf ráðherra
Norðurlandamála er tvímælalaust
starf sem hefur haft þýðingarmikil
áhrif í norrænu samstarfi og svo
mun áfram verða. Því er mikilvægt
að sá sem gegnir starfi staðgengils
ráðherra hafi til að bera góða þekk-
ingu á málefnunum og þá eiginleika
að hann komi málum áfram og tíllit
sé tekið til skoðana hans.
Þannig var því farið með Jón Júlí-
usson. Það kom gleggst fram þegar
hann gegndi formennsku í hópi stað-
gengla ráðherra Norðurlandamála.
Það hefur oft úrslitaáhrif um niður-
stöður mála hvemig að er unnið og
að borið sé traust til þess sem leiðir
samstarfið. Jón taldi aldrei vinnu-
stundirnar. Starfið gekk fyrir þótt
tímafrekt væri. Ávallt naut hann
stuðnings eiginkonu sinnar, Signýj-
ar Sen, sem hann mat milrils.
Ráðherrar koma og fara. Við Jón
Júlíusson áttum samstarf um
þriggja ára skeið. Hann hélt áfram
að starfa að norrænum málefnum.
Þeir sem á eftir komu, sem hús-
bændur á þeim bæ, kusu að njóta
starfskrafta hans. Við höfðum áfram
gott samband enda þótt ég breytti
um starf. Vinátta skapaðist og til
Jóns var ævinlega gott að leita. Þeg-
ar mér nokkram áram siðar var
falið að vinna að endurskoðun á nor-
rænu samstarfi kaus ég að fá Jón
mér til aðstoðar. Reyndist hann mér
þá eins og áður, traustur og ljúfur
samstarfsmaður.
Þegar Jón Júlíusson er nú kvadd-
ur minnist ég samstarfs okkar og
vináttu með þakklæti. Við Sigrún
sendum eiginkonu hans og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur og biðjum
honum Guðs blessunar.
Matthías Á. Mathiesen.
Fyrrverandi samstarfsmaður hjá
Loftleiðum hf (síðar Flugleiðum) og
góðkunningi í áratugi, Jón Júlíus-
son, er látinn. Andlát Jóns kom mér
ekki í opna skjöldu þar sem hann
hafði átt við nokkra erfiðleika að
stríða sökum hjartaáfalls fyrir um
það bil áratug. Það var hins vegar
einkar dæmigert fyrir eðlislæga
samviskusemi og þrautseigju þessa
heiðursmanns að láta í engu undai^,
þeim kvöðum og fyrirmælum sem‘
fyrir hann vora lögð af sérfræðing-
um til að halda í horfinu. Með stöð-
ugum æfíngum og reglubundnu líf-
erni tókst honum áreiðanlega að
lengja líftíma sinn umtalsvert.
Það fór ekki á milli mála er við
áttum tal saman símleiðis fyrir
stuttu, að þessi góði vinur minn var
að fjarlægjast. Rödd hans var brost-
in. Það kom þó ekki í veg fyrir að við
skiptumst á skoðunum um heima og
geima að venju. Jón hafði fullan hug
á þvi sem var að gerast og leyfði
öðrum að njóta þess svo unun var á
að hlýða. Þessi skarpgreindi maður
og stálminnugur svo ótrúlegt var,
gat sér ávallt rétt til um framvindu
mála og hafði á takteinum niður^”
stöðu, sem ég man ekki eftir að hafi
bragðist öll þau ár sem við áttum tal
saman.
Það var hrein lífsfylling að ræða
við Jón Júlíusson um þjóðmálin frá
degi til dags, á tveggja til þriggja
vikna fresti. Þetta var ýmist augliti
til auglitis eða símleiðis. Svoleiðis
símtöl gátu varað nokkuð lengi;
þetta eina eða tvær klukkustundir.
Var þá farið yfir sviðið í þjóðlífinu
vítt og breitt, og skilgreindar þær
hræringar sem uppi höfðu verið að«
undanfömu. Jón var mér að sjálf-
sögðu miklu fremri í þessum orð-
ræðum og lagði ég mig enda fram
um að hlusta grannt eftir þeim
merkingum og afbrigðum, sem hann
taldi brýnast að kxyfja í það og það
skiptið.
Án þess að ég hafi nokkra sinni
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
Hátúni 10,
lést þann 10. júní sl. á Vífilstaðasspítala.
Þórarinn Sigurbjörnsson,
Sigurveig Árnadóttir,
Sigurbjörn Árnason,
Kristjana Árnadóttir,
Steindór Ámason,
barnabörn og barnabarnabörn
Sólveig A. Arnórsdóttir
Pétur Breiðfjörð,
Jarþrúður Einarsdóttir,
Leopoldó Calvete,
Guðrún Bára Magnúsdóttir,
t
Móðir okkar,
INGIRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR,
Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
10. júní.
Hulda Alda Daníelsdóttir,
EHa Björk Daníelsdóttir,
Heimir Daníelsson.
+
NÓI JÓNSSON,
Vindási,
Eyrarsveit,
sem lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá Setbergskirkju á morgun
laugardaginn 13. júní kl. 14.00.
Svanborg Kjartansdóttir
og böm.