Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 40
„t40 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON JULIUSSON spurt Jón að því hvar hann stæði í stjórnmálum, og kom það raunar ^>,ekki til greina að ræða pólitískar skoðanir hvor annars, þá tel ég nú, að látnum þessum vini mínum, ekki launungarmál, að Jón hafí hallast að skoðunum og stefnu framsóknar- manna. Ég tel það lýsa gáfum Jóns, vitsmunum og hyggindum, að ræða aldrei pólitík, nema sem almenn og afleidd innskot í viðræðurnar. Uppbyggjandi og fræðandi voru viðræðurnar við Jón. Þær gleymast ekki. Jón Júlíusson var fjölfróður maður og vel máli farinn. Hann var mikill málamaður og talaði og reit flestar tungur nágrannalanda okkar, K^auk þess sem hann var latínumaður og kenndi hana við Menntaskólann í Reykjavík í um 20 ár, og var próf- dómari við Verslunarskóla Islands frá 1973 til dauðadags. Það var engin furða þótt frum- kvöðull og forstjóri Loftleiða hf, AI- freð Elíasson, hringdi sérstaklega til Jóns sem þá var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, líklega árið 1955, til að falast eftir honum sem starfs- manni hjá hinu unga og hraðvaxandi fyrirtæki. Jón hóf þá störf hjá Loft- leiðum sem auglýsingafulltrúi, í fyrstu sem hlutastarf en tveimur ár- um síðar sem starfsmannastjóri fyr- irtækisins, allt þar til hann varð framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs ■^Flugleiða hf. Þar starfaði Jón til árs- ins 1980. Hjá Loftleiðum hf var samhæft einvalalið í stjómunarstörfum á uppgangsárum þeirra, og vissulega var það frumkvöðlum Loftleiða að þakka ásamt áhugasömu starfsliði í öllum greinum, að þar tókst að skapa rekstrareiningu á heimsmæli- kvarða í flugsögu þeirra tíma. Full- yrða má að Jóni hafí tekist sem starfsmannastjóra Loftleiða og síðar Flugleiða að skapa þann ramma og ^innleiða þær nýjungar sem enn er unnið eftir, jafnvel hjá stærri fyrir- tækjum í landinu. Eftir að Jón lét af störfum hjá Flugleiðum átti hann sem snjall og þekktur frumkvöðull í sínum verkahring margra kosta völ. Hann réðst til viðskiptaráðuneytis- ins sem deildarstjóri og varð síðar skrifstofustjóri Norðurlandamála s og staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir á síðasta ári. Jóni var sýndur margvíslegur sómi á sínum starfsferli og átti sæti í fjölda stofnana, og nefnda. Var m.a. varaformaður Landssamtaka hjartasjúklinga og í stjórn SIBS og happdrættis sambandsins. Glæsilegt heimili hjónanna, Jóns Júlíussonar og Signýjar Sen lög- fræðings, ber merki þeirrar menn- ingar og menntunar sem tíminn vinnur ekki á. Hjá þeim var gott að vera gestur. Jón Júlíusson, sem hér er kvaddur, var þeirrar gerðar, að hann flanaði ekld að neinu. Hann vandaði sig til lífsins. Mikill mann- þekkjari sem sló ekki feilnótur en beitti skarpskyggni sinni óspart í öllum greinum. Við Brynhildur sendum Signýju og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Geir R. Andersen. Oft er skammt stórra högga á milli. Það sannaðist m.a. þegar Jóni fyrrverandi varaformanni Lands- samtaka hjartasjúklinga entist ekki aldur til að fylgja til grafar vini sín- um og nýlátnum samstarfsmanni, formanni samtakanna sem lést í vik- unni á undan. Það var vegna hæfileika og reynslu Jóns á löngum og farsælum starfsferli hans að leitað var til hans á fyrsta landsþingi samtakanna 1991 að taka að sér starf varaformanns. Hann varð við því og við fengum að njóta vandaðra tillagna hans og stjórnsemi við ýmis tækifæri. Auk þess var hann einnig fulltrúi hjarta- samtakanna í stjórn SÍBS við inn- gönguna á þeim vettvangi. Eftir 6 ára stjórnarsetu gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs, enda nálgaðist hann sjötugsaldurinn og vildi þoka fyrir yngri mönnum. Jón var ekki gjarn á að troða sér fram eða sækjast eftir vegtyllum, en hann rækti hvert það starf er honum var falið af meðfæddri nákvæmni og virðuleik. Verk þau sem hann tók að sér voru unnin af dugnaði og stakri samviskusemi og hann átti gott með að starfa með öðrum. Hann var mikill hugsjónamaður og lét sig m.a. varða velferðarmál og hag hjartasjúklinga og lungnasjúk- linga. Þannig hitti ég hann í síðasta skipti á fundi nefndar, sem vann að endurbótum og stækkun Reykja- lundar. Var hann þá sjálfur vistmað- ur á staðnum, en lét það ekki aftra sér frá því að mæta á nefndarfundi. Andlát Jóns kom vinum hans á óvart, því hann bar ekki veikindi sín með sér, en hann dvaldi sem sjúk- lingur á Reykjalundi undir lokin. Jón er sárt kvaddur af fjölmenn- um hópi samstarfsmanna og nem- enda, sem sjá á bak eldhuga og traustum samfylgdarmanni, sem var vel til forystu fallinn. En mestur er söknuðurinn hjá eftirlifandi eigin- konu, Signýju Sen, börnum þeirra og öðru venslafólki og eru þeim færðar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Steinþórsson. Við viljum minnast með þökk og virðingu mannsins, sem veitti okkur ungum ómetanlegt veganesti. Við eigum það sameiginlegt að hafa hafið störf í starfsmannahaldi Loftleiða hf. á sjöunda tug þessarar aldar. Loft- leiðir voru öflugt fyrirtæki, að góðu þekkt víða um heim. A þessum árum jukust umsvif íyrirtækisins veru- lega. Reistar voru hótelbyggingar og starfsemi utanlands og flugvélaflot- inn aukinn. Engin verður þó starf- semin, sé ekki starfsfólk til að annast hana. Hlutverk Jóns var m.a. að sjá til þess, að valinn maður væri í hverju rúmi og aðbúnaður þeirra væri slíkur, að hæfni sérhvers fengi notið sín. Ekki var síður mikils um vert, að af hálfu fyrirtækisins væri breytt rétt og af sóma. Við vorum í áhöfn Jóns, sem vann að þessu verkefni. Jón var agaður í vinnubrögðum, vandvirkur, en hrað- virkur þó, sanngjarn, ósérhlífinn og úrræðagóður. f huga okkar hafði Jón allt það til að bera, sem prýða má einn yfirmann. Hann sýndi okkur umhyggju samfara mikilli virðingu. Hann efldi okkur sem starfsmenn, en ekki síður sem manneskjur. Hann hvatti okkur til dáða, fól okkur iðu- lega verkefni, sem við hefðum að óreyndu ekki talið á okkar færi. Tækist vel til var gleði hans ekki minni en gerandans. Tækist miður, gætti hann þess, að veikt sjálfstraust biði ekki frekari hnekki. Að sjálf- sögðu hlutu vinnubrögð undir hans stjórn að markast af virðingu fyrir viðfangsefni og því að nýta þá krafta, sem í hverjum búa. Gæfist tóm, sett- ist hann að spjalli við okkur og ræddi lífsins viðfangsefni, gang mála heima og í heimi og menningarmál. Jón var rómaður kennari og í eðli sínu fræði- maður, sem sífellt leitaði aukinnar þekkingar. Af sjálfu leiðir að slíkar stundir voru okkur ómetanlegur fengm-. Liðið er hátt á fjórða áratug síðan leiðir okkar lágu fyrst saman. Mörg ár eru síðan samstarfi okkar lauk. Við, starfsstúlkurnar hans Jóns Júlíussonar, fórum að stofna fjöl- skyldu, afla okkur menntunar og leið- ir lágu víða. Jón hvarf líka til starfa á öðrum vettvangi. Vináttuböndin við hann rofnuðu samt aldrei. Að sjálf- sögðu urðu samskiptin strjál; stöku hringing, jólakort, blóm á tyllidögum og óvæntir fundir á götum úti. Aratuga lífsreynsla og kynni af mönnum, málefnum og starfsháttum hafa sízt skert álit okkar á fyrrver- andi yfirmanni okkar. Við erum stoltr ar og þakklátar fyrir að hafa unnið undir hans stjórn, notið leiðsagnar hans og kunnáttu. Fyrst og fremst erum við þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast manninum Jóni Júlíussyni. Habemus ductori et doct- ori egergio et homini bono gratiam. Birna Þórisdðttir, Kristín Waage, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KETILL H. SÍMONARSON frá Kaðlastöðum, Ásabraut 8, Grindavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní. Klara Jónatansdóttir, Baldur Ketilsson, Viktoría Ketilsdóttir, Guðjón Þorláksson, Hildur Þ. Ketilsdóttir, Halldór Þorláksson, Klara S. Halldórsdóttir, Þuríður Halldórsdóttir. t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Helgafelli, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 13. júní kl. 14.00. Börnin. TOBIAS JÓHANNESSON + Tobias Jóhann- esson fæddist að Egg í Hegranesi 25. mars 1914. Hann lést á heimili sínu 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigþrúður Kon- ráðsdóttir, f. 7.5. 1895, d. 22.7. 1969, og Jóhannes Guð- mundsson, f. 25.1. 1888, d. 7.9. 1957. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 5.10. 1919, Brynleifur, f. 3.8. 1930, og Heið- björt, f. 11.8. 1933. Hinn 31. mars 1945 kvæntist Tobias Guðrúnu Ingibjörgu Björnsdóttur, f. 7. sept. 1926. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jósafatsdóttir, f. 12.3. 1896, d. 10.2. 1938, og Björn Skúlason, f. 7.12. 1893, d. 11.6. 1975. Tobias og Guðrún eignuðust þrjár dætur. 1) Birna Ingibjörg, gift Gísla Karli Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Huldu. 2) Sig- þrúður, var gift Sig- urði Ólafssyni og eiga þau þrjú börn, Ragnheiði, Tobias og Elínu Ösp. Sambýlismaður Sig- þrúðar er Lúðvík Jóhannsson. 3) Sig- urlaug Anna, gift Páli Eggert Þor- kelssyni og eiga þau fjóra syni, Þorkel Má, Gísla, Björn og Hafstein Inga. Tobias vann í upp- vextinum hin ýmsu störf til sveita. En árið 1943 flyst hann til Akureyrar og hefur þar störf við bifreiðaakstur hjá BSA. Arið 1947 fer hann að starfa við bílamálun á Bifreiðaverkst. BSA en fer svo að vinna sjálfstætt að bílamálun árið 1960. Meistara- réttindi hlaut hann árið 1965. Tobias starfaði við iðn sína til ársins 1993. Útför Tobiasar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál, lyftir oss hærra í hæðir, helgar vort bænam£ Sameinar ólíka anda, eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. (Þ.K.) Heiðursmaðurinn Tobias Jó- hannesson, Þórunnarstræti 130, er horfinn sjónum vorum. Hann lést á heimili sínu 5. júní sl., eftir fremur stutta en stranga sjúkdómslegu og er öllum harmdauði, er hann þekktu. Hann var Skagfírðingur að upp- runa, kominn af góðu söngelsku fólki og fékk við fæðingu, í ríkum mæli, þá eiginleika ættanna, sem að honum stóðu, fallega söngrödd og sönggleði. Heima í Skagafirði var hann settur í bassa mjög ungur að aldri en hefði getað, að sögn erlends söngþjálfara, er starfaði hér um hríð, orðið afbragðs tenoristi, enda var hann í mikilli frændsemi við söngsnillinginn Stefán Islandi. Tobias fluttist til Akureyrar árið 1943 og gekk fljótt til liðs við Kar- lakórinn „Geysi“ og söng þar óslit- ið alla tíð, var með nú í vetur er „Geysir“ hélt upp á 75 ára afmæli sitt. Tobias var framúrskarandi söng- maður, hafði mjög fagra bas- bariton rödd, hlýja, breiða og hljómfagra, sem hann beitti af mik- illi smekkvísi. A efri árum kom hann einnig til liðs við Kór eldri borgara hér á Akureyri og var þar, eins og hann var alltaf, hinn góði og skemmtilegi félagi, ásamt að prýða bassarödd- ina með sínum fagra rómi og fyrir það þökkum við félagar í Kór eldri borgara alveg sérstaklega. Tobias var einstakur í allri sinni fram- komu, glaðsinna og oftsinnis með spaugsyrði á vör, sem hafði góð áhrif á umhverfið. Sannarlega er góður maður genginn. Konu hans, frú Guðrúnu Björns- dóttur og dætrum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Schiöth. ÓLAFUR MEYVANT JÓAKIMSSON + Ólafur Meyvant Jóakimsson fæddist á Siglufirði 11. maí 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjtíkrahúsinu á Akureyri 1. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkurkirkju 9. júní. Vinur okkar og nágranni, Ólafur Meyvant Jóakimsson, skipstjóri, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 1. júní sl. Okkur hjónin langar til að kveðja hann með örfáum orð- um. Við kynntumst Ólafi upp úr miðri öldinni, og frá árinu 1958 höf- um við búið í næsta húsi við hann á Gunnólfsgötu 8. Þau kynni urðu bæði góð og náin og mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna, enda voru börn okkar á líkum aldri og urðu góðir leikfélagar. Ólafur byrj- aði ungur að stunda sjóinn og gerði sjómennsku að sínu ævistarfi, allt til ársins 1984, er hann varð að fara í land vegna heilsubrests. Hann hafði þá verið til sjós í hartnær hálfan fimmta áratug og þar af um 30 ár sem skipstjóri hjá sama út- gerðarfyrirtækinu. Ólafur var far- sæll í starfi, góður sjómaður og mikill aflamaður. Ég átti því láni að fagna að starfa með honum í sjö ár um borð í hinu glæsta skipi, Sigur- björgu Ó.F. 1, drottningu flotans, eins og hún var kölluð meðal sjó- manna á þeim árum. Ólafur endaði skipstjóraferil sinn á annan-i Sig- urbjörgu, frystitogara, sem einnig var glæsilegt skip. Arið 1983 kenndi hann lasleika, sem hrjáði hann allt til lokadægurs. Hann hætti sjómennsku árið 1984 og vann eftir það um skeið sem hafn- arvörður. Við hjónin kveðjum kær- an vin og nágranna með trega og þökkum samfylgdina. Kæra Fjóla, við vottum þér, af- komendum ykkar og öllu vensla- fólki okkar dýpstu samúð. Sigurveig Stefánsdóttir, Gísli M. Gíslason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-teXtaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.