Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarfélög keppast um að fá Keiko FORRÁÐAMENN Vestmanna- eyjabæjar og Eskifjarðar keppa nú um að fá háhyminginn Keiko til sín en fulltrúar Frelsið Willy Keiko- stofnunarinnar hafa kynnt sér að- stæður á þessum stöðum á undan- fömum dögum. Dýpkunarframkvæmdir við Vestmannaeyjar Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, hefur verið ákveðið að Vestmanna- eyjabær muni sjá um nauðsynlega dýpkun í Klettsvíkinni ef þörf er talin á, verði Vestmannaeyjar fyrir valinu sem framtíðarheimkynni Keikos. I gær var ráðist í nákvæm- ar dýptarmælingar í víkinni vegna þessa og verða niðurstöðumar kynntar fulltrúum Keiko-stofiiun- arinnar í dag. „Við eram með sand- dæluskip héma og þarna er ekki sú komastærð að við ráðum ekki við það,“ segir Guðjón. Talið er víst að ákveðið verði á allra næstu dögum hvor staðurinn verður fyrir valinu. Guðjón segir ríka ástæðu fyrir bæinn að leggja í framkvæmdir og einhvem kostnað vegna staðarvals fyrir Keiko enda um mikið hagsmunamál að ræða fyrir bæjarfélagið og ferðaþjónust- una. Stefht er að því að Keiko komi til Islands í september og sagði Guð- jón að dýpkun í Klettsvík yrði lokið fyrir þann tíma og séð yrði til þess að allt væri tilbúið fyrir komu há- hymingsins ef Vestmannaeyjar verða fyrir valinu. Kjöraðstæður á Eskifirði „Hér á Eskifirði er nægilegt dýpi í kyrrlátri vík þar sem öldu- hæð er óveraleg og skipaumferð aldrei nær en í nokkur hundrað metra fjarlægð," segir Amgrímur Blöndahl, fráfarandi bæjarstjóri á Eskifirði, um aðbúnaðinn sem Keiko stendur til boða hjá Eskfirð- ingum. Mjóeyrarvík heitir víkin rétt ut- an við bæinn þar sem Keiko era ætluð heimkynni. Þar vora áður fiskeldisker og segir Amgrímur að- stæður góðar frá hendi náttúrunn- ar; mikið dýpi og góðir straumar en víkin þó kyrrlát. Þá bendir hann á að í 50 km fjarlægð sé alþjóðaflug- völlurinn á Egilsstöðum sem lokist ákaflega sjaldan vegna veðurs og því sé bæði auðvelt að flytja Keiko á staðinn og taka á móti auknum ferðamannastraumi. Arngrímur segir bæjaryfirvöld reiðubúin að leggja fjármagn í að- gerðir sem væra nauðsynlegur fylgifiskur komu Keikos svo sem vegna lagningar vatnsleiðslu og aukinna umsvifa í ferðaþjónustu. Hann segir gert ráð fyrir að minnsta kosti 10 störfum sem fylgi beint umsjón og verkum kringum Keiko, auk ófyrirséðra starfa í ferðaþjónustu og öðrum tengdum greinum. Að lokum minnti Am- grímur á að síldin stefndi nú í ís- lenska lögsögu og ekki væri verra fyrir Keiko ef aðalrétturinn kæmi syndandi til hans! „Eg er því sannfærður um að hugsi menn fyrst og fremst um vel- ferð og hagsmuni Keikos hljóti Eskifjörður að verða fyrir valinu,“ sagði Amgrímur að lokum. — Morgunblaðið/Amaldur Dagsbrún fært málverk af Guðmundi J. Guðmundssyni FJÖLSKYLDA Guðmundar J. Guðmundssonar, fyn-verandi for- manns verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem lést fyrir réttu ári, hefur afhent Dagsbrún og Framsókn, stéttarfélagi, málverk til minningar um hann sem list- málarinn Baltasar málaði af Guð- mundi árið 1994. Halldór Björnsson, formaður Dagbrúnar og Framsóknar, stétt- arfélags, þakkaði þessa höfðing- legu gjöf og sagði að Guðmundar yrði alltaf minnst fyrst og fremst sem Dagsbrúnarmanns. Margir hefðu litið á Guðmund og Dags- brún sem eitt og Dagsbrúnar- menn mætu hann mjög mikils og minntust hans sem mikiihæfs for- ingja um áratugaskeið. Málverkinu hefur verið komið fyrir í húsnæði Dagsbrúnar og á myndinni eru Elín Torfadóttir, ekkja Guðmundar, og Halldór Björnsson, formaður Dagsbrún- ar. Akranesbær semur við Brekku- bæjarskóla og Grundaskóla Hækka um tvo launa- flokka og fá fleiri yfírvinnustundir eldrasamstarfs innan skólanna auk þess sem þær era viðurkenning á vinnuaukningu sem orðið hefur í tengslum við bætta sérfræðiþjón- ustu Akraneskaupstaðar í grann- skólunum. Greiðslum þessum er einnig ætlað að mæta auknu sam- starfi grannskóla og leikskóla," segir í samningnum. Þá hækka laun almennra grunn- skólakennara um tvo launaflokka vegna ýmissa verkefna, s.s. gæða- mats, skólanámskrár og undirbún- ings að einsetningu grannskóla og skipulagi hennar. „Engum atriðum vísað heim í hérað“ Við afgreiðslu samningsins í bæj- arstjórn lögðu sjálfstæðismenn fram bókun þar sem m.a. er bent á að kennarafélögin og Launanefnd sveit- arfélaga hafi gengið frá kjarasamn- ingi sem skuldbindi Akraneskaup- stað sem launagreiðanda og sé bind- andi fyrir kennara. I kennarasamn- ingnum hafi engum atriðum verið vísað heim í hérað en samstarfs- nefnd aðila unnið að bókunum sem fylgdu samningnum. Launanefndin hafi gengið eins langt í samningum sínum og hægt var og samningur kennara sé reiknaður til um 33% hækkunar á samningstímanum en bæjarstarfsmannafélögin fái á sama tíma 16% hækkun og flest ASÍ-félög 14-16%. Sjálfstæðar ákvarðanir í ein- stökum sveitarfélögum Hvorki Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambands íslands, né Sig- urjóni Péturssyni, hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, var kunnugt um hvort fleiri sveitarfélög hefðu gengið frá svipuðum samningum við kennara sína að undanförnu. Bentu þeir á að um væri að ræða einstak- lingsbundna samninga á hverjum stað fyrir sig og allur gangur væri á hvemig að þeim hefði verið staðið. „Þetta er gömul saga og ný. Það hef- ur oft verið samið um ýmis hlunnindi kennara, sérstaklega út á landi. Þetta virðist vera í eitthvað ríkara mæli og skipulagðara núna en áður, en við höfum ekki upplýsingar um það,“ sagði Sigurjón. Forsljóri Hitaveitu Suðurnesja Morgunblaðið/Porkell Skondrað um á Skerpluhátíð KRAKKARNIR á leikskólanum Mýri í Litla Skeija- öfum á Skerpluhátíð í gær. Trúðamir Barbara og firði skemmtu sér vel ásamt foreldrum, ömmum og Úlfar sáu um að kitla hláturtaugar barnanna. MEIRIHLUTI bæjarstjómar Akra- ness hefur gert samkomulag við grannskólakennara við Brekkubæj- arskóla og Grundaskóla, um ákveðn- ar kjarabætur vegna ýmissa verk- efna í skólunum. Felur samningur- inn í sér að kennarar fá greiddar fjögurra stunda yfirvinnugreiðslur á mánuði í níu mánuði vegna vinnu við eflingu foreldrasamstarfs o.fl. og hins vegar hækka laun kennara um tvo launaflokka frá 15. júní 1998 vegna ýmissa verkefna í skólunum. Þessar launabreytingar koma til viðbótar almennum kjarasamning- unum á milli kennarafélaganna og Launanefndar sveitarfélaga sem gerður var á seinasta ári. Skv. hon- um hækkar launatafla allra grunn- skólakennara um 1,5% 1. ágúst nk. og um 3,5% 1. janúar næstkomandi. Skv. samningi grannskólakennara á Akranesi og bæjarstjórnar fær hver grannskólakennari á haustönn greiddar samtals 16 yfirvinnustundir og á vorönn samtals 20 yfirvinnu- stundir. „Greiðslur þessar era til þess að mæta vinnu við eflingu for- Nýr afgreiðslutími verslana Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:--------- Mán. - fim. 10:00 -18:30 Föstudaga: 10:00 -19:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 13:00-17:00 mmm hagkaup Alltaf betri kaup Engar viðræður hafa farið fram um heitavatnsverð JULÍUS Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðumesja, segir að engar eiginlegar samningaviðræður hafi farið fram milli hitaveitunnar og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um verð hitaveituvatns til vamar- stöðvarinnar. Júlíus segist því ekki skilja beiðni vamarliðsins, sem Morgunblaðið greindi frá á mið- vikudag, um fulltingi utanríkisráðu- neytisins í samningum um lækkun heitavatnsverðsins. Spurningum var svarað í september „Ég hef ekki séð framan í vamar- liðsmann út af þessu máli síðan í júlí í fyrra,“ segir Júhus. Hann segir að í maí á síðasta ári hafi vamarliðið óskað eftir viðræðum um heita- vatnsverðið. Á fundinum í júlí hafi vamarliðið boðað að spurningar um ýmis atriði í rekstri HS yrðu sendar fyrirtækinu. Þeim spumingum hafi verið svarað í september. „Síðan hef ég ekki orðið var við lífsmark hjá vamarliðinu að öðra leyti en því að ég fékk símtal frá ráðgjafa þess í janúar þar sem hann bað um nánari sundurliðun á ein- hverjum tölum. Annað hef ég ekki heyrt í þeim,“ segir Júlíus. Hann segist ekki skilja hvers vegna varnarliðið hafi nú leitað eftir hðsinni utanríkismálaráðuneytisins til að fá fram lækkun á verði heita vatnsins. „Það era engar samninga- viðræður hafnar. Það var sett af stað gagnasöfnun, þeir óskuðu eftir gögnum frá okkur og fengu þau, síðan hefur ekkert verið við okkur talað,“ segir Júlíus. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.