Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 25
LISTIR
KARLAKÓRINN Heimir.
Karlakórinn Heimir á tónleikaferð
KARLAKÓRINN Heimir í
Skagafirði verður á tónleika-
ferðalagi um Vestfírði um
helgina.
í dag föstudag heldur kórinn
tónleika í Félagsheimilinu Bol-
ungarvík og heQast þeir kl. 21.
Laugardaginn 13. júní verða þeir
með tvenna tónleika, þeir fyrri
verða í Félagsheimilinu á Þing-
eyri og hefjast kl. 16, þeir síðari í
Isafjarðarkirkju kl. 21, það verða
lokatónleikar ferðarinnar.
Söngsfjóri Karlakórsins Heim-
is er Stefán R. Gíslason, undir-
leikarar Thomas Higgerson og
Jón St. Gíslason.
Einsöng, tvísöng og þrísöng
með kórnum syngja Einar Hall-
dórsson og Álftagerðisbræður,
Gísji, Óskar, Pétur og Sigfús.
Á efnisskránni verða lög eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Karlakórinn Heimir varð 70 ára
hinn 27. desember sl. og hélt upp
á það með afmælishófí í Félags-
heimilinu Miðgarði.
Aukasýn-
ing á
Ormstungu
VEGNA fjölda áskorana verður
ein aukasýning á Ormstungu -
ástarsögu, næstkomandi laugar-
dag kl. 17 í Skemmtihúsinu
Laufásvegi 22.
Sýningin er upphitun fyrir
væntanlega leikferð á Heimssýn-
inguna í Portúgal, en í ágúst-
mánuði munu þau Gunnlaugur
og Helga fagra halda til
Tampere í Finnlandi og sýna
leikinn þar ásamt táknmálstúlk-
um.
Miðasala er í gegnum Herra-
fataverslun Kormáks og Skjald-
ar, Skólavörðustíg 15.
ATRIÐI úr Ormstungu - ástarsögu. Benedikt Erlingsson og Hall-
dóra Geirharðsdóttir.
I kastala Hitlersæskunnar
KVIKMYIMPIR
Háskólabíó
VORVINDAR -
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
HÁSKÓLANS OG
REGNBOGANS
VOMURINN „THE OGRE“
* * V4
Leikstjóri: Volker Schlöndorff.
Handrit: Jean Claude Carriére og
Schlöndorff. Kvikmyndatökustjóri:
Bruno de Keyser. Tónlist: Michael
Nyman. Aðalhlutverk: John Mal-
kovich, Armin Muelier-Stahl, Gott-
fried John, Marianne Sagebrecht,
Volker Spengler.
MIKIÐ hæfileikalið hvaðanæva
úr Evrópu starfaði saman að gerð
myndarinnar Vomurinn, sem frum-
sýnd var í gærkvöldi á Vorvindum,
kvikmyndahátíð Háskólabíós og
Regnbogans. Myndin er samvinnu-
verkefni Frakka, Þjóðverja og
Breta og er á ensku með banda-
ríska leikaranum John Malkovich í
aðalhutverki. Hinn sögufrægi
þýski leikstjóri Volker Schlöndorff
er við stjórnvölinn og hinn sögu-
frægi franski handritshöfundur,
Jean Claude Carriére, skrifar með
honum handritið en myndin er
byggð á skáldsögu franska rithöf-
undarins Michel Tournier frá átt-
unda áratugnum, sem fjallar um
nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Hér er því á ferðinni Evrópusam-
bandsmynd eins og hún helst getur
orðið. Niðurstaðan er svolítið
brotakennt verk kannski ekki að
ástæðulausu en áhrifamikið þegar
best lætur.
Sagt er í kynningu með mynd-
inni að hún sé byggð upp eins og
Grimmsævintýri og það er ekki
fráleitt að hugsa sér hana á mörk-
um ævintýris og veruleika, eins-
konar dæmisögu úr seinni heims-
styrjöldinni um ævintýrapersónu
sem er of mótsagnakennd til þess
að hægt sé að botna í henni full-
komlega. Aðalpersónan, Abel, fékk
trú á að hann gæti ráðið örlögum
sínum þegar hann var drengur í
frönskum kaþólikkaskóla. Hann
óskaði þess að skólinn bi-ynni til
kaldx-a kola þegar átti að refsa hon-
um fyrir óknytti og voilá, skólinn
brann. Þegar hann er fullorðinn
maður gerist eitthvað svipað. Hann
er einfari sem hefur dálæti á
krökkum og þegar hann er settur í
fangelsi ranglega sakaður um
áreitni þarf hann bai-a að óska sér
og honum vei’ður reddað. Það
gengur eftir: Seinni heimsstyrjöld-
in skellur á með það sama og kem-
ur í veg fyrir að hann fari í fang-
elsi. í stríðinu kemst hann sem
auðsveipur stríðsfangi í kynni við
Herman Göring og verður starfs-
maður í herskóla fyrir Hitlersæsk-
una; starf hans er að fara um ná-
grannasveitirnar og ræna börnum
fyrir Þriðja ríkið. Þó er enginn
barnelskari.
Malkovich leikur Abel og gerir
það giska vel eins og annað sem
hann tekur sér fyrir hendur. í túlk-
un hans verður Abel nokkurs kon-
ar einfeldningur og leiksoppur ör-
laganna en líka Vomurinn óttalegi,
óvætturin í ævintýrinu, sem tekur
bömin og börnin hræðast. Engu að
síður er hann besti vinur barnanna
og vei’ndari í kastala Hitlersæsk-
unnar. Hann hrífst af öllu því sem
nasistamir gera og er hugsunar-
laust verkfæx-i þeirra. Hann er
alltaf hinn undirgefni. Vai’ það í
skólanum og er það í stríðinu; að
hans viti era engir óvinir til aðeins
yfirherrar.
Schlöndorff útbýr honum kvik-
myndaheim þar sem allt getur
gerst og er fullur af táknum ævin-
týranna, kaldhæðni og jafnvel
skopi; atriðið þegar Frakkar heyja
stríð og eru handteknh- af Þýskui'-
unum er óborganleg kómedía. Birt-
an er köld og drungaleg og skóg-
lendið ískyggilegt eins og vera ber
í ævintýrunum og skrautlegt safn
persóna kemur við sögu, ekki síst
Herman Göring í furðulegum milli-
kafla myndarinnar. En Abel er
alltaf sama ráðgátan og neitar að
kalla á samúð áhorfandans. Að lok-
um eram við jafnnær um þennan
undarlega mann, sem rænir börn-
um og elskar.
Arnaldur Indriðason
í
#,A
m , , , , x, .
s. v \ \. \ V
\ \ \ V l i
V V \ V
\\ \ \ \ \ l;
G/b&r-
FyrirS
?
0034-1
ffefur þú fengið bjómiðann ?
FJOLVARP
Áskriftarsími 515 6100
é